Pressan - 13.09.1990, Síða 9

Pressan - 13.09.1990, Síða 9
3 OSP r Y'Cií Pf -.1 ir,f.hi .trnrr.iO Fimmtudagur 13. sept. 1990 KVÓTAKERFIÐ HEFUR SKAPAÐ 44 MILLJARÐA KRÓNA „NÝJA" EIGN: Kvótahœsta skip landsins er Guðbjörg, skip Hrannar hf. á Isafiröi, þar sem aðaleigandi er Ásgeir Guðbjartsson — Geiri á Guggunni. Kvótahœstu fyrirtœkin eru Grandi og Út- gerðarfélag Akureyringa, sem til samans eiga tíunda hvern þorsk í sjónum — fyrir tilstilli kvótakerfisins. Kvótahæsta skip landsins er Guðbjörg frá Isafirði og um leið telst aðaleigandi skipsins og útgerðarfélagsins Hrannar hf., Asgeir Guðbjartsson — gjarnan kall- aður Geiri á Guggunni, kvótakóngur ís- lands. Kvóti skipsins er skráður 4.421 tonn „þorskígilda“. Miðað við gangverð á varanlegum kvóta um þessar mundir, 120 krónur kílóið, er verðgildi kvóta Ásgeirs og sameigenda um 510 milljónir króna. EFTIR FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON MYNDIR EINAR ÓLASON, BÆJARINS BESTAO.FL. 20 KVÓTAHÆSTU ÚTGERÐARAÐILARNIR fyrirtæki, fjöldi skipa, tonn þorskígilda, virði (millj. kr.) 1. Grandi, Reykjavík 8 skip 17.184 t. 2.060 2. Útgerðarfélag Akureyringa 8 skip 16.101 t. 1.930 3. Samherji, Akureyri 5 skip 8.577 t. 1.030 4. Síldarvinnslan, Neskaupstað 5 skip 6.867 t. 825 5. Samtog hf., Vestmannaeyjum 3 skip 6.769 t. 810 6. Skagstrendingur, Skagaströnd 4 skip 6.622 t. 795 7. Ogurvík, Reykjavík 3 skip 6.424 t. 770 8. Útgf. Skagfirðinga, Sauðárkróki... 3 skip 5.681 t. 680 9. Einar Guðfinnsson o.fl. Bolungarv.. 4 skip 5.554 t. 665 10. Bergur/Huginn/Smáey, Vestmeyj... 6 skip 5.524 t. 665 11. Miðnes, Sandgerði 4 skip 5.366 t. 645 12. Haraldur Böðvarsson, Akranesi.... 3 skip 5.242 t. 630 13. Þormóður rammi, Siglufirði 3 skip 5.197 t. 625 14. Sæberg, Ólafsfirði 4 skip 4.594 t. 550 15. Hraðfrhús Fáskrúðsfjarðar 2 skip 4.589 t. 550 16. Fáfnir, Þingeyri 2 skip 4.464 t. 535 17. Þorbjörn, Grindavík 4 skip 4.4191. 530 18. Hrönn, Isafirði 1 skip 4.2411. 510 19. Sjólastöðin, Hafnarfirði 2 skip 4.046 t. 485 20. Krossvík, Akranesi 2 skip 3.9161. 470 ALLS............................... 76 skip 131.377 t. 15.765 Hlutfall........................... 12,04% 36,07% 36,07% Heild..............................631 skip 364.214 t. 43.710 ALLS............................... 76 skip 131.377 t. 15.765 Hlutfall........................... 12,04% 36,07% 36,07% Heild..............................631 skip 364.214 t. 43.710 Heimild: Sjávarútvegsráöuneytið. Skýringar: Um er að rpeða aflamark og miðað viö slœgðan fisk. „Þorskígildi'’er samanlagður botnfiskkvótiþannig að þorskur er með ígildið 1,0, ýsa 1,19, ufsi 0,56, karfi 0,53 og grálúöa 0,8. Við verðlagningu er gengið út frá upplýsingum frá LIÚ um að gangverö á varanlegum kvóta sé u.þ.b. 120 krónur kílóið. 