Pressan - 31.05.1990, Page 16

Pressan - 31.05.1990, Page 16
16 Fimmtudagur 31. maí 1990 ... Hvað getði fílk í gamla daga? frækinn íþróttamaöur, segist hafa æft íþróttir flest kvöld vikunnar: „Einstöku sinnum var farið í bíó, annaðhvort Gamla bíó eða Nýja bíó, því ekkert varsjónvarpið á þessum tíma. Um helgar fór maður svo stundum á böll.“ Haukur segir að nokkuð mikið hafi verið um heimsóknir á þessum árum: ,,en heim- sóknir eru ,,out" í dag", segir hann. ,,Nú eru allir alltaf að horfaá sjónvarpið. Reyndar var ekki mikið um heimsóknir í miðri viku, meira um helgar, og þá algengara aö menn' ræddu saman á mínu heimili en að gripið væri i spil." Sumarfríum kynntist Haukur ekki og seg- ist reyndar aldrei hafa tekið slíkt frí fyrr en tveimur árurri eftir að hann útskrifaðist sem tannlæknir, árið 1954, að hann eignaðist bíl: ,,Þá fór ég eitthvert út fyrir bæinn. Til út- landa var hins vegar aldrei farið og eftir að ég hætti aö fara til útlanda til að keppa í íþróttum hafði maður einfaldlega ekki ráð á slíkum ferðum. Það var a'llt rólegra á þessum tima heldur en núna er, enda voru nánast all- ir Islendingar blankir á þessum árum. Það hafði enginn ráð á að „delera" eins og tíökast . í dag. I dag „delera" mefra að segja börn, sem hafa fullt af peningum milli handa. En full- orðinn maður, tannlæknir í ofanálag, var meira að segja blankur. Þá var líka mun erf- iöara að setja upp tannlæknastofu en núna og reyndar var það þannig að ef maður þekkti ekki mann sem þekkti msnn sem þekkti bankastjóra, þá gat maöur ekkert gert. Þannig var nú ástandið á þessum ár- um.“ Pá var hægt að sjá allar uppfærslur í leikhúsunum Björg Einarsdóttir rithöfundur man glöggt hvernig hún varði tómstundum sín- um: „Ég tel aö kvölddagskrá ríkisútvarpsins hafi átt ríkari hlutdeild í tíma fólks þá en á síöari árum. Vil ég þar nefna sérstaklega laugardagsleikritin, framhaldssögur og ýmsa spurningaþætti, sem voru á dagskrá. Kvöldsýningar í kvikmyndahúsum voru mikið sóttar með vinum eða kunningjum og iðulega litið inn á kaffihús á eftir. Borgin, Hressó, Mokka og fleiri staðir voru þá opnir til klukkan hálftólf á kvöldin og því kjörið að setjast þar inn og spjalla viö vini eftir kvik- myndasýningar. Ekki var meira um aö vera í leikhúsunum en svo aö auðvelt var að sjá hverja uppfærslu og þá var oft haföur sami háttur á og eftir bíóferö. Sama gilti einnig um tónleika. Vel var hægt að komast yfir að fara á flesta sem haldnir voru i bænum. Mér eru minnisstæðir ýmsir tónleikar sem söngvarar og hljóðfæraleikarar efndu til í Gamla bíói, sem ég held að sé býsna góöur staður til hljómleikahalds. Ég var styrktarmeðlimur Tónlistarfélagsins, sem gekkst fyrir reglu- bundnum tónleikum sem oft var mikill feng- ur að." Gengið niður að höfn Björg segist telja að mun meira hafi verið um gönguferðir á þessum tíma en nú tíðkast: „Ég tel að fólk hafi iökað töluvert að fara út að ganga, bæði að kvöldlagi og á frídögum, niður i bæ, að Tjörninni og að höfninni. Mér eru reyndar ofarlega í huga gönguferðir við höfnina í tengslum við skipakomur. Heim- sóknir, til dæmis á sunnudagssíðdegi, milli skyldmenna og vinafólks voru töluvert iðk- aðar og einnig mikið borið í síðdegiskaffi á sunnudögum. í mínu umhverfi var allmikið tekið í spil og fastir spilahópar sem spiluðu vikulega að vetrinum. Sjálf hef ég ævinlega hlustað mikið á tónlist og átt þess kost alveg frá barnæsku, því hljómflutningstæki og plötur voru við höndina." Að mati