Pressan


Pressan - 26.07.1990, Qupperneq 10

Pressan - 26.07.1990, Qupperneq 10
10 Fimmtudagur 26. júlí 1990 Ég er að reisa þarna hús sem ég hef hugsað mér að búa í og ég held þeim framkvæmdum áfram, enda engar þær blikur á lofti að mér sýnist þetta vera að koma. En ef álverið kemur riðlast mínar áætlanir vitaskuld, en á hvern hátt er óljóst fyrr en staðsetningin liggur alveg á borðinu." Aðspurður um hvort jörð hans myndi ekki hækka tals- vert í verði ef Flekkuvík verð- ur fyrir valinu sagði Finnur það sjálfsagt. ,,Ég hef heyrt þetta áður. En ég keypti þetta land á sínum tíma af ættingja Finnur Gíslason verktaki: Á meðan engin ákvörðun hefur verið tekin held ég mínu striki og byggi mitt hús; umræður um stóriðju hafa áður eyðst. Mynd: Kristín Bogadóttir. og ef það verð er framreikn- að yrði upphæðin alls ekki lág. Síðan er spurningin, ef hátt kaupverð fæst, hvort Ól- afur Ragnar verður ekki bú- inn að fá það til baka aö mestu í sköttum daginn eftir," sagði Finnur. Gilsbakki: Ekki áfjáður — ekki ósáttur Ólafur H. Baldvinsson á Gilsbakka í Arnarneshreppi er sem fyrr segir að mestu hættur búskap og fluttur til Akureyrar, búinn að leigja Framleiðnisjóði kvóta sinn til 5 ára. ,,Ég er út af fyrir sig ekkert áfjáður í að selja mitt land, en heldur ekki ósáttur, kominn á þann aldur að fara að hætta þessu. Og ekki veitir af álveri hér um slóðir, það er mikil- vægt fyrir byggðarlagið," sagði Ólafur. Ölafur sagði að ekkert hefði verið rætt um landkaup við sig ennþá. ,,Því síður hef- ur verið rætt við mig um verð, en ég tel nokkuð víst að þeir verði að kaupa landið. Ég á svo sem ekki von á vand- kvæðum, hvað mig snertir, þótt þetta sé ekkert kappsmál af minni hendi, en mér heyr- ist á bændum í kring að þeir séu sumir ekkert áfjáðir í að selja jarðir sínar, gerist þess þörf." Sigurður Baldursson bóndi á Sléttu í Reyðarfjarðarhreppi á sem fyrr segir talsvert land þegar fjalllendi og beitarfand er meðtalið. Hann segir að enn hafi ekki verið rætt við sig um leigu eða kaup á landi, en segist sjálfur gera ráð fyrir því að leigja hluta jarðar sinn- ar ef af álveri verður. „Það þarf víst um 100 hektara og ég á vel meira en það af slétt- Pétur O. Nikulásson heild- sali: Hefur leitt þessi mál aö mestu hjá sér. Segir að auðvitað yrði eftirsjá eftir jörðinni ef hún yrði keypt undir álver. Þarna hefur verið sumarhús fjölskyld- unnar í 45 ár. lendi, fleiri hundruð hektara og talsvert meira með öllu. En það er erfitt á þessari stundu að átta sig á þessum hlutum, staðsetningin er víst enn ekki örugg. Ef hún verð- ur að mestu á ræktuðu landi get ég vart ímyndað mér að ég geti haldið áfram miklum búskap. Maður hangir eigin- lega í lausu lofti og meðan svo er gerir maður vart ann- að en að halda sínu striki." Slétta: Kvíði en hagsmunir í húfi Aðspurður hvort hann væri persónulega hlynntur bygg- ingu álvers á landi sínu sagði Sigurður að hann hefði vissu- lega ákveðnar efasemdir. ,,Ég verð að viðurkenna að það er kvíði í manni yfir því að álver komi. Slíkt yrði auð- vitað talsverð bylting hér, ég er svoddan náttúrubarn og hefði frekar kosið að yrkja mína jörð hér eftir sem hing- að til. En það eru miklir hags- munir í húfi og það þýðir ekk- ert að vera með mótþróa — þá verður jörðin bara tekin af mér! Það er þá viturlegra að sætta sig við málið, enda mik- ið hagsmunamál að fá orku- frekan iðnað á svæðið. Held- ur hefði það þó mátt vera iðn- aður sem er með öllu laus við mengun. Hér um slóðir