20 KVÓTAHÆSTU SKIPIN skip, fyrirtæki, heimahöfn, tonn þorskígilda 1 Guðbjörg Hrönn hf. Isafirði 4.241 2. Örvar Skagstrendingur hf. Skagaströnd 3.957 3. Akureyrin Samherji hf. Akureyri 3.245 4. Páll Pálsson Miðfell hf. Hnífsdal 3.141 5. Sturlaugur Böðvarss. H. Böðvarss. hf. Akranesi 3.061 6. Kaldbakur Útgf. Akureyringa Akureyri 3.054 7. Dagrún Baldur hf. Bolungarvík 2.773 8. Breki Samtog hf. Vestmeyjum 2.773 9. Gullver Gullberg hf. Seyðisfirði 2.658 10. Júlíus Geirmundsson Gunnvör hf. ísafirði 2.630 11. Harðbakur Útgf. Akureyringa Akureyri 2.610 12. Viðey Grandi hf. Reykjavík 2.601 13. Snorri Sturluson Grandi hf. Reykjavik 2.601 14. Bessi Álftfirðingur hf. Súðavík 2.577 15. Svalbakur Útgf. Akureyringa Akureyri 2.555 16. Ottó N. Þorláksson Grandi hf. Reykjavík 2.548 17. Gyllir Útgf. Flateyrar Flateyri 2.546 18. Bjartur Síldarvinnslan hf. Neskaupstað 2.493 19. Sigurbjörg Magnús Gamal. hf. Ólafsfirði 2.458 20. Sléttanes Fáfnir hf. Þingeyri 2.467 Alls 20 skip af 631 (3,17%) - ails 56.999 tonn eða 15,65% Hæstu 100 skipin (15,85%) eru með 209.918 ton eða 57,65% Heimild: Sjávarútvegsráðuneytið. Heildarþorskigildi 364.214 tonn. Þar af þorskur 199.408 tonn, ýsa 50.986 tonn, ufsi 70.705 tonn, karfi 79.832 tonn og grálúða 27.782 tonn. Sjá margföldunarstuöul neðanmáls í hinni töflunni. Varanlegur og tímabund- inn kvóti er með tilkomu laga um stjórnun fiskveiða orðinn að verðmætri verslunarvöru, sem færir eigendum vörunn- ar mikil verðmæti, eign sem áður var ekki til sem slík. Magn ,,þorskígilda“ sem út- hlutað hefur verið í ár, þ.e. þorskur og annar botnfisk- afli, er 364.214 tonn. Miðað við 120 krónur fyrir kílóið er heildarverðmæti ails kvótans 43,7 milljarðar króna. Flytur Geiri suður og lifir á vöxtunum? Kvótakerfið hefur fært ein- staklingum og fyrirtækjum landsins sem stunda útgerð þessi verðmæti til ráðstöfun- ar. Þannig gætu Geiri á Guggunni og sameigendur hans selt kvóta sinn fyrir rúmar 500 milljónir króna og ávaxtað andvirðið. Miðað við 10% raunvexti gætu Geiri og aðstandendur Hrannar hf. á Isafirði þá lifað góðu lífi á 50 milljónum króna á ári og haldið höfuðstólnum óskert- um. Að vísu myndi það bitna ansi hartá atvinnulífinu á Isa- firði, en Geiri og fólkið hans ættu náðuga daga — t.d. fyrir sunnan! Kvótahæstu bæjarfélög landsins eru Vestmannaeyjar (38.191 tonn þorskígilda), Reykjavík (30.967), Akureyri (28.407), Grindavík (16.761), Isafjörður/Hnífsdalur (16. 188), Hafnarfjörður (14.695) og Þorlákshöfn (12.563). Það eru hins vegar geysi- 1. Súðavík 14,02 t. 2. Þingeyri 11,62 t. 3. Tálknafjörður 11,16 t. 4. Bíldudalur 10,96 t. 5. Þorlákshöfn 10,57 t. 6. Skagaströnd 10,26 t. 7. Breiðdalsvík 9,80 t. 8. Grenivík 9,55 t. 9. Hrísey 9,17 t. 10. Vestmannaeyjar 7,96 t. Upplýsingarnar um kvót- ann og skiptingu hans á skip og rekstraraðila fékk PRESS- AN hjá sjávarútvegsráðu- neytinu. Um er að ræða skiptingu alls kvóta botnfisks á rekstraraðila og einstök skip, með öðrum orðum þorsks, ýsu, ufsa, karfa og grálúðu. Hver tegund hefur sitt vægi, en til samans mynda þær