Pressan - 13.09.1990, Qupperneq 27
rvfvr* ► +,- rr«: n
Fimmtudagur 13. sept. 1990
ac
27
BRUNAVORÐURIKAUFORNIU:
Einsfakt að kynnast
ísiensku fjölskySdulífí
unni á íslandi og horfði á öldurnar skella á
klettunum fannst mér ég vera kominn til Ha-
waii. Það eru líka margir staðir sem eru mjög
líkir. Fólkið er einnig mjög svipað. — Ég
dvaldi á Islandi í tólf daga í þessari fyrstu ferð
en við höfðum enga viðdvöl í Reykjavík. Við
héldum beint áfram til Vestmannaeyja," seg-
ir hann á góðri íslensku.
Tveimur árum síðar ákvað hann að þiggja
boð foreldra Einars vinar síns um að koma til
íslands til lengri dvalar: ,,Ég get ekki sagt að
ég hafi hrifist svo af landinu að ég hafi orðið
að koma aftur,“ segir hann brosandi. „Það
var fremur það að ég vildi prófa eitthvað
nýtt. Pabbi Einars hafði sagt mér að hann
myndi geta útvegað mér vinnu. Hann stóð
við það og hafði talað við Hörð Adolfsson,
eiganda Skútans. Það var mjög skemmtilegt
að lenda í Vestmannaeyjum," segir hann
brosandi. „Þegar foreldrar Einars höfðu
heilsað mér og við vorum á leið út úr flug-
stöðinni gekk Hörður að mér og heilsaði
mér. Ég hafði hitt hann augnablik í fyrri ferð-
inni en þekkti hann ekkert. Ég hélt að hann
væri þarna að sækja matarbirgðir eða annað
fyrir veitingahúsið, en hann var þá viðstadd-
ur í þeim tilgangi að heilsa mér og tryggja að
ég kæmi að vinna hjá sér! Hann var mér sér-
lega góður og ég er feginn að ég fór að vinna
hjá honum. Eg fór að vinna í Skútanum sem
þjónn og eftir fyrstu vikuna kunni ég nú ekki
mjög mikið í íslensku. Þá bað t.d. maður mig
um reikning en ég hélt að hann væri að
spyrja hvort rigndi, en það orð hafði ég heyrt
daginn áður í úrhellisrigningu. Ég hljóp út að
glugga, opnaði hann og hallaði mér út til að
gá hvort rigndi. Ég gleymi aldrei svipnum á
gestinum! — Það var svolítið hallærislegt að
þurfa sífellt að útskýra fyrir viðskiptavinun-
um að ég kynni ekkert í íslensku. Þjónn á ís-
lensku veitingahúsi sem ekki skilur gest-
ina ...!“
Hann segir þó að allir hafi sýnt sér fyllsta
skilning og talað við sig ensku: „Þeir sem
voru feimnir við að tala ensku þögðu bara
þangað til ég kom með íslending til þeirra!“
Til starfa með
löndunargenginu
Hann rifjar upp siglingar í kringum eyjarn-
ar, útreiðartúra og lundaveiðar: „Hörður var
mjög almennilegur við mig og sýndi mér allt
sem hægt var að sjá. Ég hjálpaði honum að
búa til matseðil á ensku og þetta var
skemmtilegur tími. Launin hjá þjónum eru
mjög Iiá hérna, en aftur mjög lág á íslandi.
Þetta starf mitt gerði það að verkum að ég
missti af ýmsum stórum hátíðum eins og sjó-
mannadeginum og þjóðhátíð, því það voru
þeir dagar sem mest var að gera á veitinga-
staðnum. Ég fór á böll um hverja helgi og
kynntist þannig fjölda manns. Einn þeirra
sem ég kynntist starfaði hjá Samfrosti og
þangað vantaði fólk í vinnu. Mér fannst
freistandi að prófa eitthvað nýtt, því það var
í rauninni ekkert ólíkt að vera þjónn í Vest-
mannaeyjum eða í Kaliforníu."
