Pressan - 07.03.1991, Qupperneq 25
FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. MARS 1991
25
EKKI EINU SINNI EINN AF
HVERJUM HUNDRAÐ
Framboðslistar sem í þingkosningum i lýðveldistímabilinu
fengu innan við eitt prósent atkvmða og efstu menn þeirra.
Flokkur/framboö Ár Kjördæmi Atkvæði Hlutfall
1. Lýöræðisflokkurinn Freysteinn Þorbergsson fv. skólastjóri 1974 Reykjanesi 126 af 49.969 0,09%
2. Lýöræðisflokkurinn Jörgen Ingi Hansen framkvæmdastjóri 1974 Reykjavík 67 af 47.969 0,14%
3. Bandal. jafnaöarm. Þorgils Axelsson tæknifræöingur 1987 Reykjanesi 84 af 35.565 0,24%
4. Fylkingin Ragnar Stefánsson jaröskjálftafræöingur 1979 Reykjanesi 51 af 20.716 0,25%
5. Kommúnistasamtökin Gunnar G. Andrésson rafvirki 1974 Reykjavík 121 af 47.969 0,25%
6. Kommúnistafl. fsl. Gunnar G. Andrésson rafvirki 1978 Reykjavik 126 af 49.344 0,26%
7. Bandal. jafnaðarm. Anna Kristjánsdóttir bankastarfsmaður 1987 Reykjavrk 162 af 59.682 0,27%
& Fylkingin Ragnar Stefánsson jaröskjálftafræöingur 1974 Reykjavík 149 af 47.969 0,31%
9. Hinn flokkurinn Helgi Friðjónsson nemi 1979 Reykjavík 158 af 48.897 0,32%
10. Lýðræðisflokkurinn Tryggvi Helgason flugmaður 1974 N-eystra 42 af 12.115 0,35%
11. Sólskinsflokkurinn Stefán Karl Guöjónsson nemi 1979 Reykjanes 92 af 25.582 0,36%
12. Fylkingin Ragnar Stefánsson jarðskjálfta- fræðingur 1978 Reykjavík 184 af 49.344 0,37%
13. Stjórnmálaflokkur Ólafur E. Einarsson forstjóri 1978 Reykjavík 284 af 49.344 0,58%
14. Flokkur mannsins Skúli Pálsson mælingamaður 1987 N-vestra 48 af 6.453 0,74%
15. Stjórnmálaflokkur Eiríkur Rósberg tæknifræðingur 1978 Reykjanes 202 af 24.769 0,82%
16. Flokkur mannsins Methúsalem Þórisson 1987 Austurland 69 af 8.034 0,86%
skrifstofumaður
I 17. Flokkur mannsins Þór Örn Víkingsson afgreiðslumaður 1987 Vestfirðir 57 af 5.996 0,95%
1& Fýfinngtfr Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur 1979 Reykjavík 480 af 48.897 0,98%
19. Flokkur mannsins Sigrún Þorsteinsdóttir húsmóðir 1987 Suðurland 122 af 12.406 0,98%
dýraeyðir. „Eftir allt það sem á und-
an hafði gengið, viðskilnað Guð-
mundar, Stefáns og hinna, stefndi
allt í eina átt. Það virðist vera e.k.
lögmál í þessu. Það koma fram ein-
staklingar fullir af eldmóði, sem ná
á skömmum tíma góðum árangri.
Eftir fáeina mánuði hefur fólkið
kynnst betur og skoðanamunur
skerpist. Menn uppgötva að þeir
eiga ekki eins mikla samleið og þeir
töldu. Og þá er málið búið. Hjá BJ
1987 skorti tilfinnanlega fjármuni
og í slikri stöðu ber framboð feigð-
ina í sér, ef ekki er þeim mun betur
að málum staðið. Svo stendur gamla
apparatið traustum fótum. Því er
erfitt að breyta án þess að hafa
sterka karaktera."
FRAMBJÓÐENDUM RAÐAÐ
Á LISTA EFTIR
VÍTASPYRNUKEPPNI
1979 leit dagsins
ljós grínframboð Hins
flokksins í Reykjavík og Sól-
skinsflokksins í Reykjanesi.
Fyrirmyndin var
Framboðsflokkurinn eða
O-flokkurinn 1971, sem náði
furðu góðum árangri,
hættulega góðum að eigin
mati. Lista Hins flokksins
leiddi Helgi Fridjónsson
núverandi gjörningalistamaður,
sem á síðasta ári var sýknaður af
Hæstarétti eftir að hafa sýnt sig ber-
an í listrænum tilgangi! Hjá Sól-
skinsflokknum var efstur Stefán
Karl Gudjónsson, öðru nafni Stebbi
í Fræbblunum, en að öðru leyti voru
flestir á þessum listum nemendur í
hinum ýmsu skólum. Helstu bar-
áttumál Hins flokksins voru for-
dæming á útþenslustefnu Færey-
inga, að bjórinn yrði leyfður og „ís-
lenski hesturinn heim“, en hjá Sól-
skinsflokknum „meira sólskin".
