Pressan - 06.12.1990, Síða 15
FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. DESEMBER
15
Ómar Kristjánsson
ER BORGUNARMAOUR
FYRIR 70 MILLJONUM
,, Þaö stendur ekki annad til
en borga þessar fjárhœöir ef
þetta verður endanlegur
dómur," sagdi Ómar Krist-
jánsson, adaleigandi og
framkvœmdastjóri týsk-ís-
lenska, en í gœr var Ómar
dœmdur í Sakadómi Reykja-
víkur í 15 mánada fangelsi og
til að greiða 40 milljóna
króna sekt í ríkissjóð. Dómin-
um hefur verið áfrýjað til
Hœstaréttar.
Guðmundur Þórðarson
héraðsdómslögmaður, sem
var framkvæmdastjóri
Þýsk-íslenska, var dæmdur í
5 mánaða fangelsi og til að
greiða eina milljón í ríkissjóð.
„Það hefur aldrei hvarflað
annað að mér en greiða þetta
staðfesti Hæstiréttur þennan
dóm. Samtals gætu þetta orð-
ið 70 milljónir króna og
Þýsk-íslenska ræður við það.
Ég get ekki sagt með hvaða
hætti en hugsanlega þyrfti
eignasala að koma til,“ sagði
Ómar.
Ómar sagði
eignir, íbúðarhús og
hluta í fyrirtækjum og
sem hann á persónulega,
standa óvarðar ef Þýsk-ís-
lenska næði ekki að standa
undir þeim fjárhæðum sem
honum yrði gert að greiða,
þ.e. staðfesti Hæstiréttur
dóminn.
Ómar sagði að sér þætti
dómur sakadóms hreint ótrú-
legur. Hann sagðist ekki hafa
fengið réttláta meðferð í
þessu máli. Hann sagði að sér
sýndist á öllu að dómurinn
væri byggður á skattaálagn-
ingu en Hæstiréttur hefur
álagningarmálið til meðferð-
ar.
„Ef Hæstiréttur tekur ekki
undir álagninguna, hvað
verður þá um þennan dóm?
Ákæran var byggð á álagn-
ingunni og dómurinn
einnig," sagðL Ómar Krist-
jánsson.
„Hugsanlega hefur það
verið refsivert hvað bókhald-
ið hér var lélegt. Ég er ábyrg-
ur fyrir því sem aðalstjórn-
andi fyrirtækisins," sagði
Ómar.
Ómar Kristjánsson keypti
Þýsk-íslenska árið 1976. Aður
var hann starfsmaður Sam-
bands íslenskra samvinnufé-
laga. Hann starfaði fyrir sam-
bandið í Þýskalandi og var
nýkominn til landsins þegar
hann keypti Þýsk-íslenska.
HLUTAFE OLAFS
0. J0NSS0NAR
ISTÖD TVÖ
ER TIL SÖLU
„Ég tel minn hlut einfaldlega óþarf-
lega stóran enda ætlaði ég aldrei að
hafa hann svona stóran nema tíma-
bundið" segir Ólafur um 62 milljóna
króna hlut sinn.
Ólafur H. Jónsson, einn
stœrsti einstaki hluthafinn í
Stöð tvö, íhugar nú óformleg
tilboð í hluta af 62 milljóna
króna hlutafjáreign hans í
fyrirtœkinu. Þetta svarar til
um 12% af innborguðu hluta-
fé.
„Ég ætla ekki að selja allt
hlutafé mitt, heldur hef ég
hugsað mér að grynnka það
aðeins enda hef ég tröllatrú á
fyrirtækinu. Ég tel minn hlut
einfaldlega óþarflega stóran;
ég ætlaði aldrei að hafa hann
svona stóran nema tíma-
bundið."
Ólafur segir að menn hafi
rætt við sig um kaup á hluta-
bréfum en vildi ekki nefna
ákveðnar tölur í því sam-
bandi.
„Þetta fer bara eftir því
hvað býðst á eyrinni og satt
að segja hef ég ekki lagt mig
svo ýkja mikið fram í söl-
unni.
Ólafur tilheyrir þeim hópi
hluthafa sem nefndir hafa
verið „Valsmenn" og skrifuðu
sig fyrir 150 milljóna króna
hlut í sjónvarpsstöðinni í
harðvítugri baráttu um
valdataumana. Hann segist
nú sjá fram á bjartari tíma.
„Allt útlit er fyrir hagnað á
þessu ári og að næsta ár verði
blómlegt. Fyrirtækið er á
uppleið aftur og það er núm-
er eitt, tvö og þrjú. Ég er að
selja framtíðina en ekki for-
tíðina."
ENGIN LYFIA í
TÍU HÆDA HÚSI
Á Klapparstíg 1 í Reykja-
vík er risið tíu hæða há-
hýsi. Fólk er þegar flutt í
flestar íbúðirnar. Þrátt
fyrir það er engin lyfta
komin í húsið.
íbúarnir verða því að láta
sig hafa að ganga upp og nið-
ur stigana og að sjálfsögðu
getur það verið erfitt fyrir þá
sem búa á efstu hæðum húss-
ins.
