Pressan - 31.05.1990, Síða 5

Pressan - 31.05.1990, Síða 5
Fimmtudagur 31. maí 1990 5 SUMARHÚSASALA: Fyrirtækinu var fyrirvaralaust lokað í janúar og lagerinn fjarlægður áður. Grunur leikur á að illa fengnir peningar hafi verið notaðir til að fjármagna húsakaup. Fyrirtækið Transit hf. við Trönuhraun í Hafnarfirði og/eða Jóhann Jóhannsson framkvæmdastjóri hafa verið kærð til Rannsóknarlögreglu ríkisins vegna meintra fjársvika í tengslum við sölu á sumarbústöðum. Tvær kærur hafa borist RLR, önnurfrá kaupanda sem greitt hefur allt að 2,2 milljónum króna fyrir hús, en ekkert fengið, hin er frá Byggingarvöru- verslun Kópavogs (BYKO) vegna ógreiddr- ar úttektar á vörum, sem fyrirtækið telur að Transit hafi fengið í gegn með refsi- verðum hætti. EFTIR: FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON - MVNDIR: EINAR ÓLASON Fullljóst þykir aö fleiri en einn kaupandi hafi veriö sviknir í viðskiptum sínum viö Transit, en enn sem komið er hefur aðeins ein kæra borist frá kaupendum. Rannsókn RLR er ekki haf- in aö ráði, en forsvarsmenn fyrirtækisins hafa að sögn Harðar Jóhannessonar rannsóknarlögreglumanns verið boðaðir til yfirheyrslu á næstu dögum. Aðdragandi málsins er sá, að fyrir ári hóf Transit sölu á sumarbústöðum af tegund- inni Gisella ísland, sem er í senn innlend og erlend hönn- un og smíði. Þetta eru 70 fer- metra hús með 35 fermetra yfirbyggðri verönd og var auglýst verð allt frá 1,1—1,2 milljóna króna óuppsett. Með öllu gat verðið hins vegar far- ið upp í um 2,5 milljónir. Fyrirtækinu lokað og lagerinn fjarlægður í fyrstu gengu viðskiptin eölilega fyrir sig. Það var hins vegar 18. janúar sl. að fyrir- tækinu var lokað fyrirvara- laust. Staðfest er að áöur hafi lager fyrirtækisins verið fjar- lægður, en hann haföi að hálfu veriö fjármagnaöur af öðrum aðila. Það tókst hins vegar síöar með fógetaúr- skurði aö ná lagernum aftur. Vegna mikilla skulda fór þriöja og síðasta uppboð á húseign fyrirtækisins í Trönu- hrauni 8 fram 10. april, þar sem bakhluti hússins var sleginn Búnaðarbankan- um, en framhlutinn bygging- arverktökum hússins, Knúti og Steingrími hf. í Hafnar- firði. Aðrir sem kröfu höfðu á fyrirtækið fengu ekkert. Fyrirtækið hefur hins veg- ar enn ekki veriö tekiö til gjaldþrotaskipta, en sam- kvæmt heimildum PRESS- UNNAR stendur það til. Samkvæmt heimildum hennar kemur fram í kæru sumarbústaðarkaupandans að hann hafi gert kaupsamn- ing við Transit í september sl. og greitt 200 þúsund krónur í peningum. Hann samþykkti auk þess og afhenti Jóhanni Fasteignin Vesturvangur 36 er liður i kæru sumarbústaðarkaupanda á hendur Transit, en grunur leikur á að illa fengið fé hafi verið notað til kaupa á fasteigninni. Húseign Transit við Trönuhraun í Hafnarfirði fór á uppboð í síðasta mánuði. Það var aö hálfu slegið Búnaðarbankanum í Garðabæ og að hálfu byggingarverktakanum. Jóhannssyni, yfirlýstum framkvæmdastjóra Transit, sjö víxla upp á 985 þúsund krónur. Loks afhenti kaup- andinn Transit veðskuldabréf upp á eina milljón króna. vegna munnlegs viðbótar- samnings um stækkun og aukinn kostnað við bústað- inn. Alls gera þetta rúmlega 2,2 milljónir króna. Um mánaðamótin mars/apríl sl. leitaði kaup- andinn, sem er sjómaður, eft- ir afhendingu á bústaðnum, sem þá átti að vera tilbúinn. En þá var búið að loka fyrir- tækinu og engar upplýsingar að fá. Hann leitaði til að- standenda fyrirtækisins sem vísuðu hver á annan. Meðal annars lýsti Jóhann, sem und- irritaði samninginn, því yfir að hann hefði bara verið sölu- maður og titill hans sem framkvæmdastjóra hefði að- eins verið til málamynda, hann lieföi ekki einu sinni haft prókúru. Auk þess sem Transit og/eða Jóhann Jóhannsson eru kærð fyrir meint fjársvik fer kaupandinn fram á við RLR að hald veröi lagt á fyrr- nefnt veöskuldabréf þar sem þaö finnst, víxla sem afhentir voru og eignir sem Jóhann eða aðrir forsvarsmenn Transit hafa komist yfir beint eða með milliliöum og notað hina svikfengnu fjármuni til fjármögnunar á. I kæru kaupandans er sér- staklega vakin athygli á þætti Jóhanns við gerð kaupsamn- ings á fasteigninni á Vestur- vangi 36 í Hafnarfirði sl. haust. Ekki er tiltekið nánar um tengslin þarna á milli, en samkvæmt heimildum PRESSUNNAR leikur grunur á að tengsl séu á milli greiðslna fyrir sumarhúsin og kaupa Jóhanns á þessari fast- eign. Sviknir peningar notaðir til húsakaupa? Jóhann er enn ekki þing- lýstur eigandi fasteignarinn- ar, en PRESSAN hefur fengiö staðfest aö þaö er Jóhann sem er kaupandi hennar. Kaupveröið var tæpar 14 milljónir króna, en á móti kom íbúö viö Dvergabakka í Reykjavík upp á tæpar sex milljónir króna. Jóhann hefur í þessum kaupum staðið í skil- um, en þyngstu afborganirn- ar falla á hann í sumar. Það skal ítrekað aö einung- is er um grun að ræða, þegar RLR er beðin að rannsaka hvort svikfengnir fjármunir hafi veriö notaðir til aö fjár- magna kaup, svo sem á ofan- greindri fasteign. Sem fyrr segir liefur BYKO einnig kært Transit. Má ætla að fyrirtækið hafi tapað nokkrum milljónum króna á viðskiptum sínum við Trans- it, með meintum refsiverðum hætti af hálfu Transit. Sam- kvæmt heimildum PRESS- UNNAR reyndu forsvars- menn Transit einnig að afla sér viðskipta hjá Húsasmiöj- unni sl. vor, en þegar Húsa- smiðjan kannaði eignir þeirra fundust engar og varð þá ekkert af viðskiptunum. PRESSAN reyndi í gær að ná sambandi við Jóhann Jó- hannsson, en án árangurs.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.