Pressan - 17.01.1991, Blaðsíða 4

Pressan - 17.01.1991, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. JANÚAR 1991 Helgi og óg vorum ósammála úm nánast allt „Ég sagði upp starfi mínu sem dagskrárstjóri á Aðalstöðinni fyrir tíu dögum vegna faglegs ágreinings við Helga Pétursson útvarpsstjóra," segir Margrét Hrafnsdóttir sem nú hefur hafið störf á Rás 2. Margrét er kunn fyrir störf á Bylgjunni og Aðal- stöðinni en nú er hún sein sagt komin til „stóra bróður“ — Rík- isútvarpsins. En hvað þýðir „faglegur ágrein- ingur“, nánar tiltekið? Margrét: „Við Helgi vorum ósammála um nánast allt sem viðkom dagskrárgerð, við vorum algerlega á öndverðum meiði. Hann hafði sitt fram og menn geta heyrt árangurinn ef þeir kæra sig um," segir Margrét og er greini- lega ekki hrifin. En hvernig kann Margrét við sig sem ríkisstarfsmaður? „Eg býst við að ég verði enn þá harðari andstæð- ingur ríkisrekins útvarps eftir að hafa unnið hérna. En þetta er lær- dómsríkt eftir að hafa unnið í einka- geiranum. Þetta leggst vel í mig." Margrét Hrafnsdóttir: Verö harðari andstæðingur ríkisútvarps ... MYND: E.OL. ,,Þad er ekki svo flókiö ad velja stúlkurnar, þœr veröa ad hafa ákveðna líkamsbyggingu og við metum svo hvort það þarf að bœta á þœr kilóum eða ná þeim af. En það er hin náttúrlega fegurð sem skiptir mestu máli, sú fegurð sem kemur að innan,“ sagði Gróa Ás- geirsdóttir, starfsmaður Hótels ís- lands og ein þeirra sem leita uppi fegurstu stúlkur landsins til þátttöku í fegurðarsamkeppni Islands en hún fer fram hinn 24. apríl í vor. A síðasta ári kepptu 22 stúlkur til úrslita en þar af komu sjö utan af landi eftir að hafa sigrað í kjör- dœmakeppni. Gróa kvað undirbún- ingsnefndina þá hafa tekið 100 stúlkur til athugunar og fjöldinn yrði sjálfsagt svipaður nú. En hvernig fegurð er í tísku um þessar mundir? Gróa: ,,Heilsusamlegt líf- erni er „inn“, og þaö er ekki í tísku að mála sig mikið. Nú gildir að rœkta líkamann en við erum ekki að leita að lifandi gínum heldur stúlkum sem búa yfir fleiru en ytri fegurð Gróa sagði að ýmsum aðferðum vœri beitt til þess að hafa uppi á fegurstu stúlkunum. Ein þeirra sem í nefndinni sitja vinnur á líkams- rœktarstöð, önnur kennir djassball- ett. Og Gróa kvaðst sjálf líta í kring- um sig á skemmtistöðum. Þá berst mikill fjöldi ábendinga sem þarf að sinna, ýmist frá stúlkum sem sjálfar vilja vera með, kunningjum eða öðrum aðdáendum. Og það eru margar kallaðar en fáar útvaldar. Fegurðarsamkeppnin hefur verið vinsœl síðustu árin enda ekkert til sparað og stúlkurnar hafa sumar hverjar slegið í gegn í útlöndum. Gróa: „Auðvitað er erfitt að halda fegurðarsamkeppninni á toppnum svona lengi. Og sumir hafa spáð að áhuginn fari að minnka og keppnin að dala. En við sem að þessu stönd- um reynum alltaf að gera betur og betur.