Pressan - 17.01.1991, Side 8
FIMMTUDAGUR PRESSAN 17 JANÚAR 1991
í
GJALDÞROTA
ÞORPÁ
0PIN6ERU
FRAMFÆRI
Sudureyri viö Súgandafjörö heyr þessa dagana erfida
baráttu fyrir tilvist sinni. Hreppurinn er íraun gjaldþrota
:>g liggur á ,,gjörgœsludeild“ félagsmálaráðuneytisins.
Hann er í greiðslustöðvun og samningum um niðurfell-
'ngu skulda. Framkvœmdir á vegum hreppsins hafa að
mestu legið niðri undanfarin ár, einkum vegna vanskila
Fiskiðjunnar Freyju. Fyrirtæki þetta er um leið komið í
opinberar hendur; meirihlutaeigandi er Hlutafjársjóður.
Kúfiskveiðifyrirtœkiö Bylgjan fór að auki á höfuðið 1989
>g fékk mikinn skell.
Þetta gerist þrátt fyrir að lánafyrirgreiðsla Fram-
kvæmdasjóðs, Byggðasjóðs, Hlutafjársjóðs og Atvinnu-
'ryggingasjóðs hafi numið um 600 milljónum króna að
lúvirði á tímabilinu 1978 til 1990.
Á Suðureyri eru aðstæður að því
leyti ákjósanlegar að þaðan er stutt
i fengsæl mið. Á hinn bóginn er ein-
angrun mikil og samgöngur afar
erfiðar. íbúar voru flestir árið 1978
eða 526. I desember síðastliðnum
voru þeir aðeins 367 eða 159 færri.
Fólksfækkunin á tólf árum er því
rúm 30 prósent. Þar af hefur íbúun-
um fækkað um 62 á síðustu þremur
árum. Þeir hafa ekki verið færri frá
því á fimmta áratug aldarinnar.
Á síðasta ári leitaði hreppurinn til
félagsmálaráðuneytisins vegna þess
að fjárþröng hans var svo mikil að
hann gat ekki staðið í skilum. 30.
október ritaði Jóhanna Siguröar-
dóttir félagsmálaráðherra bréf til
Endurskoðunar hf. og bað um rann-
sókn á fjárreiðum og rekstri hrepps-
ins.
VERKALÝÐSFÉLAGIÐ
TÓK AÐ SÉR AÐ
FJÁRMAGNA SUNDLAUG
Vanskil Freyju/Hlaðsvíkur löm-
uðu framkvæmdagetu hreppsins.
Framkvæmdir hafa verið í algjöru
Iágmarki ef undan eru skildar fram-
kvæmdir vegna nýju hitaveitunnar.
Það er til marks um fjárþröng sveit-
arsjóðsins að sjúkrasjóður Verka-
lýðsfélagsins Súganda hefur tekið
að sér að fjármagna kaup á nýrri
einingasundlaug og varið til þess 4
til 5 milljónum króna.
Annað dæmi um fjárþröng
hreppsins er nýja hitaveitan. í árslok
1988 gerði hreppurinn samning við
fjármálaráðuneytið, sem fól m.a. í
sér að ríkissjóður yfirtæki 20 millj-
ónir af skuldum hitaveitunnar. Yfir-
taka þessi hefur hins vegar ekki átt
Lilia Rafnev Magnúsdóttir. oddviti Suðurevrar
JARBGðMIN
IVFVIOKKUR
AFBOTNMUM
,,/ mínum huga er mikilvœgast
ad atvinnulífib komist í fastar
skordur. Ýmislegt fleira þarf ad
koma til og vil ég sérstaklega
nefna höfnina, sem þarf ad lag-
fœra. En ég tel ad botninum sé nád
og aö allt stefni uppá viö í framtíö-
inni," sagdi Lilja Rafney Magnús-
dóttir, oddviti hreppsnefndar, um
stöðu hreppsins og möguleika.
,,Við hljótum að horfa til þess að
jarðgöngin komist í gagnið sem
allra fyrst. Framkvæmdir eiga að
hefjast í sumar og skapast þá strax
atvinnutækifæri. Jarðgöngin
koma til með að auka atvinnu-
tækifærin og auðvelda aðgang að
ýmissi þjónustu. Við finnum þegar
fyrir því að brottflutt fólk er að
koma aftur."
