Pressan - 28.02.1991, Side 14

Pressan - 28.02.1991, Side 14
14 FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. FEBRÚAR 1991 príSSan Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson, Kristján Þorvaldsson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Ritstjórn, skrifstofur og aug- lýsingar: Hverfisgölu 8-10. sími 62 13 13. Faxnúmer: 62 70 19. Eftir lokun skipti- borðs: Ritstjórn 62 13 91, dreifing 62 13 95, tæknideild 62 00 55. Áskriftargjald 550 kr. á mánuði. Verð i lausasölu 170 kr. eintakið. Látiö oftar skerast í odda PRESSAN fagnar því að sjálf- stæðismenn skuli þurfa að kjósa um formann sinn. Það er alltaf fagnaðarefni þeg- ar fólk stendur frammi fyrir því að velja á milli tveggja kosta eða fleiri í stað þess að því sé rétt ein- hver málamiðlun upp í hendurn- ar. Fyrir utan hvað það er skemmtilegt þá er það lýðræðis- legra. Eitt mesta mein stjórnmálanna er hversu þeir sem í þeim vasast eru hræddir við átök. Jafnvel þó þingmenn sanni á sig algjört getuleysi er þeim haldið á þingi af einhverjum misskildum ótta við breytingar. Vissulega hræðist fólk að standa frammi fyrir vali á rnörgum kostum en eftir á eru allir því fegnir. Þetta á ekki eingöngu við um val á milli manna heldur ekki síð- ur um val á leiðum. Ef stjórn- málamenn hefðu haft þor til þess að taka raunverulegar ákvarðan- ir í atvinnu- og byggðamálum á undanförnum áratugum væri hér blómlegri byggð. En i stað þess þá hafa endalausar frestanir og málamiðlanir skilið eftir sig frost og staðnað ástand. Vonandi verður formannskjör sjálfstæðismanna til þess að hleypa kjarki i stjórnmálin hér á landi. FJÖLMIÐLAR Það kom vel í Ijós í síðustu viku hversu bæklað Morgun- blaðið er. Blaðið birti síðast allra fjöl- miðla fréttina um hugsanlegt framboð Davíðs Oddssonar til formanns á næsta lands- fundi Sjálfstæðisflokksins. Það skal enginn ljúga því að mér að það hafi verið vegna þess að þeir við Aðalstrætið hafi verið síðastir til að frétta af því. Þegar Morgunblaðið neyddist til að segja frá því var það gert eins og um ein- hverja smáfrétt væri að ræða. Það skal enginn Ijúga því að mér að það hafi verið vegna þess að þeir við Aðalstrætið flokki það sem smámál hver leiði Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum. Af minna tilefni en þessu hefur Morgunblaðið húrrað upp fréttaskýringu. En í stað þess að láta Agnesi Braga- dóttur, helsta stjórn- mála-fréttaskýranda blaðs- ins, í málið var hún send út á ballarhaf að lýsa lífinu um borð í frystitogaranum Frera. A meðan þurftu lesendur Morgunblaðsins að leita frétta af formannsslagnum í öðrum fjölmiðlum. Þetta mál sýnir vel hug Morgunblaðs-ritstjóranna til óháðrar blaðamennsku. Þeir gerðu hlé á fréttaflutningi af formannsraunum sjálfstæðis- manna á meðan þeir voru að gera upp hug sinn til málsins, eins og þeirra prívat skoðanir komi lesendum eitthvað við. Þetta er náttúrlega van- virðing við lesendur. Blaða- menn eiga að þjónusta les- endur sína eins og aðrar þjón- ustustéttir sína viðskiptavini. Viðskiptavininum kemur ekkert við hvernig kallinn í efnalauginni er stemmdur. Hann vill sin föt hrein og pressuð á réttum tíma. Gunnar Smári Egilsson „Prestar verða að lifa eins og aðrir. yjctlcUt,? Pad á ad fara aö búa til sér- staka tveggja og hálfs árs námsbraut til aö mennta mennina