Pressan - 18.04.1991, Blaðsíða 24
24
FIMMTUDAGUR PRESSAN 18. APRÍL 1991
9ií)jlU*
Í0lCU0Uoi*
fi)óii§öguv
Eftir aö vídeóleigurnar
spruttu upp víða um land
varö mikiö sport hjá ein-
hleypum körlum aö fá sér
bláar. Ekki var þó úrvalið
alltaf mikiö, þannig aö þeir
höröustu kunnu myndirnar
bókstaflega utan aö. Jói var
einn af þeim.
Eitt sinn átti hann erindi
til nágrannans í stigagang-
inum til að fá lánað lítilræði
sem hann vantaði í pottinn.
Þegar granninn opnaði
huröina gein viö kven-
mannsklof á skjánum, sem
Jóa fannst ansi kunnug-
legt: „Er þetta ekki hún Jós-
efína?"
(Úr piparsveinasögum)
Hann var þekktur sæ-
garpur á Austfjöröum. Ein-
hverju sinni er hann var aö
sækja nýjan bát sem smíö-
aður var í Noregi hreppti
hann aftaka veöur og fór
svo aö farið var aö óttast
um bátinn og var hann að
endingu talinn af.
En garpur náöi landi eftir
miklar hrakningar og sagö-
ist honum svo frá við heim-
komuna: „Tja, veðriö? Jú,
þaö var svo slæmt að ég
heyrði grjótið rúlla eftir
botninum."
Sigling þessi veröur lengi
í minnum höfð og ekki síö-
ur lýsingar á henni síðar.
Fjörutíu árum eftir sigling-
una frá Noregi var garpur-
inn, háaldraður maður þá,
aö koma af hjónaballi.
Mikið illviðri skall á meö-
an dansleikurinn stóö yfir
og vildu ungir og hraustir
menn fylgja honum heim.
En auövitaö þáði hann ekki:
„Þetta er nú ekki mikið,"
sagði hann, „þið heföuö átt
aö sjá þegar ég stóö í
brúnni austan við Gerpi
með fullan túllan af gler-
brotum..."
(Úr sjómannasögum)
„Black out" er ekkert nýtt
fyrirbæri þótt þaö hafi
fengið nýjan og alvarlegri
skilning hin síöari ár.
— „Þú skemmtir þér vel
á ballinu um helgina."
„Er þaö virkilegt?"
— „Já, þú dansaöir viö
hana Gunnu fram á rauða
nótt."
„Er þaö virkilegt?"
— „Ég er nú hrædd um
það. Og þaö virtist fara vel
á meö ykkur."
„Dansaði ég nokkuð viö
Þig?"
— „Nei, nei."
„Þarna séröu. Ég var ekk-
ert svo fullur."
(Úr fylleríssögum)
„Ég get ekki saett mig
viö að veriö sé aö hag-
ræöa marxismanum. En
gagnvart fjandsamlegu
umhverfi og mjög
breyttum aðstæöum í
heiminum getur veriö
betra að teggja út í
málamiðlun."
Þorvaldur Þorvaldsson
trésmiöur
ALDREI
HOXHA
„Ég hef aldrei verið er-
indreki Albaníu. Ég hef
farið þangað fjórum sinn-
um, fyrst 1978 og hrifist af
því hvernig Albaníu hefur
verið stjórnað á sósíalísk-
an máta, en hins vegar
aldrei talið landið vera
óbreytanlegt módel eða
ófrávíkjanlega fyrirmynd.
Sósíalisminn þróast í
bylgjum eins og svo margt
annað í sögunni og hefur
sín einkenni í hverju
landi.“
Hann heitir Þorualdur Þor-
ualdsson, býr í Breiðholtinu
og er trésmiður. Auk þess er
hann formaður Vináttufélags
Islands og Albaníu, einn fárra
Islendinga sem varið hafa
einangraða stefnu og lokað
þjóðfélag þessa sérkennilega
lands. Nú hefur Albanía sog-
ast inn í þá hringiðu kerfis-
breytinga sem margir kalla
hrun kommúnismans.
Var ekki kominn tími til að
tengja?
