Pressan - 17.01.1991, Síða 23
FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. JANÚAR 1991
23
... fær Tryggvi Hubner,
bara fyrir að vera eins
og hann er.
BÍÓIN ■■■■■
Nikita Nikita Háskólabíói kl. 5,
7, 9 og 11.15. Frakkar eiga hélst
ekki að gera nema erótískar
myndir. Þetta vita allir nema
Besson. Hann á að baki nokkrar
oflofaðar myndir og ætli þessi
fari ekki í hóp með þeim.
Aleinn heima Home Alone Bíó-
höllinni kl. 5, 7, 9 og 11. Ef
Rambó hefði einhvern tímann
verið lítill hefði hann sjálfsagt
hagað sér svona. Þessi mynd fyll-
ir þann skemmtilega flokk
mynda sem allir geta látið fram-
hjá sér fara.
Ryd Regnboganum kl. 5, 7, 9 og
11. Tilvalið tækifæri fyrir þá sem
voru farnir að ryðga i íslenskum
myndum. Þeir sem nenna að
biða eftir endinum verða ánægð-
ir.
Reykjum, etum, drekk-
um og verum glöð og
liggjum í leti
okkur lystir!
það er að segja fciri maður á
kaffihús.
Þrír menn og lítil dama Three
Men and a Little Lady Bíóborg-
inni og Bíóhöllinni kl. 5, 7, 9 og
11. Sum barnsfaðernismál fara
bara beint í vaskinn og þetta er
greinilega eitt af þeim.
Á mörkum lífs og dauða Flat-
/mersStjörnubíói kl. 4.50, 6.55, 9
eins og
ÓLAFUR H. TORFASON
tónlistin mmm
Sinfóníuhljóinsveitin heldur
þrenna tónleika næstu daga. Ný-
árstónleikar heita þeir og á dag-
skránni er Vínartónlist. Fimmtu-
dag og laugardag í Háskólabiói
en á föstudag bregður hljóm-
sveitin sér austur til Selfoss og
spilar í íþróttahúsinu.
Upplyfting verður á Gauki á
Stöng fimmtudag og föstudag.
Það er ótrúleg þrautseigja í Upp-
lyftingu sem nú spilar í fyrsta
sinn á Gauknum.
BÓKIN ■■
Rauðir pennar eftir dr. Orn 01-
afsson er nýútkomin hjá Máli og
menningu. Dr. Örn hefur allar
forsendur til þess að fjalla um
hina máttugu bókmenntahreyf-
ingu sósialista sem var borin
uppi af mönnum eins og Halldóri
Laxness, Steini Steinarr, Halldóri
Stefánssyni, Jóhannesi úr Kötl-
um og Kristni E. Andréssyni.
Þetta var þegar bókmenntir og
þjóðfélagsbarátta voru eitt og
hið sama; Örn hefur aflað fanga
viða og bregst ekki fræði-
mennskan.
Ráðabrugg Intrigue fimmtudag-
inn 17. janúar kl.23.15. Nýleg
bandarísk um hefðbundnar erjur
KGB og CIA, lífshættu í Moskvu,
svikara, konur og vodka. Sögu-
leg upprifjun á kalda stríðinu og
spennandi á köflum.
Skuggalegt skrifstofuteiti Off-
ice Party föstudaginn 18. janúar
kl.23.00. Sá kostulegi skugga-
baldur David Warner er í aðal-
hlutverki í mynd sem fjallar um
skrifstofublók sem tekur vinnu-
félaga í gíslingu. Warner er ná-
ungi sem lætur drauminn rætast.
SJÓNVARPIÐ
LJÓSMYND: SIGURÞÓR HALLBJÖRNSSON
VEITINGAHÚSIN ■
Gamalt
brennivín
Café Mílanó Faxafeni 11 var
hleypt af stokkunum síðasta
sumar í glæsilegu húsnæði. Míl-
anó státar af listilegum innrétt-
ingum og ljúfu andrúmslofti.
Matseðillinn miðast einkum við
þá sem skjótast úr vinnu i há-
Ásthildur á Café Mílanó af-
greiöir kaffi með sveiflu.
degi, samanstendur af fiskrétt-
um, brauði og pastaréttum.
