Pressan - 26.07.1990, Blaðsíða 13

Pressan - 26.07.1990, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 26. júlí 1990 13 á öndverðum meiði AF GRASA-GUDDUM OG GRÓÐUREYÐINGU Hugmyndir Sigmars B. Haukssonar um að endurvekja grasatínslu á íslandi og nýta villigróður til útflutnings hafa vakið sterk viðbrögð hjá Landvernd. „Það er byrjað á öf- ugum enda, fyrst ætti að kanna hversu mikla nýtingu villigróðurinn þolir og slík rann- sókn myndi taka mörg árý segir Gísli Júlíusson, varaformaður Landverndar. Gísli ótt- ast að verði villigróður auglýstur sem aukabúgrein geti ofnýting valdið uppblæstri og gróðureyðingu. EFTIR BJÖRGU EVU ERLENDSDÓTTUR MYNDIR KRISTÍN BOGADÓTTIR „Landvernd hefur mestar áhyggjur af því, að fólk fari út í þetta án þess að vita hvaða af- leiðingar nýting villi- jurta getur haft fyrir gróður í landinu,“ segir Gísli Júlíusson, varaformaður Landverndar. ,,Það hefur ekkert verið rannsakað hvort þessi gróður þolir mikla nýt- ingu. Eins og þetta er auglýst í bæklingnum frá Byggða- stofnun er fólki ráðlagt að byrja á láglendinu á vorin og færa sig svo upp á hálendið þegar líður á sumarið. Þetta er furðulegt þegar samtímis er rætt um að friða hálendið. Það er ekki hægt að bera saman ferðir á grasafjall í gamla daga og nýtingu villi- jurta á okkar tímum. Áður fyrr var langtum færra fólk í landinu og ekki ferðamenn á leið um óbyggðirnar í þús- undatali á hverju ári. Þá voru fyrst og fremst tíndar fáar tegundir jurta, fjallagrös og eitthvað fleira. Núna á að nýta miklu fleiri tegundir. Þegar gert er átak í því að auglýsa íslenskan villigróður má búast við því að áhuginn verði mikill erlendis, þar sem ísland er auglýst sem hreint og ómengað. Þegar talað er um aukabúgrein má leiða hugann að því, hvernig farið hefur með aðrar aukabú- greinar sem stofnað hefur verið til án nauðsynlegrar þekkingar og undirbúnings. Gamlar hefðir eru ekki heldur trygging fyrir gróður- vernd. Ofbeit byggist á gam- alli hefð í landinu, en er ekk- ert betri af þeim sökum. Þó að menn rífi ekki jurtirnar upp með rótum spilla þeir „Ég hef meiri áhyggj- ur aföfgafólki í náttúru- vernd en af gróðureyð- ingu vegna grasa- tínslu,“ segir Sigmar B. Hauksson, en hann fékk styrk frá Byggðastofnun til þess að kanna möguleika á nýtingu og sölu á íslenskum villigróðri. Byggðastofnun hefur einnig staðið að útgáfu bæklingsins Nýting villigróð- urs, með aðstoð aðila frá Náttúrufræðistofnun. í bæk- lingnum má lesa sér til um hvaða jurtir eru nothæfar og hvernig eigi að tína þær og verka. ,,Það er ekkert nýnæmi að villijurtir séu nýttar á íslandi, fyrir því eru gamlar hefðir," segir Sigmar. „Fólk fór á grasafjall í margar aldir án þess að gróðurinn eyddist. Á þessum tima var þó miklu meira af sauðkindinni en nú er. Reynsla frá öðrum löndum á tilsvarandi breiddargráðum sýnir að gróðrinum stafar ekki hætta af svona nýtingu. Villijurtir hafa verið tíndar til dæmis í Kanada, Norður- Skandinavíu og Skotlandi og þetta hefur hvergi eytt gróðr- inum. Það er ástæða til þess að taka það fram að gróður- GfSLI JÚLÍUSSON: „Hrœddur um vidkvœman villigróður“ að ég sé ekki sérfræðingur á þessu sviði finnst mér ástæða til að vara við