Pressan - 17.01.1991, Page 15
FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. JANÚAR 1991
15
l slenskir skákunnendur geta
glaðst yfir því að Guðmundur Sig-
urjónsson stórmeistari hefur
ákveðið að setjast
að tafli aftur. Hann
verður með á Is-
landsmótinu í at-
skák sem verður nú
um helgina en langt
er síðan hann tók
þátt í skákmóti.
Guðmundur hefur undanfarið unn-
ið sem fasteignasali en hann er lög-
fræðingur að mennt. Á atskákmót-
inu verða þvi fimm stórmeistarar en
Helgi Ólafsson er sá eini þeirra
sem verður fjarverandi en honum
hefur verið boðið á hið sterka mót í
Sjávarvík í Hollandi. ..
| frumvarpinu að fjárhagsáætlun
Reykjavíkur fyrir þetta ár kemur
fram að í Ráðhússjóð fara 680 millj-
ónir króna. Þegar bygging hússins
var kynnt á sínum tíma sagði borg-
arstjórinn, Davíð Oddsson, að
kostnaðurinn yrði ámóta þeirri fjár-
hæð sem fer t. Ráðhússjóðinn á
þessu ári. Til áhaldakaupa fyrir
stjórn borgarinnar eiga að fara 65
milljónir . . .
að er misjafnt hversu miklu
menn og stofnanir eyða í veisluhöld
þegar tilefni gefast, eða gefast ekki.
Rafmagnsveita Reykjavíkur á af-
mæli á árinu. Búið er að ákveða að
eyða sjö milljónum í veisluhöld . . .
ir
H^ÁR-ingar eru greinilega byrj-
aðir að yngja upp hjá sér í fótboltan-
um. Yngri bróðir Péturs Péturs-
sonar, Bjarki, er
genginn til liðs við
Vesturbæjarliðið.
Bjarki er framlínu-
maður eins og bróð-
ir hans og var einn
af lykilmönnum
Skagaliðsins í fyrra.
Eins og kunnUgt er eru þeir bræður
Akurnesingar. Sama er að segja um
yngri bróður Björns Rafnssonar
sem lengi hefur spilað við hlið Pét-
urs í framlínu KR-liðsins. Sá heitir
Rafn og hefur verið aðalmarka-
skorari Snæfells í Stykkishólmi en
þaðan eru þeir bræður ættaðir . . .
Talsverður skriður er kominn á
Heimastjórnarsamtökin sem voru
formlega stofnuð í haust og útlit fyr-
ir að mönnum takist
það ætlunarverk að
bjóða fram í öllum
kjördæmum. Líklegt
er að aldursforseti
Alþingis, Stefán
Valgeirsson, verði í
framboði á Norður-
nýlegu fréttabréfi Sinfóníu-
hljómsveitar Islands er sagt frá
grænni tó’nleikaröð. Um þetta segir
meðal annars: „Þessi tónleikaröð
hentar því sérstaklega vel þeim tón-
leikagestum sem ekki eru vanir að
hlýða á æðri tónlist." Það er svo
annað mál að ekki eru allir sam-
mála um hvað er æðri og hvað er
óæðri tónlist. . .
||
■ M inn hái hótelreikningur Óla
Þ. Guðbjartssonar dómsmálaráð-
herra hefur orðið tilefni bréfaskrifa.
Jón Oddsson
hæstaréttarlögmað-
ur hefur ritað Ólafi
Ragnari Gríms-
syni tvö bréf vegna
þessa. I fyrra bréfinu
bauðst Jón til að
hafa milligöngu um
leiðréttingu á hótelreikningnum.
Jón fullyrti að verðið hafi verið
hærra en gefið er upp á nokkru hót-
eli í Finnlandi. Jón hefur skrifað ráð-
herra á ný þar sem ekkert svar hefur
borist við fyrra bréfinu. Jón segist
fyrst hafa heyrt um þetta dýra ferða-
lag vegna fyrirspurna frá Inga
Birni Albertssyni, þingmanni
þriggja flokka, eins og Jón orðar
það í bréfinu . . .