Bjargar var algengt að fólk tæki sér bók í hönd í frítímum: „Minn frítími hefur mikið farið í lestur, enda tel ég að fólk hafi al- mennt lesið mikið Eftir á að hyggja finnst mér það efni sem gefið var út á bókum og tímaritum vera vísbending um það. Ég tel til dæmis að öllu meira hafi veriö þýtt á ís- lensku af sígildum heimsbókmenntum en síðar varð, meðal annars með lestrarþörf fólks í huga. Ef til vill einnig vegna þess að tungumálakunnátta var ekki eins almenn og síðar varð." Búið í sumarbústað allt sumarið Utanlandsferðir segir Björg hafa verið sjaldgæfar: „Og þeir sem fóru höfðu margt að segja þeim er heima sátu. í huga mér er vissa fyrir því að nú sé minna um slíkar bein- ar ferðasögur og frásagnir af persónulegri reynslu úr ferðalögum, Nú erum við meira og minna öll á ferðinni. Ýmsir áttu sumarbú- staði, sem í minni mínu voru íburðarmeiri en nú gerist, og þá um leið ekki eins hentugir og við viljum hafa slíka bústaði í dag. Sjálfsagt var að fara að minnsta kosti eina sumarheim- sókn til ættingja og vina í bústöðum, enda bjó þá fjölskyldan yfirleitt mestallt sumarið í bústaðnum, að undanskildum heimilisföð- urnum sem kom aðeins um helgar. En ég tel að á það beri þó að lita að vinnutími hefur töluvert styst á síðari árum, þannig að frítími hefur heldur ekki verið eins mikill og við höf- um núna. Þegar ég fór fyrst út á vinnumark- aöinn, og þá við skrifstofustörf, var unnið til klukkan fjögur alla laugardaga og fyrstu jólin sem ég var úti á vinnumarkaðinum var unn- ið til klukkan fjögur á aðfangadag. Einnig er það mín skoðun að dagleg störf, svo sem eins og í kringum heimilishald, bifreiðir og ann- að, hafi tekið meiri tíma. Við erum betur út- búin með tæki, efni og annað sem til þarf, þannig að við þurfum að eyða minni tíma í það sem áður tók mikinn tíma." Pabbi les úr bók fyrir barnið sitt og mamma fylgist með. Nú er það æ sjaldgæfara að foreldrar hafi tíma með börnum sinum. Mynd úr myndasafni Alþýöublaðsins. O Haukur Clausen tannlæknir segir að heimsóknir séu ekki lengur vinsælar. Nú séu allir að horfa á sjónvarpið. Herra Ólafur Skúlason biskup segir að meiri ró hafi verið yfir samskiptum fólks á árum áður. Björg Einarsdóttir rithöfundur minnist gönguferða niður aö höfr., einkum i tengslum við skipakomur. Guðrún Helgadóttir, forseti sameinaðs þings, fann sína afþreyingu sjálf. Hún teikriaði og málaði og fyrstu bókina sína skrifaði hún þrettán ára. Þá var tímanum ekki eytt yfir myndbandstæki. Óvæntar heimsóknir heyra sögunni til Herra Óiafur Skúlason biskup telur að mikið hafi breyst eftir að sjónvarp kom inn á nánast hvert heimili: „Það gjörbreyttist allt með tilkomu sjón- varpsins," segir hann. ,,Á síðustu árum man maður ekki eftir því nema í einstaka undan- tekningum að nokkur hafi komið óvænt í heimsókn. Slíkar heimsóknir voru mun al- gengari hér áður fyrr. Þá var ýmislegt gert; aðallega talaði fólk bara saman en þegar börn voru með í hópnum var oft gripið í spil eða einhverja spilaleiki. Nú er meiri hraði á öllu, en ég er að'voná að þetía sé að ganga yfir aftur. Ég held að fólk sé farið að sakna þess að tala ekki meira samar) og kynnast eins og var í slíku samfélagi." Séra Ólafur og kona hans, Ébba Sigurðar- dóttir, bjuggu i Bandaríkjunum í fimm ár, frá 1955—1960, og segir Ólafur að þar hafi verið algengt að fólk fengi hálfsmánaöar sumar- frí. Þau hjónin sóttu þá oft kirkjuþing og tóku frí við „eitthvert vatnið i framhaldi af því", segir hann. „Þegar