Pressan - 06.12.1990, Qupperneq 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. DESEMBER
9
segir einnig í samtali við PRESS-
UNA að merking myndarinnar sé
ólík öllum öðrum myndum sem
hann hafi séð eftir Kristínu. Myndin
hafi verið merkt með upphafsstöf-
um á miðri hlið, hægra megin. Rík-
harður segir að allar myndir sem
hann hafi séð eftir Kristínu hafi ver-
ið merktar með olíuiitum að neðan.
Þá fullyrðir einn viðmælenda
PRESSUNNAR að mynd sem seld
var á uppboði hjá Galleríi Borg í
fyrra og sögð eftir Kjarval sé eftir Jó-
hönnu Sigurðarson, sem málaði á
sínum tíma mikið í anda Kjarvals.
Úlfar Þormóðsson svarar því ein-
ungis til, að þessi ummæli séu runn-
in beint undan rifjum öfundar-
manna Gallerís Borgar.
GALLERÍ BORG LÉT EKKI
PLATA SIG
Ljóst er að Gallerí Borg hefur sjálft
þurft að glíma við vafasamar mynd-
ir sem því berast. í 5. tölublaði
fréttabréfs Gallerís Borgar er nefnt
dæmi um slíkt:
,,Á dögunum bar svo til sem oftar
að til okkar barst olíumálverk sem
við vorum beðin um að reyna að
finna út hver hefði málað, en
myndin var ómerkt. Ekki treystum
við okkur til að veita neinn úrskurð
þar um né heldur þeir sérfræðingar,
listmálarar og fræðimenn sem við
leituðum til. Var myndin síðan sótt
til okkar og enginn úrskurður upp
kveðinn um höfund hennar. Nokkr-
um vikum síðar berst hún svo í hús
til okkar og er þá búið að merkja
hana. Á hana hafði verið skrifað
með stórum stöfum „S.A.“ og átti að
standa fyrir Snorra Arinbjarnar og
var hún föl sem slík fyrir ríflega
hundrað þúsund krónur. í þessu til-
viki tókst að koma í veg fyrir að
hrekklaus málverkasafnari yrði fyr-
ir barðinu á falsara. ..“
RÆTT UM FRAMKVÆMD
LAGANNA
Það er viðskiptaráðuneytið sem
veitir leyfi til listmunauppboða. Inn-
an Félags listfræðinga hefur nokkuð
verið rætt um hvernig megi standa
betur að framkvæmd laga og reglu-
gerðar um þessi mál. Guðbjörg
Kristjánsdóttir, formaður félagsins,
sagði í samtali við blaðið að t.d. væri
full þörf á að lögin kvæðu skýrar á
um hvernig uppboðshaldari skýrði
frá eigendasögu myndanna. Á upp-
boðum erlendis fylgdi jafnan vönd-
uð úttekt hverju verki, þannig að
kaupandi vissi eftir því sem kostur
væri allt um það verk sem hann
væri að kaupa.
Tvö ár eru síðan lögin tóku gildi
og hefur að sögn Jóns Ögmundar
Þormóðssonar, skrifstofustjóra í við-
skiptaráðuneytinu, ekki komið sér-
staklega til tals að breyta þeim. Hins
vegar hafi verið fjallað um hvort
haga mætti framkvæmdinni betur.
Sem dæmi hefur ágreiningur komið
upp á milli myndlistarmanna og
uppboðshaldara varðandi skil á
fylgiréttargjaldi, það er höfundar-
réttargjaldi. í mörgum tilvikum eru
myndir slegnar eigendum sínum og
þá hefur sú venja skapast hér að
gjaldið falli niður. Nú þykir myndlist-
armönnum sem óeðlilega margar
myndir heyri undir þennan flokk og
benda þeir á að víða erlendis komi
gjaldið jafnt á allar myndir án tillits
til þessa. Mun eðlilegra væri að eig-
endur myndanna drægju -þær til
baka áður en hamarinn félli.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir ásamt Krist-
jáni Þorvaldssyni.
Úlfar Þormódsson
ÞAB GETUR VERIB AB
ÉG HAFISAGT OF MIKID
Gallerí Borg seldi myndir fyrir
rúmar 9 milljónir ó uppbodum á
síöasta ári, að sögn Úlfars Þormóös-
sonar, starfsmanns gallerísins. Af
andvirði sölu fara 10 prósent í höf-
undarréttarsjóð. Þóknun söluaðila
er að hámarki 20 prósent, en yfir-
leitt mun lœgri. Síðustu ár hafa ver-
ið haldin 5 til 6 uppboð að jafnaði.
Eigendur Gallerís Borgar ásamt Úlf-
ari eru dr. Ragnar Árnason prófess-
or, Pétur Þór Gunnarsson, starfs-
maður gallerísins, Arnmundur
Backman hœstaréttarlögmaður og
Sigurmar K. Albertsson, hœstarétt-
arlögmaður.
— Þú heldurþví fram að myndirn-
ar eftir Sigurð hafi verið röntgen- og
aldursgreindar og segir þœr hafa
verið rannsakaðar hjá fyrirtœkinu
Bruun Rasmussen í Kaupmanna-
höfn. Samkvœmt upplýsingum Lise
Buus starfsmanns Bruun
Rasmussen er þetta ekki rétt.
