Pressan - 31.05.1990, Side 19

Pressan - 31.05.1990, Side 19
Fimmtudagur 31. maí 1990 19 t FOLK SEM VILL GEFA SER MEIRITIMA TIL AÐ SINNA LIFINU dagskvöldi og fram á mánudags- morgun, en þá tekur við stutt vinnu- vika og síðan stutt helgi. Aftur eru það svo aðeins tveir vinnudagar, og það er eins og lífið verði að einni endalausri helgi. Þegar þar við bætist svo að marg- ir frídagar eru annaðhvort á mánu- dögum eða fimmtudögum skapast enn nýir möguleikar. Með því að taka þá einn viðbótarfrídag af sum- arfríinu eða vetrarorlofinu er hægt að ná enn lengri helgum. Sumar- dagurinn fyrsti verður þá ekki að- eins einn frídagur, heldur má með því að taka aukafrí á föstudeginum ná þarna í fimm daga helgi. Gerir skammdegið bærilegt Þetta hljómar kannski í fyrstu eins og reikningsgaldur, en svo er alls ekki. Þetta dæmi gengur mjög vel upp, og-byggist einfaldlega á því að hafa vinnudagana færri en lengri. Margir vinna þegar í dag alltof lang- an vinnudag og vilja gjarnan eign- ast meira frí til að sinna hugðarefn- um og fjölskyldu. Þarna er komin kjörin leið. Það að stytta ekki vinnu- daginn, heldur fækka þeim. Mið- vikudagsfrídagur gæti orðið hrein- asta paradis fyrir fjölskyldulífið og gert skammdegismánuðina mun bærilegri. Geta sofið út í miðri viku, farið að verslá um miðjan daginn og losnað við föstudagsamstrið, gert þessa hluti sem aldrei vinnst tími til. Og hverju fórnar hinn dæmigerði launamaður? Jú, í stað þess að koma heim úr vinnunni klukkan fimm kemur hann klukkan sjö. Þetta eru einhverjir tveir leiöinlegustu tímar sólarhringsins hvort eð er vegna umferðarteppu m.a. Með því að margir tækju upp þetta nýja tíma- kerfi myndi umferðarálagið milli klukkan fimm og sex minnka, og þannig yrði lífið líka bærilegra fyrir þá sem þurfa að vera á heimleið á þeim tíma. Menning og ástalíf Þessi hugmynd gæti í framkvæmd líka órðið til þess að draga úr streitu og fækkað sjúkrafjarvistardögum. Góð áhrif hennar á ýmsa þjónustu- starfsemi má líka nefna. Til dæmis myndu viðskipti við veitingastaði örvast þar sem fólk fengi tvær helg- ar í hverri viku. Aukafrídagarnir gæfu tíma og svigrúm til að fara í Ijós og leikfimi, stunda námskeið eða sækja menningarviðburði, og það væri tilvaliö að fara út aö borða á þriðjudagskvöldum eftir langan vinnudag og með miðvikudagsfrí- dag framundan. Fflaust gæti þetta orðið blessun fyrir ástalífiö og bætt öll mannleg samskipti. Sáttari mæður Hugmyndin um miðvikufrídag fer líka að nokkru saman við tvenn ein- kenni breytinga á lifnaðarháttum í vestrænum iðnríkjum, sem hvor tveggja tengjast óskum ungra for- eldra á að geta variö meiri tíma með börnum sínum ungum. Annars veg- ar er um að ræða að þaö færist í Það geta vitaskuld ekki allir breytt vinnulagi sínu til þess að eignast tvær helgar í viku. Þó er það eflaust oftar spurning um vilja, því á flest- um stöðum eru það afköst sem skipta máli en ekki viövera. Fyrst og fremst eru það að sjálfsögðu þeir sem vinna sjálfstætt, sem geta kom- ■ •rm ið slíkum breytingum á. En þar fyrir utan er hægt að koma á breytingum þar sem afköst geta verið mælanleg á annan hátt en með stimpilklukku. Verslunarfólk er hvort sem er á góðri leið með að veröa vaktavinnu- fólk, þannig aö þar verður í framtíð- inni hægt að koma á tveggja helga kerfi. í mörgum þjónustugreinum, svo sem á veitingastöðum og hót- elum, er þegar unnið