Pressan - 28.02.1991, Page 25

Pressan - 28.02.1991, Page 25
FTMMTUDAGÚR PRESSAN 2Í FEBRÚAR 1991 ,,sólbrúnn, med flagaraklút, húlsmert og allt þad. Alveg ótrúlega hallœrislegur". Par fór Hugh Hefner-týpan fyrir lítid. MARGIR FLOTTIR Þeir sem oftast voru nefndir voru þeir Valdimar Flygenring og Sœvar Jónsson. Fast á hœla þeirra komu sídan Birgir Árnason, Sigursteinn Másson, Stefán Jónsson, Hans Kristján Arnason, Arnór Benónýsson og Lár- us Ýmir Óskarsson. Næsta hóp fylltu Svavar Egilsson, Richard Scobie og Vidar Þórarins- son. En þaö voru miklu fleiri nefndir: Heimir Karlsson íþróttafréttamadur, Glúmur Baldvinsson Hannibalssonar blaöa- madur, Willum Þór Þórsson íþróttakappi, Þorgils Ottar Mathiesen handboltamadur, Arni Jörgensen fulltrúi ritstjóra Morgun- bladsins, Halldór Baldursson og Gunnar Pálsson módel, Jón Óttar Ragnsson, Kristján Arnason málfrœöingur, Jón skuggi í Langa Sela og skuggunum, Þorsteinn Kragh um- boðsmaður Bubba og Diddi markaðsstjóri Casablanca og fleiri og fleiri. Eins og sjá má af upptalningunni hér að ofan og myndunum á opnunni þá eru margir flottir gœjar á landinu ekki enn komnir í sambúð. Sumir eru sexí, aðrir klárir og enn aðrir ríkir en flestir eru eitthvaö afþessu öllu og sumir kannski allt. Gunnar Smári Egilsson með aðstoð hóps valinkunnra smekk-kvenna. SVAVAR EGILSSON 41 árs bisnessmaður „Ein vinkona mín sagði mér um daginn að Svavar væri á lausu og keypti sér nýja dragt í tilefni dags- ins," sagði ein kvenn- anna. „Það er flott þegar karlmenn nota peninga á karlmannlegan hátt eins og Svavar." Svavar Egilsson er fjörutíu og eins árs bis- nessmaður. Hann vakti feiknarlega athygli þegar hann kom utan frá námi upp úr miðjum síðasta áratug og keypti og seldi hvert fyrirtækið af öðru; meðal annars Naustið og Stöð 2. Hann kom einnig við sögu í Arnarflugi og bauðst þar til að reiða fram 200 milljónir. Hann á nú stærsta hlutann í Ferðamiðstöðinni Veröld. Svavar er naut. HANS KRISTJÁN ÁRNASON 43 ára viöskipta- fræðingur „Hann er eins og mað- ur hugsar sér pipar- sveina; vel menntaður, vel stæður, vel útlítandi, hefur ferðast mikið og er indæll og skemmtilegur," var sagt um Hans Kristján Arnason. „Mér finnst hann og félagi hans Jón Ottar einu íslensku karl- mennirnir sem hafa svona pipar- sveina-ímynd." Hans Kristján Árnason er fjörutíu og þriggja ára viðskiptafræðingur. Hann er kunnastur fyrir þátt sinn i uppbyggingu Stöðvar 2 og síðan af þeim darraðadansi sem frumkvöölarnir stigu við núverandi eigendur. Hans Kristján er Vog. VIÐAR ÞORARINSSON 25 ára barþjónn „Barinn á Glaumbar hallar þeim megin sem Viddi er og stelpurnar skrolla út dauöadrukknar eftir að hafa látið hann snúast í kringum sig allt kvöldið," sögðu stelpurn- ar um Viðar Þórarinsson, sem er átrúnaðargoð þeirra yngri. Viðar er tuttugu og fimm ára og afgreiðir á barnum á Glaumbar. Hann á lika vel heima hópi flottustu piparsvein- anna þar sem hann er for- maður í sérstöku félagi piparsveina. Á meðan hann bjó á Akureyri stóð hann fyrir miklum veisl- um piparsveina og fram- reiddi eftirrétti sem litu út eins og konubrjóst. Viddi er nefnilega útlærður kokkur. Viðar er Ijón eins og svo margir þeirra sem oftast voru nefndir. RICHARD SCOBIE 30 ára rokkari „Hann er svakalegur töffari," var sagt um Ri- chard Scobie, söngvara í Loðinni rottu og áður Rikshaw. „Hann er líka með