Pressan - 13.09.1990, Side 4

Pressan - 13.09.1990, Side 4
4 '■'OO* - - /• c*► Fimmtudagur 13. sept. 1990 litilræði af álveri Umræöan um álverið hefur oröiö til þess aö ég hef að undanförnu ekki um annað hugsaö en þjóðarhag. Ég veit bókstaflega ekki hvað hefur komiö yfir mig. Ég sem aldrei leiddi hugann aö þjóð- arhag, lét bara reka á reiðanum einsog hverjum degi nægöi sín þjáning. Þegar ég vaknaði á morgnana hugsaöi ég sem svo: — Ætli þaö sé ekki sama blíðan og í gær? Svo fór ég út aö gá til veðurs og þá var ann- aðhvort sama blíðan og í gær eða þá að veðrið hafði spillst. Þá hugsaði ég sem svo: — Það er nú meira hvað veðrið getur verið rysjótt. En þetta skánar. Og svo var einsog veðrið skánaði aftur án þess að ég erfiðaði úr hófi eða legði á mig mikla eftir- og næturvinnu til að koma því í lag. En ég hugsaði bókstaflega aldrei um þjóðar- hag, hvaðþá ég, að hætti góðra manna, færi að leggja nótt við dag til að lagfæra hann og bjarga heiminum í leiðinni. Kannske hefði ég átt að hugsa meira um þjóðarhag og minna um veðrið. Þá býst ég við að íslenska þjóðin byggi í dag bæði við annan þjóðarhag og annað veðurfar. Hver veit? En nú hugsa ég semsagt ekki um annað en þjóðarhag. Þeim manni, sem leggur jafn mikið kapp á að hugsa um þjóðarhag einsog ég geri þessa dag- ana, hlýtur að vera „byggðastefnan" ákaflega hugleikin afþví að hún er nú svo ofarlega á baugi um þessar mundir í allri þeirri vitsmuna- legu umræðu sem á sér stað þessa dagana um álverið. Og þessvegna er ég einmitt þessa stundina að brjóta heilann um byggðastefnuna. Hérna fyrr á árum, þegar ég hugsaði helst ekki um annað en veðrið, hélt ég að byggða- stefnan snerist um það eitt hvað sveitamenn ættu bágt að búa ekki í Reykjavík. Maður var í því að einfalda hlutina. Nú er mér orðið Ijóst að byggðastefnan er flókið félagslegt fyrirbrigði, já eiginlega fenó- men, sem ekki er á færi venjulegs fólks að botna í. Byggðastefnan snýst ekki um það eitt hvað sveitamenn eiga bágt að búa ekki í Reykjavík heldur, og ekki síður, um nauðsyn þess að fjölga fólki þar sem fátt er og fækka fólki þar sem margt er. Fyrir nokkrum árum var byggðastefnan óþörf afþví þá voru allst^ðar svo fáir á íslandi. Nú býr rúmlega helmingur landsmanna — kannske nærri tveir þriðju — á suðvesturhorn- inu, svo með nokkrum rökum er hægt að halda því fram að þar séu fleiri en annarstaðar á landinu. Sem auðvitað er ekki nærri nógu gott afþví það er öfug byggðastefna. Meginástæðan fyrir því að svona margir eru á suðvesturhorninu er af sumum talin sú að svona margir vilja heldur vera á suðvestur- horninu helduren á öðrum hornum landsins, en byggðastefnunni er ætlað það hlutverk að fá fólk til að hætta að vilja vera á suðvestur- horninu og „Byggðastofnun" á að sjá um fram- kvæmd þess máls. Byggðastofnun fær mikla peninga hjá ís- lensku þjóðinni til að borga mönnum fyrir að fara ekki á suðvesturhornið þó þá blóðlangi þangað. Þetta er kallað „að stemma stigu við fólks- flóttanum til Reykjavíkur". Stundum er mér nær að halda að megin- stefnan sé að flytja dreifbýlið í þéttbýlið og þéttbýlið í dreifbýlið. Varla er til sú hundaþúfa á landinu að yfir- völd hafi ekki verið grátbeðin um að þar yrði settur upp herflugvöllur til að koma á jafnvægi í byggð landsins. Ériðsæl og vinaleg byggðarlög byggja fram- tíðardrauminn um lífshamingjuna á því að þar komi álver og stálbræðsla, olíuhreinsunarstöð, varaherflugvöllur, sorpböggunarstöð, göt í gegnum fjöllin og helst herstöð. Þær fréttir berast frá Seyðisfirði, sem er eitt friðsælasta, fallegasta og vinalegasta sjávar- þorp í víðri veröld, að lífshamingja fólksins þar byggist á því að þar komi álver og helst olíu- hreinsunarstöð líka. Ef álver verður reist á suðvesturhorninu skilst manni að allt Austurland leggist í eyði. Sama er að segja um Eyjafjörð, eitt fegursta og búsældarlegasta hérað á jörðinni. Þar segja menn að blasi við landauðn ef álver ekki verður reist á nokkrum mestu vildisjörðum þessa blómlega byggðarlags. Og gott ef Vestfirðirnir fara ekki líka í eyði ef álverið verður reist á Reykjanesskaganum. En engum hefur dottið í hug að benda á þá staðreynd að ef álver verður reist í Eyjafirði, þá verður það ekki byggt á Seyðisfirði, og sömu- leiðis verður álver ekki byggt í Eyjafirði ef það rís á Seyðisfirði, svo annað þessara byggðar- laga er dæmt til að fara í eyði og kannske Vest- firðirnir og Vatnsleysuströndin líka. Sjálfur á ég enga ósk heitari en að þurfa ekki að eiga heima þar sem er álver, olíuhreinsunar- stöð eða flugvöllur og þessvegna hefði ég haldið að ráðið til að fækka fólki í Reykjavík, og stuðla að fólksflótta útá land, væri að setja ol- íuhreinsunarstöð útí Örfirisey, álver inní sund- in, hafaflugvöllinn þarsem hanner, opna Aust- urstrætið fyrir bílaumferð og hafa miðbæinn áfram eitt allsherjar „hallærisplan", fullan af sorpi og subbulegum hjöllum, og nota síðan strætisvagnana til að svala athafnaþrá fram- takssamra ungra manna með smalablóð í æðum. Nýrrar kynslóðar afkomenda íslenskra fjár- bænda sem af eðlisávísun stuggar við öllu sem lífsanda dregur. Hér er semsagt lausn á byggðavandanum. Aðferð til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Setjið alla stóriðju og það sem henni fylgir á suðvesturhornið og einsog hendi væri veifað verður byggðaþróuninni snúið við. Allir flytja uppí sveit. NÝ/R BÍLAR Á HAGSTÆÐU VERÐI HRINGDU OG VIÐ KOMUM MEÐ BÍLINN TIL ÞÍN • Nissan Micra, Mazda 323, Toyota Cor- olla, Nissan Sunny, Lada 1500 Station • FJÓRHJÓLADRIFSBÍLAR: Subaru Sta- tion, Toyota Tercel, Lada Niva, Range BÍLALEIGAN Rover, Mitsubishi Pajero, Nissan Patrol, Toyota Landcruiser, Ford Econoline 1 5—12 SÆTA: Mitsubishi Pajero (5—7), Nissan Patrol (7), Toyota Hiace (11), Toyota Litace (8), Ford Econoline (12) k OEYSIR sími: 688888 Sudurlandsbraut 16, Reykjavík, gengid inn frá Vegmúla.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.