Pressan - 06.12.1990, Blaðsíða 25
25
LISTAPOSTURINN
Stórvirki
T.S. Eliot í
íslenskri
þýðingu
Bókaútgáfan Iðunn gefur út
ljóðabálkinn The Waste Land
eftir bandaríska skáldið T.S. ELI-
crr í þýðingu sverris hólmars-
SONAR. Bókin nefnist Eyðiland-
ið og auk ljóðabálksins birtast
ennfremur ljóð T.S. Eliot á ensku
ásamt skýringum skáldsins, auk
þess sem Sverrir gerir ítarlega
grein fyrir skáldskapnum og
skáldinu.
Sinfóníuhljómsveitin
Markads-
setning bætt
„Það þarf að markaðssetja
hljómsveitina betur og nýta bet-
ur þá miklu opinberu styrki sem
hún fær,“ sagði runólfur birgir
leifsson, sem ráðinn hefur ver-
ið framkvæmdastjóri Sinfóníu-
hljómsveitar íslands, þegar hann
var spurður um það hvað hann
teldi brýnast að gera er hann
tæki við. Runólfur tekur til starfa
1. janúar næstkomandi en stjórn
sinfóníunnar tók ákvörðun um
ráðningu hans á þriðjudaginn.
Runólfur starfar nú sem rekstr-
arstjóri sinfóníunnar en hefur
meðal annars unnið fyrir fjár-
veitinganefnd Alþingis.
„Þá stefni ég að því að hljóm-
sveitin nái betur út til almenn-
ings og einnig er ætlunin að gera
breytingar á skrifstofu hennar,"
sagði Runólfur. Hann sagði að
væntanlegar breytingar á skrif-
stofu hefðu í för með sér svipað-
an starfsmannafjölda en breytt-
ar áherslur.
„Að skrifa þessa bók var fyrirætlun sem ég var alitaf í vafa um.'
Eins og blóm í garði
ii
Steinunn Sigurðardóttir í spjalli um Lýting Jónsson, framlífið og ..
„Það er kannski erfitt fyrir fólk ad
ímynda sér að einhver síflissandi
kvenmadur geti verid alvarlegur.
Þad þótti fínt i útvarpi fyrir fimmtán
árum en þykir þad því midur ekki
lengur. Þœr flissa allar út í eitt þess-
ar konur."
Við erum sestar inn í stofu hjá
Steinunni og ég spyr hvort það hafi
verið erfitt að hasla sér völl sem al-
varlegur rithöfundur fyrir tuttugu
árum.
„Ég er ekki nema 19 ára þegar ég
gef út fyrstu ljóðabókina mína. Svo
koma út tvær aðrar ljóðabækur og
síðan tvö smásagnasöfn. Ég fékk
mjög góða og allt upp í frábæra
dóma en þetta seldist hins vegar
ekki mjög vel. Ljóðabækurnar frek-
ar illa eins og ljóðabækur gera en
smásagnasöfnin svona sæmilega.
Það er ekki fyrr en ég hef gefið út
bækur i sextán ár að ég fæ virkilega
góðar viðtökur og Tímaþjófurinn er
ennþá í umræðu og umfjöllun."
„HÚN LAS NOKKUR
LÍTIL, PEN LJÓГ
— Áður en Tímaþjófurinn kom út
fannst mér eins og þér væri stund-
Enn skrifar MacLean að handan
„Það hefur nú ekki verið farið
neitt leynt með það hvernig
þessar bækur eru skrifaðar,"
sagði JÓN KARLSSON hjá bóka-
forlaginu Iðunni þegar hann var
spurður um útgáfu á spennubók-
inni NÆTURVÓRÐUM. Bókin er
skrifuð „í anda“ Alistairs Mac-
Lean sem lést fyrir nokkrum ár-
um.
Það er maður að nafni Alistair
MacNeal sem hefur tekið að sér
að halda við sagnahefð þessa
meistara spennusagnanna.
MacNeal þessi byggir á handrit-
um með rissuðum söguþræði
sem MacLean skildi eftir sig.
Sumir nefna svik í þessu sam-
bandi en Jón harðneitar því og
segir að aldrei hafi verið gerð til-
raun til að dylfa uppruna þeirra.
Bækur þessar hafa verið met-
sölubækur hér á landi jól eftir jól
og áfram má búast við bókum úr
smiðju MacLeans því að minnsta
kosti fimm „söguþræðir" eru
enn eftir.
um ýtt út úr bókmenntalegri um-
ræðu með athugasemdum eins og:
„Hvernig finnst þér að vera falleg-
asti kvenrithöfundurinn í dag.“ Það
datt hins vegar engum í hug að
spyrja Guðberg sömu spurningar.
„Þeir eru nú nokkrir sem veita
Guðbergi harða samkeppni. Það
hefði kannski verið nær að spyrja
Guðberg: „Hvernig er að vera sá
karlrithöfundur á Islandi sem held-
ur sér best?“ En svona í alvöru talað
þá er annað að vera karlrithöfundur
á íslandi en kvenrithöfundur. Það
ætti ekki að vera nein aðgreining
þarna á milli en hún er til staðar. Við
erum spurðar öðruvísi spurninga en
kallarnir og bækurnar okkar eru
bornar saman innbyrðis. Þetta er
óskaplega pirrandi en sem betur fer
að lagast. Það er ekkert meira líkt
með bókum eftir íslenskar konur en
bókum eftir íslenska karla cg það á
alls ekki að fjalla um þaer í einhverj-
um sérstökum pakka. Ég man eftir
því að til dæmis var sagt opinber-
lega: „Hún las nokkur lítil, pen ljóð.“
Ljóðin mín hafa nú aldrei verið neitt
sérstaklega pen svo orð væri á ger-
andi.“
„ÞAÐ VORU EKKI MÍN ORГ
— En hvað þá um feminíska bók-
menntagreiningu? Nú skrifaði
Helga Kress mjög umfangsmikinn
ritdóm um Tímaþjófinn.