svokallað þorsk- ígildi. Hafa ber í huga að mörg félaganna og skipanna eru að auki með sérveiði- heimildir sem ná til annarra tegunda. Grandi og Útgerðarfélag Akureyringa kljást um titilinn Það fyrirtæki landsins sem hefur mestan kvóta á bak við sig er hins vegar Grandi hf. í Reykjavík, átta skip fyrir- tækisins eru með 17.184 tonn þorskígilda, sem samkvæmt gangverðinu samsvarar ríf- lega 2.000 milljónum króna. Grandi komst reyndar mjög nýlega í efsta sætið með því að ganga í eina sæng með Hraðfrystistöðinni í Reykjavík hf. og fá þaðan 4.239 tonna kvóta. Um leið lega mismunandi mörg tonn „þorskígilda” á bak við hvern íbúa í bæjarfélögunum. Eftir- farandi listi sýnir „ríkustu” bæjarfélögin, þ.e. þorskígildi á mann og verðgildi á hvern íbúa miðað við 120 krónur fyrir kílóið af varanlegum kvóta. 1.682.400 kr. 1.394.400 kr. 1.339.200 kr. 1.315.200 kr. 1.268.400 kr. 1.231.200 kr. 1.176.000 kr. 1.146.000 kr. 1.100.400 kr. 955.200 kr. lenti í öðru sæti Útgerðarfé- lag Akureyringa hf„ hvers átta skip eru með 16.101 tonns kvóta, sem samsvarar 1.930 milljónum króna. Aðaleigendur Granda eru nú Hvalur hf. (u.þ.b. 35%), Hraðfrystistöðin / Agúst Einarsson (u.þ.b. 17%), Hampiðjan hf. (u.þ.b. 14,5%), Ingvar Vilhjáhns- son sf. (u.þ.b. 9%) og Sjó- vá-Almennar hf. (u.þ.b. 6%). Aðaleigendur Útgerðarfé- lags Akureyringa eru Akur- eyrarbær (66%), Kaupfélag Eyfirðinga (9%), Slippstöð- in á Akureyri (7%) og Hampiðjan hf. í Reykjavík (5,5%). Þetta er með öðrum orðum fyrirtæki bæjarbúa og tilnefnir bæjarstjórnin í öll fimm stjórnarsætin. Ásgeir Guðbjartsson, aðal- eigandi Hrannar hf., hvers skip, Guðbjörg, er kvóta- hæsta skip landsins. Ás- geir og sameigendur gætu selt kvótann fyrir hálfan milljarð og lifað á 50 millj- ónum króna á ári — 10% ársávöxtun — með óskert- an höfuðstól. „Hættur að hugsa um þetta leiðindamál“ Kvótakóngurinn, Ásgeir Guðbjartsson frá ísafirði, var ekki ýkja hrifinn af titlin- um þegar PRESSAN átti tal við hann. „Eg verð satt að segja leið- ur í skapinu þegar talað er um þennan kvóta. Ég hef spil- að á þetta, keypti talsvert magn fram að síðustu ára- mótum, en er nú hættur að hugsa um þetta leiðindamál. Ég fæ ekki að sigla með karfa, kann sjálfsagt ekki á kerfið — kann ekki að svindla! Ég sakna skrapdag- anna, þegar dagarnir réðu magninu. Það væri ekkert mál fyrir okkur að ná 8—9 þúsund tonnum á land. Mað- ur verður víst að halda að kvótakerfið sé óhjákvæmi- legt, en það hefur farið ákaf- lega illa með Vestfirðinga, sérstaklega í grálúðunni." Ásgeir bætti við, að senni- lega væru upplýsingarnar úr ráðuneytinu þegar orðnar úr- eltar, því menn væru að kaupa kvóta í gríð og erg, t.d. auglýsir Skagstrendingur hf. nú grimmt eftir varanleg- um kvóta. Skagstrendingur og Samherji ógna Geira Það er einmitt Örvar, skip Skagstrendings, sem er ann- að hæsta skipið á listanum, með 3.957 tonn þorskígilda. Fyrirtækið er samtals með