sem keyra sjákrabíl- ana. KREMLÓLÓGIA ,,Ihaldssemi er oft mikil dyggð og þegar um er ad rœða óbyggöir íslands er íhaldssemi til fyrirmyndar." Reykjavíkurbréf Morgun- blaösins HÚN ER OF HÆGRI- SINNUD FYRIR MIG „Vinstri menn og verka- lýðssinnar hljóta að hafna stefnu núverandi ríkisstjórn- ar og þar með framlengingu hennar." Birna Þórðardóttir LEWIS SÆLIR ERU LÍTILLÁTIR „Jerry Lee Lewis er Jerry Lee Lewis og hann er námer eitt. Við erum að tala um Jerry Lee Lewis. Jerry Lee Le- wis er einstaklingur og hann er Jerry Lee Lewis og það verður aldrei til annar eins og Jerry Lee Lewis." Jerry Lee Lewis | SR. JÓN DALBÚ HRÓBJARTSSON Hvað sögðu lögin um bennan Mi verknað fvrir breytingu?* i?*K 4 „En ef til dœmis foreldrar hefðu lagst gegn því að við toekjum barn þeirra úr sam- bandi viö öndunarvél eftir að það var heiladáið, þá býst ég við að við hefðum hikað við að gera það.“ Þorsteinn Svörfuður Stefáns- son, yfirlæknir á gjörgæslu- deild (um ný lög sem miða dauða við heiladauða. Þorsteinn er að lýsa ástandinu fyrir lagasetn- inguna). Gamall hani Það má vel vera að þeir fyr- ir norðan sjái mikinn pólitík- us í Halldóri Blöndal. Við hérna fyrir sunnan sjáum hins vegar einungis stór- bokka utan af landi í eilifri kaupstaðarferð. Það getur verið gaman að rekast á svona drengi í góðra vina hópi á einhverju verts- húsinu. Það er hins vegar mikil pína að sitja uppi með þá í púltinu niðrá þingi. Sér- staklega ef þeir dvelja þar langdvölum. Og það gerir Halldór. Pólitík Halldórs er pólitík hanasiagsins. Og eins og margir hanar hefur hann dá- lítið gleymt sér í slagnum. Það er eins og það skipti hann litlu máli lengur um hvað er slegist. Aðalatriðið er Hæstarétt í Þjóðleikhúsið! Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra og formað- ur Alþýðubandalagsins, hef- ur þann hvimleiða sið að belgja sig ótt og títt yfir jafnt smáu sem stóru. Hann lætur iðulega sem himinn og jörð hefðu farist hefði hann ekki komið til skjalanna og kippt einhverju smáræðinu í liðinn. Mér sýnist þó sennilegast að hann kunni einfaldlega ekki að gera greffiarmun á aðal- atriðum og aukaatriðum. Eg prísa mig sælan að dvelja nú um stundarsakir er- lendis og þurfa hvorki að horfa né hlusta á Ólaf Ragnar þenja sig í íslenskum Ijós- vakafjölmiðlum. Ég geri mér góðar vonir um að hann verði horfinn úr ráðherrastóli þegar ég sný aftur heim. En BIRGIR ÁRNASON þrátt fyrir fjarvistir úr land- inu fer ég ekki alls kostar var- hluta af þeim vaðli sem út af Ólafi Ragnari og hans mönn- um í fjármálaráðuneytinu gengur því ég fæ sendar allar fréttatilkynningar þeirra og þær eru ófáar. Ein slík stakk mig sérstak- lega í augun nýverið. Hún fjallaði um kaup ríkisins á húsi Útvegsbankans gamla við Lækjartorg og áform um að hýsa þar framvegis héraðs- dómstólinn í Reykjavík. í fréttatilkynningunni var ágæti þessarar ráðstöfunar tí- undað út í hörgul. Þar bar tvennt hæst. Annars vegar myndi starfsemin í hinu nýja dómshúsi verða miðbæ Reykjavíkur mikil lyftistöng og hleypa í hann nýju blóði. Hins vegar væri nú tryggt að í framtíðinni myndu hinar þrjár megingreinar ríkis- valdsins eiga sér höfuðaðset- ur í Kvosinni — löggjafarvald- ið í alþingishúsinu við Austur- völl, framkvæmdavaldið í stjórnarráðshúsunum um- hverfis Arnarhól og dóms- valdið í nýju dómshúsi við