Pressan - 13.09.1990, Qupperneq 2
‘^Pmmtóaagtir'lS^fe^í’fððo
c2
ANNA KRISTINE
MAGNÚSDÓTTIR
EINAR ÓLASON
LJÓSMYNDARI
Nýjasti dansinn, barna-lambada. Börnin höföu
aðeins einu sinni hist til að æfa dansinn fyrir
hátíðina, en þau hafa greinilega tekið vel eftir!
Ungi maðurinn á þessari mynd er
ekki aldeilis að sýna fyrirlitningu sína
með því að reka út úr sér tunguna.
Hann fer þvert á móti að dæmi
hljómsveitarmanna sjálfra, sem hafa
gert þessa athöfn að eins konar vöru-
merki.
Til hægri: Hermann Ragnar afhjúpaði mynd af
fyrstu heiðurslistamönnum dansskólans við
vígslu nýja húsnæðisins.
Hljómsveitin T T lllvviJlHtlVv
hélt fræga hljómleika í Reiðhöll-
inni á föstudag og laugardag. Haft
var eftir lögreglumönnum sem
voru viðstaddir að hávaðinn hefði
verið geysilegur. Þessar myndir
sem hér birtast sýna að minnsta
kosti að stemmningin var gríðar-
leg. Þó eru þessar myndir teknar á
seinni hljómleikunum, þegar aðal-
söngvarann vantaði.
Dansskóli Hermanns Ragnars Stefánssonar hóf 33. starfsár sitt um helgina í nýjum húsakynn-
um í Faxafeni 14. Þangað var boðið nemendum, foreldrum þeirra og öðrum velunnurum skól-
ans og var skemmtunin vel sótt. Nokkrir nemendur skólans sýndu dansa, þeirra á meðal hinn
nýja barna-lambada.
Að sögn Hermanns Ragnars Stefánssonar ákvað stjórn skólans að velja sérstaka heiðurslista-
menn, en sú hugmynd er upprunalega erlend og tíðkast þetta til dæmis í Þýskalandi og Dan-
mörku. Er þá valið fólk eða einstaklingur sem hefur gengið vel á listabrautinni og hefur fram-
komu sem þykir til eftirbreytni. „Þótt þessi hugmynd sem slík sé sótt til útlanda hef ég oft hugs-
að um að félagasamtök eða hópar sem hittast reglulega eigi að veita athygli og styðja við bakið
á þeim listamönnum sem vel gengur," segir Hermann Ragnar. „Við
í stjórn skólans ákváðum því að velja þann listamann eða listafólk
sem veriö hefur áberandi á þessu ári. Fyrstu heiðurslistamenn skól-
ans eru þau Sigríður Beinteinsdóttir og Grétar Örvarsson.'
Hermann Ragnar segir aö þeir sem valdir séu hverju sinni þurfi
ekki endilega aö vera tónlistarfólk; alveg eins geti verið um að
ræöa listmálara, leikara eða aðra listamenn. Á sunnudaginn var af-
hjúpuð mynd af heiðurslistamönnunum en svo óheppilega vildi til
að þau Sigríður og Grétar voru veðurteppt á ísafirði og gátu því
ekki mætt til að taka á móti heiðursskjali og gullmerki skólans.
H Börnin sem unnu keppnina í Lækjargötu á 17. júní, um hver næði
best hreyfingum Sigríðar og Grétars í Eurovision-keppninni, sýndu
0|§||||Esfs®|^. þann dans undir laginu „Eitt lag enn" og sagði Hermann að þaö lag
■r # ' yrði mikið notað í skólanum í vetur:
■T „Við munum til dæmis kenna tvo dansa við lagið „Eitt lag enn"
— jive og boogie," segir hann. „í vetur verður náið samstarf milli
skólans, Sigríðar og Grétars og koma þau til með að líta inn í
kennslustundir ásamt því aö koma fram á eða vera viðstödd hátíöir
skólans."
Börnin í Dansskóla Hermanns Ragnars, sem biöu spennt á sunnu-
daginn eftir að sjá átrúnaðargoðin sín, geta því strax farið aö
hlakka til að sækja danstimana, því aldrei er að vita í hvaða tíma
W' ___ það verður sem þau Sigríður og Grétar heilsa upp á nemendurna.
Hafiö þiö áður séö þríhentan gítarleikara?
Hrifningin leynir sér
ekki, þrátt fyrir fjarveru
aðalsöngvarans.
Öryggisverðir vökv-
uðu mannskapinn
reglulega til aö koma
í veg fyrir að fólk
fengi aðsvif.
m ~ 1 :■
.
■ rltt | r . Jj 'íy ; ,'f?
V » i : Jm jH