Lilja sagði að nú væri verið að
semja við ýmsa lánardrottna og
þar vægju þyngst ýmsir opinberir
sjóðir. Hreppurinn gæti hins vegar
vart selt eignir upp í skuldir. „Það
er takmarkað sem við getum selt
af eignum. Við urðum að breyta
27,5 milljónum af skuldum Freyju
í hlutafé og eins og staða fyrirtæk-
isins er nú eru litlar líkur á því að
hægt sé að selja þennan hlut. Aðr-
ar eignir til að selja eru í raun eng-
ar.“
SKULDIR HREPPSINS OG
STOFNANA HANS
300 MILLJÓNIR
Rannsókn Endurskoðunar leiddi
n.a. í ljós að nettóskuld sveitarsjóðs-
ns og stofnana hreppsins, að nýrri
hitaveitu undanskilinni, var í árslok
1989 um 200 milljónir króna að nú-
virði eða yfir hálf milljón króna á
hvern íbúa. Á tímabilinu 1982 til
1989 höfðu rekstrargjöld og fjárfest-
ngar verið 40 milljónum króna
hærri en tekjur til ráðstöfunar.
1 lok september 1990 var staðan
tú að skammtímakröfur og hand-
bært fé hreppsins og stofnana hans
voru 40,5 milljónir en skammtíma-
skuldir 109,5 milljónir. Heildar-
skuldir voru 185 milljónir og skuldir
nýju hitaveitunnar 110 milljónir til
viðbótar.
Til marks um mikla fjárþröng
vegna skammtímaskulda hreppsins
má nefna að 30. september hljóð-
uðu áfallnir og ógreiddir vextir upp
á tæpar 40 milljónir króna, afborg-
anir 1991 og gjaldfallnar afborganir
1990 upp á aðrar 40 milljónir og
skuldheimtumenn veifuðu auk þess
reikningum upp á 22 milljónir. Fyrir
þessu voru engir peningar til því úti-
standandi kröfur hreppsins fengust
ekki greiddar.
í desember ákvað ráðherra að
beita ákvæðum gjaldþrotalaga og
veita hreppnum greiðslustöðvun til
þriggja mánaða.
Orsakir afar bágborinnar stöðu
hreppsins eru margvíslegar. Bæði
gamla og nýja hitaveitan hafa reynst
hreppnum þungur baggi. En hið
einhæfa atvinnulíf á staðnum er
sjálfsagt meginástæðan. Lang-
stærsti atvinnurekandinn er Freyja
og dótturfyrirtækið Hlaðsvík. Fjár-
hagsstaða þessara fyrirtækja hefur
verið afar bágborin síðustu árin og
söfnuðu þau upp miklum skuldum
við hreppinn.
lána ásamt vöxtum, alls yfir 20 millj-
ónir króna.
Freyja var um árabil í meirihluta-
eign SÍS. Þegar fjárþröng og fram-
kvæmdaleysi tóku að hrjá hreppinn
horfðu íbúarnir til SÍS um lausn. Yfir
100 manns hafa haft atvinnu hjá fyr-
irtækinu, sem samsvarar helmingi
íbúa Suðureyrar 15 til 60 ára. En
lausnin kom aldrei.
FREYJA í MEIRIHLUTAEIGN
SJÓÐS FYRIR SUNNAN
Rekstur fyrirtækisins hefur komið
út með tapi um árabil. 1989 var svo
komið að fyrirtækið fékk greiðslu-
stöðvun i fimm mánuði og síðan
hefur ríkt stanslaus „fjárhagsleg
endurskipulagning". 1989 kom til
kasta Hlutafjársjóðs sem lagði 97
milljónir króna í fyrirtækið og eign-
aðist meirihluta eða um 55 prósent.
SÍS á enn um 20 prósent og hreppur-
inn um 15 prósent.
Um leið og Hlutafjársjóður lagði
inn nýtt 97 milljóna króna hlutafé
og aðrir aðilar 55 milljónir voru
felldar niður kröfur upp á 145 millj-
ónir króna.
