Pressan - 06.12.1990, Qupperneq 24
24
FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. DESEMBER
9it)jnr
Í0lCIl!?IUU'
^jóð^ögttr
í sjómannaverkfalli fyr-
ir mörgum árum kom til
orðaskipta milli formanns
verkalýðsfélagsins á Hell-
issandi og Sigurðar Krist-
jónssonar, sem var skip-
stjóri á Skarðsvík SH. Sig-
urður var mikil aflakló og
hafði verið aflahæstur
allra á Vesturlandi í ára-
raðir.
Þrátt fyrir að verkfallið
hefði staðið yfir í nokkra
daga gerði Sigurður sér
lítiö fyrir og kallaði alla
sína menn til skips.
Þar sem færri fengu
pláss hjá Sigurði en vildu
þorðu mennirnir ekki
annað en mæta um borð. •
Þegar allir voru komnir
sagði Sigurður hásetun-
um að gera klárt til brott-
farar. Þótt mönnunum
væri Ijóst að fremja ætti
verkfallsbrot dirfðust þeir
ekki að gera annaó en
skipstjórinn bauð þeim.
í þann mund sem verið
var að taka inn fastsetn-
ingarenda bátsins kom
formaður verkalýðsfé-
lagsins á bryggjuna,
mjög ákveðinn á svip.
Hann kallaði til Sigurðar
og spurði hvað hann væri
að gera. Sigurður svaraði
því til að hann væri að
fara á sjó.
„Það er verkfall og þér
er óheimilt að róa," svar-
aði fcrmaður félagsins.
„Ég ræ samt," sagði
Sigurður.
„Þér er óheimilt að róa
og ef þú lætur þér ekki
segjast neyðumst við til
að beita þig sektar-
ákvæðum," svaraði
verkalýðsformaðurinn,
ákveðinn mjög.
„Nú, og hvað er sektin
há?" spurði skipstjórinn.
„Tólf hundruð krónur,"
svaraði formaðurinn.
Sigurður virti verka-
lýðsformanninn ekki frek-
ara viðlits, heldur kallaði
hátt til háseta sinna:
„Sleppa strákar!"
(Úr sjómannasögum)
Þekktur raupari lét eitt
sinn vel af „velgengni"
sinni í kvennamálum.
Einu sinni þegar hann,
mætti til vinnu á mánu-
degi gat hann ekki annað
en sagt öllum frá „ár-
angri" sínum, burtséð frá
því hvort nokkur hefði
áhuga á frásögninni.
Honum mæltist svo:
„Ég náði mér í sérstaka
píu, algjöra hippapíu. Ég
fór með henni heim til
hennar. Hún býr í komm-
óðu."
(Úr mismaelasögum)
Osturínn
er lifibrauðið
— Björgvin Guðmundsson er ostameistari
Osta- og smjörsölunnar en nýlega hlaut fyrir-
tœkid sjö gullverdlaun og fimm silfurverdlaun
á sýningu í Danmörku.
„Nei, nei, osturinn er ekki
það eina sem kemst að í lífi
mínu. En hann er mitt lifi-
brauð ef þannig má komast
að orði!"
Viðmælandinn er Björgvin
Guðmundsson mjólkurfræð-
ingur og ostameistari hjá
Osta- og smjörsölunni í
Reykjavík. Nýlega hlutu ís-
lenskir ostar tólf gullverðlaun
og ellefu silfurverðlaun á
ostasýningu í Danmörku, þar
af ostar frá Osta- og smjörsöl-
unni sjö gull og fimm silfur.
Björgvin stjórnar ostafram-
leiðslu fyrirtækisins og var
okkur tjáð að hann ætti heið-
urinn af flestum verðlauna-
ostunum.
„Nei, ég er ekki heilinn á
bak við þessi verðlaun. Flest-
ir smurostanna voru t.d. til
þegar ég kom hingað og for-
veri minn, Guðmundur Geir
Gunnarsson, og fleiri áttu
stóran hlut í þessu."
Gullverðlaun hlutu ostar
sem fengu einkunn yfir 12.
„15 er hæsta einkunn sem
gefin er. Ég veit ekki til þess
að neinn ostur hafi fengið
hana, að minnsta kosti þætti
mér gaman að sjá þann ost.“
ost."
Osta- og smjörsalan stóð sig
langbest íslenskra framleið-
enda. Er mikil samkeppni
þeirra á milli?
„Ekki er hægt að segja það.
Auðvitað keppast menn um
að hafa bestu vöruna en það
er engin hatrömm barátta,
t.d. í slíkum keppnum. En við
erum vitanlega mjög ánægð-
ir með að hafa fengið helm-
inginn af íslensku verðlaun-
unurn."
Hvernig atvikaðist það að
Björgvin varð atvinnumaður
í osti?