... OG SEX VONLAUSUSTU FRAMBOÐIN TIL SVEITARSTJÓRNA
Framboðslisti Ár Staður Atkvæði Hlutfall
Flokkur mannsins 1986 Keflavík 24 af 3864 082%
Fl. ungra kiósenda 1974 Neskaupst. 6 af 925 085%
Græna framboðið 1990 Revkiavík 565 af 56.112 181%
Flokkur mannsins 1990 Revkiavík 594 af 56.112 186%
Friálslyndi fl. 1974 Revkiavik 541 af 46.701 1,16%
1986 Mosfellshr. 1,23%
„Þetta var mjög gaman," segir
Helgi. „Allir hinir tóku okkur illa
nema Vilmundur heitinn Gylfason.
Öðrum fannst þetta óvirðing við
hina heilögu stofnun Alþingi. Við
urðum varir við að fjölmargir ungir
kjósendur sögðust ætla að kjósa
okkur, en flestir hafa guggnað í kjör-
klefanum. Þetta var á þeim tíma
þegar prófkjörin voru að byrja og
við ákváðum að hafa okkar prófkjör
með vítaspyrnukeppni. Ég var ákaf-
lega lélegur í fótbolta og hitti ekki
{íann og'Birna^Þóröar'h^a stofnaö flokkinn
„Vinstri vængunnn 1
markið í fyrstu tilraunum. í þriðju
tilraun tókst mér að hitta markið og
markmanninum rétt tókst að
hlaupa frá. í sjónvarpsumræðum
fengum við lítinn tíma og í stað
ræðuhalda gáfum við stjórn-
andanpm epli og öðrum gjafir.
Við gáfum Geir Hallgrímssyni
hjálm með forláta nefhlíf og
Steingrími Hermannssyni 15
kerta peru með von um að
það myndi kvikna á henni.
Ákaflega skemmtilegt."
ARONSKAN VINSÆL
EN EKKI STJÓRNMÁLA
FLOKKURINN
Árið 1978 bauð sig
fram Stjórn-
málaflokkurinn í
Reykjavík og
Reykjanesi, talinn hægra
megin við Sjálfstæðisflokkinn.
Þrátt fyrir að mikil alvara fylgdi
máli tókst ekki betur til en svo
að í Reykjavík, þar sem Ólafur E.
Einarsson forstjóri var efstur,
fengust 284 atkvæði eða 0,58
prósent og í Reykjanesi, þar
sem Eiríkur Rósberg tæknifræðing-
ur leiddi, fengust 202 atkvæði eða
0,82 prósent. Umfram annað voru
tvö mál á dagskrá flokksins, aðskiln-
aður framkvæmda- og löggjafar-
valds og gjaldtaka af hernum — ar-
onska. Þetta eru hvoru tveggja mál
sem margir aðhyllast, en það skilaði
sér ekki í kjörkassana.
„Á þeim tíma var öll kosningabar-
átta mjög erfið,“ segir Eiríkur í dag.
„Blöðin voru einhliða flokkspólitísk
og ríkissjónvarpið og útvarpið í
slíkri samtryggingu með stóru
flokkunum að helst komst enginn
annar að. Það þurfti framboð í öllum
kjördæmum. Við reyndum af veik-
um mætti að koma því til skila að
ráðherrar ættu ekki bæði að semja
lög og framkvæma þau og að sjálf-
sagt væri að taka gjald af hernum og
láta það alfarið renna til samgöngu-
mála. En við vorum kannski á röng-
um tíma með þetta. Áttum auk þess
enga peninga til að básúna þessum
góðu málefnum. í dag sér fólk vafa-
laust betur að samgöngumálin eru
aðal byggðastefnumálið, því á því
sviði höfum við horft upp á algert
skipbrot."
MARX, LENÍN, MAÓ OG
TROTSKÍ: HORFNAR HETJUR
Af öðrum vonlausustu þingfram-
boðunum ber mest á þeim sem voru
yst á vinstri vængnum fyrir 12 til 17
árum, annars vegar Fylkingunni,
hins vegar Kommúnistasamtökun-
um og Kommúnistaflokki Islands,
marx-lenínistum. Þessi samtök hafa
fyrir löngu lagt upp laupana, flestir
forsprakkanna horfnir sjónum,
nema þeir frægustu í Fylkingunni,
sem hafa undanfarin ár reynt fyrir
sér í Alþýðubandalaginu.
