Pressan - 06.12.1990, Page 16
16
FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. DESEMBER
Útgefandi Blað hf.
Framkvæmdastjóri Hákon Hákonarson
Ritstjórar Gunnar Smári Egilsson Kristján Þorvaldsson
Blaðamenn Friðrik Þór Guðmundsson Hrafn Jökulsson Sigurður Már Jónsson Sigurjón Magnús Egilsson Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
Ljósmyndari Sigurþór Hallbjörnsson
Útlitsteiknari Jón Óskar Hafsteinsson
Prófarkalesari Helgi Grímsson
Auglýsingastjóri Hinrik Gunnar Hilmarsson
Dreifingarstjóri Sigurður Jónsson
Setning og umbrot Leturval
Prentun Oddi hf.
Ritstjórn og skrifstofur: Ármúla 36, sími: 68 18 66. Auglýsingasími: 68 18 66.
Áskrift og dreifing: Ármúla 36, sími 68 18 66.
Áskriftargjald 550 kr. á mánuði. Áskriftargjald: Pressan og Alþýðublaðið:
1100 kr. á mánuði. Verð í lausasölu: 170 kr. eintakið.
Löggiltir fúskarar
í PRESSUNNI í dag er frétt um viðskipti íbúa fjölbýlishúsa við
verkfræðistofuna Verkvang. Þar kemur fram að verkfræðistof-
an hefur gert úttektir á steypuskemmdum á blokkum og lagt
fram kostnaðaráætlanir um viðgerðir á þeim. Þessar áætlanir
hafa ekki staðist. I raun eru þær ekki í námunda við raunveru-
leikann því íbúarnir hafa þurft að greiða allt að 160% hærra
verð fyrir viðgerðirnar en áætlanir verkfræðinganna sögðu til
um.
Sjálfsagt er búið þannig um hnútana í þessum málum að
verkfræðistofan sé ekki ábyrg fyrir vanáætlunum sínum. Ekki
er hægt að krefja hana um skaðabætur fyrir að hafa lagt fram
áætlanir sem urðu til þess að íbúarnir réðust í viðgerðir sem
reyndust miklu dýrari en aðrir kostir, til dæmis klæðning. Hið
eina sem íbúarnir geta gert er að skipta ekki við viðkomandi
verkfræðistofu næst þegar þeir þurfa að láta gera við steypu-
skemmdir. Einhvern tíma á næstu öld.
En þetta mál varpar dálitlu ljósi á hvernig íslendingum er
gjarnt að stunda viðskipti.
Hérlendis fá menn löggildingu sem sérfræðingar í öllu milli
himins og jarðar. Öllum öðrum er bannað að taka að sér þá
þjónustu sem hinir löggiltu veita. Með löggildingunni telur við-
skiptavinurinn að hann hafi ákveðna tryggingu fyrir því að sá
sem selur honum þjónustuna standi sig í stykkinu.
En því fer náttúrlega fjarri. Löggildingin segir ekkert annað
en að viðkomandi hafi klárað tiltekið nám. Löggilding er nefni-
lega ekki fyrir viðskiptavininn heldur er hún tæki sem margar
stéttir nota til að klekkja á honum. Með henni er hægt að tak-
marka framboð á þjónustunni og halda verðinu uppi.
Þrátt fyrir þetta hefur löggilding oft veitt neytendum falskt
öryggi. Þeir sljóvgast því og kaupa ósjaldan rándýra vöru eða
þjónustu án þess að kanna orðspor seljandans. Þeir hafa flutt
ábyrgðina á viðskiptum yfir á ríkið eða eitthvert annað þoku-
kennt fyrirbrigði.
Þetta er svo vandlega greypt í flesta að þeir trúa því að kenn-
ari sé kennari og læknir læknir og síðan ekki söguna meir. Þeir
eru hættir að gera ráð fyrir því að til séu góðir kennarar og
slæmir, góðir læknar og hættulegir.
Sjálfsagt væri það best fyrir neytandann að þessum löggild-
ingum yrði hætt. Þá mundi fólk spyrjast fyrir um lækninn áður
en það færi í heilaskurðaðgerð, spyrja kunningjana hvort þeir
vissu um einhvern góðan trésmið og athuga feril verkfræð-
ingsins áður en það léti hann gera kostnaðarúttekt.
ALVARLEG BLINDA
Fyrir skömmu barst mér
einkennileg sending ofan af
íslandi. Var það afrit af grein
sem hafði birst í tímaritinu
Þjóðlífi undir fyrirsögninni
„500 daga áætlun. Leið Is-
lands til markaðsbúskapar".
