Pressan


Pressan - 06.12.1990, Qupperneq 30

Pressan - 06.12.1990, Qupperneq 30
íslenskur stúdent á ítaliu HEFUR SETIÐ SEX ÁR í FANGELSI VEGNA MATAR SENDINGAR FRÁ MÖMMU OG PARRA — Þaö voru einkum sviðin og tópasinn sem vöktu grun- semdir — sagði Jónas Stein- grímsson er GULA PRESSAN heimsótti hann. UMHV ERFISRÁÐ HERRA FÆR SÉR NÝJAN BÍL FYRIR KOSNINGARNAR — Finnst ég öruggari gagnvart umhverfinu — segir Július Sólnes. Ný þjónusta þjóðkirkjunnar BÝÐUR GIFTINGAR MEÐ ÓKEYPIS SKILNAÐARRÁÐGJÖF INNIFALINNI Sjálfstœdisflokkurinn VILL AÐ ÞORSTEINN FARI TIL AÐ FRELSA GISLA Reykjgvík, 6. desember Þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins og aðrir helstu forystumenn flokksins haf a farið þess á leit við ut- anríkisráðuneytið að það heimili að Þorsteinn Páls- son, formaður Sjálfstæðis- flokksins, fái aö fara til Bagdad og freista þess að frelsa Gísla Sigurðsson lækni. „Við viljum leggja okkar af mörkum," sagði Davíð Odds- son, varaformaður flokksins, í samtali við GULU PRESS- UNA. „Við teljum Þorstein um margt heppilegan til far- arinnar. Þorsteinn getur kom- ið vel fyrir og okkur vitan- lega hefur Saddam Hussein ekki neitt á móti honum." Þrátt fyrir ítrekaðar tilraun- ir tókst GULU PRESSUNNI ekki að ná tali af Þorsteini. Hann hefur ekki komið út úr skrifstofu sinni í Valhöll frá því að fundur forystumanna flokksins hófst þar á mánu- dag eftir að viðbrögð við samþykkt þingflokksins um bráðabirgðalögin komu í Ijós. Sérstakt dansgólf fyrir gömln dansana Reykjovík, 5. desember „Við teljum að réttur okkar haf i verið fyrir borð borinn á undanförnum ár- um,“ sagði Óiafur Úlfars- son, formaður nýstofn- aðra samtaka áhugafólks um gömiu dansana. „Nýir skemmtistaðir eru alls ekki hannaðir með þarfir okkar í huga. Þar er allt mið- að við að dansaðir séu nýju dansarnir. Við viljum snúa þessari þróun við. Fötluðum tókst á sínum tíma að fá skemmtistöðum breytt með hliðsjón af sínum þörfum. Við stefnum að hinu sama,“ sagði Ólafur. Á fyrsta fundi félagsins var samþykkt ályktun þar sem skorað er á Svavar Gestsson menntamálaráðherra að beita sér fyrir lagasetningu sem skyldi alla skemmtistaði til að bjóða jafnframt upp á dansgólf og dansmúsík sem henti gömlu dönsunum. „Þetta er sniðug hugmynd og vel athugandi," sagði Svavar í samtali við GULU PRESSUNA. „En þar sem ég er lítiil dansmaður skaut ég málinu til Óla Þ. Guðbjartsy sonar sem er miklu liðtækaijí í gömlu dönsunum." Sérstakar ráðherraakreinar Reykjavík, 5. desember Ríkisstjórn Islands hef- ur samþykkt að leggja um 1,6 milljarða í stórátak í vegamálum. í því felst að lagðar verða sérstakar ak- reinar við flestar götur í þéttbýli, aðeins ætiaðar ráðherrum og eriendum þjóðhöfðingjum sem hing- að koma í heimsókn. „Hugmyndin varð til þegar þrír af ráðherrunum komu of seint á ríkisstjórnarfund um daginn," sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráð- herra. „Þetta var helvíti bagalegt þar sem það voru einu ráðherrarnir sem voru á landinu þá stundina. Þeir sögðust allir hafa lent í um- ferðaröngþveiti á leiðinni á fundinn. En með þessum breytingum ættum við að geta haldið fundi á réttum tíma framvegis. Það er til mikilla bóta,“ sagði Stein- grímur. Björn Bjarnason og Kjartan Gunnarsson hafa fært Þor- steini