Pressan - 31.05.1990, Side 27

Pressan - 31.05.1990, Side 27
Fimmtudagur 31. maí 1990 27 5. kvikmyndir helgarinnar FIMMTUDACUR 31. maí Stöö 2 kl. 22.15 KYSSTU MIG BLESS ** (Kiss Me Goodbye) Bandurisk kvikmynd frá 19H2 Leiksljóri: Roberl Mulligun Adalhlutverk: Sully.Field, James Caun, Jeff Bridges Þetta er amerísk endurgerö á brasil- ískri mynd, sem hét ,,Dona Flor og eiginmennirnir hennar tveir”. Hún fjallar um unga konu, sem er um jjaö bil að ganga í hjónaband, en þá kemur látinn íyrri eiginmaöur hennar í heimsókn. Þetta er sem sagt fantasíu-mynd á léttu nótunum meö rómantísku ívafi. Stöö 2 kl. 23.55 HINIR VAMM- LAUSU **** (The Untouchables) Bandarísk kvikmynd frá 19H7 beikstjóri: Brian DePalma Adullilutverk: Kevin Costner, Sean Connery, Charles Martin Smith, Robert De Niro Frábær mynd gerö eftir gamalli sjónvarpsþáttaröð meö sama nafni, sem m.a. var sýnd í „kanasjónvarp- inu” hér á landi fyrir mörgum árum. Bæði hörkuspennandi og stórvel leikin. Það er hins vegar búið að sýna hana hér bæði í kvikmynda- húsum og áöur á Stöð 2, en þetta er ein af þeim sem hægt er að sjá oftar en einu sinni. Myndin gerist í Chic- ago á bannárunum og þarf sögu- hetjan, löggan Eliot Ness, að elta uppi hina verstu glæpamenn í nafni laganna. Sean Connery fékk Osk- arsverðlaun fyrir leik sinn i þessari kvikmynd. FOSTUDAGUR 7. júní Stöö 2 kl. 21.20 LEIKARASKAPUR **% (The Bit Part) Áströlsk mynd frá 1987 Leikstjóri: Brendan Maher Aðalhlutverk: Cltris Haywood, Nic- ole Kidman, Katrina Foster Þessi mynd fjallar um ráðgjafann Michael Thornton, sem langar ein- hver ósköp til að verða frægur leik- ari og reynir sitt besta til aö láta þann draum rætast. Fyrstu hlutverk- in eru ekkert til að hrópa húrra fyrir og besti vinur Michaels leitar á eig- inkonu hans, svo það blæs ekki byr- lega fyrir leikaraefninu. Sjálfur leit- ar hann huggunar hjá ungri leik- konu. Rikissjónvarpið kl. 22.10 ÁREKSTUR **» (Karambolage) Þýsk sjónvurpsmynd Leikstjóri: Franz Peter Wirth Aðallilutverk: Volker Kraeft, Iris Berben, Peter Sattmann, Const- unze Engelbrecht Nýleg sjónvarpsmynd um tvenn hjón, sem lenda í árekstri. Önnur þeirra eru frá Austur-Þýskalandi, en hin frá Vestur-Þýskalandi. Þau vest- ur-þýsku bjóða hinum hjónunum að búa í sumarhúsi sínu á meðan bíll- inn er í viðgerð. Stöð 2 kl. 23.15 SPENNANDI SMYGL ** (Lucky Lady) Bundurísk kvikmynd frá 1975 Leikstjóri: Stanley Doner Aðulhlutverk: Gene Hackman, IJzu Minnelli, Burt Reynolds Fnn ein mynd frá bannárunum í Bandaríkjunum, sem að sjálfsögðu fjallar um sprúttsala. Leikararnir eru frábærir, en þeir megna ekki að bjarga myndinni því söguþráðurinn rennur út í sandinn og endahnútur- inn er hnýttur í snarheitum. Stöð 2 kl. 00.45 HEIMA ER BEST ** (Fly Away Home) Bandarísk sjónvurpsmynd frá 1981 Leikstjóri: Paul Krasny Aðallilutverk: Bruce Boxleitner, Ti- ana Alexandra, Michael Beck Þessi sjónvarpsmynd var gerö til að prufukeyra hugmynd að framhalds- þáttum um stríðið i Víetnam. Stríðs- átökin eru séð frá sjónarhóli kvik- myndatökumanns og sýnd eru við- brögð yfirmanns hans á fréttastof- unni. LAUCARDAGUR 2. júní Stöö 2 kl. 15.00 KRÓKÓDÍLA- DUNDEE II *** (Crocodile Dundee II) Bandarísk-áströlsk kvikmynd frá 1988 Leikstjóri: John Cornell Aðulhlutverk: Paul Hogan, Linda Kozlowski, John Meillon Mynd númer tvö um ástralska töff- arann Krókódíla-Dundee, en nú er sögusviðinu snúið við því fyrst er hann staddur í New York en síðan færist fjörið til Ástralíu. Handritið er skrifað af aðalleikaranum, Paul Hogan, og syni hans, en persónu- leiki krókódila-harðjaxlsins heldur myndinni algjörlega uppi. Hún er þó ekki jafngóð og fyrsta kvikmynd- in. Stöö 2 kl. 22.45 NÆTURKOSSAR **1/2 (Kiss the Night) Áströlsk kvikmynd frá 1988 Leikstjóri: James Ricketson Aðallilutverk: Patsy Stephens, Warwick Moss, Gary Aron Cook Myndin gerist á hóruhúsi í hæpnu hverfi í Sydney og fjallar aöallega um eina gleðikonuna, sem þar vinn- ur. Gamalkunnugt þema: Einn við- skiptavinurinn reynist öðruvísi en flestir hinna. Hann sýnir hórunni hlýjar tilfinningar og virðingu — og þá er ekki að sökum að spyrja. Hún verður hrifin af honum. Ríkissjónvarpið kl. 22.40 FRAM í DAGS- LJÓSIÐ **% (Out of the Shadows) Bresk sjónvarpsmynd frá 1988 Leikstjóri: Willi Patterson Aðulhlutverk: Cltarles Dunce, Al- exandra Paul, Michael J. Shanson Ein rómantísk, sem gerist í Grikk- landi. Hún fjallar um bandaríska konu, sem kemst alveg óvart í kynni við smyglara þar í landi eftir aö vin- ur hennar er myrtur. Stöð 2 kl. 01.10 GIMSTEINARÁNIÐ *** (Sicilian Clan) Frönsk kvikmynd frá 1969 Leikstjóri: Henri Verneuil Aðalhlutverk: Jeun Gabin, Alain Delon, Lino Ventura Bráðsniðug mynd um glæpafjöl- skyldu, sem stendur fyrir gimsteina- ráni, en málið flækist hressilega fyr- ir henni. Söguþráðurinn er raunar svolítið ótrúveröugur, en þaö gerir engin ósköp til því myndin er létt og skemmtileg. SUNNUDAGUR 3. júní Stöö 2 kl. 13.00 EKKI ER ALLT GULL SEM GLÓIR ** (Rhinestone) Bandarísk kvikmynd frá 1984 Leikstjóri: Bob Clark Aðalhlutverk: Sylvester Stallone, Dolly Parton Vestri með sveitasöngvum. Myndin á að vera fyndin og skemmtileg, en er það sjaldnast. Stöö 2 kl. 22.50 FULLKOMIÐ M0RÐ **,/2 (Dial M for Murder) Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1982 Leikstjóri: Boris Sagal Aðalhlutverk: Angie Dickinson, Christopher Plummer, Anthony Quayle Sjónvarpsmynd í anda Hitchcocks. Hún fjallar um „hið fullkomna morð", eins og margar aðrar glæpa- myndir, og þykir þokkalega góð. Leikararnir eru líka þekktir fyrir góða frammistöðu. Ríkissjónvarpiö kl. 23.10 GLAPPASK0T *** (Errors and Omissions) Irsk sjónvarpsmynd Leikstjóri: John Lynch Þessi írska sjónvarpsmynd er tiltölu- lega ný af nálinni og fjallar um tvær miðaldra konur, sem búa saman. Önnur þeirra (ær fyrirvaralaust frænku sína í heimsókn og hefur það mikil áhrif á líf kvennanna tveggja. Stöö 2 kl. 00.30 ÞAGNARMÚR **,/2 (Bridge to Silence) Bandurísk sjónvarpsmynd frá 1989 Leikstjóri: Karen Arthur Aðalhlutverk: Lee Remick, Marlee Matlin, Micliael O'Keefe Þessi sjónvarpsmynd fjallar um unga heyrnardaufa konu, sem misst hefur eiginmann sinn í bílslysi. Móð- ir hennar hefur ákveönar skoðanir á því hvernig hún eigi aö haga lifinu eftir slysið, en unga konan er ekki sammála. Lee Remick leikur vel, eins og hennar er