Pressan - 28.02.1991, Síða 16

Pressan - 28.02.1991, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. FEBRÚAR 1991 S.ÞÓR Frelsið dýrmætara en Sinfónían Eftir sjö ára starf sagði hann skilið við Sinfóníu- hljómsveit Islands. Djass- inn gat ekki setið lengur á hakanum, enda huftjón, nánast trúarbrögð. „Aðal- atriðið er að elska tónlist- ina,“ segir hann í spjalli við blaðamann og virðist sæil og ánægður með sig eftir tónleika á Púlsinum kvöldið áður. Þar náði hann slíku flugi að hann festi ekki svefn fyrr en klukkan fimm um morgun- inn. „Stundum er eins og allt gangi upp, Eitthvað sem gerist innra með manni. Þeirri vellíðan er útilokað að lýsa með orð- um.“ Þórður Hreinn Högnason heitir hann, sonur Högna Jónssonar harmónikkuleik- ara og Jónu Þórðardóttur eig- inkonu hans. Þórður byrjaði fimm ára gamall að fikra sig áfram á melódikku og síðan harmónikku. REIF GOSA í TÆTLUR ÚT AF HARMÓNIKKU Þórður fæddist 1963, um það leyti sem Bítlarnir voru að tröllríða heimsbyggðinni. Það fór þó að mestu leyti framhjá honum, því fyrir ut- an djass, klassík og harm- ónikkutónlist var það helst tröllið Tom Jones sem náði eyrum fjölskyldunnar. Um 1970 flutti hann með foreldr- um sínum úr Vesturbænum í Reykjavík í Breiðholtið og þar ólst Þórður upp í Fella- hverfinu „eina gettóinu á ís- landi". Hann man eins og gerst hafi í gær, þegar faðir hans færði honum litla harm- ónikku að gjöf. „Ég hafði ver- ið óþekkur þennan dag og pabbi vildi því ekki láta mig hafa nikkuna strax. Þá fór ég inn í herbergi og reif Gosa í tætlur." A sumrin var Þórður í sveit hjá Klemensi Kristjánssyni tilraunastjóra á Sámsstöðum í Fljótshlíð. Yfir sumarið tók hann hlé frá tónlistinni og reyndar var hann þá ekki byrjaður í markvissu tónlist- arnámi. Hann var ennþá að leita að hljóðfæri; prófaði blásturshljóðfæri, gítar og fleira, en þegar hann var sex- tán ára gamall brá hann sér að vori til í Tónskóla Sigur- sveins, til frænda síns Gunn- ars Jónssonar, gítarleikara, og þar fann hann hljóðfærið: „Ég var alltaf ákveðinn i því að verða tónlistarmaður að atvinnu, en starfaði um þetta leyti sem handlangari hjá múrurum og blés þess í milli í saxófón. Mig langaði til aö prófa strengjahljóðfæri. Tvennt kom til greina, lág- fiðla eða kontrabassi. Gunnar sýndi mér nokkur tóndæmi á lágfiðluna og ég þurfti ekki að sjá meira. Ég fílaði bass- ann miklu betur." GUÐMUNDUR INGÓLFS BAUÐ UPP Á DJAMM Þórður var hjá nokkrum kennurum næstu árin, byrj- aði hjá Scott Gleckler og var síðan hjá Jennifer Davis og einn vetur hjá Jóni bassa Sig- urðssyni. Nítján ára gamall var hann síðan byrjaður að spila með Sinfóníuhljómsveit íslands. Það var stór stund í lífi hans. „Þetta var mjög gaman og gefandi fyrstu þrjú árin, en síðan dró smám saman úr því.“ Fyrstu árin var Þórður ein- ungis í klassikinni, en síðan fór hann að fikta við jass, eins og hann orðar það, fyrir um það bil fimm árum. Og lík- lega hefur ein símhringing á þeim tíma haft meiri áhrif á líf hans en nokkuð annað. Hann hringdi í Guðmund Ing- ólfsson djasspíanista. „Ég spurði hvort hann tæki nemendur. Hann sagði svo ekki vera, en mér væri vel- komið að koma og djamma með honum, en þá var hann að spila í Duus-húsi. Þar með var ég kominn inn í djassinn," segir Þórður, en hann hefur starfað með Guðmundi Ing- ólfssyni og Guðmundi Stein- grímssyni sleitulaust