Pressan - 17.01.1991, Síða 20

Pressan - 17.01.1991, Síða 20
20 FIMMTUDAGUR PRESSAN 17 JANÚAR 1991 íðlcnéUnt* |ijoð§ogitr Vinnufélagar á eyrinni eyddu mörgum kaffitímum í umræöur um hversu þreyttir þeir væru á vinnu sinni. Einn þeirra gekk þó sýnu lengst i þessum um- ræöum. Þótt sagt sé frá af fullri varfærni er ekki hægt aö segja annað en aö sá hafi ekki stigiö í vitið. Þessi vitgranni eyrarkarl varö fljótlega óvinsæll fyrir hversu mikið hann tuöaöi um hvaö vinnan væri leiö- inleg. Eftir hádegi einn daginn kom hann Ijómandi til vinnu. Hann gekk rakleiðis til verkstjórans og óskaöi þess aö fá klukkutíma fri síðar um daginn. Þaö var auðsótt mál. Þegar friiö var fengið gekk hann til vinnu- félaga sinna og sagði þeim aö hann væri aö hætta í vinnunni, að minnsta kosti fljótlega. „Hvaö, ertu búinn aö fá aöra vinnu?" „Nei, ekki enn en ég fæ örugglega vinnu." „Ætlar þú aö hætta áöur en þú færð annaö að gera?" „Nei. í útvarpinu var ver- iö aö auglýsa eftir manni i vinnu sem er eins og sniöin fyrir mig. Kókakóla var aó auglýsa eftir dyraverði og ég ætla aö sækja um og er viss um aö ég fæ ..." Áöur en honum tókst aö Ijúka setningunni þreiddist bros yfir andlit nokkurra vinnufélaga hans. Þeir höföu einnig heyrt auglýs- inguna. Þaö var ekki verið aö auglýsa eftir dyraveröi heldur birgöaveröi. Maður- inn gekk vestur í bæ, á skrif- stofur kókakóla, og sótti um starf dyravarðar. Hann starfaði áfram á eyrinni. (Ur einfeldningasögum) Fáir sjónvarpsþættir hafa náð ámóta vinsældum og Dallas geröi þegar best lét. I fyrstu voru þættirnir sýndir í Ríkissjónvarpinu. Þaö uröu margir ósáttir þegar sjónvarpiö tók þætt- ina af dagskrá en þá voru vinsældirnar hvaö mestar. Þegar það var gert brást 01- ís skjótt viö og tryggði sér Dallas á spólum. Þá var hægt aö fá Dallas á bensin- stöövum. Aðsóknin var slík aö panta varö þættina með löngum fyrirvara. Síöar tókst Stöö 2 aö veröa sér úti um Dallas og enn eru þættirnir á dagskrá stööv- arinnar. Þaö eru aö minnsta kosti fimm ár frá því aö sjónvarpið hætti aö sýna Dallas. Þegar eingöngu var hægt aö fá Dallas á spólum á næstu Olísstöð skapaöist oft sérstakt ástand. Skip- stjóri á litlum vertíðarbát á Vesturlandi sagöi eitt sinn viö undirmenn sína: „Viö verðum aö vera í landi í fyrra fallinu í kvöld." „Hvers vegna?" spuröi einn mannanna. „Konan er með tvo Dall- asþætti á leigu og hún verður aö skila þeim á morgun," svaraði skipstjór- inn. „Megum viö koma aö horfa?" spuröi einn háset- anna. (Úr sjómannasogum) ESUS 'AR SANNUR MAÐUR Útgefandi umdeildrar bókar um friðarboðskap Jesú Krists tekinn tali „Einn klerkur setti þetta þannig upp að Jesús kæmi út eins og brjálaður gúrú,“ segir Ólafur Ragnarsson, þýðandi og útgefandi umdeildrar bók- ar, Friðarboðskapur Jesú Krists. Lærisveinninn Jó- liannes er skrifaður fyrir bók- inni, sem færð var í letur á ar- ameísku á fyrstu öld eftir Krists burð. Þessi vitnisburð- ur Jóhannesar rataði aldrei í félag með guðspjöllunum enda af talsvert öðrum toga spunninn. Formála hinnar nýju íslensku útgáfu skrifaði Edmond Székely árið 19117 og er talsvert harðorður um það sem haft er eftir Jesú í Nýja testamentinu, segir að orð hans