Pressan - 13.09.1990, Page 23

Pressan - 13.09.1990, Page 23
Fi rri mtucfcTgifr H S. "é'é'pí' L1S9CT1 * 23 ' „Ef þú ekur um landið og gaumgæfir bændabýlin þá sést að á síðustu árum hefur allt viðhald við íbúðarhús og aðrar bygging- ar dregist saman. Ytra viðhald á húsum er látið bíða og sumstaðar kemur þetta einnig niður á aðbúnaði í gripahúsum og víðar. Menn þora ekki að leggja í nauðsynlegan kostnað til þess að halda í horfinu. Bændur eru beinlinis að bíða til þess að sjá hvað eigi að gera við þá. Það er skiljanlegt að þeir leggi ekki í kostnað á búi sem hvenær sem er getur verið lagt niður. Þetta er auðvitað óvið- unandi ástand.“ EB og Gamli sáttmáli Hvernig líst þér á aðiögun eða inn- göngu í Ervópubandalagið? „Flestir bændur eru hræddir við að þetta geti orðið erfitt mál fyrir bændur. Einn og einn heldur þó að innganga í EB geti jafnvel verið til bóta fyrir bændur. Sjálfum dettur mér helst í hug Gamli sáttmáli frá 1262. Þó að við náum samningum sem líta vel út í upphafi er ég hræddur við þetta. Sagan frá gamalli tíð gæti endurtekiðsig. Þó allt líti vel út í fyrstu er hættan alltaf sú að hið erlenda vald kreppi krumluna utan um okkur smátt og smátt. Við verðum ekkert annað en lítið hérað ef við erum komin inn í EB. Annars held ég að vandamál varðandi EB hafi ekki verið mikið rædd meðal bænda ennþá. Önnur vandamál og nærtækari hafa verið mun meira áberandi hingað til.“ Bændurnir hafa ræktað landið Hvað um ofbeitina, eiga gróðurvernd- arsjónarmið ekki rétt á sér? „I þeirri umræðu hafa líka verið miklar öfgar. Það er fráleitt að kenna sauðkindinni um allan uppblástur og gróðureyðingu í landinu. Það er eins og fólk gleymi í hvernig landi við búum, við eldgos og veðurhörku. Annað sem aldrei er nefnt er hrossin. En hvergi sér maður meira gengið á gróðurinn en í hestagirðingum þar sem sportmenn úr þéttbýli geyma hesta sína. Vissulega eru ennþá til svæði þar sem þarf að draga meira úr sauðfjárbeit, en ofbeit er vandamál sem nær alls staðar hefur dregið mikið úr og er víða úr sögunni. Vetrarbeitin, sem var það sem fór verst með landið, er lið- in tíð og þekkist varla lengur. Annað sem aldrei er nefnt er hvernig bændur hafa unnið gegn gróðureyðingu með því að rækta landið; þegar á heildina er litið hafa bændur bætt gróður landsins mjög mikið. Þegar áróðursmenn vitna til Horn- stranda og dásama gróðursældina á svæði sem er farið í eyði byggist sá áróður á heim- sóknum þeirra yfir hásumartímann í júlí eða ágúst. Þessir „umhverfissinnar" lofa hástöf- um hvannastóðið þar sem áður voru tún, en vita víst ekki að hvönnin vitnar síður. en svo um gróðursæld. Það myndu menn sjá, ef þeir færu á Hornstrandir á öðrum tímum en yfir hásumarið, að þegar upp er staðið er ekki gróðursælla þar en annars staðar; þegar hvönnin fellur er jörðin svört." Staðan er ekki vonlaus Áttu nokkur orð um framtíðina? „Spádómar þeirra svartsýnu, sem halda að landsbyggðin muni að mestu líða undir lok á fáum árum, eiga ekki eftir að rætast. Sjálfur hefði ég viljað sjá byggðina haldast í öllum aðalatriðum. Staða sauðfjárbænda er ekki vonlaus og ég sleppi ekki voninni um að útflutningur geti orðið framtíðin," segir Gunnar Sæmundsson, bóndi í Hrútatungu í. Staðarhreppi. byggðina" GUNNAR SÆMUNDSSON BÓNDI í HRÚTATUNGU

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.