síðan. SINFÓNÍAN ER STOFNUN Eftir sjö ára starf í Sinfón- íunni stendur hann nú á tíma- mótum, harðákveðinn í því að helga sig djasstónlist. Fór áhuginn á klassíkuuu minnkandi í beinu framhaldi af auknum áhuga á djassin- um? „Já. Ég fór að átta mig bet- ur á frjálsræðinu, útrásinni og þeirri miklu sköpunargleði sem maður finnur í djassin- um. Þetta varð mér miklu dýrmætara en Sinfónían. Maður hefur miklu meira að segja en sem einn af áttatíu í stórri hljómsveit." Er Sinfónían stofnun? „Mér finnst hún vera það, en líklega er það smekksat- 99 Kann því vel, aö eiga stundum góðan pening og stundum engan 99 riði. Ég get ekki með nokkru móti hugsað mér að starfa meira með henni. Annars er margt í þessu, t.d. aðstaðan sem Sinfónían býr við. Loft- ræstingin og húsnæðið í Há- skólabíói er hreinlega heilsu- spillandi. Maður er uppþorn- aður eftir hverja æfingu." Það mœtti stundum halda að það ríkti almennt áhuga- leysi innan Sinfóníunnar? „Ég er ekki í aðstöðu til að ræða það. Þetta er stór hópur og menn eru misjafnir eins og þeir eru margir. Hins vegar get ég viðurkennt að sjálfur var ég orðinn áhugalaus." KVALINN AF GIGT Þú ert eflaust að flýja ör- yggi sem margir tónlistar- menn myndu gefa mikið fyr- ir? „Já, vissulega. Það er ekki mikið öryggi hvað varðar af- komu í djassinum. En ég kann því vel að eiga stundum góðan pening og stundum engan. Maður venst því. Þar að auki er ég ekki týpa sem hentar vel að spila mikið á morgnana." Þórður segir mér frá gigt sem hrjáir hann í höndunum. Oft hefur hann þurft að kvelja sig á æfingum hjá Sin- fóníunni á morgnana, því eins og margir gigtarsjúkling- ar þekkja, þá segir gigtin oft mest til sín fyrri hluta dags. „Gigtin gerði að verkum að ég hafði ekki nægilegan kraft til að geta líka einbeitt mér að djassinum. Það er ein skýr- ingin á því hvers vegna ég hætti í Sinfóníunni.” Gigtin er þrálát og kemur til með að fylgja Þórði áfram. Hann er staðráðinn í því að láta hana ekki stöðva sig, en segist hafa gripið svolítið seint í taumana. Hann lagðist á tímabili inn á spítala og þurfti sérstaka meðferð. „Ég viðurkenndi vandamálið ekki strax.“ HUGSJÓN OG NÁNAST TRÚARBRÖGÐ Nú ertu oft að spila með miklu eldri mönnum í Tríói Guðmundar. Hvernig brúið þið kynslóðabilið? „Það er ekkert kynslóðabil hjá djassleikurum. Þeir eru svolítið sérstakir, kannski ekki eins og fólk er flest. Að sumu leyti eru þeir eins og börn, mátulega kærulausir, ekkert að stressa sig á smáat- riðum. Ég kann því vel.“ Þórður spilar einnig með yngri djassleikurum, m.a. í Kvartett Sigurðar Flosasonar. Hann segir að viðhorfin séu töluvert öðruvísi en hjá þeim eldri. „Ætli yngri mennirnir líti ekki alvarlegri augum á djasstónlistina." Er þetta ekki hálfgerð hug- sjón hjá þér? „Jú, fyrir mér er djass hug- sjón, lífsstíll, nánast trúar- brögð. Eina leiðin til að ná virkilegum árangri í djassi er að bera nánast ótakmarkaða virðingu fyrir honum og rækta hann. Það er náttúr- lega ekkert auðvelt á íslandi, í þessu litla landi. Það er tak- markað sem maður getur starfað," segir Þórður og hvíslar því að blaðamanni að líklega láti hann verða af því innan skamms að fara til Bandaríkjanna að sjá það helsta í djassheiminum. „Það er ekki nóg að hlusta á þessa karla, maður verður líka aö sjá þá." Kristján Þorvaldsson

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.