Pressan - 28.02.1991, Side 4

Pressan - 28.02.1991, Side 4
4 HMMTUDAGUR PRESSÁN 28. FEBRÚAR 1991 VUVRDORA Púlsinum. Einnig nefndi Hall- dór að hann ætti von á því að fleiri erlendir blúsarar kæmu í heimsókn fljótlega fyrir til- stuðlan Chicago-mannsins. Trúirðu á ást við fyrstu sýn? „Já." En líf eftir dauðann? „Já." Ef ég gæfi þér fyrir plastik-skurðaðgerð, hvað myndir þú láta laga? „Brjóstin." Ertu með náttúrulegan háralit? „Nei, ég lét lita það í gær." Horfir þú á veðurfréttir? „Nei." Ertu hrædd við einhver dýr? „Kóngulær." Hvaða bíl langar þig í? „Jeppa." Horfir þú mikið á sjónvarp? „Nei." Segir þú oft brandara? „Nei." Kanntu að elda? „Nei, en ég lét mig hafa það að elda jap- anskan mat fyrir mömmu um daginn. Það var eigin- lega fyrsta tilraun mín." Hefur þú iesið biblíuna? „Nei." Ferðu oft í megrun? „Nei, en ég held í við mig." Ferðast þú í strætó? „Nei." Hugsar þú mikið um í hverju þú ert? „Nei, ég klæðist bara því sem er þægilegt en ég er ekki alltaf í sömu fötunum." Hvað gerir þú þegar þú ætlar að hafa það huggu- legt? „Fer út að borða og laga mig til í rólegheitun- um." Ef þú ynnir 100.000 krónur í happdrætti — hvað myndir þú gera? „Helgar- ferð til Parísar." Hvaða orð lýsir þér best? „Skapbráð." af leikurunum og söng Andreu Gylfadóttur. Að sögn Halldórs Bragason- ar þá hafa menn verið að gera sér grein fyrir því eftir á að „Chicago Beau" er heljarinnar Það fór dálítið illa fyrir útvarpsmanninum ÞOR- STEINI J. VILHJÁLMSSYNI um daginn. Hann aug- lýsti nefnilega eftir heil- brigðri skynsemi í þætti sínum og bað fólk að hringja inn sem treysti sér til að láta hana í té. Síðan hefur Þorsteinn veriö að drukkna í sím- tölum því ef það er eitt- hvað sem þessi þjóð á nóg til af þá er það heil- brigð skynsemi. ■sfiHÐINGUX „Eg ákvað að bregða mér í þetta til þess að brúa dauðan tíma,“ sagði Bjarni en hann tók fram að hann væri alls ekki hættur að syngja. Aðdá- endur hans geta því andað léttar. Bjarni hefur undanfar- ið tekið þátt í rokksýningu sem farið hefur um landið en þar í flokki eru meðal annars islandsmeistararnir í dansi. Hugmyndin er að fara fljót- lega til Vestmannaeyja — kannski fyrsti vísirinn að heimsfrægð — hver veit? Þá er Bjarni að velta fyrir sér útgáfu á nýrri plötu og er að safna efni á hana. „Það er dálítið erfitt að safna efni á hana af því að ég sem ekki mikið sjálfur,” sagði Bjarni en hann segist helst vilja hafa plötuna sem mest í anda sjötta áratugarins: „Það er sem fyrr mín uppáhaldstón- list, ekkert annað kemst í hálfkvisti við þá tónlist," sagði Bjarni. og ævintýri hans í Reykjavík Morguninn eftir að Eiki Strandamaður nappaði svartadauðaflöskunni fékk hann árshýru greidda í bein- hörðum peningum hjá út- gerðarmanninum. Við Reimar vorum snemma á fótum. Til stóð að halda nið- ur á höfn með handfæri. Á Klapparstígnum mættum við strák sem var að selja Mánudagsblaðið. — Er Tarz- an í því? spurði Reimar. — Nei, hann er í Vísi, svaraði guttinn. — Drullaðu þér þá vinur, sagði ég. Klukkan var á slaginu tiu þegar við gengum framhjá Ríkinu við Skúlagötu. Þar sáum við Eika í dyrunum. Hann hélt á mörgum brún- um pokum. — Sæll elsku pabbi minn, sagði Reimar mjúkur á manninn. Hann var enn ekki búinn aö gefa upp alla von um gítarinn sem hann ætlaði að láta Meira karlinn traktera sig á. — Labbaðu með mér upp á hój Reimar og þú Nasi, sagði Eiki Strandamaður. Á þessum árum var sænska frystihúsið girt af frá Arnarhóli með bárujárns- girðingu. Undir henni var eitt helsta yndi róna að sitja hvernig svo sem viðraði. Hvorki fyrr né síðar hef ég orðið vitni að annarri eins veislu. Eftir korter voru fimm rónar víndauðir. Strandamaðurinn sat undir bárujárninu eins og Genghis Khan. Hann kleip mig í lær- ið og tilkynnti: Eg er Strandamaður. Kútur minn, sagði hann við Reimar. — Ég held þú ættir að fara í dag og kaupa þér járnknúnu eim- reiðina sem ég lofaði þér þegar þú varst lítill drengur. — Gemmér frekar raf- magnsgítar, sagði Reimar. — Við Nasi ætlum að stofna hljómsveit. — Fyrst skulum við fara á bæi, sagði faðir hans. Við skildum við rónana sofandi í grasinu. Strandamaðurinn var ekki einu sinni byrjaður að kippa eftir setuna á Arn- arhóli enda hafði hann látið það duga aö dúlla í sig einni Silver Fox. Við fórum að hús- vitja. í