Pressan


Pressan - 28.02.1991, Qupperneq 22

Pressan - 28.02.1991, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. FEBRÚAR 1991 LISTAPOSTURINN Bjarni Hinriksson teiknimyndasöguhöfundur í spjalli um Gisp og byggingarlist Kirkjur víösvegar að úr heiminum í Selárdal „Ég lœröi í Frakklandi í sér- stakri deild fyrir myndasögur í fjögur ár þannig ad ég er út- skrifadur í teiknimyndasög- um aö svo miklu leyti sem þaö er hœgt," segir Bjarni Hinriksson myndlistarmadur en hann er einn af aðstand- endum teiknimyndasögu- blaðsins Gisp sem er nýkomið út í annað sinn. Bjarni starfar auk þess við tölvugrafík hjú Ríkissjónvarpinu. „Útgefendur eru vantrúað- ir á að það sé markaður fyrir íslenskar teiknimyndasögur. Það er von okkar að það breytist þegar blaðið er kom- ið á fastan kjöl,“ segir Bjarni. Nú hélstu fyrirlestur fyrir stuttu um arkitektúr í teikni- myndasögum: ,,Já ég leitaðist við í fyrir- lestrinum að draga fram arki- tektúr í þeim sögum sem við höfum verið að fást við og það má segja að arkitektúr- inn komi mikið við sögu í blaðinu núna, það er í flest- um sögunum er einhver skír- skotum til byggingarlistar. Á sýningunni, sem fyrirlestur- inn var haldinn í tengslum við, voru stækkaðar ákveðn- ar síður úr sögunum þar sem arkitektúrinn kemur við sögu. Kirkjur eru til dæmis mjög áberandi í blaðinu núna og í einni söpunni eru ýmsar kirkjur hvaðanæva að úr heiminum staðsettar í Selár- dal. í sögunni Broddur hefur Ráðhúsið tekið á sig nýstár- lega mynd og er í hlutverki óperuhúss og í Jónasögu taka byggingarnar hlutverk per- sóna. í fyrirlestrinum leitaðist ég einnig við að skýra hvernig teiknarar nota arkitektúr á mismunandi hátt og vísaði til nokkurra erlendra höfunda. Hjá sumum er byggingarlist- Stjórnar íslensku hljómsveitinni og keyrir Skoda „Fyrir utan þaö að keyra Skoda, sem bœjarbúum finnst mjög lummulegt, stjórna ég tveimur kirkjukór- um, kenni við tónlistarskól- ann og er organisti hérna," segir Húkon Leifsson tónlist- armaður sem er búsettur ú Höfn í Hornafiröi. Hákon stjórnar íslensku hljómsveitinni á tónleikum hennar í Háskólabíói 10. mars næstkomandi. Hákon útskrifaðist í hljómsveitar- stjórnun um jólin 1989 frá New England Conservatory í Boston. Eftir heimkomuna setti Hákon meðal annars upp óperuna Angelica vorið 1990. Hann stjórnaði síðan hljómsveit einn mánuð í Sand Point í Bandaríkjunum og hélt við svo búið til Kaup- mannahafnar þar sem hann dvaldi í stuttan tíma. Hákon hefur m.a. notið leiðsagnar Jorma Panula og Gunther Schúller. Eftir Kaupmanna- hafnardvölina hélt Hákon til Hafnar í Hornafirði þar sem hann starfar nú. Hákon hefur einnig lagt stund á nám í tón- smíðum. Hann er sonur Leifs Þórarinssonar tónskálds og Ingu Huldar Hákonardóttur blaðamanns. „Ég nam tónsmíðar hjá Atla Heimi Sveinssyni og seinna jass-tónsmíðar í Bandaríkjunum. Ég fæst þó ekki við tónsmíðar núna," segir Hákon. Á tónleikum íslensku hljómsveitarinnar verður meðal annars flutt verk eftir Atla Heimi. Verkið heitir Er- ato og er flutt við ljóð eftir Hannes Sigfússon. Þá verður einnig flutt verkið Oktett eftir Hróðmar Sigurbjörnsson. Þrjú erlend verk eru á dag- skránni. Eitt er eftir danska tónskáldið Hans Abraham- sen sem er ein af skærari stjörnum í nútímatónlist á Norðurlöndum í dag. Hann hefur verið kenndur við svo- kallaðan