Pressan - 31.05.1990, Side 23

Pressan - 31.05.1990, Side 23
Fimmtudagur 31. maí 1990 23 Klemenz Jónsson, leikari og leikstjóri, fæddist á hlaupársdag. Hann er því í raun ekki nema 18 ára þótt hann hafi haldið upp á sjötugsafmælið sitt í vetur. venjulega eru leikarar. Þetta tekur mjög langan tíma og venju- lega eru þetta 3—4 þættir með handriti upp á 150 blaðsiður." Hvort hann lesi líka erlendar sakamálasögur svarar hann: „Ég er nú orðinn latur við það. Ég las mikið Agöthu Christie hérna áður fyrr og fleiri sakamálahöfunda, en ég les miklu minna núna en ég gerði áður. Fyrst og fremst er það þá gamall, íslenskur sögulegur fróðleikur." Ekki hægt að plata börn Alls stjórnaði Klemenz tuttugu leiksýningum hjá Þjóðleik- húsinu: ,,og þekktust þeirra leikrita eru án efa leikrit Thor- björns Egner, Kardimommubærinn og Dýrin í Hálsaskógi, sem hafa verið sett upp þrisvar sinnum hvort. Alls hef ég sett á svið fjörutíu leikverk og flest hinna í nærliggjandi byggðar- iögum", segir hann. Hvort ekki þurfi gríðarlega þolinmæði til að setja barnaleik- rit á svið svarar hann: ,,Jú, það þarf mikla þolinmæði og maður verður að hugsa eins og barn og vera einlægur. Það má ekki kasta höndunum til þeirra verka því börn eru einkennilega næm. Ef einhverju er ofgert eru þau fljót að finna það. Það er ekki hægt að plata börn. Börn eru næm fyrir því sanna og rétta og skilja vel sannleikann í hlutnum." Klemenz í skylmingaatriöi. Klemenz segist alltaf hafa haft mikla ánægju af útvarpsvinnu ,,þar sem eingöngu hið talaða orð fær að njóta sín“, segir hann. ,,Ég hef líka mikla ánægju af þessari þáttagerð." 33 ár í nefnd fyrir 17. júní-hátíðahöldin Klemenz lét af störfum hjá Þjóðleikhúsinu árið 1975, en auk starfa sinna þar hafði hann gegnt mörgum félagsstörfum. Hann var meðal annars kjörinn forseti Norræna leikarasam- bandsins árið 1974 og gegndi því starfi í þrjú ár, var í stjórn Fé- lags íslenskra leikara í 20 ár, fyrst ritari, síðar formaður félags- ins í átta ár og síðast framkvæmdastjóri frá 1975—1979. Eftir að hann lét af störfum hjá Þjóðleikhúsinu var Klemenz ráðinn leiklistarstjóri ríkisútvarpsins og gegndi því starfi til ársins 1982. Síðustu 33 árin hefur Klemenz verið starfsmaður 17. júní-nefndar og séð um að koma dagskrá hátíðahaldanna sam- an. ,,Nú er þetta orðið sáralítið. Ég annast fyrst og fremst at- höfnina við Alþingishúsið þar sem allt þarf að fara fram eftir settum reglum þar sem dagskránni er útvarpað og talsvert tek- ið upp fyrir sjónvarp líka. Hérna áður fyrr sá ég um barna- skemmtanir, dansatriði og dansleiki um borgina. Við vorum oft upp í tvo mánuði að undirbúa hátíðahöldin." Sjálfur segist hann vera mikill stemmningarmaður ,,og það verður ekkert minna eftir því sem aldurinn færist yfir mig", segir hann. Kynntist eiginkonunni í skylmingum Kona Klemenzar er Guðrún Guðmundsdóttir og þau eiga fjörutíu ára brúðkaupsafmæli á 17. júní. Börn þeirra eru þrjú, Olafur, hagfræðingur hjá Seðlabanka íslands, Sæunn, deildar- stjóri í Landsbankanum, og Guðmundur, sem stundar nám í læknisfræði. Og það er óhætt að segja að Klemenz og Guðrún hafi kynnst á fremur óvenjulegum stað: „Við kynntumst í skylmingum," segir Klemenz og brosir. „Hún kom sem nemandi til mín og það voru nokkuð margar konur að læra skylmingar á þessum árum." Hann er fljótur að svara þvi að skylmingar séu ekki erfiðari fyrir konur en karl- menn og þegar ég spyr hann hvað maður græði á að kunna skylmingar stekkur hann fram á gólf eins og ungur maður og bregður sér í stöðu: „Maður lærir hreyfingu, stíl og stöðu og jafnvægið verður betra. Nákvæmnin er stór þáttur í skylmingum, þær skerpa at- hyglisgáfuna, maður lærir viöbragðshraða og nákvæma skynj- un á tíma. Þetta er leikur þar sem maður lærir á andstæðing- inn og hvernig hann bregst við." Þegar ég spyr hann í lokin hvort hann myndi aftur velja sér sama ævistarf væri hann að hefja lífið að nýju svarar hann: „Maður hefur lesið margar bækur og heyrt mikið um þetta efni, hvað menn myndu gera ef þeir ættu þess kost að velja aft- ur. Ég held það sé ákaflega erfitt að svara svona spurningu. Þetta eru einhvers konar örlög og það er einsog manni sé hrint út i þetta án þess að maður viti. Erum við að vissu leyti sjálfráð gerða okkar? Ég held að þetta my ndi endurtaka sig aftur og aft- ur og að fólk myndi fara í sama farið. Einhvern veginn held ég að mannssálin sé þannig innra með manni að maður myndi gera sömu vitleysurnar aftur og lenda i sömu höppunum. Ég reikna með að það yrði engin breyting þar á hjá mér fremur en öðrum. Lífið hefur gengið upp og niður, stundum vel, stund- um illa. Lífið er þannig að við erum leiksoppar örlaganna og við vitum aldrei hvenær við hljótum hæsta vinninginn. En að- alatriðið er að vera trúr og vinna vel að því sem maður tekur sér fyrir hendur. Maður verður að vera trúr sjálfum sér, því ef maður svíkur sjálfan sig þá verður lifið innantómt. Ég sagði áð- an að börn væru næm á sannleikann. Og við sem erum öll að leita að þessum sanna tóni eigum að reyna að varðveita barnið í okkur, allt til hinstu stundar."

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.