Pressan - 26.07.1990, Side 20
20
bridge
Þú velur aö koma út í ómelduð-
um lit þar sem þú átt 762. Hverju
spilarðu? Kannski er það tískunni
undirorpið.
„Hátt frá hundum" var einu
sinni almenn regla, síðan varð
,,MUD", miðspilið (middle, up,
down), ofan á en nú aöhyllast æ
fleiri pör gömlu bandarísku venj-
una að spila út lægsta spilinu.
Allar þessar útspilsreglur hafa
sína kosti og hvað reynist best velt-
ur oftast á spilunum. Spil vikunnar
styður nýmóðinsvenjuna.
♦ 983
V ÁD108
♦ ÁDG6
•?• G4
♦ 5
V 762
+ K1095
4*108763
4 Á764
V 954
♦ 73
4» ÁKD2
Suður vekur á 1-laufi og norður
svarar á 1-tígli. Austur kaus að
koma ekki inn á, illskiljanleg
ákvörðun að mínum dómi, og
grandsögn suðurs var hækkuð í
þrjú.
Vestur hafði enga löngun til að
koma út í litum andstöðunnar svo
hann kaus skárri hálitinn. Trúr
sannfæringu sinni valdi hann
hjartatvistinn. Lítið úr blindum og
austur sá sér leik á borði og stakk
upp kóng. Skipt í spaðakóng.
Sagnhafi gaf tvisvar, drap síðan á
ás og valdi síðan það sem virtist
augljóst í stöðunni, að svína fyrir
hjartagosa upp á 9. slag.
Áfall! Austur fékk slaginn og
tveir spaðaslagir í viðbót hnekktu
geiminu. Vitanlega hefði suður
hugsanlega tapað spilinu þótt
austur láti gosann nægja í 1. slag.
Tvöfalda svíningin lítur betur út en
að treysta á tígulkóng réttan, svo
segja má að suður sitji í töpuðu
spili eftir hjartatvist út.
Ef útspilsreglan hefði hins vegar
verið hefðbundnari, t.d. „hæsta af
engu", blasir ekki við annar kostur
en heppnuð tígulsvíning.
♦ KDG102
V KG3
♦ 842
4*95
skák
Dómur Euwes um Morphy
Eftir Max Euwe liggur meðal
annars rit í tveimur bindum þar
sem hann fjallar um miðtaflið í
skák. I lokakaflanum er rætt um
skákstíl nokkurra fremstu meist-
ara fyrr og síðar. Þar segir svo um
skákstíl Morphys:
í hugum margra er Morphy
mesti fléttusnillingur allra alda.
En þótt leikni lians í fléttum væri
frábær átti hann merkileg afrek
sín ekki einungis henni að þakka
heldur einnig því að hann var
fyrsti fullkomni stöðuskákmað-
urinn — ef hægt er að kalla
nokkurn mann fullkominn. En
að auki bjó hann yfir afbragðs
tækni.
í stöðulegu innsæi var Morphy
hálfri öld á undan sínum tíma.
Þar sem aðrir leituðu í þoku
gekk hann í heiðríkju og fann
bestu leiðina áreynslulaust að
því er virtist. Samtímamenn
hans reyndu að flækja taflið í
von um að finna einhverstaðar
gull, en hann lét höggið ekki
falla fyrt en staðan var undir það
búin. En þá var það líka öflugt og
nægði oft til að gera út um skák-
ina í einni svipan.
Sem dæmi um skákstíl Morphys
velur Euwe skák sem hann tefldi í
París 1863, fimm árum eftir að
hann var hættur að tefla opinber-
lega. Hann dvaldist í París um tíma
meðan þrælastríðið geisaði í
Bandaríkjunum og tefldi þá við
nokkra vini sína, einkum Árnous
de Rivére. Rivére var eldri en
Morphy og einn af fremstu skák-
mönnum Frakka um tveggja ára-
tuga skeið. Hann tefldi á mörgum
skákmótum og við ýmsa meistara
meðal annars við Tsjígorín (1883)
og tapaði naumlega fyrir honum
(+4=1-5).
Morphy — Rivére
París 1864
I e4 e5 2 Rf3 Rc6 3 Bc4 Bc5 4 c3
De7 5 d4 Bb6 6 0-0 d6 7 h3 Rf6
8 Hel h6 9 a4 a5
Báðir tefla ítalska leikinn nokk-
urn veginn á sömu leið og gert er
enn í dag. Hér er 9 — a6 reyndar
talið betra, svartur sleppir þá ekki
valdi á b5.
10 Ra3 Rd8!
Hvítur gat náö taki með 10 Bb5
Bd7 11 Ra3 og 12 Rc4. En nú kom
svartur í veg fyrir það með 10 —
Rd8.
II Rc2 Be6 12 Re3 Bxc4 13
Rxc4 Rd7 14 Re3
Þessi riddari stefnir á d5 eða f5
og er hvorttveggja óþægilegt fyrir
svart. Leiki hann 14 — c6 er 15 Rf5
De6 16 de5 og 17 Rd6 heldur
ónotalegt. Svartur hindrar því
Rd5.
14 - g6 15 Rd5 De6
16 Bxh6! f6
16 — Hxh6 17 Rg5 kostar drottn-
inguna.
17 Bg7
Maróczy telur 17 Be3 vinna enn
fljótar. En Morphy hótar nú ekki
aðeins 18 Bxh8, heldur líka 18
Bxf6 Rxf6 19 Rg5.
17 - Hh5! 18 g4
Þetta er nauðsynlegt því að ella
leikur svartur 18 — Df7.
18 - Hxh3 19 Rxf6+ Rxf6 20
Rg5 Dd7
Og hér telur Maróczy 20 —
Dxg4+ 21 Dxg4 Rxg4 22 Rxh3
Kf7 23 f3 Kxg7 24 fg4 ed4 25 Kg2
ekki alveg vonlaust fyrir svart
21 Bxf6 Hh4 22 f3 ed4 23 cd4
Hh6 24 Kg2 Rf7 25 Hhl Rxg5
Hvítur vinnur einnig eftir 25 —
Hxhl 26 Dxhl.
26 Hxh6 Rh7 27 Dhl! Rxf6 28
Hh8+ Ke7 29 Hxa8 Bxd4 30
Dh6 Dc6 31 Hcl Db6 32 Hxc7+!
Ke6 33 He8 +
Það er óhugsandi að Morphy
Ijúki skák öðruvísi en með dálítilli
flugeldasýningu.
33 - Rxe8 34 Dxg6+ Ke5 35
Df5 mát.
GUÐMUNDUR
Fimmtudagur 26. júlí 1990
krassgátan
1 2 3 4 5
17 18 19 20 21
7 8 9 10 11 12 13 14 15
Verölaunakrossgáta nr. 95
Skilafrestur er til 4. ágúst og í verdlaun er hin margfrœga ameríska
nútímaskáldsaga A vegum úti eftir Jack Kerouac sem Mál og
menning gefur út. Utanúskriftin er: PRESSAN — krossgúta nr. 95,
Ármúla 36 Reykjavík.
Dregid hefur veriö úr réttum lausnum ú krossgútu nr. 92. Lausnar-
oröin voru: Oft njóta hjú góðra gesta. Vinningshafinn er María
Margeirsdóttir, Barmahlíð 38 105 Reykjavík. Fær hún senda
bókina Erlend ljóð frá liðnum tímum, í þýðingu Helga Háifdán-
arsonar.