Pressan - 06.12.1990, Blaðsíða 8
8
FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. DESEMBER
Málverkin tvö eftir Sigurð Guömundsson málara, frá
árinu 1852, voru hvorki röntgen- né aldursgreind fyrir
uppbod á Hótel Sögu sl. fimmtudag, eins og Úlfar Þor-
móðsson starfsmadur Gallerís Borgar hélt fram í fjöl-
miðlum. Úlfar vísadi til þess að rannsóknir á myndunum
hefðu farið fram hjá fyrirtœkinu Bruun Rasmussen í
Kaupmannahöfn. Lise Buus, starfsmaður fyrirtœkisins
sem hafði með myndirnar að gera, segist einungis hafa
skoðað myndirnar.
Viðmœlendur PRESSUNNAR draga fæstir í efa að
myndirnar séu eftir Sigurð, en telja þœr hins vegar ófull-
gerðar, það er skissur. Mynd eftir Kristínu Jónsdóttur,
sem seld var á uppboði hjá Galleríi Borg í fyrra, þykir
einnig vafasöm. Samkvœmt skrá gallerísins var tilgreint
„óljós merking” í sýningarskrá fyrir uppboðið, en á upp-
boði hjá Nellemann og Thomsen í Arósum nokkrum
mánuðum áður var hins vegar tekið fram um sömu
mynd að hún vœri „ekki merkt”.
Mynd Kristínar Jónsdóttur Á göröum. Hún var „ekki merkt" i Árósum. en
„merking óljós" í Galleríi Borg.
YFIRLÝSINGAR FYRIR
UPPBOÐIÐ
Það er sjaldan sem myndir eftir
Sigurð Guðmundsson málara koma
á uppboð hér á landi og því vakti
sérstaka athygli að tvær myndir Sig-
urðar skyldu nú berast. Ekki dró úr
að Úlfar lýsti því yfir að þær væru
óféfengjanlega eftir Sigurð, þar sem
þær hefðu verið röntgen- og aldurs-
greindar. Slíkar rannsóknir eru hins
vegar dýrar og viðamiklar. íslenskir
forverðir sem PRESSAN ræddi við
könnuðust ekki við að hafa gert slík-
ar rannsóknir, en venjulega fylgja
vottorð myndum sem hafa verið
rannsakaðar með þessum hætti.
Engin slík vottorð fylgdu Sigurðar-
myndunum.
PRESSAN hafði þá samband við
Úlfar Þormóðsson sem ítrekaði að
myndirnar hefðu verið rannsakaðar
og tilgreindi danska fyrirtækið
Bruun Rasmussen, sem er eitt
þekktasta uppboðsfyrirtæki á Norð-
urlöndum.
PRESSAN leitaði því til danska
fyrirtækisins, þar sem Lise Buus
varð fyrir svörum, en hún hafði með
myndirnar að gera ytra. Lise Buus
neitaði að um nokkrar rannsóknir
hefði verið að ræða, hins vegar
hefði hún skoðað myndirnar og eftir
það samþykkt þær á uppboð hjá fyr-
irtækinu.
Þegar staðhæfing Lise Buus var
borin undir Úlfar sagðist hann lík-
lega hafa misskilið hana. Það breytti
þó ekki því að ummæli hennar
sýndu að hún hefði talið myndirnar
það öruggar að ekki þyrfti til slíkrar
rannsóknar að koma, eins og fram
kemur í viðtalinu við Úlfar. Mynd-
irnar voru að endingu seldar Þor-
valdi Guðmundssyni í Síld og fiski.
Önnur þeirra fór á 1,6 milljónir
króna en hin á 800 þúsund, eða
samtals 2,4 milljónir króna.
Fyrri eigandi myndanna segir fyr-
irtækið Bruun Rasmussen hafa verið
reiðubúið að taka myndirnar á upp-
boð og tryggja lágmarksboð upp á
25 þúsund krónur danskar, eða um
250 þúsund krónur íslenskar. Hins
vegar hefði kostnaður við rannsókn
myndanna ytra orðið slíkur að það
hefði ekki borgað sig, enda hafi
hann talið nægilegt að hafa fengið
Sigurðarmyndirnar, sem taldar eru frá árinu 1852. Fyrrverandi eigandi „gaf
þeim fernis, málverkahreinsi sem kaupa má hvar sem er," segir hann.
svo góða staðfestingu þess virta
uppboðshaldara. Hann sagði einnig
í samtali við blaðið að hann hefði
hreinsað myndirnar sjálfur. „Ég gaf
þeim fernis. Fékk mér málverka-
hreinsi sem kaupa má hvar sem er.“
EFASEMDIR UM HÖFUND
MYNDANNA
Það hafa verið uppi vissar efa-
semdir um að umræddar myndir
séu eftir Sigurð Guðmundsson mál-
ara. Þær má þó skoða sem beina af-
leiðingu af þeim rangfærslum sem
Úlfar lætur hafa eftir sér í fjölmiðl-
um, því enginn þeirra sérfræðinga
sem PRESSAN leitaði til treysti sér til
að fuflyrða að myndirnar væru ekki
eftir Sigurð.