„Það sem Helga Kress gerði var
alveg stórmerkilegur hlutur. Mér
finnst ég standa í þakkarskuld við
hana. Hún tekur þarna bókina mína
og skrifar hálfgerða doktorsritgerð
um hana — og gerir það síðan alveg
svakalega vel. Hún er einn af bestu
fræðimönnum okkar á bókmennta-
sviðinu og les oft mjög skemmtilega
úr því sem er skrifað. Hitt er svo
annað mál að ég var ekki endilega
sammála henni. Ég fór vestur í
Odda með hjartað í buxunum þegar
Helga var að fjalla um þetta og það
var fullt út úr dyrum. Þar sem ég
kom aðeins of seint lendi ég í því að
standa og stend milli virðulegra
roskinna kvenna sem fylgjast
grannt með viðbrögðum mínum
undir lestrinum. Að því kemur að
Helga les kafla úr bókinni og dregur
ályktun sem var: „Allir karlar eru
nauðgarar". Þá leit ég á þessar góðu
konur sem stóðu mér næstar og
sagði: „Það voru ekki mín orð.““
HÖFUNDUR Á BARA AÐ
SKRIFA ÞAÐ SEM HANN VILL
— Eru einhver brögð að því að
höfundar skrifi fyrir kenningarnar?
„Höfundur á bara að skrifa það
sem hann vill og getur. Allar teg-
undir bóka eiga rétt á sér svo fram-
arlega sem þær eru góðar. Mér
finnst t.d. ekki að það eigi að vera að
slíta upp úr þessari flóru allan
gleym-mér-eiastofninn. Mér finnst
að öll blómin eigi að fá að vera hlið
við hlið eins og blóm í garði. Fíflar
eða sóleyjar, rósir og hvað sem er. Ef
höfundur aftur á móti stendur sig
ekki í stykkinu og skrifar vonda og
hallærislega bók verður að láta
hann vita það. Ef maður sest niður
með það að leiðarljósi að skrifa met-
sölubók þá er ég til dæmis viss um
að það verður mjög slæm bók. Eins
er þegar höfundar falla í þá gryfju
að predika gegnum bækur sínar.“
LÝTINGUR JÓNSSON
— Hvað með Lýting Jónsson og
nýju bókina þína?
„Þetta er safn af eftirmælum um
ætt Öldu ívarsen þótt hún sjálf liggi
að mestu óbætt hjá garði. Einnig
eru þarna athugasemdir útgefanda
sem er Lýtingur Jónsson og ein lífs-
játning, auk nokkurra sendibréfa
héðan og að handan. Ég nota síðan
þetta efni til að segja sögu. Bókin er
náttúrlega sérkennileg að því leyti
að hún er að hluta til paródía á
minningargreinar en bara að hluta
til. Ég nota þessa aðferð einnig til að
afhjúpa fólk.
Það sveiflast svolítið hratt á milli
alvöru og gamans sem gerir að
verkum að svolítið erfitt er að velja
kafla til að lesa upp úr bókinni. Ef ég
vel fyndinn kafla heldur fólk að hún
sé tómt grín og ef ég vel alvarlegan
kafla heldur fólk að hún sé öll al-
vörugefin.
Að skrifa þessa bók var fyrirætlun
sem ég var alltaf í stöðugum vafa
um. Það er náttúrlega stórt vanda-
mál að búa til bók sem er samansett
úr svona mörgum greinum og eftir
svona marga höfunda.
Þetta er bæði stílvandamál og
samsetningarvandamál. Ég náði
áttum með jöfnu millibili í kofa uppi
í sveit. Ég lokaði mig þar inni eða fór
í göngutúra og kom svo í bæinn og
talaði út í eitt. Þá var ég kannski
ekki búin að tala við neinn í viku.“
AÐ LIFA ÁFRAM
— En hvað með framlífið sem
Steinunn gerir svo mikið grín að í
bókinni? Eru bókmenntirnar fyrir
höfundinum ekki angi af þessu
sama framlífi?
„Mér finnst nú frekar notaleg til-
finning að skrifa bækur. Ég man að
þegar ég var að vinna á útvarpinu,
sem ég kunni nú mjög vel við að
mörgu leyti, hugsaði ég með mér:
Svo fer þetta bara út í loftið og eyðist
fyrir vindinum. Mér leið einhvern
veginn betur að vera að gera eitt-
hvað sem kæmi á bók og mundi svo
lifa mig.
Ég væri fífl ef ég ætlaði að halda
því fram að ég vissi að ekkert líf
væri eftir þetta líf. Ég held að ef það
er annað líf þá sé allt miklu stórkost-
legra en okkur órar fyrir. En sé það
þetta lummulega framlíf sem miðl-
arnir eru alltaf að lýsa vil ég gjarna
sleppa við það.“
Þóra Kristin Ásgeirsdóttir