Pressan - 17.01.1991, Side 28
likil harka er nú komin í
kosningabaráttuna innan Dags-
brúnar en kosið verður eftir rúma
viku. Mótframboðið
við Guðmund J.
Guðmundsson hef-
ur nú fengið til sín
tvo nýja liðsmenn
sem einnig eru fyrr-
verandi stjórnar-
menn í Dagsbrún.
Það eru þeir Páll Valdimarsson,
sem er kunnur af briddsafrekum
sínum, og Sigurður Olafsson,
trúnaðarmaður hjá B.M. Vallá. Telja
andstæðingar Guðmundar að 600
nýir félagar hafi gengið í félagið að
undanförnu og eigna þeir sér þá
alla . . .
l frumvarpi að fjárhagsáætlun
kemur fram að það mun kosta 25
milljónir að reka borgarráð og borg-
arstjórn, það er
æðstu stjórn borgar-
innar. Laun á skrif-
| stofu Davíðs Odds-
I ] sonar borgarstjóra
4 llj verða um 36 milljón-
~ ir á þessu ári. Þá
kemur fram að borg-
inni er skylt að horfa á eftir 32,5
milljónum króna til Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands (og Reykjavíkur). . .
M
■ V ■ikil valdabaratta fer nu
fram innan Félags íslenskra stór-
kaupmanna. Aðalfundur félagsins
verður seinna í mánuðinum og hef-
ur formaður þess, Haraldur Har-
aldsson í Andra, lýst yfir áhuga sín-
um á að vera áfram. Haraldur hefur
verið formaður félagsins tvö kjör-
tímabil og samkvæmt lögum þess
má hann ekki vera lengur formaður.
Stuðningsmenn Haralds hafa hins
vegar rætt um að leggja fram tillögu
um lagabreytingu á aðalfundinum
til að framboð hans megi heppnast.
Margir félagsmenn eru því mjög
mótfallnir og telja rétt að skipta um
formann, meðal annars vegna þess
að umsvif Haralds á Stöð 2 hafi ekki
verið heppileg auglýsing. Helst er
rætt um Birgi Rafn Jónsson í
Magnúsi Kjaran hf. sem mótframj-
óðanda gegn Haraldi. . ..
C
Cwem kunnugt er brotnaði gífur-
legur fjöldi rafmagnsstaura á Norð-
urlandi í óveðrinu fyrr í mánuðin-
um. Tjón Rafmagnsveitnanna er
metið á um 50 milljónir króna enda
brotnuðu um 500 staurar. Þrátt fyrir
að veðrið hafi verið slæmt var það
ekkert einsdæmi og telja menn að
það sé ekki eina skýringin á tjóninu.
Hefur verið bent á að víða, þar sem
tjónið varð mest, hafi verið nýbúið
að setja upp þriggja fasa kerfi. Við
það er bætt einni línu sem eykur að
sjálfsögðu þyngslin þegar ísingin
hleðst upp. Rekja menn það til
Kristjáns Jónssonar rafmagns-
veitustjóra að ákvörðun var tekin
um að styrkja ekki linuna. Sparnað-
urinn þá hafi orsakað tjónið nú . . .
M
■ W ■ikil óánægja er meðal
margra matvörukaupmanna vegna
þess hversu verð á vörum getur ver-
ið lágt í Bónusversl-
ununum. Heildsalar
bera af sér að Jó-
hannes Jónsson í
Bónus fái afslátt um-
fram aðra. Þessu
vilja aðrir kaup-
menn ekki trúa.
Nokkrir þeirra hafa rætt um að
hætta viðskiptum við þá heildsala
sem flytja inn vöru r sem fást á lægra
verði í Bónus en hjá heildsölunum
sjálfum. Hvers vegna kaupmennirn-
ir versla ekki hjá Jóhannesi í stað
þess að versla hjá heildsölunum er
ekki vitað . . .
v
W egna aukinna umsvifa
Pharmacos í viðskiptalífinu fara nú
fram miklar breytingar á starfsemi
fyrirtækisins. Öllum þeim fyrirtækj-
um sem nú eru í eigu Pharmacos
verður stjórnað frá aðalskrifstofum
fyrirtækisins. Nú er verið að setja
upp tölvunet svo að hægt verði að
fylgjast með og stjórna öllum fyrir-
tækjunum úr höfuðstöðvum
Pharmacos í Garðabæ. Það stefnir í
mikið og aukið starf hjá Sindra
Sindrasyni og hans fólki á skrif-
stofu Pharmacos . . .
l* ramboði Guðmundar Þ.
Jónssonar er einkum stefnt gegn
Guðrúnu Helgadóttur og nýtur
hann meðal annars stuðnings Ás-
mundar Stefánssonar og þeirrar
verkalýðsforystu sem enn lætur að
sér kveða innan Alþýðubandalags-
ins. Þá munu Guðmundur og Árni
Þór Sigurðsson vera í óformlegu
kosningabandalagi en Árni er
starfsmaður Steingríms J. Sigfús-
sonar í samgönguráðuneytinu ...
v
alsmenn standa í stappi
þessa dagana við að fá greitt fyrir
Sigurð Sveinsson handknattleiks-
----------- mann. Sigurður,
ico Madrid á Spáni
fyrir einu og hálfu
ári. Munu Valsmenn
----------- lítið sem ekkert hafa
fengið af þeim peningum sem Atlet-
ico átti að greiða fyrir vinstri handar
skyttuna skotföstu ... •
|J
■ ^lú hefur Sigurður Péturs-
son sagnfræðingur — og eiginmað-
ur Olínu Þorvarðardóttur — verið
ráðinn kosningastjóri Alþýðuflokks-
ins vegna komandi alþingiskosn-
inga. Þá er einnig í bígerð að Sig-
urður Jónsson, dreifingarstjóri Al-
þýðublaðsins, taki að sér kosninga-
stjórn í Reykjavík . . .
í* restur vinnuveitenda til að
skila launamiðum rennur út á
mánudaginn, 21. janúar. Garðar
Valdimarsson ríkisskattstjóri hef-
ur auglýst dagsetninguna stíft en
þegar launagreiðendur ætluðu að
sækja launamiða í tölvutæku formi
á skrifstofu skattstjóra í gær fengust
þau svör að þeir væru í prentun. Það
virðist því stefna í helgar- og nætur-
vinnu í mörgum fyrirtækjum . • •
■ ^lýr forseti Hæstaréttar, Guð-
rún Erlendsdóttir, er vanhæf sem
dómari í nokkrum málum sem
koma til kasta Hæstaréttar. Það er í
þeim málum sem Örn Clausen,
einn af þekktari lögmönnum lands-
ins, flytur. Ástæðan er sú að Guðrún
og Örn eru hjón . ..
68
55
22
Mi/lf