á afbrigðileg- um tímum, og þar er auðvelt aö koma á breytingum, þótt þar gildi hið sama og í verslunum framtíðar- innar, að þar geta ekki allir átt frí alla laugardaga og sunnudaga. En hvað er þá á móti því aö eiga eina helgina mánudag og þriðjudag og þá næstu á föstudegi? Opinberir starfsmenn gætu margir hverjir tekiö upp hina nýju háttu með því að eiga vinnufrið og næði til að Ijúka verkefnum eftir fimm á daginn, en bætt sér auka- vinnuna upp með miðvikudagsfríi. Og ekkert er auðveldara í iðnaði og framleiðslu en að raða vikudögun- um upp á nýtt. Það er aðeins í .stór- iðju og vélafrekum greinum, sem , og þeim má þá líka að allir geti eignast vikur. HVERJIR GETA NOTIÐ MIÐVIKUFRÍDAGSINS? vöxt að hjón, sem bæði vinna úti, skipti með sér verkum þannig að annað starfar úti í fullu starfi, hitt í hlutastarfi eða sem verktaki og ræð- ur því starfslengd. Að sögn bandarísku konunnar Charlene Canape, höfundar bók- arinnar ,,The Part-Time Solution: The New Strategy for Managing Your Career While Managing Motherhood" (Hlutastarfslausnin: Taumhald á framabraut og foreldra- hlutverki), færist það t vöxt að móð- irin sinni fullu starfi meöan faöirinn vinnur sem verktaki í hlutastarfi. Viðtöl hennar við fólk sem hefur reynt þetta leiða líka í Ijós, aö þar sem mæöur vinna hlutastarf eru þær ánægðari og sáttari viö hlut- skipti sitt en hinar sem vinna í fullu starfi utan heimilis, eða þær sem sinna húsmóðurstarfinu einu. Orkuhlöður sálarinnar Meö hlutastarfinu gefst líka tæki- færi til að eignast það sem banda- rískir kalla „quality tirne" — og við getum kallaö „ánægjustundir". Þaö er sá tími þegar við sinnum hugðarefnum okkar. Það gefur stundir án streitu, gefandi samveru- stundir sem hlaða upp orkulindir líkama og sálar. I nýlegum flokkunaraðferðum markaðsfræðinga á eðli feröaþjón- ustu er vökutími okkar gjarnan skil- greindur sem svo að hann skiptist í bundinn tíma og frjálsan tíma. Með bundnum tíma er bæði átt við vinnustundir okkar og þann tíma sem fer í aö sinna skyldustörfum vegna fjölskyldu eöa félaga. Þaö er hinn frjálsi frítímj (ekki sá bundni) sem gefur fyrirtækjum í ferða- og frístundaþjónustu markaðsmögu- leika. Greindargengið Enn ein flokkunin á fólki eftir lifn- aðarháttum hefur leitt af sér hóp sem stundum er á ensku kallaður „The Smart People". Greindar- gengið er sá hópur sem hefur kom- ist að raun um það að eina auðlind- in, sem það getur ekki bætt sér meö peningum, er tími. Öllum er í meg- inatriðum skammtaður svipaður tími, en menn verja honum misjafn- lega. Greindarfólkið er yfirleitt vel menntaö og getur liaft góðar tekjur og komist vel af. En í stað þess aö vinna öllum stundum, eins og upp- arnir (upphaflegu upparnir: Yupp- ies, unga vel menntaða, harðdug- lega og.barijlausa fólkið, sem lifði fyrir starfið, fjárfestinguna og list- viðburðiha), þá vinnur greindar- fólkið aðeins nægjanlega mikið til þess aö geta leyft sér þaö sem þaö vill. Það er tíminn sem er þess mesti munaður. Enginn tími til að sinna eigin hugðarefnum, þroskaleit og samveru við sína nánustu. Þetta fólk hefur ákveðið að njóta tímagnóttar elliáranna strax á unga aldri. Það fyrirli’túr hvorki vinnu né peninga, en metur hvort tveggja sem nauðsynlegt verkfæri til að ná öðrum og mikilvægari áföngum: Því aö njóta lífsins meðan það fer

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.