1974 fékk Fylkingin í Reykjavík,
með Ragnar Stefánsson jarðskjálfta-
fræðing í efsta saeti, 149 atkvæði
eða 0,31 prósent. í Reykjanesi fékk
flokkurinn 51 atkvæði eða 0,25 pró-
sent og þar var efstur Guömundur
Hallvardsson. 1978 fékk Fylkingin í
Reykjavík 184 atkvæði eða 0,37 pró-
sent og Ragnar aftur efstur. 1979
náðist besti árangur Fylkingarinnar,
480 atkvæði eða 0,98 prósent og
enn leiddi Ragnar. Árangur
marx-lenínistanna var svipaður. í
Reykjavík 1974 fengu Kommúnista-
samtökin 121 atkvæði eða 0,25 pró-
sent og í Reykjavík 1978 fékk
Kommúnistaflokkur íslands 126 at-
kvæði eða 0,26 prósent. Báða lista
leiddi Gunnar G. Andrésson raf-
virki.
Flokkur mannsins hefur náð allt
að því bokkalegum árangri í Reykja-
vík, en tilraunir annars stáðár iiafá
verið ákaflega misheppnaðar.
Nefna má að hlutfallslega lélegasti
árangurinn sem fannst í sveitar-
stjórnarkosningum var framboð
Flokks mannsins í Keflavík 1986,
þegar hann fékk 24 atkvæði eða
0,62 prósent — og var þó erfitt að slá
við Pétri Óskarssyni á Neskaupstað!
Áhrif ofangreindra smáflokka á
þjóðfélagsþróunina hafa vitaskuld
verið afar, afar takmörkuð. En þeir
gegndu ákveðnu hlutverki. Þeir
voru valkostur og lífguðu upp á
kosningabaráttuna. Og auðvitað
brugðust þeir ekki; það gerðu kjós-
endur!
Friðrik Þór Guðmundsson
að getur dregið dilk á eftir sér,
að neita fréttamanni um viðtal. Það
mun Viggó Sigurdsson handbolta-
þjálfari og íþrótta-
kennari hafa fengið
að reyna á dögun-
um. Viggó hefur um
árabil rekið leik-
tækjasali í borginni
og Sigurður G.
Tómasson dag-
skrárgerðarmaður á Rás 2, fyrrum
borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins,
sá ástæðu til að kalla hann í hljóð-
stofu vegna tiltekins máls sem teng-
ist þeirri starfsemi. Viggó mun hins
vegar hafa tekið ósk fréttamannsins
fálega og enduðu samskipti þeirra
með því að Sigurður klagaði til
Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur. Um
innihald klögubréfsins segir í fund-
argerð:....hann skýrir frá því að
hann hafi í starfi sínu komist að því
að spilakassar er staðsettir eru í
næsta húsi við Melaskóla og börn
noti séu í eigu Viggós Sigurðsson-
ar, kennara við Melaskóla." Á fundi
ráðsins var samþykkt samhljóða að
fela fræðslustjóra að kanna erindið
og grípa til ráðstafana reyndust full-
yrðingar fréttamannsins réttar. Við-
brögð Viggós voru hins vegar, að
klaga Sigurð til útvarpsstjóra ...
s
Helgj * ■——______
grin af gömf flokks^ns9j^0^st^T'---
I aa °9 koll-
koðanakönnun sem DV birti
um stuðftíílg við þá **oi»tein Páls-
son og Davíð Oddsson í formanns-
slagnum í Sjálfstæð-
isflokknum kom
sem reiðarslag yfir
stuðningsmenn
beggja, sem höfðu
gert sér vonir um
mun meira fylgi við
framboð sinna
manna. Davíðsmenn munu hafa tal-
ið að framboð hans nyti mun víð-
tækari stuðnings óbreyttra sjálf-
stæðismanna ...
að hefur gengið á ýmsu hjá
körfuknattleiksliðunum í úrvals-
deildinni varðandi þá erlendu leik-
menn sem hér hafa verið. Hafa
hvorki fleiri né færri en sjö þeirra
verið reknir á þessu ári. Eru forráða-
menn liðanna orðnir mjög þreyttir á
að kaupa alltaf köttinn í seknum en
þessir leikmenn koma vanalega
hingað án þess að neinn hafi séð þá
í leik. Eru uppi hugmyndir um að
fara í hópferð til Bandaríkjanna fyr-
ir næsta haust og versla inn leik-
menn. Um leið fá forráðamennirnir
hina skemmtilegustu ferð . . .
okkuð Ijóst þykir að Borg-
araflokksmenn telji ekki fýsilegan
kost að láta Guðmund Ágústsson
eða Ásgeir Hannes
Eiríksson leiða
lista sem þeir standa
að í Reykjavík í kom-
andi kosningum. Óli
Þ. Guðbjartsson og
Júlíus Sólnes
munu hafa rætt
þessi mál opið við Guðmund á dög-
unum, en Guðmundur er sagður
hafa tekið þeim fálega. Hins vegar
hefur heyrst að Ásgeir geti hugsað
sér sérframboð. Andstæðingar
Áseirs innan Borgaraflokksins hafa
kallað væntanlegt framboð hans
„framboð ofar snælínu", en sem
kunnugt er býr Ásgeir í Breiðholt-
inu ...