Lækjartorg. Einn skugga bar þó á fögnuð Ólafs Ragnars og félaga og kom í veg fyrir að úr yrði alsæla. Ekki er enn búið að finna hæstarétti landsins nýtt og glæsilegt húsnæði. Það sem ég furða mig mest á er að fjármálaráðuneytis- mönnum skuli ekki hafa dott- ið í hug að leita á náðir Svav- ars Gestssonar menntamála- ráðherra. Hann ræður yfir stóru og glæsilegu, nýendur- byggðu húsi í næsta nágrenni við fjármálaráðuneytið og núverandi húsnæði hæsta- réttar handan Lindargötunn- ar. Ólafur Ragnar, hefði ekki verið þjóðráð að slá allar flugurnar í sama högginu og tilkynna samtímis kaupin á Útvegsbankahúsinu og flutn- ing hæstaréttar í Þjóðleikhús- ið? Hefði þá ekki margbrotið mannlíf verið tryggt í miðbæ Reykjavíkur um aldur og ævi? Allt er þetta heldur dapur- legt. Undir forystu Davíðs Oddssonar borgarstjóra og annarra sjálfstæðismanna hefur miðbær Reykjavíkur smám saman glatað lit sínum og lífi. Nú hefur ríkisvaldið í mynd Ólafs Ragnars Gríms- sonar lagst á sömu sveif. Reykjavík mun verða æ leið- inlegri því lengur sem ráða- menn með þann hugsunar- hátt að iðandi mannlíf og menning spretti upp í kring- um ráðhús, hvort sem er fyrir borgina eða ríkisvaldið, þing- hús eða dómhús, en verslun- ina og menningarstarfsemina megi að ósekju flytja í stein- steypuvirki i úthverfum. Birgir er hagfræðingur hjá EFTA i Genf. að ná að gogga í einhvern og víkja sér undan goggum ann- arra. Halldór er reyndar ekki lengur sérlega góður í því síð- arnefnda. Hann er gamall hani og á erfitt með að víkja sér undan. Hann situr því sem fastast og treystir á að ef hann verði goggaður þá nái hann bara að gogga þann sama enn fastar. Halldór væri sjálfsagt skemmtilegur þingmaður ef hann væri yngri. Það er til dæmis hægt að hafa mjög gaman af ungu hönunum í at- inu hjá Morfís. En hanaslagur eldist illa hjá mönnum. í stað kappseminnar kemur skap- illskan og í stað leikgleðinnar kemur þrjóskan. Halldór er því eins og mið- aldra maður í fótbolta. Hann man hvað hann gat en þyngslin minna hann stöðugt á hvað hann getur ekki í dag. Það fer með skapið. Eins og fótboltamaðurinn mundi grípa til tuddabragða þannig grípur Halldór til fúkyrða til að hylma yfir getuleysið. Halldór er einn af þeim þingmönnum sem stefna hærra en þeir munu nokkru sinni ná. Éinu sinni var ekki útilokað að hann yrði ráð- herra. Þó sjálfstæðismenn hafi afskrifað þann mögu- leika virðast þeir ekki hafa gert Halldóri grein fyrir því. Hann er því hálfgert vand- ræðamál innan flokksins. Hann er fyrirferðarmikill og hávaðasamur en það sem hann segir hefur litla vigt. Þetta er eitt af því sem er Ijótt við pólitík, að skilja Hall- dór eftir goggandi í ræðupúlti efri deildar og láta hann halda að hann sé að þoka sér áfram í goggunarröðinni. ÁS A-Há Héf2 REiZÍ GMNLLtflWfi. SlfnUd S£>1 HhtJM HEfíÆ £nAp Wi£n4. 'A iSOVJbi UJ£/VC(ú'S 77AI/KMÚ bETTA iitAtmCW* ] FYfc.p NMfCt m FEU.a Þ(, pÁ fX.r£f-4Ffufí kyyúkHJ A i/gwr at ueci ffulj VEBA ‘ð GO*W‘ fjí', Nlh AÓLBGiB. ST&Mfl! EKKi SjorpA Mi& UPP STVAA/ EC ÉR. AUS ENGiM LÍSTF&ttiVMZ' É& LAVG ÞVt &W\ TÍL AP fk sryöc UE NöCWftAtJDASSÓpi o& KOMAST ffíi >l*\A é& MFPi HiN£ Vf£AR HuéfAp MÉfí Af> <VoTA MEST AF FÉNia TiL At> &ÖM Vi’f> VmfF- AUT6 miTPYt&MN VíWm- 9AM f)ÍN&! Framhald i næsta blaöi

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.