“ „Birgir er ákaflega traustur og áreiðanleg- ur maður. Eg tel að höfuðkostir hans séu hversu rólegur og yfirveg- aður hann er,“ sagði Sigur- jón Pétursson borgarfull- trúi. „Það er afskaplega gott að vinna með Birgi Is- leifi og undir hans stjórn. Hann er í góðu jafnvægi og léttur í skapi. Þá er hann af- ar glöggskyggn og vinnu- samur og verður fínn seðla- bankastjóri," sagði Guð- mundur Magnússon, sagnfræðingur og fyrr- verandi aðstoðarmaður Birgis. „Hann er afskap- lega þægilegur og oft mjög sanngjarn. Hann hafði góð tök á stjórn borgarinnar en það var hans blómaskeið," sagði Þorbjörn Broddason lektor. „Birgir ísleifur er afskaplega hæfur maður og athugull en það gerði auðveldara fyrir mig að koma með uppástungu um hann sem borgarstjóra á sínum tíma. Hann hefur reynst farsæll í sínu starfi," sagði Albert Guðmundsson sendiherra í París. „Birgir er stundum ívið of daufgerður, sem fer auðvitað oft saman við það að menn eru rólegir,“ sagði Sigurjón Pétursson. „Yms- um finnst hann fara of hægt og rólega í sakirn- ar og sé ekki nógu af- dráttarlaus í skoðunum. Einnig að hann leggi of mikið upp úr samning- um og málamiðlunum. Ég held að þetta sé að ýmsu leyti rétt en ég minni á að hann hefur tekið umdeildar ákvarð- anir og ekki bognað und- an þrýstingi og gagnrýni í kjölfar þeirra,“ sagði Guðmundur Magnússon. „Hann átti til að detta í stuttbuxnadeildina fram eftir öllum aldri. í borgarstjórn brá þá fyrir sömu rökum og heimdellingar notuðu en það var sem betur fer ekki oft,“ sagði Þorbjörn Broddason. „Birgir ísleifur fór sér hægt í málum og vildi ekki koma nálægt hlutum sem honum líkaði ekki en ég lít ekki á það sem neikvætt,“ sagði Albert Guðmundsson. DEBET KREDÍT Birgir ísleifur Gunnarsson alþingismaður Birgir ísleifur Gunnarsson alþingismaður hefur verið útnefndur bankastjóri i Seðlabankanum. Birgir ísleifur er fyrrverandi borgarstjóri og menntamálaráðherra. Lyfsala verðup bifreiða- verkstæði I Lögbirtingablaðinu birtist tilkynning til firma- skrár Eskifjarðar þess efn- is að nafni fyrirtækisins Lyfsala lækna á Eski- og Reyðarfirði sf. hafi verið breytt í Bifreiðaverkstæð- ið Afréttarinn sf. Jafn- framt er tilkynnt aö til- gangur fyrirtækisins sé ekki lengur lyfsala heldur rekstur bifreiðaverkstæð- is. Hvað er að gerast? Er apótekarinn farinn að gera við bíla ? Það er von að spurt sé. En því miður er þetta ekki saga af manni sem loksins hefur fundið draumastarfið heldursaga af kerfinu. Málið er þannig vaxið að læknarnirá Reyð- ar- og Eskifirði skráðu lyf- söluna en komust síðan að því að óheimilt var að skrá tvær lyfsölur þarna fyrir austan. Þeir sátu því uppi með ónýtt fyrirtæki á skrá. Þá vildi svo til að sonur annars þeirra ætlaði að stofna bílaverkstæði. I stað þess að borga tvíveg- is til firmaskrár var nafni lyfsölunnar því bara breytt. Það var ódýrara. KYNLÍF Sifjaspell og veruleikinn JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR Sifjaspeli eru framin hér á landi. En hvers vegna fremja menn þau? Þetta er spurning sem ég hef svo oft verið spurð að ég er hissa á sjálfri mér að hafa ekki svarað henni hér fyrr. Kannski er ein ástæðan sú að ég hef átt jafnerfitt og aðrir með að skilja hvers vegna sifjaspell eru framin og þar af leiðandi beinlínis sneitt hjá svona erfiðu máli. Þegar ég var í skóla á sín- um tíma átti ég góða vin- konu. Hún treysti mér fyrir því að pabbi hennar hefði notað hana til kynmaka þegar hún var lítil stelpa — í nokkur ár. Mörgum árum seinna hitti ég föður henn- ar á förnum vegi í miðbæn- um. Mér varð mikið um og allan tímann á meðan ég var að spjalla við hann um daginn og veginn brann á vörum mér að ásaka hann og spyrja hvort hann gerði sér grein fyrir því hvað hann hefði gert einni dótt- ur