Pressan


Pressan - 26.07.1990, Qupperneq 3

Pressan - 26.07.1990, Qupperneq 3
Fimtj]CtUíiagui:.26. júlí J99H..:.7 3 r FORD l^íæstkomandi laugardag hyggst Félag ásatrúarmanna halda mikið sumarblót við bæinn Fagrahvamm í Hafnarfirði. Þema blóts þeirra ásatrúarmanna að þessu sinni verður hinn „almátt- ugi Ás“. Fara fram hefðbundnar blótathafnir með mat og drykk og auk þess verður framinn sérstakur gjörningaseiður. . . lífið innan veggja fjármálaráðu- neytisins hefur ekki verið mjög skemmtilegt síðustu dagana og vik- urnar vegna hins viðkvæma BHMR-máls. En ekki hafa allir þar týnt húmornum. í málflutningi fyrir félagsdómi var tekið eftir því að þegar einn málsflytjandi ræddi um bréf samninganefndar ráðuneytis- ins til BHMR um einhliða riftun á launahækkun í júlí, nefndi hann að það væri undirritað „af þremur kon- um“. Þetta þótti sérkennilegt orða- lag, en bréfið undirrituðu Svanfríð- ur Jónasdóttir, Arndís Stein- þórsdóttir og Guðríður Þor- steinsdóttir, en þær mynda saman stjórn samninganefndarinnar. Síðan hefur stjórnin gjarnan gengið undir nafninu „Þrjár konur“, sbr. leikrit' Tsjekovs Þrjár systur. . . A ^^f slegið er upp á alifuglarækt í símaskránni og gægst bakvið firmanafnið Alifuglabú bakara- meistara hf kemur í ljós lítið brot úr Islandssögunni. Fuglabúið meistaranna er ennþá í síma- skránni, en hefur ekki verið starf- rækt síðan 1983. Ástæðan fyrir stofnun búsins á sínum tíma var að bakarameistararnir vildu kaupa svínabú og gefa svínunum það sem til félli af úrgangi úr bakaríunum, en þetta var á stríðsárunum. Þá vildi svo til að eggjaskortur var mikill í Reykjavík og bakarameisturunum bauðst að kaupa hænsnabú. Þeir slógu til og keyptu fuglabú af Þor- birni Jónssyni, skráðu það sem hlutafélag, sem svo var starfrækt frá árinu 1941-1983 og hafði bæði hæn- ur og svín. Framkvæmdastjóri fyrir- tækisins var alla tíð Einar Töns- berg, danskur maður frá Kaup- mannahöfn, en hann er nú látinn. Fyrirtækið var lagt niður 1984 en mun standa í símaskránni því það hefur ekki verið formlega leyst upp... ECONOUNE Lætur fara vel um þig Ford Econoline var kosinn best hannaði bandaríski bíllinn af sinni gerð í Bandaríkjunum 1989. Ef þú kýst Ford Econoline sem sendibifreið getur þú valið um 3 stærðir en sem fólksflutningabifreið (Club Wagon) tekur hann 12-15 manns. Ford Econoline kemur með: Hemlalæsivöm (ABS) að aftan, 145 ha bensínvél 6 strokka EFI, 3ja gíra sjálfskiptingu, lituðu gleri, vökvastýri, hábaksstólum, styrktri fjöðmn, teppi á framgólfum, öflugri miðstöð, stómm útispeglum, klæðningu á framhurðum, fallegu mælaborði, AM/FM stereo-útvarpi m/klukku o.fl. o.fl. Auk þess fáanlegur með ýmsum viðbótarbúnaði, ss. V8 bensín- eða diselvél, samlæsingu á hurðum, rafdrifnum rúðum, veltistýri, hraðafestingu o.fl. Ford Econoline er góð fjárfesting. Verð frá 1.676 þús. kr. m/vsk. 1.346 þús. kr. án/vsk. Sýningarbíll á staónum Ford — finndu muninn W/G/obusa Lágmúla 5, s. 681555 o I 'i •a S

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.