Pressan - 26.04.1990, Blaðsíða 23

Pressan - 26.04.1990, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 26. apríl 1990 Steinn Lárusson, bóksalasonurinn meö feröabakteríuna, á forstjórakontórnum sín- um í London. Þaö fyrsta sem maöur rekur augun í á skrifstofunni er uppblásin beinagrind, sem situr þar virðulega í stól. valda henni erfiðleikum í dag. T.d. nefskattur- inn svokallaði, þó hann sé ekki endilega mesta vandamálið. Hann er kannski fremur dropinn sem fyllti mælinn og þess vegna ætl- ar allt af göflunum að ganga út af honum. Ég held, að vaxtamálin hafi valdið mesta fylgistapinu fyrir Thatcher. Verðbólgan er um 8%, en vextir eru 16—17%. Þegar ég kom hingað fyrir tveimur árum voru þeir einungis 9%, svo þessi þróun hefur verið mjög hröð. Þetta veldur fólki aðsjálfsögðu fjárhagslegum erfiðleikum, en Thatcher er líka að herða ól- ina í heilbrigðiskerfinu og það held ég að sé m.a. undirrót þeirrar óánægju, sem núna er að brjótast upp á yfirborðið." Koma Bretadrottningar skiptir ekki sköpum — Nú er Bretadrottning væntanleg til ís- lands í sumar. Hefur eitthvað verið leitað til þín vegna þeirrar heimsóknar? ,,Nei, það fer allt í gegnum utanríkisþjón- ustuna og sendiráðið hérna í London. Ég hef bara fylgst með því úr fjarlægð. Það halda margir að koma Bretadrottning- ar komi til með að skipta sköpum varðandi fjölda breskra ferðamanna á íslandi í framtíð- inni. Ég held því miður að það sé ekki rétt. Hér er t.d. ekkert farið að minnast á þessa heimsókn ennþá. Það er yfirleitt ekkert talað um það í fjölmiðlum hvert drottningin ferð- ast. Ætli það sé ekki einhvers konar heiðurs- mannasamkomulag um það á milli kónga- fólksins og fjölmiðla . . . Það er a.m.k. aldrei sagt frá því fyrirfram hvert hún er að fara, en einn daginn birtast kannski allt í einu myndir af henni heilsandi börnum í Singapore. Það sama mun eiga við um íslandsferðina. Auð- vitað verður þetta auglýsing fyrir landið, þeg- ar að því kemur, en það verður ekki fréttaefni fyrr en í sumar. Blöðin vita samt að drottningin er að fara til íslands, þó þau birti ekkert um það. Þess vegna höfum við boðið nokkrum blaða- mönnum til landsins og þeir hafa sýnt mikinn áhuga. Ég beiti þeirri aðferð að nálgast einn blaðamann í einu, fremur en að senda þá í kippum til Islands, eins og oft hefur verið gert. Mér finnst það gefast betur." Skótahreyfingin staðnaði Nákominn ættingi Steins fræddi mig á því að hann hefði snemma byrjað að ganga í alls kyns félög og að félagsglaðari mann væri vart að finna. Steinn brosti út í annað, þegar ég spurði hann um þennan gífurlega félagsmála- áhuga. ,,Eg sprakk nú reyndar á ákveðnum tíma- punkti, eins og yfirleitt gerist hjá fólki, sem hellir sér út í félagsstörf í miklum mæli. Menn geta verið í þessu af fullum krafti í svona fimm ár, en þá er þetta orðið svo yfirþyrmandi mik- ið að maður gefst upp og segir af sér alls stað- ar. Það tekur þó oft ekki nema svona tvö ár þar til viðkomandi fer af stað aftur og þá kannski af örlitlu meiri skynsemi. Ég var t.d. orðinn nokkuð vel staddur í fé- lagsmálunum, þegar ég flutti frá íslandi, en um tíma starfaði ég örugglega í tiu til