nýjan einfaldleika. Einnig verður flutt verk eftir Edgar Varese sem var Frakki en búsettur í Bandaríkjunun- um. Varese hætti að skrifa tónlist mjög ungur en verk hans hafa þó haft mikil áhrif. Síðast en ekki síst verður flutt verk eftir Pierre Boulez sem er eitt fremsta tónskáld í heiminum í dag. Kaurismaki-bræöur á finnskri kvikmyndaviku 16. til 24. mars verður finnsk kvikmyndavika í Hú- skólabíói, en bíóið stendur að kvikmyndavikunni í sam- vinnu við Norrœna húsið. Þetta er fyrsta finnska kvik- myndavikan sem haldin er á íslandi. Meðal leikstjóra sem eiga myndir á hátíðinni eru þeir bræður Mika Kaurismaki (Amazonas) og Aki Kauris- maki (I hired a contract killer, Leningrad cowboys go Amer- ica). Mika Kaurismaki nam við kvikmyndaskólann í Múnc- hen. Hann sló í gegn með myndinni The Liar sem jafn- framt var lokaverkefni hans við skólann. Finnskt kvik- myndalíf var staðnað þegar myndin var gerð og bar hún nýja, ferska strauma með sér og ruddi nýbylgjunni leið inn í þarlent kvikmyndalíf. Aki Kaurismaki hóf feril sinn í kvikmyndum sem leik- ari og handritshöfundur í kvikmyndinni The Liar og The Worthless sem bróðir hans Mika leikstýrði. Hann varð síðar aðstoðarleikstjóri við gerð rokk-heimildar- myndarinnar The Saimiaa Gesture. Með þeim myndum sem hann hefur bæði skrifað handrit að og leikstýrt sjálfur hefur hann skapað sér sess sem einn athyglisverðasti leikstjóri í Finnlandi. Styrkur Akis er öguð túlkun og hár- beittur oft svartur húmor. Von er til að annar hvor þessara leikstjóra verði gest- ur á hátíðinni. AÐ ÞÍNUM DÖMIJÓNFINN JOENSEN in aðeins í formi kennileita og með henni leitast höfundarn- ir við að tíma- og staðsetja at- burðarásina. Það er gríðarleg vinna sem felst í því að gera umhverfið trúverðugt svo að það falli að þeim ramma sem höfundurinn notast við. Þetta á þó aðeins við um hefð- bundnar sögur. Aðrir höfundar sem mjög lítið hafa verið kynntir hér leitast við að brjóta upp bæði frásagnir og myndformið. í þeim hópi ber mest á frönsk- um og belgískum höfundum. Ein teiknimyndasaga sem gæti heyrt undir þennan flokk er Birna Borgfjörð en bækur úr þeim flokki komu út hjá Iðunni. Tardi, höfundur þeirrar sögu, vinnur út frá París eins og borgin leit út um aldamótin og er hann dæmi um teiknara sem vinnur út frá umhverfi sem var til. Síð- an eru enn aðrir sem blanda saman því sem var og því sem er núna. Þetta er allt saman ansi fjölbreytilegt og Hvaö rœöur því hvaöa erlendar bœkur eru * seldar á Islandi? ég tók dæmi af einum teikn- ara sem vinnur út frá heimi skordýra. Byggingar og um- hverfi í sögum hans ræðst af þeim formum og lögmálum sem við þekkjum úr heimi skordýra." Nú er þetla eintak af Gisp mun fjölbreytilegra en fyrra eintakið. Það inniheldur greinaskrif og múlverk; er þetta stefnan í framtíðinni hjú aðstandendum blaðsins? „Já. Þetta er alls ekki lokað blað og við viljum fá sem flesta með og leyfa mismun- Alloft hafa heyrst kvartanir um að erlendur bókakostur í höfuðborginni sé ekki upp ú marga fiska. Þœr bókaversl- anir sem sinnt hafa þessum þœtti eru einkum Múl og merming við Laugaveg og Bóksala stúdenta í Félags- stofnun stúdenta. Bókaverslun Sigfúsar Ey- mundssonar hefur einnig hugsað sér að sérhæfa sig meira í erlendum bókum en hún hefur gert og eru breyt- ingar á döfinni í nánustu