Höfundar voru skráðir Óskar
Guðmundsson, Guðmundur
Ólafsson, Jóhann Antonsson
og „fleiri ráðgjafar um efna-
hagsmál".
Fyrirmyndin að þessari
grein var auðvitað sú 500
daga áætlun um umbreyt-
ingu á sovésku efnahagslífi
sem rússneski hagfræðingur-
inn Shatalín reyndi árangurs-
laust að fá Gorbatsjov, forseta
Sovétríkjanna, til að fallast á
og framkvæma.
Ég ætla ekki að reyna að
rekja efni þessarar greinar.
Slíkt væri að æra óstöðugan.
En ég get ekki stillt mig um
að koma á framfæri nokkrum
athugasemdum.
Höfundar gera mikið úr því
að margt sé líkt með ástand-
inu á íslandi og í Sovétríkjun-
um. Þetta er einfaldlega út í
hött.
Sovétríkin eru að niðurlot-
um körnftn. Framleiðsla í flest-
um greinum fer þar minnk-
andi. Það fást engar vörur í
verslunum. Þau geta ekki
lengur brauðfætt íbúana og
þau eru að liðast í sundur í
deilum einstakra þjóða og
þjóðarbrota. Ástandið er
raunar með svipuðu móti í
allri Austur-Evrópu.
Nú er auðvitað víða pottur
brotinn í íslensku efnahagslífi
og margt sem betur má fara
en verslanirnar eru fullar af
vöru þótt flestir vildu örugg-
lega hafa meira fé handa á
milli til að kaupa fyrir. Þetta
liggur hins vegar í eðli mark-
aðsbúskapar. í Sovétríkjun-
um og víðar þar sem mið-
stýrð áætlanagerð hefur ver-
ið stunduð er þessu öfugt far-
ið. Þar er yfirleitt nóg af pen-
ingum en engar vörur til að
kaupa.
Það er til marks um alvar-
lega blindu á íslenskt samfé-
lag að leita sér samlíkinga og
lausna í Sovétríkjunum. Engu
er líkara en hinir mörgu ráð-
gjafar um efnahagsmál sem
greinina skrifuðu hafi til
skamms tíma hrærst í annar-
legum hugarheimi í litlum
tengslum við íslenskan veru-
leika en skyndilega fengið
nýja vitrun úr austri.
500 daga áætlunin fyrir Is-
land ber þessum uppruna
vitni. Þar ægir öllu saman,
hlutum sem búið er að fram-
kvæma og hlutum sem eng-
um heilvita manni dettur í
hug að hægt sé að gera inn-
an tilskilins tíma. Sem dæmi
um hið fyrra nefni ég aukið
frjálsræði í gjaldeyrismálum
sem þegar hefur verið stað-
fest með reglugerð frá við-
skiptaráðuneytinu og um hið
síðara róttæka endurskoðun
á fiskveiðistefnunni með upp-
töku kvótaleigu.
Veiðileyfasala — eða kvóta-
leiga — er auðvitað markmið
sem þarf að stefna að en það
er að berja hausnum við
steinínn að ætlast til þess að
hún verði tekin upp í umtals-
verðum mæli á 500 dögum,
með öðrum orðum fyrir lok
næsta árs. Til þess skortir
pólitískar forsendur á íslandi.
Það er reyndar annar höf-
uðgalli umræddrar greinar
að þar er hvergi bent á hvern-
ig skuli koma umbótamálun-
um fram á vettvangi stjórn-
málanna. íslensk stjórnmál,
eins og reyndar stjórnmál
annars staðar, snúast ekki um
tæknilegar umbætur heldur
hagsmuni og þó aðallega
verndun sérhagsmuna á
kostnað almannahags. Það er
til lítils að leggja fram um-
bótaáætlun ef engin eru um-
bótaöflin sem stuðning hafa
til að hrinda henni í fram-
Jívæmd.
Birgir er hagfræðingur hjá
EFTA í Genf.
FISKURINN TELST LÁTINN VIÐ ALGERAN HEILADAUÐA EN ÞESSI ER ENN Á LÍFI OG ÞÁ MÁTTU FLAK'ANN!
TEIKNING: ÓMAR STEFÁNSSON
„ÞJÓÐARSÁTTIN
HANNES
HÓLMSTEINN
GISSURARSON
Nú keppast menn við það
hver um annan þveran að lof-
syngja hina svonefndu þjóð-
arsátt í nafni hjöðnunar verð-
bólgu. Ein ástæðan kann að
vera sú að íslenskir hagfræð-
ingar ( svo að ekki sé minnst
á fréttamenn) hafa svikist um
að upplýsa almenning um
raunverulegt eðli málsins.