eru flestir jákvæðir út í álver, en hins vegar hef ég orðið var við að það er margt fólk sem segir ekki neitt — þegir um málið. Ég veit ekki hvað það fólk hugsar, það er kannski ekki búið að sætta sig við álver og hefur kannski ekki haft trú á því að það væri möguleiki á að það kæmi hingað," sagði Sigurður. Eðlilega voru viðmælend- ur blaðsins tregir til að tjá sig um hvort þeir myndu hagn- ast verulega á því að land þeirra yrði keypt undir álver. Á því leikur þó vart vafi að viðkomandi jarðir hækki í verði með ákvörðun um byggingu álvers á staðnum. Reikna má með því að kaup- verð verði ekki úrslitaatriði hjá álversmönnum, sem dag- lega eru að hugsa í mörgum milljörðum en ekki nokkrum milljónum. Það má því reikna með að landeigandi eða -eig- endur fái allgott verð fyrir jörðina og jafnvel einhverjar bætur að auki ef um mikla röskun á högum þeirra er að ræða. Gráðugum hótað með eignarnáms- heimild Á hinn bóginn er gefið mál að ekki verður samið um hvaða verð sem jarðeigandi setur upp — ef þeir ætla að þráast við eða setja upp óraunhæft verð getur við- komandi sveitarfélag beitt eignarnámsákvæðum. í slík- um tilvikum eru tilkvaddir matsmenn og verða landeig- endur að sætta sig við niður- stöðu þeirra. Nær undan- tekningarlaust hefur þó tek- ist að semja við landeigend- ur, þar sem e.k. iðnaðar- Sigurður Baldursson á Sléttu: Gerir frekar ráð fyrir því að leigja hluta af landi sínu. Segist kvíðinn, enda náttúrubarn, en ekki dugi aö streitast á móti, þá verði landið einfaldlega tekið af honum. Mynd: Austri. eða orkuframkvæmdir hafa farið fram. Nefna má að mik- ið hefur verið rætt um greiðslur Landsvirkjunar (áð- ur Rariks) til landeigenda við Blöndu, sem hafa fengið miklar bætur ög fram- kvæmdir. í einu tilfelli að minnsta kosti hefur orðið að beita eignarnámsákvæðum, vegna þess að ekki tókst að semja við eigendur lands. Það var jörðin Deildartungu- hver vegna framkvæmda Hitaveitu Akraness og Borg- arfjarðar. Það eru því takmörk fyrir |)ví hversu langt landeigend- ur geta gengið, þegar þeir vilja hagnast sem allra mest á því happi að hið opinbera eða risafyrirtæki sæíist í jörð. Loks er á það að líta að mikið framboð er á bújörðum um þessar mundir, en eftirspurn treg og verð því fremur lágt. Þegar PRESSAN skoðaði söluskrá fasteignasölu yfir bújarðir kom í Ijós að meðal- verð á hektara var á bilinu 50—60 þúsund krónur. Það samsvarar 5—6 milljónum króna fyrir 100 hektara land, en verðlag á jörðum er því hærra sem þær eru nær suð- vesturhorninu. Fleiri þættir hafa áhrif á verð, svo sem hvort bústofn fylgir, vélar, fúllvirðisréttur, stærð rækt- aðs lands, veiðihlunnindi og fleira. Fátt af þessu er til stað- ar á umræddum jörðum, en það breytir ekki hinu að þar sem álver rís mun landeig- andinn að líkindum fá mjög gott verð fyrir jörð sína — mun betra verð en gengur og gerist á markaðnum um þess- ar mundir — og pottþétta greiðendur. KNATTSPYRNAN ÍSLANDSMÓTIÐ í KNATTSPYRNU Leikir í 12. umferð: Möguleikar liðanna: Athyglisverðir leikmenn: FRAM ÞÓR LAUGARDALSVELLI íkvöldkl. 