Hann segir á íslensku: „Ég var í löndunar-
genginu. Fyrirtækið átti sjö togara og við
unnum við að afferma þá. Vinnudagurinn
var ekki mjög langur — nema þegar þeir
komu inn með 200 tonn af fiski! Það var eitt
af því áhugaverðasta sem ég vann við á ís-
landi."
Hann bjó hjá foreldrum Einars vinar síns,
Elsu Einarsdóttur og Sigurði Guðmunds-
syni, og kynntist þvj systkinum Einars, Jón-
ínu, Elísabetu og Arna, sem keppti í sundi
fyrir íslands hönd á Ólympíuleikunum í Los
Angeles 1984. Hann segir að þótt á því heim-
ili hafi allir viljað allt fyrir sig gera hafi sér
fundist nauðsynlegt að búa út af fyrir sig:
„Ég leigði íbúð af strák sem ég hafði kynnst
hjá Samfrosti. Það var líka ný reynsla. Hér
eru íbúðir ýmist leigðar með húsgögnum
eða án — en það er alltaf ísskápur og eldavél
í öllum íbúðunum! Þegar ég leit inn í galtóma
íbúðina hélt ég að þetta væri bara tímabund-
ið og sá sem leigði mér myndi mæta með öll
rafmagnstækin. Annað sem kom mér á óvart
var að þurfa að greiða ársleigu fyrirfram. Ég
bjó þó ekki í þeirri íbúð nema í um tvo mán-
uði því eigandinn þurfti að fá íbúðina sína
aftur. Ég hafði tekið allt í gegn, rifið af vegg-
fóður og málað . . . En hann endurgreiddi
mér þó!“
Mikils virði að kynnast
íslensku heimilislífi
Á þessum tíma hafði Ian eignast íslenska
kærustu, Rakel Óskarsdóttur, og segist
hafa eytt mestum hluta sólarhringsins á
heimili hennar: „Mér var alltaf boðið þangað
í mat og svaf þar meira og minna. Foreldrum
hennar, Ingu Andersen og Óskari Þórar-
inssyni, fannst fáránlegt að ég væri að
borga húsaleigu fyrir íbúð sem ég var sjaldan
í og þau buðu mér að flytja til sín. Þar bjó ég
í átta mánuði, eða þar til árið mitt á íslandi
var á enda. Það, að kynnast íslensku fjöl-
skyldulífi, fannst mér eitt það mikilvægasta
við þessa dvöl mína á íslandi. Á heimilinu
bjuggu einnig systkini Rakelar og hálfsystk-
ini, þau Sindri Óskarsson, sem er mjög
góður golfleikari, Kristín Kjartansdóttir
og Knútur Kjartansson. Þröstur, bróðir
Rakelar, bjó hins vegar á Akureyri á þessum
tíma þar sem hann starfaði með handbolta-
liði. Þarna kynntist ég því óvenjulega fjöl-
skyldumynstri að heimilisfaðirinn væri fjar-
verandi fimm daga vikunnar og móðirin sæi
um allt. Svona þekktist ekki hér í Bandaríkj-
unum eða á Hawaii. Sjómenn í Monterey eða
Hawaii eru sjaldan lengur í burtu en einn
dag. En mér fannst ágætt að búa í bæ þar
sem konur voru í meirihluta alla vikuna!"
segir hann hlæjandi.
íslendingar hafa ekki
glatað hefðunum
Annað sem hann nefnir að sér hafi þótt
gaman að kynnast er hversu fast Islendingar
halda í hefðir: „Næstum allir undirbúa og
halda jól og páska á sama hátt,“ segir hann.
„Hér í Bandaríkjunum sér maður hluta af
alls konar siðum. Það hafði mikil áhrif á mig
að kynnast þessum hefðum íslendinga. Það
sama gildir um fjölskyldutengslin. Ég hugsa
að það hafi tíðkast hér í Bandaríkjunum fyrir
einhverjum tugum ára að fjölskyldur söfnuð-
ust saman á stórhátíðum eins og þið gerið, en
það hefur breyst. Evrópubúar, og þá kannski
sérstaklega Islendingar, virðast ekki hafa
glatað þessum siðum og þeir eru einstæðir,
þótt ykkur finnist þeir sennilega mjög sjálf-
sagðir þar sem þið þekkið ekki annað."