nýtingu á við- kvæmum villigróðri án þess að fyrst sé nákvæmlega kannað hvað hann þolir," seg- ir Gísli Júlíusson, varafor- maður Landverndar. SIGMAR B. HAUKSSON: „Aukabúgrein fyrir konur“ inn er ekki rifinn upp með rótum, heldur eru jurtirnar aðeins klipptar. Það er alrangt sem hefur verið haldið fram að nýting villijurta geti orðið einhver stóriðja hér á landi. Þess verður dyggilega gætt að gróðri verði ekki misboðið og við munum meðal 'annars halda námskeið fyrir fólkið sem hefur hug á því að stunda þetta sem aukabú- grein. En hinsvegar getum við ekki haft eftirlit með hvernig framkvæmdin verð- ur, það verður að treysta fólki í þessu eins og öðru. Og þeir sem hafa gefið sig í þetta hingað til eru einmitt nátt- úruunnendur. Það er einnig alrangt að stórfelld markaðsfærsla fari fram erlendis. Það hafa verið gerðar lauslegar athuganir, en markaðurinn er að mestu ókannaður. Mestur áhugi hingað til virðist vera fyrir sex jurtum sem hægt er að nota í te, þar á meðal er blóð- berg. Það hefur verið haft samband við smáfyrirtæki erlendis, en langmestur hluti þeirra jurta sem verða tíndar núna og næstu árin verður nýttur innanlands." Þú lést þau orð falla í sjónvarpsviðtali að villi- grasatínsla væri heppileg- ur starfi fyrir konur og unglinga. Afhverju þessi kynskipting, áttu við að þetta sé eitthvert liðlétt- ingastarf? „Strákar og karlmenn eiga auðveldara með að fá vinnu á landsbyggðinni, það er hinn bitri sannleikur. Þeir vinna við ýmsar verklegar fram- kvæmdir, þeir grafa skurði, eru í vegavinnu eða við smíð- ar. En á landsbyggðinni eru margar vinnuþurfi konur sem gætu stundað villijurta- tínslu. Þetta verða ekki nein uppgrip en gæti orðið góð aukabúgrein." gróðri engu að síður. Ef mikið er tekið af plöntu verður hún ekki eins sterk og annars. Plantan stendur þá verr að vígi fyrir árstíðaskiptin og er illa undirbúin að lifa af vetur- inn. Ég er sérstaklega hræddur um blóðbergið og birkið. Þó * Ovátryggðir bílar á vegum landsins HVAÐ GERIST ÞEGAR ÞEIR VALDA TJÖNI? Pú ert í sunnudagsbíltúr með fjölskyldunni og með allt á hreinu. Bíllinn er tryggður og allir í ör- yggisbelti. En þið lendið í árekstri, slasist og bíll- inn ykkar er gjörónýtur. I Ijós kemur að ökumaður hins bílsins hafði fátt á hreinu — honum hafði t.d. láðstað tryggja bílinn. Slíkt gerist alltof oft við eig- endaskipti. En hvernig stendur á því og hver er réttur þinn í tilfelli sem þessu? EFTIR INGIBJÖRGU SÓLRÚNU GÍSLADÓTTUR Það geta verið a.m.k. tvær ástæður fyrir því að óvá- tryggður bíll ekur um göturn- ar. Onnur er sú að sumir trassa það að greiða gíróseðl- ana frá tryggingarfélögunum og aðrir kaupa ekki nýja tryggingu á bilinn við eig- endaskipti. Au tryggingar í hálft þriðja ár I fyrra tilvikinu reyna tryggingarfélögin ýmsar inn- heimtuaðgerðir í 3 mánuði. Beri þær engan árangur til- kynna þau lögreglunni að ekki hafi verið greitt vátrygg- ingariðgjald af bílnum og fara fram á það við hana að hún klippi númerin af honum. Eru tryggingarfélögin þó ábyrg í 14 daga eftir að þessi tilkynning er send en eftir það er billinn óvátryggður. Þær gagnrýnisraddir heyrast hjá tryggingarfélögunum að lögreglan gangi ekki nógu vasklega