Pressan - 31.05.1990, Síða 14

Pressan - 31.05.1990, Síða 14
14 Fimmtudagur 31. maí 1990 Menntamálaráðuneytið Innritun nemenda í framhaldsskóla í Reykjavík fer fram í Miðbæjarskólanum í Reykjavík dagana 31. maí og 1. júní nk. frá kl. 9.00—18.00. Umsóknum fylgi Ijósrit af prófskírteini. Þeim nemendum 9. bekkjarsem þess óska er gefinn kostur á persónulegri námsráðgjöf fyrir og samhliða innrit- uninni. Námsráðgjöfin ferfram í Mið- bæjarskólanum og hefst miðvikudag- inn 30. maí kl. 9.00 og stendur til kl. 18.00 föstudaginn 1. júní. Þeir sem óska að tala við námsráð- gjafa þurfa að skrá sig í viðtal með nokkrum fyrirvara. Skráning í viðtöl fer fram á sama tíma og sama stað, sími 16491. . . . UFA LENGST OG VINNA MEST 15 til 20% gamals fólks barn- laus og mjög margt gamalt fólk býr viö félagslega ein- angrun. Fleira gamalt fólk býr eitt. ,,Þaö er samt ekki víst að gamlar konur framtíðarinnar eigi eftir að verða meira ein- mana en þær sem nú eru gamlar," segir Anne Helset. „Þó aö þær eigi færri börn bver þeirra þá dreifast börnin á fleiri konur, auk þess sem karlarnir lifa lengur en fyrr. Meðalaldur kvenna hefur ekki hækkað mikið á undan- förnum árum og ef til vill á bilið milli kynjanna eftir aö minnka á komandi árum eftir að lifsstíl! kvennanna varð líkari lífi karlanna," segir Anne Helset, félagsfræðing- ur frá Osló, en hennar þáttur í norrænu rannsóknini var að athuga heilsufar, efnahag og öryggi gamalla kvenna á Norðurlöndum. Gamlar íslenskar konur vinna mest Þaö geta veriö ýmsar ástæður til þess aö islenskar konur endast kvenna lengst. Þær eru til dæmis virkar i þjóðfélaginu lengur en konur hinna landanna. Sigríður Jónsdóttir hefur kannað sér- staklega atvinnuþátttöku og menntun gamalla kvenna á Noröurlöndum. „Gamlar konur á Islandi vinna miklu Félagsfræðingarnir (frá vinstri) Anne Helset og Sigríður Jónsdóttir hafa kannað stöðu gamalla kvenna á Norðurlöndum. Þær segja aldraðar konur að mörgu leyti vera óþekkta stærð i þjóðfélaginu. A.HANSEN • VEITINGAHÚSIÐ í FIRÐINUM • A.HANSEN • RÓMAÐ FYRIR VEITINGAR Veitíngahúsið í Firðinum ... nœr en þig grunar! HELGARTILBOÐ • Reykþurrkuð gœsabringa með Waldorfsalati. • Kjötseyði „Julienne". • Sítrónu sorbet. • Turnbauti með sueppum og bakaðri kartöflu. • ís „Melba". Verð samtals 2.450 kr. í febrúar og mars bjóðum við spennandi máltíð á aðeins 795 kr. Val eftir vild. Forréttur • Súpa dagsins. • Reyktur lax með eggjahrœru. Aðalréttur • Omeletta með þremur mismunandi fyllingum. • Pasta Fortelini með sveppum, skinku og fleski. • Soðinn saltfiskur með spínatsósu. • Vínarsnitsel með pönnusteiktum kartöflum. Kaffi í dag er ekki meira mál að skella sér suður í Fjörð í A.HANSEN úr miðbæ Reykjavíkur en upp í Breiðholt eða Árbæ. ALHLIÐA VEITINGAHÚS í rúmgóðum og vinalegum veitingasal á neðri hæð leggjum við metnað okkar í lipra og þægilega þjónustu á öllum veitingum. í nýjum sérréttaseðli er að finna ótal spennandi og girnilega rétti. SnKSSi SÉR Á PARTI Salirnir á efri hæðinni eru tilvaldir fyrir smærri og stærri kaffi- og matarfundi, hádegisklíkur í leit að næði og árshátíðir klúbba og félaga A.HANSEN Vesturgötu 4 (gegnt Strandgötu) s. 651130 FAGMENNSKA í FYRIRRÚMl Nú þegar fermingarnar nálgast, er rétt að hafa í huga fjölbreytta veislu- þjónustu okkar í húsinu og utan þess. í ÐAGSINS ÖNN Það er heitt á könnunni allan daginn og kakóið okkar yljar ekki síður en kaffið. LÍF OG FJÖR „Pöbbinn“ á efri hæðinni er vinsæll samkomustaður á hverju kvöldi. Frá fimmtudagskvöldi til sunnudagskvölds er spreillifandi tónlist og stemningin ólýsanleg! LHANSEN • NQTALEGT UMHVERFI • A.HANSEN • ALHLIÐA VEITINGAHÚS • A.HANSEN meira en aðrar. Um 40% ís- lenskra kvenna á aldrinum 65—74 ára stunda einhverja launaða vinnu. I Noregi vinna rúmlega 20% kvenna á þessum aldri launavinnu og í Finnlandi er fólk af báðum kynjum yfirleitt sest í helgan stein um 65 ára aldur," segir Sigríður. „Meðalvinnuvikan er líka lengst hjá íslensku konunum. Þessi mikla vinna getur verið bæði jákvæö og neikvæð. Það getur verið að ástæðan fyrir þessari miklu vinnu gamalla kvenna á lslandi sé erfiðari lífskjör. En hefð fyrir vinnu er líka sterk á Islandi og kannski geta konurnar ekki hugsað sér annað en að vinna meðan hægt er. Á hin- um Norðurlöndunum er oft talað um að lífslöngun eldra fólksins fjari út þegar engin hefur þörf fyrir það lengur. Á Islandi er þörf fyrir framlag aldraðra til þjóöfélagsins og það er jákvætt," telur Sigríð- ur. Einhæf störf og títil menntun „Gamlir íslenskir karlar hafa miklu meiri menntun en gamlar íslenskar konur. Hvergi á Norðurlöndum er menntunarbilið breiðara milli kynja en á Islandi. Langtum fleiri konur en karl- ar hafa aðeins lokið því skyldunámi sem krafist var á hverjum tíma. Þetta getur verið ein af skýringunum á því að gamlar íslenskar kon- ur vinna einhæfustu störfin, miðað við konur í sama ald- urshópi í hinum löndunum. Með einhæfu starfi er átt við starf með miklum endurtekn- ingum, til dæmis þar sem sama hreyfingin er síendur- tekin. Dæmi um þetta er færi- bandavinna. Sænskar konur komast næst þvi að vera jafn- menntaðar og sænskir karl- menn. Þær vinna heldur ekki eins einhæf störf og íslenskar konur, en yfirleitt er fylgni milli einhæfra starfa og lágra launa. Ekki hefur verið kann- að sérstaklega hvort hin ein- hæfu störf íslensku kvenn- anna séu dæmigerð lág- launastörf, en þaö verður að teljast líklegt," segir Sigríöur Jónsdóttir félagsfræðingur.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.