Pressan - 31.05.1990, Síða 13

Pressan - 31.05.1990, Síða 13
Fimmtudagur 31. maí 1990 13 ÍSLENSKAR KONUR: EFTIR: BJÖRGU EVU ERLENDSDÓTTUR - MYNDIR: EINAR ÓLASON íslenskar konur lifa ennþá lengur en kynsystur þeirra á Norðurlöndum. Nærri helmingur íslenskra kvenna vinnurlauna- vinnu fram á áttræðisaldur, en þær vinna einhæfa vinnu og þjást af ýmsum sjúk- dómum. Flestarkonur eru veikari en karl- ar og íslenskar konur eru á sumum aldurs- skeiðum veikari en konur hinna Norður- landanna. Rannsóknir á lífskjörum og heilsu gamalla kvenna á Islandi vekja margar spurningar sem erfitt verður að svara. Tölfræðilegar upplýsingar um ævi og störf fullorðinna kvenna eru þó af skornum skammti. Parna verður enn eitt gatið í sögunni. íslenskar konur verða allra kvenna elstar, nema hvað þær japönsku verða jafnvel ennþá eldri. Til allrar ham- ingju verða íslenskir karlar einnig mjög gamlir og meðal- aldur þeirra hefur farið hækkandi. Það hefur nefni- lega slæm áhrif á heilsufarið að verða ekkja eða ekkill og mjög inargar konur verða ekkjur einhvern tímann á lífs- leiðinni. Karlar sem verða einir af því að konan deyr eða að þeir skilja gifta sig oft aft- ur, en það er mjög fátítt að konur sem náð hafa miðjum aldri giftist að nýju þó þær verði einar. Islenskar konur sem hafa náð 65 ára aldri geta átt von á því að verða 84,2 ára, en að meðaltali ná íslenskar konur rúmlega 82 ára aldri. Mis- munurinn á þessum tölum felst í því að allmargar is- lenskar konur deyja af sjúk- dómum á miðjum aldri. Til dæmis er krabbamein al- gengara hjá íslenskum kon- um éf miðjum aldri en hjá miðaldra konum á hinum Norðurlöndunum. En ef ís- lensku konurnar komast yfir 65 ára aldur verða þær gjarna mjög gamlar. Danskar konur lifa hinsvegar styst kvenna á Norðurlöndum. Ráðstefna um málefni aldraðra í vikunni stóð yfir norræn ráðstefna í Reykjavík um öldrunarmál. Félagsfræðingarnir Sig- ríður Jónsdóttir og Anne Helset frá Noregi eru í hópi þeirra sem vinna að rann- sóknum á málefnum aldr- aðra. Verkefnið sem þær kynntu á ráðstefnunni tekur fyrir stöðu aldraðra kvenna á Norðurlöndum. „Þetta er eðlilegt verkefni af því gamlar konur eru svo langtum fleiri en gamlir karl- ar,“ segir Anne Helset. ,,Hug- myndin að rannsókninni er norsk og ein ástæðan fyrir því að konur voru teknar fyr- ir sérstaklega er spurningin um jafnrétti." Rannsókninni er stjórnað frá Norsk Gerontologisk Institutt í Oslo (Norska öldrunarstofnunin), en peningarnir koma frá Nor- rænu ráðherranefndinni og heilbrigðis- og félags- málaráðuneytum hvers lands fyrir sig, auk þess sem Reykjavíkurborg stendur að nokkru leyti undir ís- lenska hlutanum. Fyrrihluta rannsóknarinn- ar er lokið en í seinnihlutan- um á að bera saman niður- stöður milli landanna og leit- ast við aö svara þeim spurn- Gleymdust í jafnréttis- baráttunni „Gamlar konur eru aö mörgu leyti óþekkt stærð í þjóðfélaginu. Því er oft haldiö fram að kvennahreyfingin hafi alveg gleymt fullorðnu konunum þegar jafnréttis- baráttan hófst. Kvennahreyf- ingin hefur barist fyrir rétt- indum yngri kvenna á vinnu- markaði, réttindum mæöra og einstæðra kvenna en gömlu konurnar hafa verið látnar sigla sinn sjó," segir Anne Helset. „Bætt kjör yngri kvenna eiga að einhverju leyti ejtir að skila sér þegar okkar kyn- slóð verður gömul, en þaö virðist þó vera algengt ennþá aö konur gleymi því aö þaö lif sem þær velja á yngri árum hefur áhrif á hvernig þær munu hafa það þegar þær verða gamlar. Lífeyrisréttindi eru miðuð við vinnumarkaðinn og helst við karlmenn, því þeir njóta frekar fullra réttinda vegna þess að þeir hafa oftast unniö fullt starf óslitið að eftirlauna- aldri. Konur hafa oft unnið hlutastörf, ólaunuð umönn- unarstörf og tekið hlé frá vinnumarkaðinum til þess að vera heima hjá ungum börn- um. Konur hafa auk þess lægri laun en karlar og þar meö lægri eftirlaun. Lífskjör kvenna á ellilífeyrisaldri eru þess vegna lakari en kjör full- oröinna karla. Gamlar konur eru mjög stór hópur en meö mjög lítil áhrif í þjóðfélaginu og mikið af sögu þeirra verð- ur aldrei