Pressan - 31.05.1990, Blaðsíða 8

Pressan - 31.05.1990, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 31. maí 1990 iMiyillMWlBllliMÍiliiÍliillililÍliiiiiilÍIÍiiiiiiiillliililiiililliiiiliiiiiiiiililiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiíiiiiii' PRESSAH VIKUBLAÐ Á FIMMTUDÖGUM ÚtKefandi: lilaö hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjórar: .lónína I.eósdóttir Omar Kriðriksson Rlaðamenn: Anna Kristine Ma^núsdóttir Björ^ Kva Krlendsdóttir Kriðrik Þór (iuðmundsson l.jósmyndari: Kinar Olason Útlit: Anna Th. Rö^nvaldsdóttir Prófarkalestur: Sii»ríður H. (iunnarsdóttir Auglýsin^astjóri: Hinrik (íunnar Hilmarsson Ritstjórn og skrifstofur: Ármúla 36. sími: 68 18 66. Auglýsingasimi: 68 18 66. Áskrift og dreifing: Ármúla 36, simi 68 18 66. Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Blaðaprent hf. Áskriftargjald 500 kr. á mánuði. Áskriftargjald: Pressan og Alþýðublaðið: 1000 kr. á mánuöi. Verð i lausasolu: 150 kr. eintakið. EIGUM VIÐ AÐ PASSA SKÓGINN? ,,Ki> er ekki ráðinn til að passa eitthvert ósonlai>!" sai>ði kok- hraustur íslenskur slðkkviliðsmaður fyrir nokkrum árum, þei>- ar hann var spurður um það hvort efnið í slökkvitækjunum lians eyddi ekki ósonlaginu. A þeim tima var líka algengt að fólk hér á landi hváði og segði „óson-hvað?" þegar eyðing ósonlagsins barst í tal. Otrúlega fáir höfðu heyrt getið um þessa vörn okkar úti í geimnum. Kn nú eru sem betur fer breyttir tímar. Nánast hver einasti maöur veit hve mikilvægt ósonlagið er fyrir lífið á jörðinni og íslensk börn þurfa ekki að vera há í loftinu til að hafa áhyggjur af þessu „öryggisneti" okkar mannanna. Hér er lika farið að selja úöabrúsa, sem ekki hafa skaðleg áhrif á ósonlagiö, þó neytendur hér á Islandi hafi vissulega veriö lengur að taka við sér en meöal margra annarra vestrænna þjóða. I’að eru hins vegar fleiri aðsteðjandi hættur í umhverfismál- um en eyðing ósonlagsins — t.d. eyðing skóga. Kn áhyggjur af þeim efnum hafa líklega ekki valdiö mörgum Islendingum andvökunóttum hingaö til, því við erum langt frá því jafnmeð- vituð um skógaeyöingu og margar nágrannaþjóðir okkar. Kannski vegna þess hve skógar eru okkur fjarlægir og óraun- verulegir í þessu uppblásna landi á hjara veraldar. . . Víða erlendis eru menn hins vegar mjög áhyggjufullir vegna eyöingar skóglendis og almenningur er vel upplýstur um al- varlegar afleiðingar þessarar þróunar. bess vegna vilja neyt- endur í auknum mæli kaupa endurunnar pappírsvörur, sem sí- fellt fást í meira úrvali meðal vestrænna þjóða. I>ar að auki er mengunarhætta samfara bleiktum pappír vel þekkt, svo með- vitað fólk velur fremur óbleiktar pappírsvörur ef þær standa til boöa. Kn þessi vitundarvakning á langt í land á Islandi. Við er- um ekki einu sinni farin að flokka sor|) eftir tegundum, eins og svo víða þykir sjálfsagður hlutur nú til dags. Vonandi verður þess ekki langt að bíða að íslendingar taki við sér og gefi því méiri gaum hvað þeir eru að kaupa. Kyðing skóga er nefnilega ekkert einkamál þeirra landa þar sem skóg- urinn vex. Málið snýst um lífsmöguleika komandi kynslóða. þankabro* Þunkubrot skrifu: Bolli Héðinsson, efnu- bugsrúögjafi forsœtisrúdherra, Einar Karl Haraldsson, ritstjóri Nordisk Kontakt, Jón Ormur Halldórsson stjórnniúlafrœdingur og Lára V. Júlíusdóttir, frumkuœmdastjóri Alþýdusambunds Islunds. Hreinlífiö á enda? Kvennalistinn á krossgötum „Spurningin sem ráðamenn Kvennalist* ans hljóta að verða að spyrja sig snýst um grundvallaratriði í pólitík yfirleitt, sumsé það; til hvers að vera með ef aldrei mó axla neina ábyrgð?" Urslit kosninganna á laug- ardag gefa tilefni til ótal vangaveltna. Þe.irra á meðal, að stöðugum uppgangi Kvennalista, sem staðið hefur óslitið frá því þær komu fyrst fram 1982, er nú lokiö og að þær máttu þakka fyrir að merja mann inn í borgar- stjórn. 