Pressan


Pressan - 26.07.1990, Qupperneq 28

Pressan - 26.07.1990, Qupperneq 28
28 PRESSU MOJLAR ^Fyrirtækið Benco hf sem krafið er um 55 milljónir vegna skattsvika er enn að nafninu til í eigu Róberts Þórs Bender enda þótt hann hafi selt lager, umboð o.fl. til Títans hf. Ifram heldur Stöö 2 að missa sterka starfskrafta til annarra sjón- varpsstöðva. Nú er það Maríanna Friðjónsdóttir framleiðslustjóri Stöðvarinnar sem er að halda til starfa í Danmörku á næstu dögum ásamt eiginmanni sínum Birgi Þór Bragasyni íþróttafréttamanni. Þar hefur Maríönnu boðist staða yfir- manns innlendrar dagskrár- gerðar hjá Kanal 2 sjónvarpsstöð- inni. Mikil viðurkenning fyrir þessa gamalreyndu dagskrárgerðar- konu. . . Róbert var settur í fárbann af hæstarétti að kröfu rannsóknar- lögreglunnar þegar rannsókn stóð yfir í málinu. Róbert er nú farinn utan og sagður kominn til Portú- gal. Hann er með fleiri fyrirtæki í takinu; haustið 1988 stofnaði hann fyrirtækið Oríent hf ásamt eigin- konu sinni og syni. Hlutverk þess er kaup og sala fasteigna og fleiri fjár- 'i málaviðskipti. Stofnfé þess var óvenjumikið miðað við fyrirtæki af þessari tegund eða 7,1 milljón króna og er það skv. hlutafélagaskrá staðsett í Lágmúla 7 þar sem Benco er til húsa. Þá hefur Róbert starf- rækt skrifstofu í Armúla 19 en henni hefur nú verið lokað. . . b ^^■reytingar á þættinum 19:19 á Stöð 2 eru í burðarliðnum. Fréttir verða á sínum stað kl. 19:19 og standa til kl. 20 en að því loknu taka við vinsælir fjölskylduþættir á milli kl. 20 og 21 en þá heldur magasín- hluti 19:19 áfram í hálftíma. Er Ijóst að Stöðvarmenn telja ekki vænlegt lengur að vera með fréttatengt efni á Stöðinni á sama tíma og fréttir Ríkissjónvarpsins standa yfir. Umsjónarmenn þessa hluta þáttar- ins verða Helga Guðrún Johnsen og Sigmundur Ernir Rúnarsson sem ætla að gera fréttum og frétta- tengdu efni af ýmsu tagi ítarlegri skil en í fréttunum sjálfum. Breyt- ingarnar taka væntanlega gildi með haustinu.. . A ■^instæður sportbíll hafði við- komu hér á landi síðustu dagana. Benz-verksmiðjurnar í Þýska- landi framleiða á hverju ári tak- markaðan fjölda af 500 sl Merce- des Benz, sem er mjög sjaldgæfur, dýr og eftirsóttur sportbíll. Vegna mikillar eftirspurnar ákveður fram- leiðandinn ákveðinn kvóta á lönd og nú var komið að því að ísland fengi einn til ráðstöfunar. Umboðs- aðilinn Ræsir keypti bílinn og var fyrirfram búinn að selja hann dönskum manni, sem búsettur er í Englandi og á Spáni. Hér gat hann keypt hann skráðan á sérstakt toll- númer, þannig að tollar greiðast er- lendis. Frá framleiðandanum kostar bíllinn sem svarar rúmlega 4 millj- ónum króna, en ef eðalvagn þessi hefði farið á sölu innanlands með öllum tilheyrandi gjöldum og tollum hefði hann kostað um 7—8 milljón- ir króna. Þeir eru vafalaust fáir Is- lendingarnir sem gætu snarað slíkri upphæð út sársaukalaust. . . d ^^■hugamenn um tölvubrans- ann ráku að vonum upp stór augu þegar Óli Kr. Sigurðsson í Olís og Sund tók sig til og keypti þrotabú Gísla J. Johnsen /Skrifstofuvéla. Með Óla í ráðum var Friðrik Frið- riksson sem nú stýrir hinu nýja fyr- irtæki. Friðrik er fyrrum markaðs- og fjármálastjóri IBM á íslandi og því kom það nokkuð á óvárt að hið nýja fyrirtæki skyldi ekki vera áfram söluaðili IBM-búnaðar eins og keypta fyrirtækið. Hefur læðst að mönnum sá grunur að ekki sé of gott samband milli Gunnars M. Hanssonar forstjóra IBM og