Pressan - 17.01.1991, Qupperneq 14
14
FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. JANÚAR 1991
Útgefandi: Blaö hf.
Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson
Kitstjórar: Gunnar Smári Egilsson Kristján Þorvaldsson
Blaðamenn: Friðrik Pór Guðmundsson Hrafn Jökulsson Sigurður Már Jónsson Sigurjón Magnús Egilsson Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
Ljósmyndari: Sigurþór Hallbjörnsson
Útlitsteiknari: Jón Óskar Hafsteinsson
Prófarkalesari: Helgi Grímsson
Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson
Dreifingarstjóri: Siguröur Jónsson
Setning og umbrot: Leturval
Prentun: Oddi hf.
Ritstjórn og skrifstofur. Ármúla 36, simi: 68 18 66. Auglýsingasimi: 68 18 66.
Áskrift og dreifing: Ármúla 36, sími 68 18 66.
Áskriftargjald 550 kr. á mánuði. Áskriftargjald: Pressan og Alþýðublaðið:
1100 kr. á mánuði. Verð í lausasölu: 170 kr. eintakið.
Hvaö kostar Súgandi?
í PRESSUNNI í dag er grein um Suðureyri við Súgandafjörð.
Öll helstu atvinnufyrirtæki þorpsins og hreppurinn sjálfur eru
á opinberu framfæri.
Suðureyri er ágætt dæmi um byggðastefnu tveggja undan-
farinna áratuga. Þar er eitt frystihús, einn togari og ein höfn.
Þessari atvinnueiningu var komið upp fyrir opinbert lánsfé.
Hún átti að standa undir 300 til 400 manna sveitarfélagi og
þeirri þjónustu sem af því er vænst.
Auðvitað gekk þetta ekki upp. Svona eining stendur ekki
einu sinni undir sjálfri sér hvað þá litlu byggðarlagi. Þá skiptir
engu þótt höfnin sé byggð fyrir fé úr ríkissjóði og frystihúsið
og togarinn fái endalaust lánað í Byggðastofnun. Endirinn var
fyrirsjáanlegur. Byggðastofnun, eða einhver álíka stofnun,
hiaut að sitja uppi með fyrirtækið, hreppinn og fólkið.
Suðureyri er ekkert einsdæmi. Á áttunda áratugnum voru
sambærilegar atvinnueiningar, höfn, togari og frystihús, settar
niður í nánast hvert einasta þorp hringinn í kringum landið.
Síðar hefur komið í ljós að þessi eining stendur ekki undir sér.
Sjávarútvegurinn í heild líður síðan fyrir að hann er samansett-
ur úr mörgum, smáum og vanmáttugum fyrirtækjum. Það hef-
ur svo áhrif á þjóðfélagið allt. Islendingar búa við verri lífskjör
en þeir þyrftu að gera.
Þetta vita svo sem allir. Það hefur hins vegar verið samkomu-
lag allra stjórnmálaflokka að svokölluð byggðasjónarmið séu
öllu æðri. Það má ekki spyrja hvað þau kosta.
Allir vita líka að þetta er ekki gert vegna ástar á íbúum þorp-
anna. Þeir hefðu það miklu betra ef þeir yrðu aðstoðaðir við
að flytja burt og koma sér fyrir á lífvænlegri stöðum. Vegna
kjördæmaskipunar hafa þingmenn hag af því að vernda at-
kvæði en ekki fólk.
Sú er sjálfsagt ástæða þess að engin tilraun hefur verið gerð
til að meta hvað kostar að halda Suðureyri í byggð — eða öðr-
um álíka þorpum — þrátt fyrir allar byggða- og þjóðhagsstofn-
anirnar. Hvað það kostar að veita jafnfámennu byggðarlagi
sömu þjónustu og stærri sveitarfélögum. Hvað það kostar að
halda allt of smáum fyrirtækjum á floti. Á meðan slíkt er ekki
gert er byggðastefnan trúarbrögð á sama hátt og landbúnaðar-
stefnan.
Stjórnvöld halda því leyndu fyrir skattborgurunum sem
borga brúsann hvað gamanið kostar. Með þessu er verið að
gera lítið úr lýðræðinu. Undirstaða þess er að almenningur sé
upplýstur um hvað er gert við fjármuni hans. Þá getur hann
fyrst valið og hafnað.