20 Fram virðist geta tapað fyrir hvaða liði sem er eins og hefur sýnt sig í sumar. Margt bendir þó til þess að Framarar séu komnir upp úr öldudalnum. Liðið vann síðasta leik og var óheppið að tapa gegn ÍBV i ní- undu umferð. Þórsarar standa í erfiðri fallbaráttu og hafa þar að auki misst lykilmenn vegna meiðsla undanfarið. Barátta er aðalsmerki liðsins en fleytir því sjaldan langt á útivelli. Spennandi verður að sjá hvort Jón Erling Ragnarsson heldur áfram að skora fyrir Framara en þessi efnilegi leik- maður sat á varamannabekkn- um fram eftir mótinu. Alltaf er spennandi að fylgjast með lyk- ilmönnum Framliðsins þegar þeim tekst vel upp, mönnum eins og Pétri Ormslev og Guð- mundi Steinssyni. Eftir að Júgóslavinn Luka Kostic meiddist skara fáir fram úr i liði Þórs. ÍBV KR VESTMANNAEYJUM í kvöld kl. 20 Hér er sannarlega hörkuleik- urframundan, bæði liðin á fullu í toppbaráttunni. ÍBV hefur komið mjög á óvart i sumar og sigurinn gegn Fram á dögun- um var sérlega glæsilegur. KR- ingar eru sterkir um þessar mundir og ekki sami heppnis- stimpillinn yfir sigrum þeirra upp á síðkastið eins og í vor. Nýjar knattspyrnustjörnur eru hugsanlega að komast á sjónarsviðið í Vestmannaeyj- um. Nöfn eins og Hlynur Stef- ánsson, Ingi Sigurðsson og Tómas Ingi Tómasson þekktu fáir knattspyrnuunnendur utan Vestmannaeyja þar til í sumar. Þetta voru mennirnir á bak við sigurinn gegn Fram í níundu umferð. Ragnar Margeirsson hefur verið sérlega sterkur í leikjum KR-liðsins upp á síð- kastið og sömuleiðis Rúnar Kristinsson. STJARNAN FH GARÐABÆ í kvöld kl. 20 Bæði liðin eru um miðja deild en Stjörnumenn hafa leikið betur upp á síðkastið, voru jafnvel óheppnir að ná ekki jafntefli gegn sterku liði KR í hörkuleik á mánudags- kvöld. FH-ingar hafa verið daufir í sumar og gætu lent í fallbaráttu í lokaumferðunum ef ekki tekst að rifa upp meiri baráttuanda í liðinu. Stjarnan er bæði lið framtið- ar og fortíðar. Gamalkunnir kappar á borð við Sveinbjörn Hákonarson og Lárus Guð- mundsson hafa átt góða leiki upp á síðkastið en spennandi er að fylgjast með ungu mönn- unum i liðinu, t.d. Ragnari Gíslasyni, Ingólfi Ingólfssyni og Valdimar Kristóferssyni. Þó að FH-liðið hafi ekki sýnt sama kraft í sumar og i fyrra hefur markahrókurinn Hörður Magn- ússon haldið sínu striki. VÍKINGUR VALUR VÍKINGSVELLI fösludaginn 27. júlí kl. 20 Víkingar virðast til alls líklegir og geta unnið hvaða lið sem er i deildinni. Spennandi verður að sjá hvort þeir ná stigum af Valsmönnum og hleypa þar með auknu lifi í toppbaráttuna. Valsmenn virðast hins vegar mjög stöðugir um þessar mundir. Sigur í þessum leik myndi auka allverulega líkurn- ar á því að þeir verði íslands- meistarar. Júgóslavinn Goran Micic hefur líklega verið besti maður Vikings í sumar og skorað mörg mörk. Trausti Omarsson hefur verið sterkur í vörninni og Atli Einarsson hættulegur í framlínunni. Hjá Val hefur vörn- in staðið sig afar vel og Sævar Jónsson heldur áfram að skora með sinum þrumufleygum. Ekki ónýtur varnarmaður sem skorar i öðrum hverjum leik. KA ÍA AKUREYRI föstudaginn 27. júlí kl. 20 Hér er fallbaráttan upp á líf og dauða. KA-menn hafa held- ur sótt i sig veðrið upp á síð- kastið og virðast sigurstrang- legir gegn Skagamönnum sem hafa verið afar máttlausir. Spennandi er að fylgjast með hinum kornunga og efni- lega framherja hjá KA, Þórði Guðjónssyni. Aðrir hafa ekki átt góða leiki. Hjá ÍA hefur Karl Þórðarson staðið upp úr í slöku liði. STAÐAIM: leikir u j t mörk stig Valur 11 8 1 2 19:11 25 KR 11 7 13 16:10 22 Fram 11 6 1 4 22:11 19 ÍBV* 10 5 3 2 16:17 18 Stjarnan 11 4 2 5 14:16 14 FH 11 4 1 6 15:18 13 KA 11 3 1 7 12:15 10 ÍA 11 2 2 7 12:21 8 Þór* 10 2 2 6 6:15 8 * Leik Þórs og ÍBV var frestað í síðustu umferð og verður leikinn í Vestmannaeyjum næstkomandi mánudagskvöld klukkan 20.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.