við komum heim gerðist ég æskulýðsfulltrúi, dæturnar voru litlar og auraráð ennþá minni þannig að það varð býsna Iítið um sumarleyfi. Bílaeign var ekki almenn á þessum tíma og við eignuðumst fyrsta bílinn okkar hér á landi árið 1964. Þeg- ar ég var yngri fór ég hins vegar með foreldr- um mínum á hverju ári austur í Hreppa, en þaðan eru þau ættuð. Þar dVöldum við i nokkra daga á hverju sumri, en ég man hins vegar aldrei eftir því að pabbi tæki sér sum- arfrí. Þau áttu ekki bíl og við fórum yfirleitt með rútu í lengri ferðir, en ef við vorum að fara á Álfaskeið og ætluðum heim aftur að kvöldi var stundum farið með leigubíl." Meiri ró yfir öllu „Við upprifjun finnst manni sem meiri ró hafi verið yfir öllu. Auövitað hafði maður mikið að gera og leiddist aldrei í einhverju iðjuleysi, en ég held að það hafi verið meiri ró yfir samskiptum fólks. Við hjónin fórum til dæmis nokkuð oft á fimmbíó, en ég hef hins vegar aldrei verið neinn kaffihúsamaður og aldrei kunnað þá list að sitja á kaffihúsi. Fremur vil ég sitja yfir kaffibolla inni á heim- ili." Skrifaði fyrstu bókina 13 ára Guðrún Helgadóttir, forseti sameinaðs þings, átti litríka æsku, eins og þeir sem lesið hafa bækur hennar hafa fengið innsýn í. Hún segist hafa gert ýmislegt sér til afþreyingar: „Maður varð að finna sér sína eigin afþrey- ingu," segir Guðrún. „Ég gerði ýmislegt mér til dundurs; teiknaði og málaöi og skrifaði meira að segja mína fyrstu bók þegar ég var þrettán ára. Sú bók kom reyndar aldrei út. Ég fór með hana til útgefanda, en heyrði aldrei neitt meira frá honum, sem var hið versta mál. Ég vildi gjarnan eiga þessa bók núna." Bakað í holtinu, krakkager í Hamrinum Guðrún lék sér mikið úti við, en segist líka snemma hafa þurft að taka til hendinni við heimilisstörf: „Ég er alin upp á gamaldags heimili þar sem voru amma, afi og mamma, en pabbi var alltaf á sjónum. Það komu aðrar húsmæður í heimsókn á daginn og maður heyrði fullorðið fólk tala saman, sem börn gera ekki lengur, en það var ekki spilað á heimilinu. Við lékum okkur í holtinu og reist- um þar bú. Þar bökuðum við og lékum okk- ur tímunum saman. Auðvitað var miklu meira um útiveru hjá börnum þá en nú tíðk- ast. Þarna var mikið af krökkum; ég var með systkini mín í halarófu á eftir mér og á Hamr- inum í Hafnarfirði var heilt ger af börnum. Svo fór ég í sendiferðir fyrir mömmu og við systurnar fórum mjög ungar að prjóna á lítil systkini okkar." Tvær ferðir út fyrir bæinn Sumarfrí var óþekkt hjá fjölskyldu Guð- rúnar og hún segist muna eftir tveimur ferð- um sem hún hafi farið sem barn: „Fjölskylda mín vissi ekki hvað sumarfrí var. Ég man eft- ir tveimur ferðalögum sem ég fór í út fyrir bæinn. Annað var ferð suður í Keflavík sem var farin þegar ég var sjö ára og er mér enn í minni því það þótti svo merkilegt. Hin ferð- in var tii Þingvalla og það er eins og mig minni að við höfum farið með leigubílum í báðar ferðirnar. Það hefur þá verið eftir ein- hver mögnuð síldarsumur, þegar faðir minn hefur verið mjög efnaður. Hins vegar dvaldi mamma með okkur krakkana tvö sumur á Vatnsleysuströndinni þegar pabbi var á síld. En foreldrar mínir tóku sér aldrei neitt sum- arfrí. Við krakkarnir fórum strax að vinna og við gátum farið að þéna peninga. Ég byrjaði tólf ára að vinna á Sankti Jósefssjúkrahúsinu í Hafnarfirði og starfaði þar í tvö sumur. Sum- arfrí var alveg óþekkt stærð á mínu heimili."

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.