Umbótaáætlanir
Nokkrir ungir hagfræðing-
ar vinstri flokkanna birtu á
liðnu ári hugleiðingar sínar
um allt það sem betur mætti
fara hér á landi. Framsóknar-
maðurinn Bolli Héðinsson
skrifaði grein í Morgunblað-
ið um málið, alþýðuflokks-
maðurinn Birgir Árnason
kom sjónarmiðum sínum á
framfæri hér í Pressunni og
Guðmundur Ólafsspn og
fleiri lýstu hinu nýja íslandi í
Þjóðlífi og kölluðu þeir Guð-
mundur hugsmíð sína hvorki
meira né minna en 500 daga
áætlun.
Þetta framtak er allrar virð-
ingar vert. Sá galli er þó á að
þessir róttæklingar eru ekki
nægilega róttækir. Þeir varpa
hugmyndum fram en rekja
þær ekki út í hörgul. Birgir og
Guðmundur ganga til dæmis
ekki nægilega langt í hug-
myndum um sölu ríkisfyrir-
tækja. Breyta á ríkisstofnun-
um í hlutafélög og selja sum
þeirra. Hvers vegna má ekki
selja þau. öll? Þá eru þessir
hagfræðingar hlynntir auð-
lindaskatti og Bolli greinilega
bundinn af þröngsýni flokks
síns í landbúnaðarmálum.
Ef færa á hagkerfi íslend-
inga í nútímalegt horf þá eru
aðalatriðin að mínum dómi
þrjú:
1) Selja þarf atvinnufyrir-
tæki í eigu opinberra aðila.
Fyrst þarf að leggja niður fjár-
festingarsjóðina sem hafa
þann tilgang einan að halda á
floti fyrirtækjum sem hefðu
fyrir löngu sokkið af sjálfs-
dáðum. Síðan ber að selja al-
menningi ríkisbankana tvo.
Þá má selja Póst og síma,
Sementsverksmiðju ríkisins,
Síldarverksmiðjur ríkisins,
Landsvirkjun, veitustofnanir
í eigu sveitarfélaga, hafnir og
flugvelli og mörg fleiri fyrir-
tæki. Örva má söluna með
skattafslætti og auðvitað líka
með viðráðanlegu verði
hlutabréfa. Andvirði fyrir-
tækjanna má nota til þess að
auðvelda fólki úti á landi að-
lögun að nýjum aðstæðum.
2) Tryggja þarf að kvóta-
kerfið skili raunverulegum
árangri. Það gerist með frjáls-
um kvótamarkaði svo að þeir
lendi í höndum þeirra sem
skipulagt geta veiðar sínar
með lægstum tilkostnaði.
Koma verður í veg fyrir til-
hneigingu opinberra aðila til
að endurreisa bæjarútgerðir
með því að sveitarfélög og
ríki veiti óhagkvæmum út-
gerðarfyrirtækjum aðstoð
svo að þau missi ekki kvóta.
Það er mótsögn í því að segja
að fiskiskipaflotinn sé of stór
en berjast síðan af öllu afli
gegn minnkun hans í frjáls-
um viðskiptum með kvóta.
3) Gerbreyta þarf skipan
peningamála. Seðlabankinn
er vitagagnslaus og ber að
leggja hann niður hið fyrsta.
Verðbólga hjaðnar ekki niður
í það sem hún er í nágranna-
löndum fyrr en íslenska krón-
an er horfin úr sögunni en
önnur og traustari mynt kom-
in í umferð, til dæmis þýsk
mörk (eða íslensk mörk jafn-
gild hinni þýsku). Eru ekki
sjálfsögð mannréttindi að fá
að gera samninga í þeirri
mynt sem menn vilja? Birgir
Árnason virðist að einhverju
leyti skilja þetta, ef marka má
nýlega grein hans um pen-
ingamál í Pressunni, en hin-
ir hagfræðingarnir úr röðum
vinstri sinna gera sér því mið-
ur ekki grein fyrir því.
Ein örstutt ábending að
lokum: Framtíðarskipan
efnahagsmála snýst um
mannréttindi fremur en hags-
muni. Hún varðar frjálst val
einstaklinga, ekki sálarlaust
silfrið.
Höfundur er lektor i stjórn-
málafræði.