Byggingaraðilinn, Steintak
hf„ hefur lofað að koma lyftu
í húsið en gefin loforð hafa
ekki staðist hingað til. Sam-
kvæmt nýjustu upplýsingum
sem íbúarnir hafa fengið á
lyfta að vera komin í húsið
innan fárra daga.
** m *■ nm cm. 33-
um
ÖLLU STARFSFOLKI
SANIMS í
REYKJAVÍK SENT
UPPSAGNARBRÉF
Öllum starfsmönnum
Sanitas í Reykjavík, á
fjórða tug manna, hefur
verið sagt upp „vegna end-
urskipuiagningar“.
Starfsmenn fyrirtækisins
voru í gær og fyrradag að fá
í hendur uppsagnarbréf sem
dagsett voru fyrir síðustu
helgi. Þetta er í annað sinn á
skömmum tíma sem öllum
starfsmönnum fyrirtækisins í
Reykjavík er sagt upp því í
KOKID ODYRARA
IHAGKAUP EN
HJÁ VÍFILFELLI
Hagkaup hafa verið að
selja kókakóla í eins og
hálfs lítra flöskum á 99
krónur. í innkaupum til
verslana frá kókverk-
smiðjunni Vífilfelii kostar
ein slík flaska 146 krónur.
Sjoppueigendur og kaup-
menn hafa nýtt sér útsöluna í
Hagkaupum og birgt sig upp
af kóki.
Meðal sjoppueigenda hefur
orðið vart mikillar óánægju
með hversu Hagkaup geta
keypt kókið ódýrt. Einn
sjoppueigandi sagði í samtali
við PRESSUNA að til stæði að
sjoppueigendur tækju sig
saman og hættu að versla við
Vífilfell vegna þess hversu
Hagkaup fengju gosið ódýrt
frá verksmiðjunni.
haust fengu þeir sams konar
bréf og sama ástæða gefin
upp — endurskipulagning.
Eins og þá fylgja nú vilyrði
um einhverjar endurráðning-
ar.
ALLAR HELSTU
EIGNIR PÁLS í
PÚLARIS Á
NAURUNGAR-
UPPROU
Verksmiðjuhús Sanitas á
Akureyri verður selt á þriðju
ogsíðustu nauðungarsölu 19.
desember. Einbýlishús Páls G.
Jónssonar að Vesturbrún 26 í
Reykjavík verður selt á ann-
arri sölu 18. janúar og verk-
smiðjuhúsið að Köllunar-
klettsvegi 4 í Reykjavík verð-
ur selt á annarri nauöungar-
sölu 30. janúar 1991.
Uppboðsbeiðendur að hús-
inu á Akureyri eru íslands-
banki, Landsbankinn, Akur-
eyrarbær, Iðnlánasjóður, Iðn-
þróunarsjóður og Þróunarfé-
lagið. Skuldir á húseigninni
eru um 400 milljónir króna
en brunabótamat hússins er
um 125 milljónir.
Uppboðsbeiðendur að
verksmiðjuhúsinu í Reykja-
vík eru íslandsbanki, Þróun-
arfélagið, Lífeyrissjóður
Dagsbrúnar og Framsóknar,
Gjaldheimtan í Reykjavík og
Iðnlánasjóður.
lUNDÍR
90XINNI
I®
I*
Gunnar H.
Krístins-
10 son
8
hitaveitustjóri
— Var þessi útfelling
ekki fyrirsjáanleg?
„Jú, jú, það var alltaf
vitað að það gæti orðið
eitthvað svona."
— Er þetta ekki áfall
fyrir hönnun Nesjavalla
virkjunar?
„Nei. Þetta eru einfald
lega byrjunarerfiðleikar
sem skapast af við-
kvæmu kemisku jafn-
vægi."
— Hlustuðuð þið ekki
á viðvaranir Orkustofn-
unar?
„Það er út í hött að
halda þvi fram að við vit-
um ekkihvað við erum að
gera með doktor i efna-
fræði og aðra efnafræð-
inga i vinnu hér. Slíkar
ásakanir eru móðgun við
starfslið Hitaveitunnar."
— Þarf sérfræðinga-
nefnd til að hjálpa ykk-
ur?
„Við erum með nóg af
sérfræðingum í vinnu en
þeir sem hafa verið
nefndir í því sambandi
hafa allir verið okkur inn-
an handar hingað til."
— Hafið þið einhver
ráð?
„Já, já, þetta er búið í
bili og ég vona reyndar að
þessu sé endanlega lok-
ið."
— Eru aðveiturörin að
eyðileggjast?
„Nei, hvernig dettur
þér það i hug? Það er
vanalegt ástand að það
falli út úr rörunum þegar
kólnar og það hefur gerst
nú."
— Kostar þetta Hita-
veituna 500 milljónir?
„Nei. Það sem Sigrún
átti við þar er einfaldlega
allt önnur leið við dreif-
ingu vatnsins — leið sem
verður ekki farin."
Vandamál hafa komiö upp hjá
Hitaveitu Reykjavikur i haust
vegna útfellingar úr vatni frá
Nesjavöllum. Hefur málið veriö
tekið upp i borgarstjórn.