„Allt saman byrjaði þetta
með því að ég fór að vinna
hjá Mjólkursamlaginu á
Hvammstanga sem sumar-
strákur. Ég var tekinn á samn-
ing hjá Brynjólfi Sveinbergs-
syni fyrir norðan og fór síðan
í nám og útskrifaðist frá Dal-
um í Danmörku 1979. Það
var svo í nóvember 1982 að
mér bauðst starf hjá Osta- og
smjörsölunni fyrir sunnan."
Björgvin segir að ostur sé
Björgvin Guðmundsson ostameistari fékk sjö gullverðlaun, eins
og Mark Spitz.
góð fæðutegund og hafnar
heimskulegum tilgátum
blaðamanns um að hann
hljóti að fá nóg af fnyknum!
„Þú færð auðvitað ekki
góðan ost nema einhver lykt
fylgi. En staðreyndin er sú að
Islendingar vilja fremur
milda osta eða bragðlitla. Þér
dytti eitthvað annað í hug
færir þú inn í danska ostabúð.
Þeir borða meira af sterkum,
eldri ostum. Ætli það sé ekki
ísbúinn frá KEA sem kemst
næst þessum dönsku og teld-
ist þó mildur í Danmörku."
Þeirri hugmynd að Björg-
vin hljóti endrum og sinnum
að verða dauðleiður á ostum
og forðist þá jafnvel í einkalíf-
inu er einnig snarlega hafn-
að.
„Ég borða mikinn ost dag-
lega, það er ekki hægt að
verða leiður á honum. Ég get
þó ekki gert upp á milli ein-
stakra osttegunda. í góðum
veislum borðar maður ekki
brauðost en hann er bestur
ofan á brauð. Að öðru leyti er
sama hverjar kringumstæð-
urnar eru, ostur er alltaf góð-
ur."
Loks fær blaðamaðurinn
nokkra uppreisn æru þegar
hann spyr varfærnislega
hvort Björgvin hljóti nú ekki
oc að eiga sér önnur áhugamál
r? en ostinn?
<0 „Ég er mikið í veiðiskapn-
um, aðeins farinn að kunna
lagið á flugunni og fluguhnýt-
ingum. Ég er einnig áhuga-
samur um tónlist, var fyrir
norðan að gutla með hljóm-
sveit sem hét Lexía, spilaði á
gítar. Þá stundaði ég fyrrum
mikið fótbolta og körfubolta
með USVH ..
„USAH?" spyr blaðamaður-
inn.
„Nei, nei, nei! USVH. Ung-
mennasamband Vestur-Hún-
vetninga. Þú ert að fara
hættulegar brautir ef þú skrif-
ar annað!"
SJÚKDÖMAR OG FÓLK
Um fleiri sérgreinar læknisfræðinnar
Ég fór í bíó um daginn til
að sjá flunkunýja kvik-
mynd frá Bandaríkjum
Norður-Ameríku. Þetta var
ósköp venjuleg mynd um
venjulegt alþýðufólk. Eig-
inkonu söguhetjunnar var
nauðgað í byrjun myndar-
innar af nokkrum atvinnu-
lausum körfuboltamönn-
um. Að því loknu börðu
þeir hana til bana og drápu
síðan húsvörðinn og tvo
lögregluþjóna á leiðinni út.
En inn við beinið voru
þetta sómapiltar því að þeir
hlífðu ketti og kanarifugli
dóttur húsvarðarins. Sögu-
hetjan kom heim og fylltist
óhug og réttlátri reiði, tók
fram vélbyssuna sína og
sprengivörpuna sem hann
geymdi í bílskúrnum og
veitti körfuboltaliðinu eftir-
för. Hann kynntist fljótlega
kærustu illvirkjaforingjans
en hún virtist mikil ágætis-
stúlka. Þegar allir þorpar-
arnir höfðu verið drepnir á
hroðalegan hátt og körfu-
boltaliðið þeirra þar með
fallið úr keppni giftust þau
og leiddust inn í framtíðina
með bros á vör og eld-
flaugabyssu um öxl. Þetta
fannst mér góð mynd. í hlé-
inu fékk ég mér meira popp
og kók. Þá hitti ég virðuleg-
an lækni, gamlan kunn-
ingja minn. Hann var á allt
annarri og menningarlegri
mynd ásamt dóttur sinni og
hneykslaðist þegar ég
sagði honum á hvað ég
væri að horfa. — Það er
ekkert eins hressandi í
skammdeginu og gott of-
beldi, sagði ég vandræða-
lega. — Já, sagði hann. Þú
ert alltaf að skrifa í PRESS-
UNA og hnýtir í heimilis-
lækna, beinalækna, lyf-
lækna og alla aðra en segir
ekki múkk um geðlækna.
Þú ert jú sjálfur í geðiækn-
ingum svo heimatökin ættu
að vera hæg. Annars finnst
mér allir geðlæknar hálf-
skrítnir, bætti hann við. Það
er alveg typískt fyrir verð-
andi geðlækni að stunda
ofbeldismyndir. Hann tók í
hönd dóttur sinnar, leit á
mig með þóttasvip og fór.