■ ú er útlit fyrir að ekkert al-
þjóðlegt skákmót verði hér á landi í
vetur. Undanfarin ár hefur verið
haldið að minnsta kosti eitt alþjóð-
legt mót á ári en nú verður líklega
hlé á því. Það sem veldur þessu er
afskaplega slæm fjárhagsstaða
Skáksambands Islands, sem skapast
af húsakaupum í Faxafeni. Eru skák-
menn gramir yfir því að ekki skuli
fást almennileg aðstoð við að
byggja yfir skákhreyfinguna á með-
an ný og glæsileg íþróttahús risa um
allt land . . .
landi eystra en á laugardaginn verð-
ur stofnað til formlegra samtaka í
kjördæminu. Vestfirðingar eru einn-
ig farnir að hugsa sér til hreyfings og
kjarni þeirra sem tóku þátt í fram-
boði Þjóðarflokksins síðast starfar
með samtökunum, m.a. Svein-
björn Jónsson á Suðureyri sem
skipaði annað sæti listans þá. Á Suð-
urlandi vinnur Björn Jónsson, for-
maður Ungmennafélagsins Skarp-
héðins, að framboði heimastjórnar-
manna og norðan heiða er annar
ungmenriafélagi starfsamur, Jó-
hann Ólafsson, formaður Ung-
mennafélags Eyjafjarðar. Gamli
ungmennafélagsandinn var einmitt
helsti drifkraftur Framsóknarflokks-
ins framan af öldinni...
lloðnuleysið hefur skapað mikil
vandræði víða um land. Einnig er
Ijóst að mikill styr kemur til með að
standa um lausn á
vandanum. Lands-
byggðarmenn munu
til dæmis ekki vera
hrifnir af þeirri hug-
mynd Kristjáns
Ragnarssonar, for-
Tmanns LÍÚ, að láta
loðnuflotann fá kvóta úr Hagræð-
ingarsjóði fiskiðnaðarins. Þar eru til
staðar 7000 til 8000 þorskígildi og
óttast landsbyggðarmenn að minnst
af því komi út á land. Telja þeir að
útgerðarmenn muni sitja einir að
þeirri skiptingu á meðan vandi
loðnuverksmiðjanna verði óleystur.
Halldór Ásgrímsson, sjávarút-
vegsráðherra, hefur tekið undir til-
lögur Kristjáns . . .
C
l^taða Jóns Baldvins Hanni-
balssonar, formanns Alþýðu-
flokksins, var orðin veik á meðal
flokksmanna í Reykjavík og alveg á
huldu hvernig honum reiddi af í
prófkjörinu sem fer í hönd. Nú virð-
ist hins vegar sem atburðirnir í
Eystrasaltslöndunum gefi Jóni byr
undir báða vængi enda þykir Jón
hafa staðið sig mjög vel og raunar
átt frumkvæði á alþjóðavettvangi í
málefnum þessara þjáðu ríkja . . .
Launamiðum ber að skila
í síðasta lagi 21. janúar
Allir sem greitt hafa laun á árinu 1990
eiga nú að skila launamiðum
á þartil gerðum eyðublöðum til skattstjóra.
Skilafrestur rennur út 21. janúar.
RSK
RIKISSKATTSTJÓRI
HUGSUM HNATTRÆIUT
NOTUM EMDURUIUMAR PAPPÍRSVÖRUR í SÉRFLOKKI
UÓSRITUNARPAPPÍR
i TÖLVUPAPPÍR
« PRENTPAPPÍR
UMSLÖG
BRÉFSEFNI
ÍSKAUPHF.
FLÓKAGÖTU 65
SÍMI 62 79 50
FAX62 79 70
<
o
SKEMMTISKREPP UM HELGI TIL...
Söluskrifstofur Flugleiða:
Lækjargötu 2, Hótel Esju og Krinqlunni. Upplýsingar og farpantanir I sima 6 90 300.
Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskriftofum
HELGARFERÐ
FÖSTUDAGUR TIL ÞRIÐ JUDAGS
HÓTEL MUSEUM
TVEIR í HERB. KR. 32.610 Á MANN
FLUGLEIÐIR
Þjónusta alla leið