Pressan - 06.12.1990, Qupperneq 6
6
FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. DESEMBER
VERÐBREYTINGAR-
STUÐULL
FYRIRARIÐ 1990
Samkvœmt ákvœðum 26. gr. laga nr. 75 frá
14. september 1981 um tekjuskatt og eignarskatt
hefur ríkisskattstjóri reiknað verðbreytingarstuðul fyrir
árið 1990 og nemur hann 1,1916 miðað við 1,0000
áárinu 1989.
Reykjavík 30. nóvember 1990
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI
ví hefur verið haldið fram að
meðalaldur í landsliði íslands í knatt-
spyrnu sé orðinn fullhár. Sævar
Jónsson, knattspyrnumaður árs-
ins, segir í viðtali í bókinni íslensk
knattspyrna að hann muni ekki gefa
landsliðssætið eftir baráttulaust.
Hann segir einnig að ekki megi
yngja liðið upp bara tii að yngja
upp. . .
v
W innusama fyrirtækjaeigend-
ur í Hamraborg í Kópavogi rak í ro-
gastans einn sunnudag fyrir
skemmstu þegar þeir mættu til
vinnu sinnar. Við skrifstofuhúsið
voru hestburðir af heyi og höfðu
borist út á bílastæðin. Ekki tók betra
við þegar inn var komið því þar
voru heysátur í stigagöngum og
sögðust menn hafa þurft að ská-
skjóta sér inn. í ljós kom að þetta
voru leifar af skreytingum; ungir
sjálfstæðismenn höfðu sett þær upp
vegna dansleiks sem þeir höfðu
ÞÁ HLÓ ÞINGHEIMUR BÆNDUR Á HVUNNDAGSFÖTUM II
Sögurogvísurumstjórnmálamenn. I bókinni eru skopsögur,
vísur og gamanbragir um þingmenn, eftir þá og tengdir þeim
á ýmsa vegu. Þessi bók Árna Johnsen 1 umar á ýmsu af baksviði
stjórnmálanna, sem ætti aðgeta komið mörgum skemmtilega
á óvart. I bókinni eru á annað hundrað stórkostlegar
skopmyndireftirSigmund. Hérerá ferðinni bóksem erengri
annarri lík; skemmtiefni í máli og myndum sem mun vafalítið
kitla hláturtaugarnar hjá fólki á öllum aldri.
Verð: 2.880,- krónur.
Viðtalsbók Helga Bjarnasonar, blaðamanns.
Á síðasta ári kom út fyrsta bindi bókar með sama nafni. Hér
eru á ferðinni opinská viðtöl við fimm bændur, sem segja frá
lífshlaupi sínu, DÚskap, áhugamálum ogskoðunum. Þeir sem
segja fráeru: Einar E. Gíslason á Syðra-Skörðugili íSkagafirði,
Benedikt Hjaltason á Hrafnagili í Eyjafirði, Örn Einarsson í
Silfurtúni í Hrunamannahreppi, Björn H. Karlsson á
Smáhömrum í Steingrímsfirði og Guðmundur Lárusson í
Stekkum í Flóa. Bókin er fróðleiksnáma, prýdd fjölda mynda.
Verð: 2.880,- krónur.
GULLKORN DAGSINS
Bók sem hefur að geyma fleyg orð og erindi,
eitt fyrir hvern dag ársins. Þetta er forvitnileg
og skemmtileg bók til notkunar við ýmis
tækifæri. Vönauð vinagjöf. Ölafur Haukur
Árnason valdi efnið.
Verð: 1.980,- krónur.
ÁSTIN OG STJÖRNUMERKIN
Hverjir eru möguleikar þínir í ástamálum?
Hvernig finnurðu þinn eina rétta eða þína
einu réttu? Ur hvaða stjörnumerki ættirðu að
leita þér maka? Ástin og stjörnumerkin er bók
sem svarar þessum spurningum.
Verð: Innbundin 1.390,- krónur
Kilja 990,- krónur.