1 mínum huga er lær- dómurinn sem þær kvenna- listakonur ættu að draga sá, að kjósendum þeirra þyki oröiö nóg komið af fögrum fyrirheitum og að flokknum hafi borið að nýta sér ta*ki- færi til samfylkingar í stjórn (t.d. ríkisstjórn lí)87) eða stjórnarandstööu (t.d. við borgarstjórnarkosningarnar 1990) til að freista þess að ná einhverjum stefnumálum fram. Káðamenn Kvennalist- ans kusu hinsvegar skírlífið og þar með algjört áhrifaleysi um brýn hagsmunamál kvenna, bæði á vettvangi borgarinnar sem og landsmálanna. Spurningin sem ráðamenn Kvennalistans hljóta að verða að spyrja sig snýst um grundvallaratriði í pólitík yfirleitt, sumsé það; til hvers að vera með eí aidrei má axla neina ábyrgð? -o-o-o- Urtölumenn allra flokka, sem hamast gegn sameigin- legum listum, sem settir eru fram til að fella meirihluta Sjálfstæðisflokksins, telja sig fá byr undir báða vængi með þeim úrslitum sem urðu í ná- grannabyggöum Reykjavíkur og mun lakari útkomu Nýs vettvangs en vænst hafði ver- ið. Nýjum vettvangi til máls- bóta veröur hinsvegar að segja að hann var ekki sam- eiginlegur listi neinna flokka, heldur aðeins Alþýöuflokks- ins og óháðra, hinir buöu allir fram eftir sem áður. I’ví ork- aði tvimælis að fara yfirleitt fram með slíkan lista, eftir þá umræðu sem á undan var gengin og algjört afsvar Kvennalistans við óskum um sameiginlegt framboð. I>á var Ijóst að hvorki Framsókar- flokkurinn né Alþýðubanda- lag voru reiöubúin til þátt- töku í sameiginlegu framboði og kann því að hafa verið bet- ur heima setið en af stað far- ið. Niöurstaöan færir okkur þö trúlegast heim sanninn um það, af afgerandi áhrif Sjálf- stæðisflokksins í höfuðborg- inni ná langt út fyrir endi- mörk borgarinnar og gefa tóninn í nágrannabyggðun- um. Að óreyndu heföi ég átt bágt meö að trúa aö óbein áhrif stjórnmálaástandsins í Reykjavík smituðu svo út frá sér. Fyrir talsmenn sameigin- legra framboða gegn Sjálf- stæðisflokki hlýtur lærdóm- uririn að vera sá að sam- hljómur þarf að vera með framboðunum á höfuöborg- arsvæðinu öllu og reykvísku stjórnarandstöðuflokkarnir mega alls ekki skerast úr þeim leik. Hvað sem mönn- um kann að þykja um óbein pólitísk áhrif Reykjavíkur þá verður ekki framhjá þeim lit- ið og því verður að haga bar- áttunni eftir því. Kkki er ólíklegt að aukin samvinna og samhæfing framboðanna í kosningabar- áttunni á höfuöborgarsvæö- inu öllu, þar sem ekki færi framhjá neinum að um væri að ræða sameiginlegt átak gegn ofurvaldi Sjálfstæðis- flokksins, væri leiö sem gæti skilað árangri í þessari bar- áttu. -0-0-0- Allt frá því ég man eftir mér og fór aö fylgjast meö pólitík (sem hvorttveggja bar upp á sama tíma) þá hafa menn reynt að yfirfæra kosningaúr- slit í sveitarstjórnum yfir á vettvang landsmálanna, ým- ist sem stuöning eða kröfu um afsögn ríkisstjórnar, eða þá kúnstuga útreikninga á þingmannafjölda miðað við úrslitin í bæjunum! Nær und- antekningarlaust hafa slíkar umræður orðið holur nöldur- hljómur þeirra sem þá voru í stjórnarandstöðu og gleymst á fáeinum vikum eftir kosn- ingar. Kkki er ástæða til að ætla að öðruvísi fari nú. hin pressan „Eg held nú sarnt ad inntak þessa sigurs sé hiö góda samstarf og samkomulag sem % ueriö hefur í horgur■ stjórnarflokki sjálf- stæöismanna." — Davíð Oddsson i DV. Eítir kosningar. ,,Ég heff trú að við ffóum 25% fylgi og 4 menn kjörna.## — Ámundi Ámundason, kosningastjóri Nýs vettvangs, i DV. Fyrir kosn' ingar. „Við verðum með eftirlits- menn á öllum kjörstöðum sem okkur finnst sjálfsögð virðing við kjósendur." — Guðmundur Magnússon, kosn- ingastjóri Sjálfstæðisflokksins, áður marx-leninisti, i DV. Fyrir kosningar. „Ég vonast eftir því að við höldum okkar fulltrua. . ." — Unnur Stefánsdóttir, kosninga- stjóri Framsóknarflokksins í Reykja- vík, í DV. Fyrir kosningar. „Það var hins vegar greinilegt að mönnum létti mjög þegar fyrstu tölur í borginni lágu fyr- — DV lýsir andanum á kosninga- vöku Framsóknarflokksins. „Það er þungt aö komast í gang." — Steinar Haröarson, kosninga- //stjóri Alþýðubandalagsins í Reykja- i DV. Fyrir kosningar. „Tveir fulltruar er þaö sem bú- ast mátti við og sýnir að þetta var tilraunarinnar virði." — Ólina Þorvarðardóttir, oddviti Nýs vettvangs, i Morgunblaðinu. Eftir kosningar. „Mér finnst samt að við höf-* um fengiö betri viðbrögð núna en þá." — Áshildur Jónsdóttir i Flokki mannsins, sem fékk 1.670 atkvæði á 12 stöðum 1986 en 594 atkvæði á einum stað 1990. „Það athyglisverða við þessar ^Jtölur er að okkur heffur tekist að verjast þeirri atlögu sem að okk- ur var gerð.#/ — Svavar Gestsson um útkomu Alþýöubandalagsins i Reykjavík, eftir aö 2 af 3 fulltrúum voru fallnír. „Við viljum koma þessari nýju politik inn í borgarstjórn. Fólk verður að muna að atkvæðin eru nauðsynleg til þess að svo megi verða." — Helga Gísladóttir, kosningastjóri Flokks mannsins, i DV. Fyrir kosn- ingar.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.