Einkum er tvennt nefnt sem gerir
myndirnar vafasamar. Þær þykja í
lágum gæðaflokki miðað við aðrar
myndir Sigurðar sem eru flestar
varðveittar á Þjóðminjasafni. Það
kann þó að eiga sér þá skýringu að
myndirnar eru málaðar á skólaár-
um Sigurðar og tók hann stöðugum
framförum á þeim tíma.
Að sögn Viktors Smára Sæmunds-
sonar forvarðar hjá Listasafni Is-
lands er undirskrift Sigurðará
myndunum einnig á skjön við þann
hátt sem hann hafði almennt á und-
irritun mynda sinna. Hann málaði
nafn sitt yfirleitt undir myndirnar
eða skrifaði undir þær. Úppboðs-
myndirnar eru merktar með greypt-
um stöfum, það er upphafsstafir Sig-
urðar hafa á öðru málverkinu verið
ristir í með nagla eða nál, og á hinu
fullt nafn. En erfitt er þó að greina
eftirnafnið.
FLEIRI VAFASAMAR MYNDIR
Myndirnar tvær eftir Sigurð mál-
ara eru ekki eina dæmið um vafa-
samar myndir sem hafa verið seldar
á uppboði hjá Galleríi Borg. Fræg-
asta dæmið er málverkið af biskups-
hjónunum Ara Magnússyni og Krist-
ínu Guðbrandsdóttur, sem selt var í
nóvember í fyrra. Fyrir uppboðið
hélt Úlfar því ítrekað fram að mynd-
in væri um 400 ára gömul, jafnvel
þótt rannsókn hjá forverði hefði
leitt annað í ljós.
Vafi leikur á um merkingu mynd-
ar eftir Kristínu Jónsdóttur, sem seld
var á uppboði hjá Galleríi Borg þann
30. nóvember í fyrra. Myndin var
sögð „ekkert merkt" á uppboði hjá
Nelleman og Thomsen í Árósum, en
á uppboðinu hjá Galleríi Borg var
notað orðalagið „óljós merking“.
Ríkharður Hördal hjá Morkinskinnu
ITREKAÐAR EFASEMDIR UM ASGRIMSM YNDINA
Að sögn Júlíönu Gottskálksdótt-
ur hjá safni Ásgríms Jónssonar
skodadi hún myndina Fagurhóls-
mýri Örœfi á sýningu fyrir uppbod.
„Þad fyrsta sem mér datt í hug var
ad myndin vœri eftir einhvern sem
vœri ad líkja eftir Asgrími Jóns-
syni. Eigandinn hafði reyndar
samband vid mig daginn sem upp-
bodid fór fram og kalladi ég þá til
listmálara sem hefur verid í tengsl-
um vid safnid. Hann var á þeirri
skoðun að þörf vceri á saman-
burði við aðrar myndir Asgríms.
Þar sem uppboðið átti að fara
fram um kvöldið var ekkert hœgt
að aðhafast." Að mati Péturs Friö-
riks listmálara, sem talinn er
þekkja gleggst til mynda Ásgríms,
er myndin Fagurhólsmýri Örœfi
ekki eftir Ásgrím.
Að sögn Júlíönu er hvorki hægt
að sanna né afsanna neitt í þessu
máli nema myndirnar séu rann-
sakaðar. Hún sagði að það væri að
sjálfsögðu æskilegt að galleríin
hefðu samband við listfræðinga í
tæka tíö svo að þeir hefðu svigrúm
til að gefa faglegt álit.
Mánudaginn 3. desember síð-
astliðinn fullyrða listmálararnir
Pétur Friðrik og Veturliði Gunn-
arsson í DV að myndin sé ekki og
geti ekki verið eftir Ásgrím Jóns-
son. Rökin sem þeir færa fyrir því
eru m.a. að Ásgrímur hafi aldrei
málað á hessianstriga en á slíkan
striga er umrædd mynd máluð.
Ásgrímur hafi heldur ekki verið á
Fagurhólsmýri um það leyti sem
myndin var máluð. Þeir segja að
Axel Einarsson hafi málað mynd-
ina.
Pétur Friðrik kveður Úlfar ekki
segja satt hvað varðar kynningu á
myndinni. Hún hafi verið kynnt á
uppboðinu sem mynd eftir Ásgrím
Jónsson og saga eiganda myndar-
innar lesin upp. „Björn Bogason
bókbindari frá Brennistöðum í
Borgarfirði, fæddur 1888, fór með
mig, Kristínu Björnsdóttur, fædda
1920, til Ásgríms Jónssonar í
kringum 1930 og keypti myndina
fyrir sitt heimili. Faðir minn gaf
mér síðan myndina í brúðargjöf
14/11 1947 og hefur myndin verið
í minni vörslu síðan."
í samtali við PREiSSUNA sagðist
Pétur Friðrik álíta að þetta væri
misminni eigandans eða hrein
fölsun. Myndin væri ekki eftir Ás-
grím Jónsson og það ættu allir að
vita sem eitthvað þekktu til verka
hans. Pétur sagðist ennfremur
hafa látið uppi þessa skoðun við
Úlfar Þormóðsson fyrir uppboðið
og kallað marga aðra listmálara til
vitnis um það. Úlfar hafi á hinn
bóginn ekki svarað þessum stað-
hæfingum.