þar hafi verið „hræðilega afbökuð og mis- þyrmt". Prestum landsins er ekki skemmt eins og langar ádeil- ur í blöðum bera glöggt vitni ''um. En hver er ástæðan fyrir því að prestar taka bókinni svona illa? Ólafur: ,,Það er fá- fræði. Og ekki bara fáfræði, heldur taka þeir þetta til sín persónulega. Við vitum að kirkjan hefur sinn djöful að draga. Það er sagan. Og ljót saga geymist alltaf best. Prestarnir virðast finna hjá sér hvöt til að verja kirkjuna í einu og öllu.“ I þessari umdeildu bók má meðal annars lesa hvernig Jesús leggur lærisveinum sín- um lífsreglurnar í smáu sem stóru. Þar er til dæmis að finna uppskrift að brauði að hætti frelsarans og hann leggur ríkt á við lærisveinana að borða ekki kjöt. Hann út- skýrir einnig hina umdeildu lífsspeki um auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. ,,Menn hafa löngum túlkað innihald þessara orða sem yfirlýsingu um hefnd. En það er ekki svo,“ segir Ólafur. „Jesús út- skýrir fyrir lærisveinum sín- um að sá sem drepur mann bakar sér hatur annarra. Það er eins ef maður stelur, þá þarf hann að svara fyrir það og taka afleiðingum gerða sinna. En Jesús boðar ekki hefndina. Aldrei." Ólafur kvað viðbrögð við bókinni vera meiri en hann þorði að vona. „Fólk sem hef- ur ekkert endilega verið trú- að og jafnvel hrætt við trúar- brögð hefur lýst ánægju sinni með þessa bók,“ sagði hann. Fleiri rit eru til sömu ættar og hafa ekki komið út á íslensku en Ólafur kvaðst ekki hafa ákveðið hvort hann réðist í útgáfu á þeim. Friðarboðskapur Jesú Krists verður trúlega deilu- efni á síðum blaðanna á næst- unni ef marka má fyrstu við- brögð kennimanna. En hvað segir maðurinn sem gefur út trúarrit úr frumkristni, hver er afstaða hans til Jesú? Ólaf- ur: „Hann var einstaklingur sem hafði alla þá bestu kosti sem við höfum enn furtdið meðal manna. Jesús var maður vísdóms og þekking- ar. Hann sýndi okkur leiðina frá fáfræði og ringulreið til hins fullkomna manns. Jesús var sannur maður." Ólafur Ragnarsson: Einn klerkur setti þetta þannig upp að Jesús kæmi út eins og brjúlaður gúrú. SJÚKDÓMAR OG FÓLK Tíöahvörf mmk óttar ' gudmundsson Það hringdi til mín kona eitt kvöldið. Hún kynnti sig og sagðist yfirleitt lesa pistl- ana mína í PRESSUNNI. — Þetta er stundum bara gott hjá þér, væni minn, sagði hún, en skelfing vildi ég að þú skrifaðir einhvern tíma um tíðahvörfin. Ég er 49 ára og blæðingarnar að hætta og ég er farin að finna fyrir alls konar einkennum sem ég skil hvorki né þekki. Skrifaðu nú einu sinni um eitthvað sem máli skiptir og án allra fimmaurabrandara um lækna og spítala. MISMIKIL EINKENNI Þegar konur eldast minnk- ar hormónaframleiðslan, blæðingarnar verða óreglu- legri og hætta síðan algjör- lega. Eggjastokkarnir bregð- ast ekki lengur við örvun stýrihormónanna frá heila- dingii svo að frjósemin minnkar. Eftir fertugt fækk- ar egglosum og á tímaskeið- inu 48—52 ja ára hætta blæð- ingarnar alveg og konan fer úr barneign. Stór hluti kvenna finnur fyrir líkam- legum óþægindum þegar blæðingarnar hætta en ein- ungis fáar leita sér aðstoðar, sem bendir til þess að ein- kennin lagist með tímanum. Algengast er hitakóf sem lýsir lsér eins og