„Það er ekkert óeðlilegt við þess-
ar myndir, en það getur verið að ég
hafi sagt of mikið, að þær hafi verið
röntgenlýstar. Þær voru hjá Arne
Bruun og þeir „godkendtu" þær. Ef
einhver vafi er á ferð gegnumlýsa
þeir þær, ef ekki þá sleppa þeir því,
vegna þess að það kostar um 60 þús-
und krónur. Ef Lise Buus hefur ekki
gegnumlýst þær, þá hefur hún ekki
talið neina ástæðu til þess, enda eru
þær merktar Sigurði á nákvæmlega
sama hátt og hann merkir önnur
verk sín. Þjóðminjasafnið á tvær oi-
íumyndir eftir Sigurð. Önnur þeirra
er merkt nákvæmlega á sama hátt
og önnur þessara mynda, á hlið upp
með kantinum."
— Hvers vegna sagðir þú að þœr
hefðu verið röntgen- og aldurs-
greindar?
„Ég hef einfaldlega misskilið Lisu
Buus vegna þess að hún sagði að
þær hefðu verið „godkendtar" fyrir
uppboð. Hún hefur ekki talið þörf á
að eyða peningum í röntgengrein-
ingu.“
— Einn viðmcelenda PRESSUNN-
AR fuUyrðir í samtali við okkur að
Gallerí Borg hafi í fyrra selt mynd á
uppboði sem sögð var eftir Kjarval,
en mun vera eftir Jóhönnu Sigurö-
arson.
„Ég kannast alls ekki við þetta
mál. Eins og svo margt annað er það
runnið undan rifjum sömu öfundar-
manna. Eftir að myndir Sigurðar
Guðmundssonar komu inn höfum
við ekki gert annað en verja okkur
fyrir rógi frá starfsmanni Listasafns
Islands, Viktori Smára, og fleirum.
Það hefur t.d. verið látið í það skína
og komið á framfæri við DV, að við
höfum verið að selja falsaðan
Ásgrim. Þetta er ekkert annað en at-
laga að okkur.“
— Afhverju vandið þið ekki betur
til varðandi eigendasögu mynda?
„Þú getur haft samband við
hvaða uppboðshús sem er í heimin-
um, eigendasaga mynda fylgir
stundum, stundum ekki. Langoftast
er hún ekki birt vegna þess að selj-
endur óska nafnleyndar. Þess vegna
vitum við oft miklu meira um eig-
endasöguna en við getum sagt.“
— Þú vitnar til listfrceðinga um
Ásgrímsmyndina. Um hvaða list-
frœðinga ertu að tala?
„Til dæmis á Listasafni íslands. Sú
manneskja sem hefur tekið laun frá
Ásgrímssafni hefur séð þessa mynd.
Hún segir þeim sem áttu myndina,
að það séu allar líkur til þess að
þetta sé Ásgrímur. Áður en við selj-
um myndina segjum við að það sé
vafi hver hafi málað hana. Við
greindum frá þessu á uppboðinu og
nefndum Axel Einarsson sem Pétur
Friðrik hélt fram að hefði málað
hana. í þessu tilviki lásum við einnig
upp eigendasögu myndarinnar, sem
staðfesti að hún var keypt heima hjá
Ásgrími árið 1930. Meira þurfa
skynsamir menn ekki. Myndin var
slegin á 320 þúsund og þeim sem
keypti hana er fullkunnugt um þess-
ar efasemdir. Þá má nefna að Bera
Nordal forstöðumaður Listasafnsins
kom hingað á sýningu fyrir uppboð
og sagði að það væri engin ástæða
til að efast um að þetta væri mynd
eftir Ásgrím Jónsson.“
— Hvernig skýrir þú að mynd eftir
Kristínu Jónsdóttur sem þið eruð
sagðir hafa keypt á uppboði hjá
Nellemann og Thomsen í Árósum
var þar skrásett „ekki merkt" en
kemur síðar á uppboð hjá ykkur
þar sem stendur í sýningarskrá
„óljós merking"?
yVið höfum aldrei farið á uppboð
í Árósum þannig að við keyptum
ekki þessa mynd.“
— En hvernig skýrir þú það ósam-
rcemi sem er á milli merkingar
myndanna hjá ykkur og danska
uppboðshaldaran um?
„Hjá flestum uppboðum er ekki
tekið fram að mynd sé ómerkt. En
oft er það með myndir að signatúr
kemur í ljós við hreinsun. Margar
myndir hafa tekið á sig tjöru og
óhreinindi sem hylja merkingar. Því
sendum við oft myndir til hreinsun-
ar og við hreinsanir hafa merkingar
stundum komið í ljós. Þá er ekki óal-
gengt að merkingar finnist þegar
myndir eru teknar úr ramma, þótt
ég treysti mér ekki til að fullyrða
hvort það gilti um þessa tilteknu
mynd. En ef við segjum að hún sé
„óljóst merkt", þá er hún það."
— Hefuröu listfrœöinga á þínum
snœrum?
„Ef við erum í einhverjum vafa og
getum ekki fengið staðfestingu í
bókum eða í þeirri eigendasögu
sem fylgir með til okkar, þá leitum
við til listfræðinga."
— Hverjir eru þetta?
„Við leitum til þeirra sem við telj-
um að viti best um viðkomandi mái-
ara hverju sinni.“