Pressan - 17.01.1991, Síða 19
FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. JANÚAR 1991
19
ætla að bjóða Ólafi Ragnari
Grimssyni bíl sinn til kaups,
Mitsubishi Galant með núm-
erið XG 169. „En maður þarf
sem betur fer ekki að kjósa
flokkinn þótt númerið sé á
bílnum. Ef ég finn fyrir
óbærilegum þrýstingi sel ég."
Ingvar Ragnarsson í Stykk-
ishólmi var hins vegar hepp-
inn. „Ég hef alltaf verið yfir-
lýstur alþýðubandalagsmað-
ur og keyri því rogginn um.“
Enn ftýja Itonmarnir
í fllþýíuflokkinn
Krötum hefur tekist að
veiða hvern kommann á
fætur öðrum yfir í Alþýðu-
flokkinn: Þröst Ólafsson,
Össur Skarphéðinsson og
fleiri slíka.
Samkvæmt auglýsingu frá
Alþýðuflokknum í Alþýðu-
blaðinu á þriðjudaginn eru
þetta þó ekki nema smáfiskar
miðað við þann stóra sem nú
er genginn í Alþýðuflokkinn.
Það er enginn annar en Mikj-
áll Gorbatsjov, sá sem stjórn-
aði Sovét þar til herforingj-
arnir tóku völdin. Hann virð-
ist nú hafa fundið skjól undir
handarjaðri Jóns Baldvins —
eins og Össur, Landsbergis og
fleiri góðir menn.
Nær 200 bíleigendur
hafa fengið hápólitísk bíl-
númer og fá engu þar um
breytt. Ef þeir vilja ekki
vera akandi auglýsingar
fyrir stjórnmálaflokka
verða þeir einfaldlega að
selja bílinn.
„Þú segir mér fréttir! Mér
dettur sem bisnessmanni
fyrst í hug að selja einhverj-
um G-manni bílinn," sagði
Vídir Finnbogason í Teppa-
landi. Hann er ekki búinn að
fá Pajero-jeppann sinn, XG
163. „Ég ætti kannski að
reyna við Ólaf Ragnar. Ekki
hef ég áhuga á því að auglýsa
fyrir hann. Annars er þetta
ekkert stórmál."
„Ég bauð Guðmundi Odds-
syni bílinn en ég held að
hann vilji ekki Lödu. En bíll-
inn er ágætur og ég ek kinn-
roðalaust um á honum," sagði
Björn Þorsteinsson, bæjarrit-
ari í Kópavogi, með XA 250 á
Lödunni sinni. Kratar hafa
eignað sér Björn en hann gef-
ur ekkert upp. „En þetta hrjá-
Slysadeild Borgarspitalans. Þar héngu uppi á vegg þær
greinar úr lögum um opinbera starfsmenn sem kveöa á um
refsingar viö því að skamma þá og hrakyrða.
Aðgát skal höfð í nær-
veru opinberrar sálar
Þeir sem hafa Iagt leið
sína á slysavarðstofuna
hafa rekið augun í Ijós-
ritað plagg uppi á vegg.
Þar er að finna það sem
starfsmönnum slysa-
varðstofunnar þykir
máli skipta úr lögum um
opinbera starfsmenn en
það eru ákvæði sem hóta
þeim sem láta hnjóðs-
yrði falla í garð hinna op-
inberu réttlátum refs-
ingum.
Það er því vissara fyrir þá
sem koma á slysavarðstof-
una með steypustyrktar-
járn í gegnum hausinn að
gæta orða sinna og sitja
prúðir þar til röðin kemur
að þeim. Annars gætu þeir
endað á Hrauninu með
járnið enn á sínum stað.
Þegar Ijósmyndari
PRESSUNNAR hugðist taka
mynd af ljósritinu af laga-
textanum á slysavarðstof-
unni varð uppi fótur og fit.
Afgreiðslustúlka tók hann
niður og fór með hann til
vakthafandi hjúkrunar-
konu. Sú tilkynnti ljós-
myndaranum að honum
væri ekki heimilt að taka
mynd af honum.
IÚÞURHAR FÁ SINN BANKA
The Icelandic Halibut-
bank Ltd. er tvímælalaust
forvitnilegasta nýja fyrir-
tækið á Islandi. Þetta er
enska nafnið á íslenska
lúðubankanum hf., nýju
fyrirtæki suður í Höfnum.
Stofnendur eru nokkrir
einstaklingar, íslenskir og
sænskir.
Þótt það séu brot á öllum
góðum blaðamennskuregl-
um ætlar PRESSAN ekki að
upplýsa hvaða starfsemi fer
fram í lúðubankanum. Það
gæti truflað frjálst flug les-
enda þegar þeir reyna að
ráða í nafnið.
Erobikk er
hsettulegt í óhófi
Þá er loksins orðið ljóst
að eróbikkið er stórhættu-
legt í óhófi eins og flest
ánnað sem er gott eða
skemmtilegt. Bandarískur
læknir hefur komist að því
að eróbikk leiðir til heyrn-
artjóns, svima og jafnvæg-
isleysis.
Það eru stökkin og hoppið
í bland við háværa tónlist
sem leika iðkendurna svona.
ir mig svo sannarlega ekki."
Sigurjón Pétursson, aðstoð-
arforstjóri Sjóvár-Almennra,
fékk XS 387 á vélsleðann
sinn. „Mín fyrsta hugsun var
að ég yrði að skipta um og fá
XD. En það fæ ég víst ekki.