Frið- riks, fyrrum starfsmanns hans. IBM kaus heldur að taka upp samstarf við Sameind um sölu á búnaði. íþví sambandi vekur athygli að áður voru söluaðilar. IBM þrír, þ.e. Ör- tölvutækni, Skrifstofuvélar og Gísli J. Johnsen, en öli hafa þessi fyrirtæki orðið undir í bransanum. Loks taka menn aftir því að Gísli Maack er kominn í sérverkefni fyrir Sameind, en Gísli pr að verða ansi sjóaður í vandamálarekstrinum, hefur áður séð um erfið verkefni fyrir Flugleiðir, Arnarflug, Gunn- ar Asgeirsson og Ólaf Laufdal. . . || ■ Húsnæðisstofnun hefur sent áminningarbréf til 5.700 launa- greiðenda, sem hafa á sínum skrám 17.000 launþega. Viðkom- andi launagreiðendur eru áminntir um að þeir hafi ekki gert skil á skyldusparnaði fyrir launþega sína árið 1988 og að slík vanskil varði refsingu. Margir ofangreindra launþega hafa að líkindum undan- þágu, en þó er vitað til þess að á ár- inu 1988 voru um 200 launþegar á sérstakri skrá stofnunarinnar, þ.e. höfðu leitað sérstaklega til hennar um aðstoð, árið 1989 komu inn 370 ný mál, þ.a. mál 150 launþega gjald- þrota fyrirtækja, og í ár eru þegar komnar 246 kærur af þessum toga. Eitthvað mun þegar hafa verið greitt af þessu, en þó er vitað að mörg mál hafa komið inn á borð Rannsóknarlögreglu ríkisins. Af einhverjum ástæðum virðast fjöl- margir launþegar fylgjast lítt með því hvort vinnuveitendur þeirra skili inn afteknum skyldusparnaði og glatast þá féð eftir ákveðinn tíma. Ábyrgð í þessum efnum virð- ist mjög takmörkuð og eru t.d. greiðslur skyldusparnaðar úr Ríkis- ábyrgðarsjóði vegna gjaldþrota takmarkaðar við 6 síðustu vinnu- mánuði hvað forgang varðar. Það er því full ástæða til að hvetja fólk á skyldusparnaðaraldri, sem er 16—26 ára, til að fara vandlega yfir yfirlitin, nú á þessum verstu gjald- þrotatímum. . . AUGLÝSANDI í sainlcsnum auglýsingum á Rás I og 2: • Nærðu eyrum þorra þjóðarinnar. Par með þínum markhópi. • Þú getur valið úr 15 auglýsingatímum á virkum dögum. • Auglýsingarnar birtast samdægurs. • Auglýsingaféð nýtist vel. (Snertiverð er hagstætt) Auglýsing í samlestri á Rás 1 og 2 ber árangur hvort sem hún er ein stök eða hluti af herferð. Auglýsingadeildin er opin: Kl. 08-18 virka daga. Ki. 08-12 laugardaga. Kl. 10-12 sunnudaga. Starfsfólk auglýsingadeildar er þér innan handar - hringdu! Síminn er 693060. r «fi# RÍKISÚTVARPIÐ AUGLÝSINGADEILD SlMI693060 ER1. ÁGÚST r ^—/ U ) _/ C/ wgj|jjgipH S r)K / irfSPiJT i oWmT* X Wl v / ) 1 T i /( ' ) f—' r~y^ t I fW jjj. W ! V. .# h' W ' / " ^ C V *—->. j 1 ■ / —v | ' a N**'\ L í} / ! í /Sv Jr /ti GF jl & í 'L-.. i '—v V ( J ! \ — Íf f TN NNII MYNDINNl HJÁ ÞÉR? - # t j v**1*” 'l. L « J Jjl í t 'M \ / < Jj "*—' v'wrr */ M C~L— IjJ ín ju ^ i-pr1 fn Æ - Gjalddagi húsnœðislána er 1. ágúst. Gerðu ráð fyrir honum í tœka tíð. \ ••■-/ / {! M My' V W t j'. jll / JVX- ) ( ’-J C~ Jr nV-. niri'í/1 \\ UJKJr - vJ JrJ v 1 f /V s rJ C) u xa / í-j ! - ,i UL 1 16. ágúst leggjast dráttarvextir á lán með lánskjaravísitölu. 1. september leggjast dráttarvextir á lán með byggingarvísitölu. Gjalddagar húsnœðislána eru: 1. febrúar - 1. maí - 7. ágúst - 1. nóvember. Sum lán hafa fjóra gjalddaga á ári, önnur aðeins einn. SAMEINAÐA/SÍA * V ^ • - SPARAÐU ÞÉR ÓÞARFA ÚTGJÖLD AF DRÁTTARVÖXTUM OG HAFÐU ALLTAF NÆSTU GJALDDAGA INNI í MYNDINNI. Xplllgfe \ \ Æl HUSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK ■ SÍMI 696900

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.