Pressan - 13.09.1990, Síða 32

Pressan - 13.09.1990, Síða 32
 Iðalfundur Heimdallar, fé- lags ungra sjálfstæðismanna, var haldinn í gærkveldi. I síðustu viku var í gangi mikil smölun fyrir fund- inn bæði af hálfu stuðningsmanna formannsins, Birgis Armannsson- ar, og andstæðinga hans, sem hugð- ust tefla fram Lárusi Blöndal. Eftir helgina var hins vegar hætt við öll átök og saminn friður milli þessara stríðandi fylkinga. Málamiðlunin felst í því að Birgir verði áfram for- maður en Lárus fái sæti í stjórninni ásamt einhverjum fleirum úr hópi stuðningsmanna. Lárus mun reynd- ar hafa óskað eftir stól varafor- manns, en um það náðist ekki sam- komulag. Stuöningsmenn Birgis telja þetta vísbendingu um að and- stæðingum hans hafi ekki gengið smölunin nógu vel, en á stuðnings- mönnum Lárusar er hins vegar að skilja að ráðamönnum í flokknum liki ekki alls kostar að efna til stór- átaka í Heimdalli rétt fyrir kosning- ar. Svo mikið er víst að samkomu- lagið milli hinna stríðandi fylkinga var handsalað í viðurvist Þorsteins Pálssonar formanns og Davíðs Oddssonar varaformanns . . . ■ eyndar er það ekki Lárus Blöndal heldur Árni Sigfússon borgarfulltrúi sem er hinn óskoraði leiðtogi andstæðinga Birgis Ár- mannssonar i Heimdalli. Árni hef- ur verið orðaður við borgarstjóra- embættið þegar Davíð Oddsson fer alfarinn yfir í landsmálapólitík- ina. Davíð sjálfur er hins vegar sagð- ur vilja hafa hönd í bagga með vali eftirmanns síns og er ekki talinn sér- staklega hrifinn af Árna. Það virðist styðja þessa tilgátu að meðal ein- örðustu stuðningsmanna Birgis Ár- mannssonar í Heimdalli er Þor- steinn Davíðsson, sonur borgar- stjórans. Ef til vill bendir það í sömu átt að það er talið hafa komið einna harðast niður á Árna Sigfússyni að ekki skyldi viðhaft prófkjör þegar raðað var á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Flestir sem til þekkja virðast á þeirri skoðun að í prófkjöri hefði Árni lent mjög ofarlega . . . rmbætti Inspectors scolae í Menntaskólanum í Reykjavík þykir fylgja talsverð virðing. Nú gegnir þessu embætti Þorsteinn Davíðsson. Hann fetar þar í fótspor föður síns, Davíðs Oddssonar borgarstjóra, sem einmitt var in- spector fyrir réttum 20 árum . .. ■ Lögbirtingablaðinu sjáum við að nú er loksins lokið gjaldþrota- skiptum á búi Sjónvarpsbúðarinn- ar, sem einu sinni var til húsa í Lág- múlanum. Engar eignir fundust í bú- inu þannig að lánardrottnar fengu ekki krónu í sinn hlut. Skuldir voru samtals tæpar 50 milljónir króna. Aðaleigandi Sjónvarpsbúðarinnar á sinni tíð, Þóroddur Stefánsson, er hins vegar sagður aka um á ágætri bifreið af gerðinni Mercedes Benz.. . lu hefur kvisast að Edda Andrésdóttir fái það hlutverk á Stöð 2 að sjá um nýja tegund viðtals- þátta sem reyndar eru sniðnir eftir enskri fyrirmynd. Þar í landi nefnast þættirnir „Here is your life" og hafa notið feikimikilla vinsælda. Sömu sögu er að segja úr Svíþjóð þar sem þessi uppskrift hefur verið notuð um allmörg ár. Sá galli þykir hins vegar á gjöf Njarðar að erfitt kunni að reynast að koma viðmæl- endum á óvart í svo litlu samfélagi sem því íslenska. Að koma viðmæl- andanum í opna skjöldu er nefni- lega það sem allt byggist á. Hann fær ekki að vita um þáttinn fyrr en rétt áður en útsending hefst og þess eru dæmi að menn hafi verið boð- aðir í sjónvarp undir allt öðru yfir- skini. Stjórnandi þáttarins er hins vegar vel undirbúinn og þekkir ævi- sögu viðmælandans býsna vel. í þættinum eru svo leiddir fram á sjónarsviðið gamlir vinir og kunn- ingjar sem viðmælandinn hefur ekkí séð árum eða áratugum sam- an. Það verður vissulega spennandi að sjá hvernig Eddu tekst upp við gerð þátta af þessu tagi. . . ■ eykjavíkurborg mun ekki ætla að taka þátt í kaupstefnu sem hefst í Ungverjalandi í næstu viku. Ætlunin er að ísland og Finnland verði einkum í sviðsljósinu á kaup- stefnunni. í tilefni af fyrirhuguðu samstarfi íslendinga og Ungverja á sviði jarðvarma og hitaveitu var Hitaveitu Reykjavíkur boðið að vera með. Jóni Sigurðssyni iðnað- arráðherra og Davíð Oddssyni borgarstjóra var sérstaklega boðið til kaupstefnunnar. Af einhverjum ástæðum munu borgin og hitaveit- an ekki ætla að þiggja boðið. Sú ákvörðun mun komin frá Davíð sjálfum og fylgir sögunni að hann hafi hætt við þegar hann komst að raun um að iðnaðarráðherra væri einnig boðið . . . pinnamat ofan í 20 manns og okkur er sagt að reikningurinn hafi hljóð- að upp á 50 þúsund krónur . . . b 'ýflugnadrottningin danska, Lis Petersen, sem hér var á ferð í síðustu viku til að kynna íslending- um býflugnagel, er sögð fremur óhress með viðtökur íslenskra fjöl- miðla. Hún boðaði til blaðamanna- fundar og hugðist veita fjölmiðla- fólki pinnamat og hvítvín. Til að geta áætlað hversu mikill matur færi ofan í fólk við þetta tækifæri var hringt á alla fjölmiðla og frétta- stjórar spurðir hvort þeir hygðust senda mann. Svör voru í langflest- um tilvikum jákvæð. Þátttakan var hins vegar ekki í samræmi við svör- in, því auk blaðamanns PRESS- UNNAR mættu einungis blaða- menn frá íþróttablaðinu og Vik- unni. Þessu til viðbótar sendi svo Morgunblaðið ljósmyndara. Bý- flugnadrottningin sat því uppi með f I yrirhuguð uppreisn í Dags- brún miðar fyrst og fremst að því að steypa Guðmundi J. Guðmunds- syni sem formanni. Er nú talið að sú hallarbylting gæti líklegast tekist. Ef hin gamla forysta Dagsbrúnar hryn- ur er álitið mjög líklegt að bylgjurn- ar teygi sig inn í önnur launþega- samtök og gætu haft áhrif á stöðu Ásmundar Stefánssonar, forseta ASÍ, en einkum formennsku Magn- úsar L. Sveinssonar í VR. Magnús mun liggja undir því ámæli meðal félagsmanna sinna að hafa of lítinn tíma í félagsstörfin sakir anna í borgarstjórn og borgarráði...

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.