fjögur skip og lendir um leið í sjötta sæti listans yfir kvóta- hæstu fyrirtæki landsins, með alls 6.622 tonn. Það sam- svarar tæplega 800 milljón- um króna. Aðaleigendur Skagstrendings eru Höfða- hreppur (37%), Hólanes hf. (13%), Sveinn Ingólfsson, framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins (6,5%), og hlutabréfa- sjóðurinn (2,5%). I næstu sætum yfir kvóta- hæstu einstöku skipin koma Akureyrin hjá Samherja á Akureyri (eigendur bræðurn- ir Þorsteinn og Kristján Vil- helmssynir og frændi þeirra Þorsteinn Baldvinsson), Páll Pálsson hjá Miðfelli hf. á ísafirði (eigendur meðal ann- arra Jóakim Hjartarson og Jóakim Pálsson) og Stur- laugur H. Böðvarsson hjá Haraldi Böðvarssyni hf. á Akranesi. Grandi og Útgerðarfélag Akureyringa eru sem fyrr segir kvótahæstu fyrirtæki landsins. Þessi tvö fyrirtæki eru með til samans nær 10% af öllum kvótanum. Ef litið er á einstaka eigendur þessara fyrirtækja má t.d. segja að Ágúst Einarsson og fjöl- skylda, aðaleigendur hrað- frystistöðvarinnar, eigi per- sónulega um 350 milljóna króna virði af kvóta. Oft sömu menn á bak við mörg fyrirtæki I næsta sæti yfir kvóta- hæstu útgerðarfélögin kem- ur Samherji hf. á Akureyri. Aðaleigendur fyrirtækisins eru fyrrnefndir bræður og frændi, Þorsteinn og Krist- ján Vilhelmssynir og Þor- steinn Baldvinsson. Miðað við títtnefnt gangverð á var- anlegum kvóta telst kvóta- eign þessara frænda vera 1.030 milljónir króna eða ríf- lega 340 milljónir króna „á mann". í næstu sætum koma Síld- arvinnslan hf. í Neskaup- stað, sem að mestu er í eigu bæjarfélagsins, með 6.867 tonn (825 milljónir), Samtog hf. í Vestmannaeyjum (stjórnarformaður Guð- mundur Karlsson) með 6.769 tonn (810 milljónir), Skagstrendingur á Skaga- strönd, sem fyrr var minnst á, Ögurvík hf. í Reykjavík (stjórnarformaður Björn Þórhallsson, fv. varaforseti Alþýðusambandsins) með 6.424 tonn (770 milljónir) og Útgerðarfélag Skagfirð- inga á Sauðárkróki, með 5.681 tonn (680 milljónir). Þess ber að gæta, að víða eru tvö eða fleiri fyrirtæki í eigu sömu aðilanna, sérstak- lega á stöðum eins og í Vest- mannaeyjum, á ísafirði og í Bolungarvík. í áttunda sæti listans yfir fyrirtæki koma saman þrjú fyrirtæki afkom- enda Einars Guðfinnsson- ar á Bolungarvík, Einar Guðfinnsson hf„ Baldur hf. og Völusteinn hf„ til samans með 5.554 tonn eða sem svarar um 665 milljón- um króna. Strax á eftir koma í einn hatt fjögur fyrirtæki í Vestmannaeyjum, Bergur hf„ Huginn hf„ Berg- ur-Huginn sf. og Smáey hf„ með samtals 5.524 tonn eða sem svarar um 665 milljón- um króna. Til samanburðar má síðan nefna að á bak við hvern Reykvík- ing eru „aðeins” 0,32 tonn (320 kíló), eða um 38.400 krónur. Til að finna út verðgildið á bak við hverja fjölskyldu er ágætt að miða við vísitölufjölskylduna og margfalda ofangreindar tölur með 3,8. HVERSU MARGIR ÞORSKAR Á MANN?

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.