tuttugu nefndum eða félögum. Ég var lengi í ferða- inálaráði, formaður Félags íslenskra ferðaskrifstofa í um tíu ár og margt fleira. Og svo hef ég verið skáti frá því um níu ára aldur. Skátarnir voru það félag, sem ég sinnti af mestum krafti þar til félög tengd viðskipta- lífinu urðu tímafrekari." — Hvað var svona spennandi við að vera skáti? Eða á ég að segja hvað ER svona spennandi við skátahreyfinguna? Áttu ef til vill enn stuttbuxur inni í skáp? Fyrstu viðbrögð Steins voru hlátursroka. „Blessuð vertu, ég á bæði stuttbuxur og klút! Þegar ég var að alast upp var hugsjónin „aktúel". Útilegurnar, hnútarnir og allt það ..." Svo varð hann alvarlegri á svip. „Því miður hefur skátahreyfingin — þetta gamal- gróna fyrirbæri — hins vegar staðnað. Hún gætti þess ekki að aðlagast breyttum tímum. Núna er börnum boðið upp á svo margt í tóm- stundum. Ríki og bæjarfélög byggja heilu hallirnar, þar sem krakkar geta stundað íþróttir, haldið böll og annað í þeim dúr. Að maður tali ekki um allt það framboð á sjón- varpsefni, kvikmyndum og myndböndum, sem ekki var um að ræða þegar ég var ungur. En skátahreyfingin er ennþá í stuttbuxun- Steinn Lárusson stunginn af úr forstjórastólnum og sest- ur viö tölvu í farskrárdeild Flugleiða í London: „Ég sakna þess að vera ekki lengur í svitalyktinni. Ég er einfaldlega þannig manngerð. Mér finnst gaman aö bretta upp erm- arnar og vera þar sem púlsinn slær, enda reyni ég eftir því sem tíminn leyfir aö missa ekki alveg tengsl viö svitalyktina. En þaö er náttúrulega alveg á skjön viö hegðun hins dæmigeröa forstjóra á Bretlandi..." 23 um, talandi um Baden Powell og skipuleggj- andi útilegur og hnútahnýtingar í stað þess að laga sig að nýjum aðstæðum. Ég hef svo sem enga lausn á því hvernig það hefði átt að ger- ast eða hvenær, en ég er þeirrar skoðunar að skátana hafi dagað svolítið uppi. Annars hef ég ekki fylgst náið með málefnum skáta á Is- landi síðastliðin sex ár, svo þetta er kannski ábyrgðarlaust hjal. Mér er tjáð að þar sé viss gróandi í dag og vonandi er það rétt.“ Krafði eiginkonuna um farmiða í hjónasængina Ákveðin saga af Steini Lárussyni hefur löngum verið sögð á góðum stundum af fólki í ferðaiðnaðinum á Islandi. Nokkurs konar dæmisaga um vinnuálagið í stéttinni. En skyldi hún vera sönn? Sagan er eitthvað á þessa leið: Einu sinni kom Steinn heim úr vinnunni seint að kvöldi, dauðdreyttur og eiginlega alveg uppgefinn eftir að hafa unnið myrkranna á milli dögum saman. Hann fór þvi beint í rúmið að sofa, en eiginkonan var einhvers staðar fjarverandi. Þegar hún kom heim og ætlaði að leggjast til svefns lá Steinn hins vegar þvert yfir hjóna- sængina, svo hún varð að ýta við honum og biðja hann að færa sig. En um leið og Steinn rumskaði gall við í honum: „Eruð þér með farmiða?" Þegar ég spurði Stein hvort sagan ætti við rök að styðjast varð hann í fyrsta sinn svolítið vandræðalegur og virtist sannarlega ekki fagna spurningunni. Síðan stundi hann og sagði: „Æ, þessi saga er víst því miður sönn. Þetta gerðist þegar Surtsey byrjaði að gjósa og við leigðum allar þær rellur, sem til voru á land- inu, til að fljúga í útsýnisflug