sinnh Þetta var óþægileg stund. Ég stillti mig um að hella mér yfir hann því ég veit að það að bjóða ger- anda sifjaspella birginn á þennan hátt er vonlaust — álíka vonlaust og að spyrja virkan alkóhólista í afneit- un hvort hann taki ekki eft- ir því að neyslan sé að eyði- leggja hann og aðstand- endur hans. Varnir hans og afneitun verða bara enn sterkari og gagnárásir byrja, þar til þér sem spurð- ir finnst þú vera klikkaður að láta þér detta þetta í hug! Menn sem fremja sifja- spell eru nefnilega ekkert heimskir en þeir eru fastir í neti afneitunar og lyga. Eftir að umræðan byrjaði af einhverri alvöru fyrir ári hafa vafalaust einhverjir reynt að bjóða gerendun- um birginn með því að standa augliti til auglitis við þá og kalla þá til ábyrgðar. Ég hef séð afar reiða menn, maka þolenda sifjaspella, sem eiga erfitt með að skilja hvers vegna þessi leið dugir ekki. Að „konfront- era" gerandann krefst mik- illar skipulagningar og rannsóknarvinnu og gerist ekki með því að einn hlaupi til og ásaki gerandann. Fjölskyldan, heilbrigðis- kerfið — allir — þurfa að taka þátt. Þetta segja þeir sem eitthvað hafa unnið að ráði með sifjaspellamál er- lendis. Enn sem komið er eru íslenskar heilbrigðis- stéttir að stíga fyrsta skref- ið, með því að viðurkenna að vandinn sé til staðar — melta áfallið eins og sagt er. Áfall er ekki auðvelt að melta. Ekki fyrr en að því loknu verður farið að huga að næsta skrefi — að mennta heilbrigðisstéttir, fóstrur, kennara, lögreglu og þá sem eru í þeirri að- stöðu að vera trúað fyrir sifjaspellunum af hendi þol- anda. Það þarf næmi og þjálfun til að taka eftir ein- kennum sifjaspella sem umlukt eru neti leyndar- máls og afneitunar. Það sem er einna erfiðast að horfa upp á — að mér finnst — er hversu langan tíma þetta meltingarferli tekur. Á meðan halda sifja- spellin áfram. Þau eru alls ekki hætt þó að umræðan hafi dofnað. Það var því Ijós í myrkri að Stígamót — . æ fleiri til- felli eru aö koma upp á yfirboröiö þar sem þol- andinn er strákur og gerandinn kvenkyns að- standandi.“ samtök kvenna gegn kyn- ferðislegu ofbeldi — tóku til starfa. Þar er staður þar sem þolendur geta leitað stuðnings og ef til vill í fyrsta skipti trúað einhverj- um fyrir því sem átt hefur sér stað. Einkum konur sækja þangað aðstoð, í formi viðtala, vinnuhópa og námskeiða. En sifjaspell einkennast fyrst og fremst af því að vera leyndarmál, eins og áður sagði, og flest- ir trúa því hér á landi — og lesa meira að segja um það í flestum fræðiritum — að þolandinn sé yfirleitt stelpa og gerandinn yfirleitt karl- kyns aðstandandi. Á sama tíma og flestir trúa þessu bárust þær fréttir í haust með meðferðaraðila sem heimsótti klakann að æ fleiri tilfelli séu að koma upp á yfirborðið þar sem þolandinn er strákur og gerandinn kvenkyns að- standandi. Þetta eitt segir manni að ekki eru öll kurl komin til grafar enn. Ég ætlaði að reyna að svara spurningunni hvers vegna menn fremja sifja- spell en pistillinn þróaðist í aðra átt. Svona getur verið erfitt að komast út úr af- neituninni! Ég er greinilega enn að melta áfallið. Ætli ég geri ekki aðra heiðar- lega tilraun í næsta pistli. Sæl að sinni (eða ættum við að segja: Verið sæl í sinn- inu?).

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.