mat. „Hann segist hlakka til far- arinnar," sagði Kjartan við GULU PRESSUNA. „Við höf- um fært honum bækur um ír- ak og arabana í eyðimörk- inni. Davíð Scheving Thor- steinsson hefur auk þess boð- ist til að láta Þorstein hafa vatn til fararinnar." Samkvæmt heimildum GULU PRESSUNNAR ráð- gera sjálfstæðismenn að senda Þorstein til írak jafnvel þótt utanríkisráðuneytið samþykki ekki ferðina. „Ég tel víst að Þorsteinn fari,“ sagði Friðrik Sophusson í samtali við GULU PRESS- UNA. „Ef ekki til írak þá eitt- hvað annað." Ljósmyndari GULU PRESSUNNAR náði þessari mynd af Þor- steini í gegnum glugga á skrifstofu hans í Valhöll. Stuttu síð- ar leiddi Björn Bjarnason hann frá glugganum. Fjárlagagatið flutt vestur á firði ísafirði, 6. desember Ólafur Ragnar Gríms- son fjármálaráðherra lýsti því yfir á opnum borgarafundi á ísafirði í gær að til stæði að leysa samgönguvanda Vest- firðinga fyrir næstu kosningar. „Sú hugmynd hefur skot- ið upp kollinum að flytja fjárlagagatið til Vestfjarða,“ sagði Ólafur meðal annars í ræðu sinni þegar hann fjall- aði um jarðgangagerð á Vestfjörðum. „Ef gatið verður sett á fjöllin milli fjarðanna ættu Vestfirðingar að geta keyrt í gegnum það. Þetta gæti orðið til þess að byggða- kjarnarnir á fjörðunum yrðu að einu atvinnu- svæði." ■■W——— FYRRUM FOR- STJÓRI SVIKINN UM EFTIRLAUN Keflavík, 6. desember____ „Þar sem ég ólst upp voru samningar samning- ar og menn stóðu við orð sín,“ sagði Eysteinn Stein- grímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri laxeld- isfyrirtækisins Vonarlax í Keflavík, en hann hefur nú höfðað mál á hendur þrotabúinu vegna van- efnda á eftirlaunasamn- ingi. Samkvæmt samningnum á Eysteinn að fá full forstjóra- laun það sem hann á eftir ólif- að eða um 650 þúsund krón- ur á mánuði auk ýmissa fríð- inda. Bústjórar þrotabúsins hafa neitað að greiða Eysteini samkvæmt þessum samn- ingi. „Þetta er fyrirsláttur og ekkert nema fyrirsláttur," segir Eysteinn um rök bú- stjóranna. „Fyrirtækið stóð í blóma meðan ég var við stjórnvölinn. Að minnsta kosti man ég ekki til þess að hafa þurft að bíða eftir að fá útborgað einn einasta mán- uð.“ Svik í byggingarídnadi RABHÚSIB RF.YIMPIST VERA HUNDAKOFI Grafarvogi, 6. desember „Þetta eru svik og ekk- ert nema svik,“ sagði Run- ólfur Matthíasson, einn þeirra sem fengu afhentan lykil að nýrri íbúð í rað- húsahverfi í Grafarvogi um helgina. „Þegar við gerðum samn- inginn voru okkur sýndar teikningar að húsunum. Sam- kvæmt þeim virtust þetta vera myndarleg raðhús. Þeg- ar húsin eru komin upp þá kemur í ljós að þau eru varla stærri en hundakofar. Ég bara trúi ekki að maðurinn komist upp með þetta," sagði Runólfur. Þormóður Höskuldsson byggingarverktaki segir að um leiðan misskilning sé að ræða hjá Runólfi. „Á teikningunum kom glögglega í ljós í hvaða mæli- kvarða þær voru. Það er ekki við mig að sakast þótt Runólf- ur sé lélegur í rúmfræði," sagði Þormóður. Þó að Runólfur telji sig hafa verið svikinn segist hann hafa neyðst til að flytja inn. „Sem betur fer er ég nýskil- inn. Ég veit ekki hvernig ástandið væri ef konan þyrfti að búa hér líka. Að minnsta kosti byði ég ekki í það ef samlífið væri eins og undir það síðasta."

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.