framtíð á þeim bæ. Eins og málum er háttað í dag er þó framboðið á fagur- bókmenntum einna mest í Máli og menningu og Lista- pósturinn hefur hlerað að bókakosturinn þar hafi batn- að undanfarið. Deildarstjóri í erlendu bókadeildinni hjá Máli og menningu er Jónfinn Joensen. Hann var spurður hvað réði vali á þeim bókum sem pantaðar væru inn? „Við fáum í hendurnar bókalista frá útgefendum er- lendis frá, við veljum eftir bestu vitund af þeim listum. Auk þess förum við á bóka- sýningar bæði í Frankfurt og London en þar kynna um- boðsmenn útgefenda bæk- urnar mjög ítarlega. Við vinnum síðan okkar bóka- pantanir út frá þeim upplýs- ingum auk þess sem við erum áskrifendur að bókalistum frá erlendum blöðum og tímarit- um eins og t.d „New York Times bestseller list“. Síðan ræður eftirspurnin eftir bók- unum hvort framhald verður á því að panta vissa höfunda umfram aðra. Við erum alltaf með klassísk verk en uppi- staðan í deildinni eru samt nýjar og nýlegar bækur. Það háir okkur vissulega að við erum með mjög stóra erlenda bókadeild en engan lager. Við getum því ekki legið með bækur í lengri tíma sem ekki seljast. Vegna smæðarinnar er erf- itt að geðjast öllum en þegar fólk kemur með ábendingc- um bækur þiggjum við þær með þökkum auk þess sem við gefum góðfúslega upplýs- ingar og sérpöntum bækur fyrir fólk. Þessi deild er mjög umfangsmikil og nær ekki eingöngu til fagurbókmennta þó að við höfum lagt mesta áherslu á þær. Við erum með mikið úrval af erlendum orðabókum og uppsláttarrit- um auk þess sem við leggjum okkur fram við að vera með öll rit á erlendum tungumál- um sem fjalla um ísland. Sala metsölubóka, sem eru gjarn- an afþreying, hefur farið minnkandi innan deildarinn- ar og hlutfall J)eirra í hillun- um eftir því. Eg tel það stafa af auknu framboði afþreying- ar í vasabroti á íslensku. Þess- ar ísiensku vasabrotsbækur eru fyllilega sambærilegar í verði. Það eru gleðitíðindi að sala á betri bókmenntum hef- ur síðan aukist." S.ÞÓR andi tjáningarformum að lifa saman. Stefnan er að leggja meiri áherslu á greinaskrif í framtíðinni, bæði er varðar teiknimyndasögur, aðra myndlist og bókmenntir," sagði Bjarni. Bréf frá Sylvíu Leikritið Bréf frú Sylv- íu eftir Rose Leman Goldemberger sem Þjóð- leikhúsið frumsýnir föstudaginn 1. mars er fyrir margar sakir for- vitnilegt. Þar fer saman gott handrit og góður leikur. Það er eflaust alltaf deiluefni hversu mikil almenningseign einkalíf og viðkvœm múl rithöfunda og ann- ara listamanna eigi að vera eftir dauða þeirra og hvort einkabréf sem upphaflega voru skrifuð í trúnaði eigi nokkuð er- indi fyrir almennings- sjónir. En leikritið er vel skrifað og vekur um- hugsun ú þann hútt sem óteljandi frœðiritgerðir um skyldu annarsvegar og sköpun hinsvegar megna ekki að gera ú sama hútt. I beinu fram- haldi er umhugsun um þútt kvenna í bók- menntasögunni. Að hvaöa leyti úttu örlög Sylvíu og fjöldamargra annarra kvenna úr rit- höfundastétt upptök sín í rígbundinni verka- skiptingu og öryggis- leysi? Úr hverju spann Sylvía, með alla þú hœfi- leika sem hún hafði til að bera, jafn súra van- metakennd og bréfin sem hún ritaði móður sinni bera vitni? Það eru spurningar sem leikritið lœtur úhorfendum eftir aö svara og það er ekki lítið. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.