Verðið er með því lægsta sem
finnst, dýrasti rétturinn kostar
690 krónur. Þá er og fjölbreytt
úrval af gómsætum kökum og
meðlæti og kaffið er eins og
sæmir stað með ítölsku nafni.
Mílanó er opið frá 9—19 virka
daga og 12—18 á sunnudögum
en á kvöldin er hægt að leigja
staðinn fyrir einkasamkvæmi.
Og eitt enn: Ýmsir veitingamenn
ættu að gera sér ferð á Café Míl-
anó til að komast að því hvað
góð þjónusta er.
Meö því aö kæla þaö
nógu mikið má skella því
í sig í töluverðu magni,
óblönduðu. Gamalt
brennivín er aö flestra
mati skárri kostur en
venjulegt brennivin ef
drekka á brennivín
óblandaö, t.d. á þorra-
blótum sem nú ganga í
garð. Kúmenbragðið er
ekki jafnyfirgengilegt og
í venjulegu brennivíni
sem fær aðeins að
standa í þrjá mánuði áð-
ur en það fer á markaö-
inn.
<7o5v'TfrÍ
Fjallasveitin High Mountain
Rangers föstudaginn 18. janúar
kl.22.15. B-mynd út í gegn sem
Conradfjölskyldan gerði sér til
dundurs. Hvaða Conradfjöl-
skylda? Þeir sem nenna að glápa
komast að þvi. Lögguhasar í
fjallshlíðum.
'91 ástöðinni laugardaginn 19.
janúar kl.20.40. Þeir eru komnir!
Þeir eru komnir! Spaugstofu-
menn gefa þjóðinni kúrsinn í
skammdeginu.
Prinsinn og betlarinn The
Prince and the Pauper laugar-
daginn 19. janúar kl.21.55. Kyn-
legt leikaragallerí í mynd sem
byggð er á sögu eftir Mark
Twain: Ernest Borgnine, Raquel
Welch, George C. Scott, Oliver
Reed. Ljúfsár mynd — en bókin
var betri. ..
Tryllt ást Wild atHeart Háskóla-
biói kl. 5.10, 9 og 11.15. Ein af
þeim myndum sem maður getur
slegið um sig með á kaffihúsum,
og 11.10. Furðulegt afbrigði ný-
aldarinnar sem sýnir okkur að
ekki er sama að vera dauður og
vera dauður. Spennan fín en ekki
merkileg.
MYNDLISTIN ■■
Hallgrímur Helgason á Kjar-
valsstöðum. Stórsýning sem
spannar fimm ár úr lifi og Iistum
eins af bestu málurum okkar.
Skemmtileg og frjó sýning.
Arngunnur Yr á Kjarvalsstöð-
um. Verk unnin með ýmsum
hætti, veggmyndir úr viði, gleri,
hálmi og málmum í bland við
hefðbundin olíumálverk.
18 æskulistamenn i Nýlista-
safni. Forvitnileg sýning á verk-
um íslenskra „naívista" sem einu
sinni voru kallaðir einfarar eða
alþýðulistamenn. Listamenn
sem varðveittu barnið í sér, yfir-
leitt án mikillar fyrirhafnar.
Berglind, Hrafnhildur og Ingi-
ríöur í menntamálaráðuneyt-
inu. Nú ættu sem flestir að gera
sér ferð um myrkviði skriffinnsk-
unnar við Sölvhólsgötu og skoða
þessa heillandi og dularfullu sýn-
ingu.
LEIKHÚSIN ■■■
Fló á skinni eftir Georges Fey-
deau í Borgarleikhúsi á fimmtu-
dag. Einfaldlega skemmtilegasta
sýningin í bænum.
Ættarmótið eftir Böðvar Guð-
mundsson hjá Leikfélagi Akur-
eyrar föstudag, laugardag og
sunnudag. Norðanmenn þyrpast
á Ættarmótið sem er skemmti-
lega þjóðlegt eins og búast mátti
við af Böðvari.
r 7— 5“ 9— 1Ó
p
r
N
■
■ L
■ 1
■ 43
t 47
„ ■
L
ÞUNGA GATAN
LÁRÉTT: 1 menn 6 húfu 11 þungi 12 galli 13 fléttað 15 útöndun 17
baks 18 dýrka 20 fiður 21 fussa 23 gröf 24 tögur 25 loftferju 27 við-
burðarás 28 gunga 29 þögul 32 yfirhöfn 36 dá 37 sytru 39 spaða 40
hlé 41 stakri 43 land 44 kjánann 46 göfugmenni 48 sargi 49 skaði
50 vorkennir 51 ílát.