að gosstöðvun- um. Eftirspurnin var nánast óendanleg og við höfðum aldrei undan að fylla út farmiða. Vél- arnar voru ekki fyrr lentar en þær voru fylltar aftur og sendar af stað. Maður vann 20 tíma á sólarhring og var að endingu orðinn hálf- galinn af þreytu." — Streita hefur löngum verið fylgifisk- ur feröamálanna og þú hefur ekki farið varhluta af því fremur en svo margir aðr- ir. Ert þú stressaður í dag, Steinn? „Já, ætli ég sé ekki stressaður. Samt er ég nú líklega rólegri eftir þessa dvöl erlendis en ég var áður heima á Islandi. Vinnuálagið er allt öðruvísi hérna úti en í ferðaskrifstofu- rekstrinum í Reykjavík." Þriggja tíma hádegisverðir — Ertu sáttur við þær ákvarðanir, sem þú hefur tekið í Íifinu, t.d. varðandi starfsvettvang? „Ég er mjög sáttur við lífið og tilveruna og starfsvettvang minn. Það er aðeins eitt, sem ég sakna hérna í forstjórastólnum. Ég sakna þess að vera ekki lengur í svitalyktinni. Ég er einfaldlega þannig manngerð. Mér finnst gaman að bretta upp ermarnar og vera þar sem púlsinn slær, enda reyni ég eftir því sem tíminn leyfir að missa ekki alveg tengsl við svitalyktina. Þetta er náttúrulega algjörlega á skjön við hegðun hins dæmigerða forstjóra á Bretlandi. Hér ákveða menn gjarnan með mánaðarfyr- irvara að borða hádegismat með kollega sín- um, en ég hef sko ekki hugmynd um hvar ég verð staddur eftir heilan mánuð! Slíkir hádeg- isverðir byrja gjarnan upp úr klukkan tólf með því að maður sest inn á kontór til við- komandi kollega og rabbar við hann til eitt. Þá er farið á veitingastað og setið þar í tvo tíma, þannig að maður er ekki kominn aftur í vinnuna fyrr eti að ganga fjögur. Þetta hent- ar hentar mér einfaldlega ekki." Hvað í ósköpunum gerir forstjóri Flugleiða í London þá, þegar kollegarnir vilja endilega hitta hann í hádeginu? „Nú, ég mæti auðvitað!" svaraði Steinn og skellihló. „Hvað get ég gert? Þetta er hefð hér í landi og það er erfitt fyrir mig að breyta við- teknum venjum kolleganna. En ég viður- kenni að ég reyni eins og ég mögulega get að komast hjá öllum hádegisverðarfundum, sem ekki eru alveg bráðnauðsynlegir. Hér eru líka starfræktir margir klúbbar fyrir forstjóra í flug- og ferðabransanum, sem maður verður að láta sjá sig í, en ég læt nægja að líta inn svona einu sinni til tvisvar á ári. Mér dettur ekki í hug að mæta þarna mánaðarlega!" — Var þetta öðruvísi í Osló? „Já, hjálpi mér. Þar var bara farið og borð- aður einn réttur, eins og vera ber í hádeginu, og málið afgreitt á klukkutíma. Ég skal þó viðurkenna, að eitt hefur skánað til muna hérna á Bretlandi á síðustu tíu árum eða svo. Áður fyrr þótti sjálfsagt mál að drekka gin og tónik fyrir matinn, hálfa vín- flösku á mann og jafnvel koníak á eftir, en núna þykir ekki lengur dónalegt að fá sér ein- göngu vatn í hádeginu. Það er mikil breyting, því áður urðu menn í viðskiptalífinu hrein- lega móðgaðir ef einhver leyfði sér að snið- ganga áfengi. Núna er það hins vegar al- mennt viðurkennt að menn gera ekkert af viti í vinnunni um eftirmiðdaginn, ef þeir hafa innbyrt hálfa flösku af rauðvíni í hádeginu."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.