„Stjórnvöld í Albaníu eru
þvinguð til breytinga. Síöustu
ár hefur komiö fram and-
staöa gegn ríkjandi kerfi,
m.a. vegna krossferðarinnar
gegn sósíalismanum í A-Evr-
ópu. Olía á þann eld eru efna-
hagslegir erfiðleikar. En
stjórnvöld í Albaníu hafa ver-
ið að slaka á allar götur frá
1982, hafa stytt dóma og
frelsaö pólitíska fanga. Nú
verður skipulagðri andstöðu
allt að vopni, meðal annars
vestrænn þrýstingur í krafti
efnahagslegra erfiðleika,
ekki síst vegna þess að við-
skipti við A-Evrópu hafa
hrunið og þurrkar hafa leikið
efnahagslífið grátt um ára-
bil.“
Þú segir breytingar hafa átt
sér staö, en óttast þú ad þœr
fari út á villigötur eða hvað?
„Flokkur vinnunnar hefur
breytt nokkuð um áherslur.
Hann hafði hugsað sér að
taka að hluta upp markaðs-
búskap, en þróunin hefur
orðiö sú að taka upp e.k.
markaðshagkerfi og taka upp
alþjóðapólitík sem er þókn-
anleg stórveldunum. Ég get
ekki sætt mig við að verið sé
að hagræða marxismanum.
En gagnvart fjandsamlegu
umhverfi og mjög breyttum
aðstæðum í heiminum getur
verið betra að leggja út í
málamiðlun, en að taka upp
harða stefnu sem leitt gæti til
glundroða. Öllu skiptir að
tryggja þann árangur sem
náðst hefur, m.a. á sviði fé-
lagslegrar þjónustu. ÍAlbaníu
var veruleg lýðræðishefð
sem fyrst og fremst var byggð
upp af kommúnistum. Lýð-
ræðisflokkurinn svokallaði í
Albaníu hefur reynst ólýð-
ræðislegri en Flokkur vinn-
unnar, ekki unað kosningaúr-
slitum, kveikt í flokksskrif-
stofum kommúnista og svo
framvegis."
Er eitthvað hœft íþvíað Al-
baníuvinir hér á landi hafi
klofnað í tvö félög?
„Ég hef ekki heyrt neitt um
það.“
Hittir þú einhvern tímann
Hoxha — okkur var tjáð að
hann vœri frœndi þinn?
„Sá maður er mjög skáld-
legur sem haldið hefur slíku
fram! Nei, ég hitti aldrei Hox-
ha og ég á enga ættingja í Al-
baníu. Ég hef aldrei litið á
mig sem talsmann Albaníu á
íslandi og það hefur verið
fjarri þeim að koma sér upp
einhverjum slíkum erind-
reka. Þeir hafa aldrei sóst eft-
ir viðkvæmum upplýsingum
frá íslandi, en haft áhuga á
tengslum á sviði viðskipta og
menningar."
Að lokum Þorvaldur, hefur
þú áhuga á einhverju öðru en
pólitík?
„Mikil ósköp, helst mætti
nefna leiklist, tónlist, tungu-
mál, nánast hvers konar
menningarmál og fróðleik,
auk ýmissa íþrótta o.fl. Fjöl-
skyldan mætti þó vera efst á
listanum."
SJÚKDÓMAR OG FÓLK
Læknisfræöi fyrr og nú
Heilbrigðisástand íslensku
þjóðarinnar er með miklum
ágætum. íslensk gamal-
menni verða allra kellinga
og karla elst. Langflest börn
sem fæðast komast til
manns og stærstur hluti
þjóðarinnar er við ágæta
heilsu þrátt fyrir allt. Ekki er
ýkja langt síðan ástandið var
allt öðru vísi. Árin 1841—
1845 dóu 32% allra fæddra
barna innan þriggja ára. Á
árunum 1757—1845, 88 ár-
um, náðu aðeins tæplega
57% allra fæddra barna
fermingaraldri. Þessi börn
dóu yfirleitt af innantökum,
niðurgangi og alls konar
kröm. En björninn var ekki
unninn þó að unglingurinn
lifði fram yfir fermingu. Alls
konar sjúkdómar voru land-
lægir og herjuðu á landslýð.
Sullaveiki og holdsveiki
voru tíðir kvillar svo og ýms-
ir hörgulsjúkdómar og kláði.
