Pressan - 31.05.1990, Síða 15

Pressan - 31.05.1990, Síða 15
Fimmtudagur 31. maí 1990 15 Pó unga fólkinu þyki þaö kannski ótrúlegt átti fólk ekki í neinum vandrœöum meö tómstundir sínar hér áöur fyrr þegar ekki voru til frjálsar útvarpsstöövar eöa sjónvarp, bílaeign var í lágmarki og utanlandsferöir nánast óþekktar. Pað er nánast vonlaust að segja nútímabörnum frá því að einu sinni, og ekki fyrir svo ótrúlega löngu, hafi sjónvarp ekki verið til nema á einstaka heimili. Pegar talið berst svo að sum- arfríum ogmaður segir að Mallorca hafi ekki verið sjálfsagður dvalarstaður barna um þriggja vikna skeið á sumrin þá stækka augu nútímabarnanna ennþá meira. Og að ætla að segja frá þeim tíma þegar Barbie-húsgögn voru búin til úr eldspýtu- stokkum eða frá því þegar gestir sátu í rólegheitum og spjöll- uðu við húsráðendur, þá liggur við að spurt sé hvort Fjalla-Ey- vindur hafi verið skemmtilegur maður. EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR MYNDIR EINAR ÓLASON Þeir eru margirsem fullyrda ad sjónvarpið hafieydilagtþettaalltsaman. Allarskemmti- legu heimsóknirnar, öll rólegheitin, allar samrædur. Núordið talar fólk ekki saman, segja menn og andvarpa. Sjónvarpið er alls staðar í gangi og það er til lítils að skreppa eitthvert í heimsókn íþeirri von að geta talað um heima og geima. Annaðhvort horfir maður á sjónvarpið heima hjá sér eða heima hjá vinum sínum. Annað stendur ekki til boða. Hvað gerði fólk þá??? En það er ekki aðeins sjónvarpið sem breytt hefur lífsmynstrinu. Aukin bifreiða- eign landsmanna gerir flestum kleift að komast ferða sinna um landið, sumarfrí eru algengari og mun lengri en áður tíðkaðist og ferðaskrifstofur bjóða hina dæmigerðu þriggja vikna pakka á sólarstrendur á verði sem margir ráða við. En hvað gerði fólk í „gamla daga" þegar það gat hvorki hlaupið út á myndbanda- leigu, stillt á Stöð 2, valið milli útvarpsstöðva né skellt sér til útlanda í sumarfríinu? PRESS- AN leitað til fjögurra þekktra aðila og bar þessa spurningu upp við þá. („Gömlu dag- arnir" hér eru á árunum 1950—1965.) Nú eru allir að horfa á sjónvarpið Haukur Clausen tannlæknir, sem var

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.