ÉG SKRIFAÐI BARA Á MIÐA TIL MÖMMU AÐ ÉG VÆRI FARIIMIM AÐ BERJA Á SATAN HUSSEIN. ÉG VONA BARA
AÐ STRÍÐIÐ VERÐI EKKI BÚIÐ ÁÐUR EN ÉG KEM. TEIKNING: ÓMAR STEFÁNSSON
\
111 naudsyn
BIRGIR ÁfíNASON
Stríð er ekkert fagnaðar-
efni en getur verið ill nauð-
syn.
Brjótist út styrjöld fyrir
botni Persaflóa á næstu dög-
um eða vikum eru allar líkur
á því að tugir ef ekki hundruð
þúsunda farist, að stærstum
hluta óbreyttir írakskir borg-
arar í gegndarlausum loft-
árásum bandamanna. Er
hægt að réttlæta slíkt blóð-
bað? Já, ef það kemur í veg
fyrir annað og verra^síðar.
Saddam Hussein Traksfor-
seti er ekki geðveikur í venju-
legum skilningi þess orðs en
hann er valdasjúkur og skirr-
ist einskis til að efla völd sín
og áhrif. Hano hefur um
langt skeið alið með sér stór-
veldisdrauma, drauma um að
verða leiðtogi araba í heilögu
stríði þeirra gegn ísrael og
Vesturlöndum. Hann er
greinilega reiðubúinn að
kosta öllu til — þar á meðal
þjóð sinni — til að gera þenn-
an draum að veruleika.
Hussein hóf undirbúning
að smíði kjarnorkuvopna í
írak á áttunda áratugnum og
væri það ekki fyrir snarræði
ísraelsmanna réði hann nú
yfir slíkum gereyðingartól-
um. Hann háði átta ára blóð-
uga styrjöld við íran á níunda
áratugnum. Árið 1988 beitti
hann eiturefnavopnum gegn
þegnum sínum og murkaði
líftóruna úr þúsundum
Kúrda. Hann hefur alla tíð
skotið skjólshúsi yfir öfga-
fyllstu hryðjuverkamenn. Og
í fyrra réðst hann inn í Kúvæt
og hugði augljóslega á frekari
landvinninga. Arabísku
furstadæmin og Saúdí-Arabía
Ferill Saddams Husseins
hefur verið blóði drifinn. Það
verður engin breyting þar á
éf látið verður undan einni
einustu kröfu hans í yfir-
standandi deilu. Undanláts-
semi Vesturlanda nú þótt í
iitlu væri yrði ekki til annars
en að efla orðspor hans með-
al araba og gera hann enn
hættulegri nágrönnum sín-
um og friði í heiminum yfir-
leitt en hann er nú. Það þarf
enginn að fara í grafgötur um
það að hann mundi fyrr eða
síðar láta til skarar skríða, bú-
inn betri vopnum en hann
ræður nú yfir, með skelfileg-
um afleiðingiim, skelfilegri
en við horfum fram á í kom-
andi hildarleik. Það er ekkert
annað ráð sem dugir en að
koma Hussein frá með góðu
eða illu.
hefðu orðið næstu áfanga-
staðirnir í herför hans hefði
hún ekki verið stöðvuð í tæka
tíð.
Hvað með viðskiptabann ekki verið ráð að gefa því
Sameinuðu þjóðanna? Hefði lengri tíma til að hafa áhrif?
Um þetta sýnist sitt hverjum.
Mér sýnist að viðskiptabönn
hafi allajafnan fremur tákn-
ræna þýðingu en raunveru-
lega. Sem slík geta þau auð-
vitað þjónað nokkrum til-
gangi. Það er hins vegar ólík-
legt að viðskiptabannið gegn
írak skilaði nokkurn tíma til-
ætluðum árangri. í fyrsta lagi
eru takmarkaðar líkur á því
að það héldi nógu lengi. í
öðru lagi vottar ekki fyrir
þeim öflum innan íraks sem
losað gætu það heljartak sem
Saddam Hussein heldur þjóð-
inni í. í þriðja lagi eru allar
líkur á því að Hussein mundi
hefja styrjöld fyndist honum
viðskiptabannið vera farið að
sverfa illilega að sér, t.d. með
árás á ísrael í því skyni að fá
önnur arabaríki í lið með sér.
Það er því varla eftir
nokkru að bíða.
Höfundur er hagfræðingur hjá
EFTA i Genf.