AFMÆLISDAGAR MEÐ STJÖRNUSPÁM
Ný íslensk bók eftir Amy Engilberts, sem er
vel þekkt fyrir spádómsgáfu sína og dulskyggn i.
í þessari bók eru reitir til þess að færa inn nöfn
vina og minna þannig á afmælisdaga þeirra.
Falleg og eiguleg bók.
Verð: 1.580,- krónur.
HORPUUTGAFAN
STEKKJARHOLTI 8- 10, 300 AKRANESI
SÍÐUMÚLA 29, 108 REYKJAVÍK
haldið kvöldið áður í húsakynnum
flokksins en hann hefur aðsetur
þarna í húsinu . . .
||
I M inir mörgu kröfuhafar í
þrotabú Skrifstofuvéla og Gísla J.
Johnsen ráku upp stór augu um dag-
inn þegar fréttist að fyrirtækið
Norskpata á íslandi hefði ráðið Er-
ling Ásgeirsson til sín og fengið
honum prókúru í hendur. Ekki ein-
asta eru fyrirtækin hvort í sínu
gjaldþrotinu, heldur einnig Erling
persónulega og þykir með ólíkind-
um hversu mikið traust Norsk Data
ber til þessa gjaldþrota einstakl-
ings.. .
l^Framsóknarmenn í Reykjavík
anda nú léttara eftir slag undanfar-
inna vikna en flestir gera ráð fyrir
að það sé bara logn-
ið á undan stormin-
um. Meðal þeirra
telja margir að Guð-
mundur G. Þórar-
insson bjóði fram
sér eða jafnvel í sam-
floti við Borgara-
flokkinn. Borgaraflokkurinn mun
efst á baugi núna meðal annars
vegna þess að Guðmundi hefur ekki
tekist að fá neina málsmetandi
framsóknarmenn með sér á list-
ann ...
Elinn skiptafundur hefur verið
haldinn vegna gjaldþrots Gísla-J.
Johnsen/Skrifstofuvéla. Tölur um
stærð gjaldþrotsins
eru nokkuð á reiki
og heildarupphæð
krafna eru nokkuð á
reiki því í raun er
um sex þrotabú að
ræða, Skrifstofuvéla
hf., Gísla J. Johnsen
sf., Erlings Ás-
geirssonar, eiginkonu hans,
Gunnars Ólafssonar og eiginkonu
hans. Kröfuliðir í annað fyrirtækið
eru um 200 og um 150 í hitt en
margir þeirra munu vera hinir
sömu. Meðal allra stærstu kröfuhafa
eru Landsbankinn, Sparisjóður
Kópavogs, IBM á Islandi, Olíufélag-
ið, erlendir umboðsaðilar og Ottó
Michelsen. Talið er að kröfurnar í
fyrirtækin tvö séu á bilinu 450 til
500 milljónir alls en að fá megi um
200 milljónir fyrir eignirnar og
gjaldþrotið því upp á 250 til 300
milljónir...
A
^^Wlþýðubandalagið hefur eign-
ast nýtt húsnæði en flokkurinn
keypti hús Búnaðarbankans í
Bankastræti á 22 milljónir króna;
helmingurinn mun hafa verið
greiddur út. Er flokkurinn þá ekki
lengur heimilislaus. Það sem vekur
athygli er að það var Sigfúsarsjóður-
inn sem keypti. Þessi sjóður, sem
stofnaður var um arf eftir Sigfús
Sigurhjartarson, er eignarhaldsfé-
lag Alþýðubandalagsins. Eru þau
orðin ófá húsin sem þessi ágæti
sjóður hefur keypt í endalausum til-
raunum til að koma þaki yfir flokk-
inn ...
Nagladekk
Ingi Ú. Magnússon gatnamála-
stjóri mótmælir því sem kom fram í
síðustu PRESSU að hann aki um
borgina með nagladekk undir
bifreið sinni.
Þar sem hið sanna liggur fyrir skal
Ingi hér með beðinn velvirðingar.
Ritstj.