LÓÐRÉTT: 1 miskunnarverk 2 fimleikatæki 3 viðkvæm 4 steinteg-
und 5 hóp 6 sprett 7 minnka 8 mundi 9 belti 10 eyddri 14 gjald 16
dund 19 hættuleg 22 tjón 24 árstíð 26 dvaldist 27 liðug 29 illmennin
30 atlaga 31 dánum 33 sjávardýrið 34 himna 35 eflir 37 slappir 38
bolta 41 slægjuland 42 starf 45 rölt 47 uppistaða.
Yinsœlustu
myndböndin
1. Internal Affair
2. We are no Angels
3. A Shock to the
System
4. Always
5. A Cut Above
6. Loose Cannons
7. Look Who's talking
8. A Dry White
Season
9. Glory
10. Sisters
NÆTURLÍFIÐ
Rokkað á liimnum á Hótel Is-
landi fór af stað í haust, mikil
skrautsýning þar sem miklu er
kostað til. Af söngvurum má
nefna Björgvin Halldórsson, Sig-
ríði Beinteinsdóttur og Eyjólf
Kristjánsson. Hljómsveitin
Stjórnin heldur uppi fjörinu og
tólf dansarar sýna listir sinar;
Helena Jónsdóttir samdi dans-
ana. Með þessum herlegheitum
fylgir matur sem gestir velja
sjálfir af níu rétta matseðli. 4400
krónur kostar þessi pakki. Fyrir
þá sem vilja rokka á himnum
með þotuliði. . .
FJÖLMIÐLAR
Ásgeir Friðgeirsson, ann-
ar tveggja fastra fjölmiðla-
skríbenta Moggans, skrifar
um smáfréttir PRESSUNN-
AR og Sandkorn DV í blaðið
sitt um helgina. Hann spyrð-
ir þetta tvennt saman og
kallar „sáðkorn illvilja og
jafnvel haturs", segir þarna
vera á ferðinni „uppspuna
öfundar og óvildar" og að
siðferðislega hafi smáfrétta-
deildir umræddra blaða
„margsinnis farið á haus-
inn". Ásgeir segir auk þess
að þessar fréttir hafi kostað
„þá sem ekkert liafa til sekt-
ar unnið Iífsafkomu, frama-
vonir og jafnvel hamingju".
Ja, hérna.
Eins og í fyrri greinum sín-
um telur Ásgeir sig ekki
þurfa að finna orðum sínum
stoð í raunverulegum dæm-
um. Hann eltir einungis
pennann og lætur hann
leiða sig út í ofhlaðnar setn-
ingar og illa grundaðar full-
yrðingar.
Því er engin ástæða til að
svara Ásgeiri.
Hins vegar mirtnir greinin
okkur á ákveðna gildru sem
við getum fallið í með hugs-
anir okkar. Mörg okkar eiga
það til að heimfæra upp á ís-
lenskt þjóðfélag ýmislegt
sem gerist í útlöndum. Marg-
ir sem hafa dvalið erlendis
flytja þannig með sér heim
flokkun á dagblöðum sem
tíðkast þar; annars vegar éru
gæðablöð og hins vegar
sorpblöö.
DV lendir einna verst í
þessu. Þótt það sé tiltölulega
huggulegt dagblað og næst-
um óguðlega huggulegt síð-
degisblað hefur það mátt
þola alls konar þýddar
skammir sem upphaflega
var beint gegn blöðum á
borð við Bild, The Sun eða
The News of the World. Og á
meðan fólk er upptekið við
að leita að ósómanum í DV
sést jrví yfir þá afbökun á
raunveruleikanum sem á sér
stað á flokksblöðunum; Tím-
anum, Alþýðublaðinu, Þjóð-
viljanum og — því miður enn
þá — Mogganum.
Ef menn eins og Ásgeir
Friðgeirsson leituðust við að
finna meinsemdirnar í ís-
lenskum blöðum í stað þess
að heimfæra upp á |rau ein-
hverja vá aö utan mundu
jreir finna sorp víðar en þeir
leita að því núna.
Gunnar Smári Egilsson