Og úr því þetta er vélsleðinn
sætti ég mig við orðinn hlut."
„Mér líst ágætlega á þetta,
ég er ekki haldinn neinum
fordómum," sagði Jónas Gud-
laugsson, rafveitustjóri í
Hafnarfirði. Toyotan hans
hefur númerið XA 187. Jónas
gaf hins vegar ekki upp óska-
bókstafinn. „Aðalatriðið er
að mér líkar vel við bílinn."
„Þetta er að sjálfsögðu af-
leitt fyrir harðsnúinn krata
eins og mig. Þessir menn
sækja að mér úr öllum átt-
um!“ sagði Ingvar Hallgríms-
ENN HVERFA
HESTARNIR
Nú er liðið hartnær hálft
ár síðan Kolskeggur, 15
vetra bleikálóttur góö-
hestur, hvarf úr hesthúsi á
hestamannamótinu að
Faxaborg í Borgarfirði.
Þrátt fyrir eftirgrennslan
Guðmundar Jónssonar,
bónda á Bjarnastöðum og
eiganda hestsins, hefur
ekkert til hans spurst.
Guðmundur bóndi segir
líklegast að hesturinn hafi
verið fjarlægður af manna-
völdum, það er að segja stol-
ið. Þó skal ekkert um það full-
yrt því eins og menn rekur
minni til blönduðust álfar og
fleiri vættir í hvarf nokkurra
hesta í Mývatnssveit fyrir
rúmu ári. Það var ekki fyrr en
að annan hvern landsmann
hafði dreymt hvar þeir voru
niðurkomnir að þeir fundust
dauðir.
fremur viljað fá XG. Konunni
minni líkar þetta hins vegar
ágætlega."
Hreidar Grímsson, bóndi
að Grímsstöðum í Kjós, var
líka fremur óhress, fékk XB
090 á Subaru sinn. „Ég hefði
viljað fá D. Ég hef verið
spurður hvort ég hafi skipt
um flokk en ég tek þetta ekki
nærri mér.“
Jón T. Valentínusson, bíla-
sali á Seltjarnarnesi, sagðist
Keppir haltur og hjartveikur
„Ég spilaði keilu fyrst af
einhverri alvöru þegar ég
var í Kóreu að kenna fisk-
veiðar," sagði Halldór
Halldórsson en hann er
einn af lykilmönnum
fyrstu deildar liðs KR í
keilu.
„Ég hugsa ekki þannig,"
svaraði Halldór þegar hann
var spurður hvort honum
þætti ekki undarlegt að vera
að keppa með mönnum sem
allir gætu verið synir hans,
aldursmunarins vegna.
Reyndar er einn félaga Hall-
dórs í keiluliðinu sonur hans.
Sá heitir Halldór Ragnar
Halldórsson og er íslands-
meistari einstaklinga í keilu.
„Ég var í Kóreu í þrjú ár, frá
1970 til 1973. Eftir að keilu-
salurinn í Öskjuhlíð opnaði í
febrúar 1985 byrjaði ég að
spila aftur. Ég hef spilað tals-
vert en það hefur stundum
verið erfitt þar sem ég er sjó-
maður og hef því ekki alltaf
getað æft eins og ég hefði
helst viljað."
Halldór er skipstjóri. Hann
hefur verið á sjó yfir 40 ár.
Lengst af var hann skipstjóri
á Baldri KE og Reyni GK.
Halldór fékk fyrir hjartað
1983. Hann varð fyrir því í
miðjum keiluleik fjórum ár-
um síðar að hjartað stoppaði.
„Þeir störtuðu mér aftur,
strákarnir. Ég var mættur í
mót sex vikum síðar og spii-
aði þá seríuna á 574."
1960 keppti Halldór í spjót-
kasti. Hann kastaði tæpa 60
metra. Tveimur árum síðar
varð hann í fyrsta sæti á
landsmóti UMFI. Halldór seg-
ist aldrei hafá æft spjótkast.
Halldór átti lengi vel ís-
landsmet í þriggja leikja röð,
eða seríu eins og það er kall-
að meðal keilara. Meðan
blaðamaður ræddi við Hall-
dór í keilusalnum í Öskjuhlíð
lék Halldór eina seríu. Hann
skoraði 631 stig eða 210 að
meðaltali í leik.
„Þetta er gott. Ég er að
skipta aftur í beina bolta. Ég
ætla að hvíla snúninginn að-
eins."
„Keila er nákvæmnisíþrótt
og ég valdi hana frekar en
golfið þar sem minni tími fer
í keilu og hún er iðkuð innan-
húss og því hægt að stunda
hana í hvernig veðri sem er.
Ég er ekkert að hætta í keilu
og ætla að vera með áfram.
Það er verst með hnén á mér.
Þau eru slitin og ég þarf
sennilega að láta skipta um
liði. Þetta hefur háð mér
nokkuð," sagði þessi tæplega
sextugi eldhressi keiluspilari
að lokum.
son, rafvirkjameistari í Kefla-
vík. Hann fékk númerið XD
024 á Pajero-jeppa sinn.
„Þetta breytir litlu en ekki fer
ég á kjörstað á bílnum í vor.
Ég á hesta og fer sjálfsagt ríð-
andi á kjörstað. Það má
kannski setja rós á númerið?"
Óskar K. Elíasson á Súða-
vík var ekki ýkja hress með
að fá númerið XD 343 á tjald-
vagninn sinn. „Þetta snertir
mig ekki mikið en ég hefði
■
: •'
---
m.