hitatilfinn- ing í efri hluta líkamans, roði og sviti. Þessi kóf standa mislengi, sumar konur finna fyrir þeim í nokkrar sekúnd- ur, aðrar lengur. Margar kon- ur finna fyrir höfuðverk, svima, svefntruflunum og kláða, sem þó er mjög mis- munandi og einstaklings- bundið. ALDURSBREYTINGAR I þekktu dægurlagi eftir Magnús Eiríksson um Möggu í bragga segir: „Þá færðist aldur yfir eins og gáldur," og það má til sanns vegar færa að margt breytist með þeim galdri. Á líkaman- um verða breytingar; eggja- stokkarnir minnka og horm- ónaframleiðslan dregst sam- an, eggjaleiðararnir skreppa saman og styttast og legið rýrnar, teygjanleiki leggang- anna minnkar og slímhimn- ur verða þynnri, stökkari og aumari, vegna östrogen- skorts. Brjóstin breytast og missa stinnieika sinn og festu. Eitt alvarlegasta ein- kennið samfara tíðahvörfun- um er minnkað kalkmagn í beinum (osteoporósis), sem veldur því að konunni verður hættara við beinbrot- um. Þunglyndi og ýmis geðræn einkenni láta á sér kræla eftir tíðahvörf og margir hafa þá tilhneigingu að kenna breytingatimanum um allar geðsveiflur eða vandamál sem upp koma. Margar konur finna fyrir pirringi, minnisleysi og kvíða og auknu næmi fyrir alls konar áreiti. Flestir telja þó að þessi andlegu óþæg- indi hafi verið orðum aukin og menn hafa ekki fundið að alvarlegum geðsjúkdómum fjölgi á þessu tímabili. Áhugi á kynlífi virðist minnka hjá mörgum konum við tíðahvörfin og samförum fækkar. Reynsla flestra er þó sú að hafi kynlífið verið lé- legt áður en tíðahvörfin urðu versni það en hafi það verið gott breytist það ekki mikið. Konur virðast þó eiga erfiðara með að fá fullnæg- ingu en áður. Áframhald- andi kynlíf konunnar eftir tíðahvörf er að verulegu leyti undir manninum kom- ið. Ef hann er hraustur og fullur af kynorku getur ágætt kynlíf haldið áfram en sé hann sjúkur og áhugalítill breytist það til hins verra. Konur sem lifa einar eða r.tissa menn sína eftir tíða- hvörfin fara sjaldnast og stofna til nýrra kynferðis- legra sambanda. MEÐFERÐ Margar konur fá horm- ónapillur á þessu skeiði og gefur það ágæta raun gegn höfuðverknum, pirringnum, kvíðanum, gleymskunni, depurðinni og hitakófunum. Konur geta haldið áfram að lifa ágætu kynlífi þrátt fyrir tíðahvörfin. Oft þarf að nota mýkjandi smyrsl i leggöng og sköp þar sem slímhimn- urnar verða annars aumar og viðkvæmar fyrir snert- ingu. Viðbrögð konunnar við tíðahvörfunum byggjast að verulegu leyti á persónu- leika hennar og þeim að- stæðum sem fyrir hendi eru hverju sinni. Margir finna fyrir tómleika og tilgangs- leysi á þessum árum, börnin farin að heiman og tækifær- um lífsins virðist fara hrað- fækkandi. Þessi tilfinning kemur bæði yfir konur og karla og virðist ekki hafa neitt með breytt hormóna- magn að gera heldur al- menna lífsnautn, lífsskoðun og afstöðu til tilverunnar. Tíðahvörf eru eðlilegar breytingar sem fylgja því að eldast. Hver manneskja verður að sætta sig við það þangað til uppskriftin að ei- lífri æsku verður almenn- ingseign og dauðlegir menn geta drukkið af ódáinsveig- um guðanna á Ólympsfjalli, sem héldu þeim síungum. S.ÞÓR

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.