fyrsta húsinu var Nú hefur fækkað um einn veitingastað í Reykjavík. Það er veit- ingastaðurinn Bandidos á Hverfisgötunni sem er nú hættur en hann bauð upp á mat að mexí- könskum hætti. Það er EINAR ÓSKARSSON og kona hans PEGGÝ sem eiga staðinn en hann hefur verið í útleigu. Þau hjónin reka veitinga- staðina Ítalíu og Taj Ma- hal núna. Heyrst hefur að Taj Mahal verði fluttur niðurá Hverfisgötuna en Einar sagðist hvorki geta neitað því né játað. Bjamiá SQrdibflnum Frœgasti mjólkurbílstjóri sögunnar er án efa Bjössi á mjólkurbílnum. Ekki skal fullyrt ad PRESSAN hafi nú fundið nœstfrœgasta sendi- bílstjóra sögunnaren hann er án efa sá lagvissasti. Það er enginn annar en Bjarni Ara- son látánsbarki með meiru en hann keyrir nú um sinn á sendibílastöðinni 3x67. IDMSnUEGBn Strandamanninum Hver veit nema heimsfrægð bíði helstu blusara landsins eftir heimsókn Chicago- mannsins „Chicago Beau". Hann kom sem kunnugt er til landsins fyrir skömmu og hreifst mjög af íslensku undir- númer í Chicago. Er hann nán- ast allt í öllu í blúsnum þar og hefur hann boðist til að að- stoða íslensku blúsarana við að koma þeim á framfæri. Þá ætlar hann að kynna upptöku sem gerð var á tónleikum á Júlíana Jónsdóttir er módel hjá íslenskum fyrirsætum. Hún hefur undanfarið sýnt í Japan og er reyndar á leið þangað aftur í mars. Þess á milli starfar hún í tökunni á Hótel Örk. Syngur þú í baði? „Það kemur fyrir." Sefurðu í náttfötum?„Nei." Hvaða ilmvatn notar þú? „Ég nota yfirleitt ekki ilmvatn." Ertu morgun- eða kvöld- manneskja? „Kvöldmanneskja.'' Ertu daðrari? „Það kemur fyrir." Hvað viltu verða miklu ríkari en þú ert í dag? „Miklu, miklu ríkari." Ferðu ein í bíó? „Já, stundum en yfirleitt ekki." Ertu góður dansari? „Nei." Á hvaða skemmtistaði ferðu? „Ég fer lítið á skemmtistaði." hann hrifnæmur. I öðru hús- inu víðsýnn. í því þriðja var hann væminn og vildi látá leika gömul lög af plötum svo hann gæti grátið. I fjórða húsinu var hann svartsýnn og vissj sannleikann um alla hluti. í fimmta húsinu var hann orðinn dauðadrukkinn og leit á Reimar ýsuaugum og sagði: Þú ert maðurinn frá barnaverndarnefnd sem vilt taka af mér son minn. — Nei, þetta er ég, elsku pabbi minn, sagði Reimar. — Þetta er hann Kútur. Hann Kútur þinn. — Já, en elsku Reimar minn fyrirgefðu, elsku drengurinn minn, en hver er þessi ljóti sem er með þér? — Það er hann Nasi, pabbi minn. Hann Nasi systurson- ur. — Ég er Strandamaður, sagði Eiki og kleip mig í lær- ið. — Og ég er jafnaðarmað- ur. Mín ógæfa var að giftast stúlku frá ísafirði. — Pabbi minn, heldurðu kannski að þú lánir mér fyrir rafmagnsgítar? spurði Reim- ar. Hann var búinn að gefa upp á bátinn að fá hann að gjöf. Honum þótti karlinn halda fullfast um pyngjuna. — Farðu og gáðu hvað hann kostar. — Nei, við komum saman pabbi minn. Fólkið er orðið lúið. Og bráðum loka búðir. Þú ert að verða vínlaus. Reimar fór úr leigubílnum við hljóðfæraverslun Paul Bernburg. Hann lofaði að hitta okkur á Arnarhóli und- ir styttunni af Ingólfi. Eiki hélt i Ríkið að byrgja sig upp. Nokkur strekkingur var að austan. Strandamaðurinn rorraði á göngunni með nýj- an brúnan poka. Mikið rauð- birkið fjall að skemmta sér í Reykjavík. — Nasi minn, sagði hann. — Safnaðu nú saman öllum krökkum í hverfinu. Ég ætla að sýna kellingunni minni að ég er frjáls. Ég er Strandamaður, sagði hann svo við sjálfan sig. Nokkra stund tók það mig að ná í tíu, fimmtán krakka. Og þegar ég mætti með þá var Reimar ókominn enn. — Ég hef aldrei gert neitt sem mig hefur langað til, alla mína hunds og kattartið, sagði Eiki. — Ég hef þrælað fyrir konu og börnum. Feð- urnir eru öskutunnur fjöl- skyldnanna, munið það nú börnin mín. Hver er fljótast- ur að hlaupa? spurði hann svo. Og án þess að viðhafa frekari orð lét hann banka- seðla í vindinn. Þið getið trú- að því að við tókum til fót- anna. Ég hef aldrei séð millj- ón fljótari að fara. — Sérðu hvað ég er að gera Ella, gól- aði Strandamaðurinn svo hátt að heyra mátti alla leið til ísafjarðar. Þegar Reimar bar að með þau tíðindi að Fender með magnara kostaði hundrað tuttugu og þrjú þúsund var faðir hans orðinn auralaus. í sárabætur bauð ég upp á eina með öllu á Bæjarins bestu. Ólafur Gunnarsson

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.