fram með klippurn- ar en lögreglan ber því við að erfitt reynist stundum að hafa upp á bílunum. I síðara tilvikinu gerist það einfaldlega að fyrri eigandi bílsins tilkynnir eigenda- skipti til Bifreiðaskoðunar Islands og tiltekur fyrirhug- að tryggingarfélag nýs eig- anda. Nýi eigandinn lætur aftur á móti undir höfuð leggjast að panta sér trygg- inguna og enginn rekur á eft- ir honum. Gamla tryggingar- félagið er laust allra mála og það nýja veit ekki um fyrir- hugaðan viðskiptavin. Bíleig- andinn er löngu búinn að gleyma tryggingunum og man ekkert eftir þeim fyrr en kemur að næstu bifreiða- skoðun. Hafi hann keypt hálfs árs gamlan bíl getur lið- ið hálft þriðja ár þangað til hún verður. Hlutur tryggingar- félaganna Óvátryggðir bílar eru tryggingarfélögunum nokk- uð áhyggjuefni. Engar tölur eru tiltækar um fjölda slíkra bíla enda koma þeir ekki til kasta yfirvalda nema þeir valdi tjóni. Hjá Sigmari Ár- mannssyni, framkvæmda- stjóra Sambands íslenskra tryggingarfélaga, fengust þær upplýsingar að nokkur slík tilvik væru á ári hverju. Hann var að því spurður hver væri staða þess sem yrði fyrir tjóni af völdum slíks bíls. Sagði hann að í gildi væru reglur frá árinu 1970 sem legðu tryggingarfélögunum ákveðnar skyldur á herðar. „Það getur skapast mögu- leiki á því að knýja á dyr hjá Sambandi íslenskra trygging- arfélaga og leita eftir bótum á munum og mönnum ef um er að ræða óvátryggt ökutæki. Bætur hjá okkur greiðast þó aðeins að því marki sem tjón- ið fæst ekki bætt hjá þeim sem ábyrgð ber á því. Þar get- ur bæði verið um að ræða eiganda ökutækisins, sem ekki hefur hirt um að vá- tryggja það, og ökumanninn ef hann er annar en eigand- inn. Það verður fyrst að ganga að þessum aðilum og leita bóta þar. Ef í Ijós kemur að sá sem var valdur að tjón- inu er ekki borgunarmaður fyrir því, þá er mögulegt að leita til okkar." Sagði hann að á hverju ári greiddu trygging- arfélögin bætur vegna 2—3 ökutækja sem ekki væru vá- tryggð og ekkert væri af eig- endum að hafa. Tjónatilvikin eru hins vegar þó nokkuð fleiri. „Þetta þykja okkur auðvitað dálitlir blóðpening- ar en okkur eru lagðar þessar skyldur á herðar til að tryggja hagsmuni tjónþola." En meginreglan er sem sagt sú, að sá sem á eða ekur óvátryggðum bíl er sjálfur ábyrgur og skaðabótaskyldur ef hann veldur tjóni. Nýtt kerfi á döfinni Nokkrar viðræður hafa átt sér stað milli tryggingarfélag- anna og Bifreiðaskoðunar Is- lands um það hvernig koma megi í veg fyrir að vátrygging lendi í undandrætti við eig- endaskipti. Hjá Óskari Eyj- ólfssyni hjá Bifreiðaskoðun íslands kom fram að þeir ætla að reyna að setja fyrir lekann með því að breyta þeim eyðu- blöðum sem notuð eru við eigendaskipti. Á að gera þau þannig úr garði að þau verði ígildi tryggingarbeiðni frá nýja bíleigandanum. Bif- reiðaskoðunin kemur beiðn- inni síðan á framfæri við við- komandi tryggingarfélag sem getur þá rekið eftir ið- gjaldi. Líkurnar á því að sunnu- dagsbíltúrinn endi með árekstri við óvátryggðan bíl munu því heldur minnka á næstunni. Eftir sem áður verða þó þeir trassar á ferð sem halda að þeir geti tryggt sig eftir á.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.