Pressan - 06.12.1990, Blaðsíða 7

Pressan - 06.12.1990, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. DESEMBER 7 Úlfar Þormóðsson starfsmaður Gallerís Borgar hefur haldið því fram að tvœr myndir eftir Sigurð málara sem seldar voru á uppboði Gallerís Borgar á Hótel Sögu sl. fimmtudagskvöld hafi verið röntgen- og aldursgreindar hjá fyrirtœkinu Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn. Lise Buus, starfsmaður Bruun Rasmussen sem hafði með myndirnar að gera ytra, sagðist í samtali við PRESSUNA ekki kannast við neinar rannsóknir. Hins vegar sagðist hún hafa skoðað þœr. ,,Ég hlýt að hafa misskilið hana," segir Úlfar. Þetta er ekki eina dœmið um vafasamar myndir í sölu hjá Galleríi Borg. Auk myndanna eftirSigurð málara nefna heimildarmenn PRESSUNNAR dœmi um myndir eftir Kristínu Jónsdóttur, Kjarval og fleiri.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.