Sannleikurinn er sá að engin
tengsl eru á milli verðbólgu
og þjóðarsáttarinnar svo-
nefndu. Verðbólga hlýst ætíð
og alls staðar af peninga-
þenslu, annaðhvort vegna
beinnar seðlaprentunar eða
lánsfjárþenslu. Ferill verð-
bólgunnar um hagkerfið er
að vísu flókinn en lögmálið
sjálft um hana er þó tiltölu-
lega einfalt: Peningar falla í
verði sé framleitt of mikið af
þeim. Og varanlegt verðfall
peninganna eða verðhækk-
un vöru kallast verðbólga.
Ein mikilvægasta vara hag-
kerfisins er vitaskuld þjón-
usta launþega en laun eru
ekkert annað en verð henn-
ar. Við peningaþenslu hækk-
ar sú vara í verði eins og allt
annað. Þegar stjórnvöld ráð-
ast á laun í því skyni að hemja
verðbólgu einbeita þau sér
þess vegna að afleiðingu,
ekki orsök. Þau eru þá að
berjast við eigin sköpunar-
verk. Þau eru að glíma við
draug sem þau hafa sjálf vak-
ið upp og fóðrað. Peninga-
þenslan sem stjórnvöld
hleyptu af stað, til dæmis með
erlendum lántökum, yfir-
drætti ríkisins í seðlabanka
eða valdboðinni lágvaxta-
stefnu, knýr upp launin en
síðan er reynt að stöðva þá
þróun með valdboði.
„Þjóðarsáttin" margnefnda
er nafn á þessari viðleitni til
að frysta eða stöðva kaup-
hækkanir með tilskipunum
að ofan. Þetta er nýtt og fal-
legt nafn á gömlu og ljótu fyr-
irbæri, launastefnu (incomes
policy). Fyrir því er löng og
mikil reynsla að launastefnu
er ekki unnt að fylgja nema í
mjög skamman tíma, eitt eða
tvö ár: Reynt er að halda
launum niðri með handafli,
án þess að uppsprettan sjálf,
það er að segja peningaþensl-
an, sé stöðvuð. Fyrr eða síðar
brestur stíflan. Ln kynlegt er
að sjá yfirlýsta einkafram-
taksmenn og markaðssinna
eins og ritstjóra Morgun-
blaðsins og DV skrifa þessa
dagana ástarjátningar til
þjóðarsáttarinnar, hundruð-
ustu tilraunarinnar til að
fylgja launastefnu á íslandi.
Hvað vilja raunverulegir
markaðssinnar? Þeir vilja í
fyrsta lagi beita ströngu að-
haldi í peningamálum, fram-
leiða hóflega mikið af pen-
ingum og hafa vexti nægi-
lega háa til þess að of mikið fé
streymi ekki úr bönkum. Þá
verður engin verðbólga.
Markaðssinnar vilja í öðru
lagi að aðilar vinnumarkað-
arins semji á eigin ábyrgð um
kaup og kjör. Ef fyrirtæki
semja um kaup sem þau geta
síðan ekki greitt þá verða þau
að fara á höfuðið. Ef verka-
lýðsfélög knýja kaupið upp úr
því sem unnt er að greiða þá
verða þau á sama hátt að
sætta sig við atvinnuleysi.
Vitaskuld verða líka að gilda
almennar leikreglur á vinnu-
markaðnum, svo að einstök
verkalýðsfélög geti ekki með
ofbeldi eða hótunum um of-
beldi neytt kaup félaga sinna
upp úr því sem um gæti sam-
ist í frjálsum samningum.
„Þjóðarsátt" eða launa-
stefna getur raunar átt rétt á
sér við ákveðin skilyrði og
um mjög skamman tíma, sér-
staklega til að auðvelda að-
lögun að nýjum og erfiðum
aðstæðum. En sé reynt að
fylgja launastefnu lengi jafn-
gildir það því að markaðsöfl-
in séu tekin úr sambandi. Þá
rís upp kerfi þar sem verka-
lýðsrekendur, atvinnurek-
endur og atvinnustjórnmála-
menn skammta saman kaup
og kjör, korpóratismi. Og þá
er úti um atvinnufrelsið.
Höfundur er lektor í stjórn-
málafræði.