sítt hár. Við viljum að karlmenn skarti því á meðan þeir hafa það." Richard Scobie, þrjátíu ára, var söngvari i Riks- haw sem naut mikilla vin- sælda þó þær hafi ekki verið almennar. Nú er hann aðalsprautan í Loð- inni rottu sem er ein heit- asta hljómsveitin í dag. Richard er sporðdreki. LARUS YMIR OSKARSSON 41 árs kvikmynda- gerðarmaður „Lárus hefur alltaf ver- ið sjarmerandi og svo hefur hann bullandi hæfi- leika og getu til að vinna úrþeim/'yarsagtum Lár- us Ými Óskarsson kvik- myndagerðarmann. Lárus Ýmir er fjörutíu og eins árs og á nokkrar kvikmyndir að baki, flest- ar gerðar í Svíþjóð. Nýj- asta myndin og sú fyrsta sem hann gerir á íslandi er Ryð, sem nú er sýnd í Regnboganum við ein- róma lof gagnrýnenda en dræma aðsókn. Hann fékk kvikmyndaverðlaun DV í fyrri viku. Lárus á afmæli á morg- un, verður fjörutíu og tveggja, og er því fiskur. 25 að hljóp heldur betur á snær- ið hjá Sameinuðu auglýsingastof unni um daginn þegar Pepsí gerði auglýsingasamning við stofuna. Pepsí er talinn einn af fimm stærstu auglýsend- unum hér á landi þannig að þarna er um að ræða pakka upp á um 50 milljón- ir króna. Eigendur Sameinuðu aug- lýsingastofunnar eru þeir Magnús Bjarnfreðsson, Vilhelm Kristins- son og Bjarni Grímsson. Stofan varð til úr samruna Kynningarþjón- ustunnar, Gylmis og Striksins og hefur víst ekki gengið of vel til þessa. Samningurinn við Pepsí ætti að bjarga því. . . að er ekki á hverjum degi sem íslenskir blaðamenn leggja land undir fót til að elta viðmælendur sína. Eiríkur Jóns- son fréttamaður fór á dögunum erinda tímaritsins Mannlífs til Strassborgar að ræða við Guðmund G. Þórarinsson al- þingismann, sem þar sat fundi á vegum Evrópuráðs- ins. I viðtalinu í Mannlífi, sem kemur út í næstu viku, gerir Guðmundur upp fortíð sína í Framsóknarflokkn- um. Þar segir hann að forystu Fram- sóknar hafi verið ljúft að sjá eftir sér úr pólitíkinni, endi vilji hún einung- is hafa jábræður sér við hlið. Enn- fremur segir Guðmundur að hann hafi verið langt kominn með að undirbúa sérframboð, slagorðið hafi meira að segja verið komið á hreint og sótt í smiðju Roosevelts sáluga: „Stokkum upp — gefum aftur"... i^^^iklar vangaveltur eru nú í gangi um það hvað gerist á komandi aðalfundi Flugleiða. Innan fyrirtæk- isins er talað um að það megi búast við fjörugum fundi og gera Flugleiðamenn almennt ráð fyrir því að Höröur Sig- urgestsson, for- stjóri Eimskips, muni sækjast eftir sjórnarformanris- embættinu og leysi þar með Sigurð Helgason af hólmi. Er staða Harðaf talin traust og nánast talið formsat- riði að útkljá kosninguna .. . A ^^Vtkveðið hefur verið að halda stjórnarfund hjá Sambandinu þann 7. mars. Fyrir fundinum liggja tillög- ur nefndar að breytt- um samþykktum Sambandsins, en fjallað var ítarlega um þær í PRESS- UNNI á dögunum. Sagt er að Siguröur Markússon stjórn- arformaður leggi áherslu á að menn haldi friðinn á næstu vikum þannig að tillögurnar geti gengið sinn eðli- lega gang innan samvinnuhreyfing- arinnar, burt séð frá ágreiningi um framtíð Guðjóns B. Ólafssonar sem forstjóra. Ekki er talið að nein sérstök ákvörðun verði tekin á fund- inum, heldur verði einungis skoð- anaskipti um tillögurnar, þær síðan sendar til umfjöllunar hjá kaupfé- lögunum áður en þær komi til af- greiðslu á aðalfundi. . .

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.