Auk þessa hefur Atvinnutrygg-
ingasjóður útflutningsgreina veitt
Freyju 85 milljóna króna skuldbreyt-
ingalán og 19 milljónir til hlutafjár-
kaupa, eða 104 milljónir króna.
Enn fremur má það heita fyrir-
greiðsla við fyrirtækið að í maí 1990
gerði það upp 50 milljóna króna
skuld við hreppinn þannig að 20
milljónir voru greiddar í fé en 27,5
milljónum var breytt i hlutafé og 2,5
milljónir afskrifaðar.
Um þessi hlutabréf hreppsins seg-
ir Endurskoðun hf.:...með tiliiti
til fjárhagsstöðu félaganna er afar
líklegt að hlutabréfaeign hreppsins í
Fiskiðjunni Freyju hf. sé ekki mikils
virði um þessar mundir".
TILRAUN MEÐ KÚFISKVEIÐAR
KLUÐRAÐIST MEÐ GLANS
Meira um glatað fé. Bylgjan var
stofnuð í júní 1986 um veiðar og
Byggöastofnun. Frá byggðastefnusjóðunum hafa runnið 600 milljóna króna
lán, styrkir og hlutafé til Suðureyrar á tólf árum. Þetta samsvarar 1,6 milljónum
á hvern núverandi ibúa eða 6,5 milljónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu.
sér stað. Ástæðan er sú að hreppur-
inn hefur ekki getað staðið við skil-
yrði um greiðslu á stofnframlagi til
hitaveitunnar og uppgjöri á skuld
sinni við hitaveituna, samtals 23
milljónir króna að núvirði.
Þá má nefna að fimm verka-
mannabústaðaíbúðir hafa verið
seldar á nauðungaruppboði og átti
hreppurinn fjórar þeirra. Veðdeild
Landsbankans átti hæstu tilboð en
samþykkt hefur verið að hreppur-
inn gangi inn í tilboðin. Hann þarf
um leið að greiða að minnsta kosti
2,5 milljónir til að fá íbúðirnar. Lög-
fræðingur Landsbankans telur hins
vegar að þrátt fyrir uppboðin skuli
staðið við greiðslu áhvílandi veð-
Suðureyri. íbúar voru flestir árið 1978
eða 526. í desember siðastliðnum
voru þeir aðeins 367 eða 159 færri.
Fólksfækkunin á tólf árum er því rúm
30 prósent. Þar af hefur íbúunum
fækkað um 62 á síðustu þremur ár-
um.
vinnslu á kúskel, með Byggðastofn-
un sem stærsta hluthafann og fjár-
mögnunaraðila. Villi Magg, sér-
smíðað skip, var keypt frá Hollandi
og sérstakar vélar smíðaðar. En fyr-
irtækið var stofnað meira af ósk-
hyggju en fyrirhyggju. Viðmælend-
ur PRESSUNNAR eru sammála um
að markaðsmöguleikar hafi lítið
sem ekkert verið kannaðir. Þegar
ekki tókst að selja kúfiskinn til
Bandaríkjanna var hann seldur sem
beita innanlands og voru undirtekt-
ir góðar. En vegna þess að gæðun-
um tók að hraka sneru viðskiptavin-
ir sér annað. Bylgjan varö gjald-
þrota 1989. Byggðastofnun afskrif-
aði hlutafé og lán, 133,5 milljónir.
Stofnunin leysti til sín íbúðarhús
sem var í eigu þrotabúsins. Villi
Magg var keyptur á uppboði og
seldur í lok ársins.
Frá 1978 hefur lánafyrirgreiðsla
Byggðasjóðs, Framkvæmdasjóðs,
Hlutafjársjóðs og Atvinnutrygg-
ingasjóðs hljóðað alls upp á tæplega
600 milljónir króna að núvirði.
Þetta samsvarar 1,6 milljónum
króna á hvern núverandi íbúa eða
6,5 milljónum á hverja fjögurra
manna fjölskyldu. Af þessum 600
milljónum hefur hreppurinn fengið