Hann segist hafa eignast góða vini í Vest-
mannaeyjum, auk Harðar Adolfssonar og
Ingva Rafnssonar, sem starfaði með honum
í Skútanum: „Aðrir tveir bestu vinir mínir
voru Eysteinn Ómarsson og Kári Vigfús-
son, sem unnu sem matreiðsjumeistarar í
Skútanum. Við höldum ennþá sambandi og
Eysteinn er að koma til mín í heimsókn hing-
að.“
Heimjirá er nokkuð sem lan þekkir ágæt-
lega: „Ég fékk heimjirá til Carmel, ekki Ha-
waii," segir hann. „Ég hafði búið hér frá '79
og fannst þetta vera heimili mitt. Þegar ég
fékk heimþrá á íslandi gerði ég eitt af
þrennu: hringdi í einhvern, skrifaði bréf eða
las bækur. Ég las margar bækur Johns Stein-
beck á íslandi, en þær hafði ég aldrei lesið
fyrr.“
Þegar árið var á enda flutti Ian aftur til Car-
mel með kærustu sína og þau gengu þar í
hjónaband. „Rakel fékk vinnu í fataverslun
hér í Carmel en ég gerðist aftur þjónn. Við
skildum tveimur árum síðar og Rakel býr
núna í Palo Alto, þar sem Stanford-háskól-
inn er. Hún vinnur fyrir Macy’s þar sem hún
er yfirmaður kvenfatadeildar og stendur sig
mjög vel. Já, við höfum alltaf samband," seg-
ir hann aðspurður.
Mývatn er fallegt í
sjónvarpinu . ..
Ian réð sig til starfa hjá brunaliðinu í Car-
mel fyrir tveimur árum. „Ég byrjaði í hluta-
starfi en fann fljótt að ég hafði mikinn áhuga
á þessu. Ég settist því á skólabekk og lærði
um starf brunavarða, tók gráðu í faginu og er
ánægður í þessu starfi."
Hann segist alveg ákveðinn í að heim-
sækja ísland á næsta ári:
„Mér leið mjög vel í Vestmannaeyjum,"
segir hann. „Ég vildi óska þess að ég gæti
heimsótt eyjarnar árlega. Mig langar líka að
sjá aðra staði á íslandi og á næsta ári fæ ég
38 daga sumarfrí og stefni þá að því að fara
til íslands. Flestir skipta sumarfríinu sínu eitt-
hvað niður, en mér veitir ekki af þessu langa
fríi til að gera það sem ég vil á Islandi. Ég
ætla að ferðast um landið. Mig langar mikið
að sjá Mývatn — það virðist svo fallegt í sjón-
varpinu —, mig langar að heimsækja Akur-
eyri og ísafjörð. Síðan langar míg í ferð um
hálendið og svo er ég ákveðinn í að vera á
þjóðhátíð í Eyjuni."
Einn annan stað nefnir harin, Jökulsár-
lón, og vitnar þar í James Bond-myndina.
Þegar ég segi honiím að ég hafi leikið þar
hlutverk í sjónvarpsþáttum í fyrra en verið
klippt út af Þjóðverjum segist hann þekkja
þá tilfinningu: „Ég fékk aukahlutverk í Turn-
er & Hootch með Tom Hanks í aðalhlut-
verki. Ég var þó ekki klipptur alveg út, held-
ur bara frá hálsi!!!! Hér eru oft teknar myndir
og fyrirtæki hér í bænum sér oft um tökur.
Þeir fá þá gjarnan íbúa í aukahlutverk, en
reynsla mín af því virðist ekki vera ábending
til mín um að snúa mér að leiklist!"
Við ströndina í Carmel. Þar hefur lan búið í nokkur ár en hann er uppalinn á Hawaii.