skráð," segir. Anne Helset. Fjölskyldutengsl góð á íslandi „Tölulegar upplýsingar sýna að gömlu konurnar þjást af margvíslegum sjúk- dómum og sliti. Ekki er þó öll sagan sögö meö því. Svo framarlega sem konurnar eru uppistandandi með sæmilega sjón og heyrn láta þær yfirleitt vel af sér. Það er ekki fyrr en þær fá sjúkdóma sem varna þeim að hreyfa sig og bjarga sér á heimili sínu aö þær kvarta yfir lélegri heilsu," segir Anne Helset. En þó að konur séu al- mennt veikari en karlar og lifi lengur verður ýmislegt til þess aö gera þessa mynd bjartari. Jákvæðir þættir fyr- ir götnlulslensku konuna eru fjölskyldutengslin. Það er al- gengara hér en á hinum No'rðurlöndunum að stærri fjölskyldur búi saman eða ná- lægt hver annarri. Islenskir karlmenn lifa líka lengur viö hlið konu sinnar en kynbræö- ur þeirra á hinum Noröur- löndunum. Fátt er mikilvæg- ara fyrir heilsu gamals fólks en einmitt tengslin við fjöl- skylduna og þar býr íslenska konan einnig að því að hafa eignast mörg börn. Fjölskyld- an er stærri á íslandi og hún heldur betur saman en i ná- grannalöndunum. Þetta á eft- ir að breytast á komandi ár- um. Næstu kynslóðir gamals fólks eru stærri og eiga færri ættingja en algengt er nú í dag. Fæðingum hefur fækkað um öll Norðurlönd en þó minnst á Islandi. I Svíþjóð og Danmörku eru ingum sem hafa vaknað það sem af er. Fjóla Helgadóttir er 69 ára og vinnur á saumastofu Fjóla Helgadóttir er ein af mörgum ís- lenskum konum sem komnar eru fast að sjötugu en vinna mikið engu að síður. Fjóla vinnur á saumastofu Landakotsspít- ala á Seltjarnarnesi. Hún er í 60% starfi á Landakoti, en býr í Efra-Breiðholti og margir klukkutímar á viku fara beinlínis í að komast í vinnuna og heim aftur. ekki upp á annaö. En fólk á umsvifalaust að minnka við sig vinnuna og ekki vinna fullt starf þegar það er komið á þennan aldur. Annars fer bara allt í skatt," segir Fjóla. Fjóla Helgadóttir hefur unniö 18 ár á Landakoti. Samkvæmt reglunum á hún að hætta um næstu áramót, því fólk fær yfirleitt ekki að vinna lengur en til sjötugs. „Það eru ekki mörg ár síð- an þessar reglur komu. Á mínum tíma á Landakoti hafa unniö margar konur sem hafa verið yfir sjötugt. Áður unnu þær oft til 73 eða 74 ára. Eg er ekki alveg sam- þykk því að lögin bjóði fólki að hætta ef þaö er hraust og getur unnið. Þetta á sérstak- lega við ef það býr eitt og hef- ur ekkert við að vera. Þaö styttir daginn að fá félags- skap og aö geta gert eitt- hvað," segir Fjóla. Hún vill ekki svara spurn- ingunni um hvort hún ætli að hætta að vinna þegar hún verður sjötug. „Ég get ekkert sagt um það. Það er til í dæminu að sótt sé um undanþágur fyrir fólk hér á Landakoti. En það er ekkert ákveöið hvað ég geri. Sennilega losna ég ekki alveg við heimaverkefnin þó ég verði sjötug. Annars finnst mér að fólk eigi að fá að velja sjálft að minnsta kosti fram til 72 ára ef heilsa og kraftar leyfa. En það er alveg áreið- anlegt að sumir brölta of lengi. Þetta þarf að vega og meta í hverju tilfelli og sumt gamalt fólk vinnur lengur en það getur í raun," segir Fjóla Helgadóttir. „Ég er alveg fílhraust og á ekki erfitt með að stunda þessa vinnu. En ég er ekki í fullri vinnu og hef ekki veriö það síðan ég var kornung manneskja," segir Fjóla Helgadóttir. „Það getur stundum veriö erfitt aö fara svona langar leiðir í vinnuna á veturna. Annars er ég keyrð aðra leið en ég fer heim í strætó og það tekur aldrei minna en rúman klukkutíma. Reyndar vinn ég þessi 60% á fjórum dögum og er þess vegna heima á föstu- dögum. En þá daga sem ég fer í vinnuna byrja ég hálfátta og vinn til hálftvö." Eftir frekari samræður viö Fjólu kom í Ijós að þó hún sé í hlutastarfi vinnur hún meira en 60% starf þegar allt er tal- ið. Fjóla og maður hennar eru tvö í heimili, og í viðbót viö fasta vinnu og heimilisstörf tekur hún líka aö sér að sauma heima fyrir fólk. „Ég get auðvitað bara svar- að fyrir sjálfa mig, en ég held að það sé best að vinna sem lengst. Eftir því sem ég hef heyrt býður tryggingakerfið

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.