von og vísa, og það gerir Marlee Matlin lika, en sag- an er dálítiö ófrumleg. FÉI71KGI eftir Mike Atkinson HAMN FF YND/S- B ÖRNJ/ 510 5ATT/ 5AMT FIMávJSt MER... eiN5 06 pAÐ-AUT MiTT MUNJí FKK/ VARA LE^J<£/., dagbókin hennar / F.g er á svakalegum bömmer. Mamma heldur því nefnilega fram að það verði alþingiskosningar í h’aust — og ég sem hélt að maður væri loksins laus viö pólitík úr lifi sínu og Davíð fengi friö til að stjórna þessari borg í ró og næöi. En þá er barasta stórhætta á að þetta hellist allt yfir mann aftur eftir nokkrar vikur... Eg meina það. Það er ekki líft í þessu landi. Mamma er meö alls konar rök fyr- ir þessu með kosningarnar i haust, en ég fatta samt ekkert hvernig hún reiknar þaö út. Hún segir til dæmis aö tveir af allaballa-ráöherrunum séu orönir óvinir og geti ekki talaö saman. (Eins og það sé ekki bara betra! Það minnkar þá kjaftavaðal- inn.) Svo segir hún aö flokkarnir í ríkisstjórninni séu að deyja úr af- brýðisemi hver út í annan og enginn muni leyfa öðrum að koma góðum málum í gegnum þingið í vetur til að minnka montlistana í kosninga- slagnum. (Eins og þaö sé eitthvaö nýtt!) Þess vegna heldur hún (þó ég sé ósammála!) að forsætisráöherr- ann geti ekki stjórnað genginu (þ.e.a.s. stjórninni) lengur og verði að láta kjósa „om igen”. (Eins og amma á Einimelnum segir!) Amma heldur líka aö það verði kosningar í haust, en hennar rök eru soldið öðruvísi en hjá mömmu. Hún segir, að það fari bráðum allt til fjandans i fjármálunum og genginu á krónunni og því, svo Denni verði að láta kjósa i hvelli áður en allir komist aö þessu. Annars talar amma óvenjulega lítið um pólitík núna, eftir að nýja framboðið „hennar" fór svona illa út úr kosn- ingunum. Hún var pottþétt á aö þau myndu fá fimm menn í borgarstjórn og er alveg bálreið út af niðurstöð- unni. Hún amma er eitursnjöll í aö finna sökudólga, enda var hún strax búin að skella skuldinni á alla mögulega: Davíð lét náttúrulega íalsa niður- stöður kosninganna. Það er á tæru, en vonlaust að sanna það, segir amma. Svo fékk hann sér greinilega falskt læknisvottorð og setti á sig plástra til að allir myndu vorkenna honum voöalega. Ömmu finnst líka aö Ólína heföi ekki átt að klippa sig svona ofsa stutt. (Eins og Helga Guö- rún á Stöð 2 um daginn!) ()g þaö er að sjálfsögðu meira aö segja aug- Ijóst blindum manni aö guli liturinn á dragtinni liennar Olínu klæddi liana svaka illa. Siðan var það fer- legur misskilningur aö halda alla þessa fundi og prenta þessa dýrindis bæklinga. Þaö hefði verið mun sterkari leikur að nota endurunninn og óbleiktan pappír og fjölrita svo skilaboöin, þannig aö fólk héldi ekki aö þetta væri eitthvaö milla- framboð með nóg af aurum. Inn við beinið vildi amma líka óska að hún liefði fengið að ganga hús úr húsi í Vesturbænum og tala fólk til, en það var stoppaö af ein- hverjum ástæðum. Þar að auki finnst henni að Kristín Ólafs hefði átt að koma syngjandi fram í sjón- varpinu — helst með gítar. Og ef öll- um Reykvíkingum hefði nú veriö gefin rauð rós er amma viss um að nýja framboðið hefði með glans fengið fimm menn.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.