Ég ákvað að skrifa grein
um geðlækna í úttekt
minni á sérgreinum læknis-
fræðinnar.
JUST DET, EINMITT
ÞAÐ! Þegar ég var að byrja
að starfa í Svíþjóð kom eitt
sinn til greina að ég færi að
vinna inni á geðdeild. Mér
leist ágætlega á það en
fannst það ákveðinn mein-
bugur að ég kunni eigin-
lega ekkert í sænskunni.
— Það er ekki mikið mál,
sagði viðmælandi minn, þú
lærir bara að segja just det
(einmitt það), og eftir það
eru þér allir vegir færir. Þú
hallar þér aftur í stólnum
og lætur sjúklinginn tala
sem lengst og segir just det
á réttum stöðum í alls kon-
ar tóntegundum. — En ef
ég skil ekki hvað hann seg-
ir? spurði ég. Á ég samt að
halda áfram að segja just
det? — Já, og enginn tekur
eftir því. Annars vegar eru
þeir sem segja ekkert en
humma, jánka eða segja
just det á stöku stað og
reyna þannig að fá sjúkling-
inn til að segja sem mest.
Aðrir geðlæknar eru and-
stæður þessara og tala sjálf-
ir út í eitt. Sjúklingurinn
hlustar á lækninn sem
gengur honum í föðurstað,
ráðleggur, ávítar, hrósar og
fyrirgefur. Sumir geðlækn-
ar gera hvort tveggja, þegja
ýmist eða tala mikið. Þetta
ruglar yfirleitt sjúklinginn
mjög í ríminu og styrkir
þannig áframhaldandi
meðferðarsamband. Segðu
barajustdet, hummaðu og
jánkaðu á réttum stöðum
og þá áttu eftir að ná langt
í þessum fræðum.
VANDAMÁL Á VANDA-
MÁL OFAN Þessi vinur
minn talaði sig upp í æsing
og sagði: — Geðlæknar eru
menn sem taka að sér að
greiða úr sálarflækjum
fólks og skilgreina vanda-
mál. Margir þeirra hafa
sjálfir flækjur í sálinni og
drjúgan skerf af vandamál-
um og telja sig þess vegna
vel til þess fallna að fást við
þessi mál. Sumum tekst að
nota eigin vandamál til að
hjálpa sjúklingnum, öðrum
tekst að nýta sjúklinginn til
að greiða úr sínum flækjum
og enn öðrum lánast hvorki
að leysa eigin vandamál né
heldur vandamál sjúklings-
ins. Stöku sinnum aukast
bæði vandamál læknis og
sjúklings í meðferðinni en
þá ættu báðir að skipta um
meðferðaraðila. Best er ef
sjúklingur og læknir eiga
við keimlík vandamál að
stríða og geta jafnvel farið
að metast um hvor eigi erf-
iðari daga. Hann hélt enn
áfram: — Góður geðlæknir
þarf að vera mörgum kost-
um búinn. Hann situr mikið
á fundum og ræðir við
sjúklinga og aðstandendur
þeirra eða með öðrum
meðferðaraðilum og ræðir
um sjúklinga og aðstand-
endur þeirra. Á þessum
fundum er drukkið ómælt
kaffi svo að hver einasti
geðlæknir verður að hafa
sterkan og þolinn maga.
Þessar miklu setur krefjast j
að auki þess að menn hafi
sterkan og vellagaðan sitj-
anda sem ekki þreytist þó
að mikið sé setið. Hann
hætti nú ræðu sinni og ekk-
ert varð úr ráðningu minni
á geðdeild í þetta sinn.
SKILGREININGAR OG
AÐRAR GREININGAR
Mér fellur sérlega vel hve
geðlæknar eru færir í að
skilgreina atburði líðandi
stundar út frá hugmyndum
geðlæknisfræðinnar. Ég
heyrði einn tala um það að
trúlega hefði Saddam
Hussein verið rekinn of
snemma á koppinn í frum-
bernsku og hataði þess
vegna öll valdboð. Bush og
Thatcher hefðu sennilega
vakið upp hjá honum nei-
kvæðar hugsanir gagnvart
foreldrum hans og því fór
sem fór. Annar sagði minni-
máttarkennd og öryggis-
leysi sumra stjórnmála-
manna eiga rætur að rekja
til æskuáranna þegar þeim
var strítt í sturtunum. Marg-
ir geðlæknar eru stöðugt
að skilgreina umhverfi sitt
á þennan hátt og sjá óleyst
vandamál í hverju horni og
er það vel. Án geðlækna
væri tilveran óskiljanlegri
en hún er og án geðlæknis-
fræðinnar fengju margir
læknar enga aðstoð sjúkl-
inga sinna við að leysa eig-
in vandamál.