Pressan - 26.07.1990, Side 7

Pressan - 26.07.1990, Side 7
7 ,")oejr i!tv, flo mr)r;hM*r;irrri"-l Fimmtudagur 26. júlí 1990 PRESSU MOiAR ^^yrr á þessu ári stóð fjármála- ráðuneytið fyrir auglýsingaher- ferð fyrir því að sjóðvélar væru viðhafðar í viðskiptum, enda áttu allir á þeim vettvangi að hafa tekið upp vélarnar fyrir nokkru. Heimild- ir okkar greina frá því að ráðuneytið sé nú með í höndunum niðurstöður könnunar sem á að kynna á næst- unni. Niðurstöðurnar eru taldar all hrikalegar og staðfesta grunsemdir ráðuneytismanna um að sjóðvélarn- ar séu alls ekki eins víða og vera ber. Einna lakast er ástandið í ýmsum sérverslunum, í bílasölu og í bygg- ingariðnaði, en einna skást í mat- vöruverslunum. Ráðuneytismenn munu iíta svo á, að búið sé að „sýna silkihanskann“ og nú eigi „járnhnef- inn að taka við“. Með öðrum orðum eru í bígerð aðgerðir og herðing refsiákvæða... t ■ ímaritið Þjóðlíf hefur átt í erfiðleikum það sem af er árinu og leitað sparnaðar á öllum sviðum. Hafa blaðamenn t.d. eingöngu unn- ið í lausamennsku við blaðið frá ára- mótum. En Þjóðlífsmenn hyggjast ekki leggja árar í bát og hefur Svan- ur Kristjánsson stjórnarformaður Félagsútgáfunnar hf. gengið í að rétta reksturinn við og rífa blaðið upp ásamt ritstjóranum Óskari Guðmundssyni. Er fyrirhugað að styrkja eiginfjárstöðu fyrirtækisins á næstu mánuðum. Vegna þessara erfiðleika munu tölublöðin í júní og júlí verða sameinuð í eitt og er það væntanlegt á götuna á næstu dög- um en síðan vonast Þjóðlífsmenn til að geta gefið blaðið út mánaðarlega sem fyrr. Hyggjast þeir hefja mikla sókn sem á að rétta dæmið við og munu því fylgja nokkrar breytingar á blaðinu s.s. varðandi útlit o.fl. .. 1» að fór eins og búast mátti við að Óli Þ. Guðbjartsson dómsmála- ráðherra skipaði Pál A. Pálsson sérstakan saksóknara í Hafskips- málinu í stað Jónatans Þór- mundssonar. í þarsíðustu Pressu sögðum við frá því á þessum vett- vangi að Páll væri frímúrari eins og Öli og ýmsir Hafskipsmenn, en við nánari eftirgrennslan kom í ljós að upplýsingar okkar voru rangar. Það er allt annar Páll A. Pálsson sem gerðist frímúrari 1985. Er Páll Arnór Pálsson hér með beðinn velvirðing- ar á mistökum þessum... að sannaðist um síðustu helgi á hestamannamótinu á Murn- eyrum í Arnessýslu að fjölskyldan í Vestra-Geldingaholti er ein helsta hestamannafjölskylda lands- ins. Á mótinu kepptu fimm fjöl- skyldumeðlimir og sigruðu eða komust í úrslit í öllum flokkum. Þetta eru hjónin Rosemarie Þor- leifsdóttir og Sigfús Guðmunds- son og börn þeirra Guðmundur, Annie og Sigfús Brynjar. En út yf- ir tók þegar það kom í Ijós að vinnu- konan í Geldingaholti, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, hafði smitast svo mjög af hestamennskunni að hún bar sigur úr býtum í flokki unglinga. í Geldingaholti snýst lífið um hesta á hverjum degi og þar er rekinn elsti reiðskóli á landinu, en hann varð 25 ára í fyrra. . . GARÐURINN Kringlunni *í Mlt innifalið í verði, þ.e. tjaldstæði bílastæði, skemmtanir og dansleikir. E*Tl*Ht*lviU* SftMft VERO ÖG í FYRRA: KR. 8.000 1 911 91 9 91 9 IH9 P9 Hftl m 1 H H ■■ ■ H 1 H Inl 1 H H HIB iK 9 9é9W' 9bb9h9 j9 99199 9i9 91 3-- S. ACUST 1990 1 Ath. Sama verð og í fyrra, kr.6.( >00,-

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.