Pressan - 06.12.1990, Blaðsíða 10

Pressan - 06.12.1990, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. DESEMBER Medeigandinn kœrir til rannsóknarlögreglunnar Sigurjón Helgason, útgeröarmaöur og hestamaöur í Stykkishólmi, hefur veriö kœröur til Rannsóknarlög- reglu ríkisins. Ákœrandi er Ólafur Sighvatsson, fyrrum medeigandi Sigurjóns í útgerðarfyrirtœkinu Rœkju- nesi/Björgvin. Ólafur sakar Sigurjón um ad hafa dregid sér um 90 milljónir króna frá fyrirtœki þeirra. Ólafur situr nánast eignarlaus eftir. Ádra sögu er ad segja af Sigurjóni. Hann á einbýlishús í Stykkishólmi, „búgard“ íSkógarstrandarhreppi, að ógleymdu fyrirtœk- inu sem þeir Ólafur áttu áður saman. Hann er sagður eiga fleiri eignir, meðal annars sumarhús á Flórída. Ólafur og Sigurjón hófu útgerð saman árið 1967. Fyrirtaekinu var gefið nafnið Björgvin hf. Upphaf- lega áttu þeir einn bát en fljótlega fjölgaði bátunum og þegar mest var átti fyrirtæki þeirra sjö báta. Árið 1977 keyptu þeir fiskvinnslu, Rækjunes hf. Fyrirtækin voru sam- einuð og nefnd Rækjunes/Björgvin hf. Árið 1974 varð mikið ósætti milli Ólafs og Sigurjóns. Sigurjón hafði annast fjármál útgerðarinnar. Ólafi þótti Sigurjón hafa farið heldur óvarlega með fé hennar og kærði fé- laga sinn til lögreglunnar. Sættir tókust eftir að milliliðir höfðu skor- ist í deiluna og Ólafur dró kæruna til baka. HLUTABRÉF ALDREI GEFIN ÚT Árið 1988 var staða fyrirtækisins orðin mjög slæm, samkvæmt orð- um Sigurjóns sem þá keypti hlut Ól- afs. Ólafur telur nú að Sigurjón hafi villt um fyrir sér þegar kaupin voru gerð. Hann kveður Sigurjón hafa sagt að fyrirtækið væri þá nær gjaldþrota. Ólafur segist hafa komist að því síðar að eiginfjárstaða fyrir- tækisins hafi verið mjög góð á þess- um tíma eða yfir 150 milljónir. Þá var gert ráð fyrir að bátarnir væru einungis metnir samkvæmt trygg- ingarverðmæti. Ólafur heldur því fram að ekki hafi verið gengið frá sölu á hans hluta með eðlilegum hætti. Notast var við bráðabirgðaafsal þar sem þá átti eftir að gefa út endanleg hluta- bréf í fyrirtækinu. Því verki er enn ólokið og er mat Ólafs að gerningur þeirra Sigurjóns standist ekki lög. MIKLIR FJÁRMUNIR FÆRÐIR TIL Hlutur Ólafs í Rækjunesi/Björg- vin var 34,89%. Hann segir að haft hafi verið af sér stórfé þegar hann afsalaði til bráðabirgða hlut sínum til Sigurjóns. Sigurjón hafði þá stofn- að hlutafélagið Sigurjón Helgason hf. en það er í eigu Sigurjóns og fjöl- skyldu hans. Ölafur telur að miklir fjármunir hafi verið fluttir frá Rækju- nesi/Björgvin yfir til Sigurjóns Helgasonar hf. og einnig til Sigur- jóns persónulega. Hann hefur nefnt sjö fjárfestingar. Þær eru: bygging húss við Síðumúla í Reykjavík, 7 milljónir; kaup á búgarðinum Stóra-Langadal og uppbygging þar, 30 milljónir; kaup á bátnum Andra, 6 milljónir; kaup á bátnum Andey, 12 milljónir; kaup á íbúðarhúsi í Reykjavík, 10 milljónir; kaup hluta- fjár í Trésmiðjunni Ösp, 4,3 milljón- ir; og loks kaup hlutafjár í Arnar- flugi, 20 milljónir. 54 MILLJÓNIR ÚR ENGU Vorið 1989 kom fram að höfuð- stóll Sigurjóns Helgasonar hf. var 54 milljónir króna en fyrirtækið var eignarlaust fjórum árum fyrr eða ár- ið 1985. Samkvæmt þeim upplýsingum sem PRESSAN hefur aflað sér hafði fyrirtækið Sigurjón Helgason hf. litl- ar eða engar rekstrartekjur á þess- um árum. Ólafur Sighvatsson álítur að um gífurlegar eignatilfærlsur hafi verið að ræða frá fyrirtæki þeirra, Rækju- nesi/Björgvin, yfir til Sigurjóns Helgasonar persónulega og til Sig- urjóns Helgasonar hf. 40 TIL 60 MILLJÓNIR TÖPUÐUST í BANDARÍKJUNUM Rækjunes/Björgvin tapaði um- talsverðu fé vegna viðskipta við fyr- irtækið Ocean Harvest í Boston í Bandaríkjunum. Sigurjón Helgason var einn eigenda þess. Ocean Har- vest keypti hráefni af Rækju- nesi/Björgvin. í fyrstu virtist fyrir- tækið í Bandaríkjunum ganga vel en á árinu 1987 kom í ljós að Rækju- nes/Björgvin hafði tapað einni milljón dollara vegna viðskipta við Ocean Harvest. Það jafngildir um 60 milljónum króna. Sigurjón Helgason átti stóran hlut í Ocean Harvest. Fleiri íslendingar áttu í fyrirtækinu með honum. Þeirra á meðal voru Halldór Helga- son en hann var framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Bjarni Magnússon hjá Islensku umboðssölunni, Einar Kristinsson hjá Sjöstjörnunni og Gudmundur Runólfsson, útgerðar- maður í Grundarfirði. BERST Á í EINKALÍFINU Sigurjón Helgason virðist berast mikið á í einkalífinu. Hann á meðal annars meira en 100 hesta hús í Stóra-Langadal í Skógarstrandar- hreppi. Skoðun Ólafs er sú að ,,bú- garðurinn" hafi að stórum hluta ver- ið byggður fyrir fé sem tekið var frá Rækjunesi/Björgvin og að auki hafi tveir til þrír starfsmenn fyrirtækis- ins verið í byggingarvinnu á sveita- setri forstjórans. Sigurjón mun hafa á annað hundr- að hross á sveitasetrinu. Að Stóra-Langadal er stórt hesthús, íbúðarhús með öllum þægindum og reiðhöll. Einnig hefur Sigurjón naut- gripi á setrinu. Einum báta fyrirtækisins var breytt í sérhæft kúfiskveiðiskip. Það er báturinn Anna SH. Kunnugir segja að lán, sem fengust til breyt- inga á bátnum, hafi verið mun hærri en sem nam kostnaði við að breyta honum. Mismunurinn á að hafa runnið til byggingarinnar að Stóra-Langadal. Þá segir Ólafur að Sigurjón hafi sölsað undir sig tvo af bátum Rækju- ness/Björgvins, Andra og Andey. ATVINNUTRYGGINGASJÓÐUR HJÁLPAR Fyrr á þessu ári voru miklir erfið- leikar í rekstri Rækjuness/Björg- vins. Atvinnutryggingasjóður kom til hjálpar með um 40 milljónum króna og Byggðastofnun með um 5 milljónum. Ef þessir sjóðir hefðu ekki komið til er líklegt að fyrirtæk- ið hefði orðið gjaldþrota. Sigurjón M. Egilsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.