Fólki þótti þó engin minnk-
un að kláðanum og margir
veigruðu sér við að láta
lækna hann og töldu hann
fremur til heilsubótar en hitt
og hreinsaði eitraða vessa úr
líkamanum. Menntaðir
læknar voru fáir og lyf af
skornum skammti svo að
víðast varð fólk að bjarga sér
sjálft eftir bestu getu.
BÍLDAR OG
BLÓÐTÖKUMENN
Ég sat eitt kvöldið fyrir
skemmstu og reyndi að átta
mig á notagildi margra
þeirra læknisráða sem fólk
greip til þegar í nauðirnar
rak. Helstu aðgerðir við alls
konar sjúkdómum var að
taka sjúklingi blóð eða láta
hann svitna rækilega. Víðast
hvar voru blóðtökumenn í
hverri sveit ávallt reiðubúnir
með bíldinn. Þeir töldu að
blóðtaka væri kjörin lækn-
ing á öllum sjúkdómum.
Blóðið varð að taka á víð og
dreif úr líkamanum eftir því
hvar sjúkdómurinn var. Við
augnveiki skyldi taka blóð
úr augnkróknum, úr enninu
við höfuðverk, úr neftotunni
við höfuðþyngslum, hjá nafl-
anum til að koma lagi á inn-
yflin. Alls mátti taka blóð úr
53mur stöðum og átti sinn
blóðtökustaðurinn við
hvern kvilla. Ef margt gekk
að manninum var algengt
að blóð væri tekið á mörg-
um stöðum í einu. Stundum
voru tveir til þrír blóðtöku-
menn að krukka í sama
sjúklinginn og talaði þá hver
af mikilli fyrirlitningu um
kunnáttuleysi hinna og
sögðu ekki nema von að illa
gengi því að blóð hefði verið
tekið úr rammvitlausri æð.
Fyrir kom að blóðtöku-
mennirnir villtust á slagæð-
ar og urðu sjúklingum sínum
að bana. Margir urðu að
vesalingum eftir þessar að-
gerðir. Það er erfitt að sjá
notagildi allrar þessarar
blóðtöku og hörmulegt til
þess að hugsa að þetta hafi
verið ein algengasta læknis-
aðgerðin.
SVITALÆKNING OG
BAKVERKIR
Annað læknisráð sem
menn höfðu tröllatrú á var
að láta sjúklinginn svitna
rækilega. Menn þurftu því
að eiga kröftug svitalyf á
heimilum sínum til að grípa
til ef einhver veiktist. Kaup-
menn fluttu inn alls konar
ólyfjan og seldu sem svita-
lyf, svo sem einiberjaolíu,
terpentínuolíu, svarta gigt-
ardropa, gúmmíplástur o.fl.
Margir sulluðu saman margs
konar efnum til að koma of-
an í sjúklinginn svo að hann
svitnaði. Jón læknir Péturs-
son segir frá einni slíkri
hrossalækningu en þá var
hann sóttur í vitjun til prests
nokkurs sem lá sjúkur af
hitasótt. Heimilisfólk tók
brennivínsmörk, eina alin af
munntóbaki og pipar og
sauð þetta saman og píndi
síðan soðið ofan í klerk. Rétt
um þær mundir sem læknir-
inn kom í hús gaf prestur
upp öndina. Meðal almenn-
ings voru auk þess við lýði
alls konar ráð sem beita
skyldi við sjúkdómum. Við
bakverkjum þótti gott að
leggja volga kúamykju við
bakið eins og heitan bakstur.
Annað ráð var að taka band
og leggja yfir bak á líki áður
en því væri sökkt í gröfina
og binda svo bandið um sig.
Gott þótti að leggja arnarkló
við bakið eða taka óspjall-
fiða mey og binda hana við
bak sitt; „það bætir vel”.
GOTT RÁÐ VIÐ
MINNISLEYSI
Nútímamaðurinn kímir
góðlátlega þegar hann les
um þessi hindurvitni og að-
ferðir til lækninga. Þó er enn
við lýði ákveðin hindur-
vitna- og munatrú í landinu
sem gefur ekkert eftir sókn
forfeðra okkar í hluti með
lækningamátt. Margir
ganga með segularmbönd
eða orkubönd um úlnliðinn
sem halda eiga alls konar
sjúkdómum í skefjum. Al-
þýðulæknisfræðin og hefð-
bundin læknisfræði blómstra
víða hlið við hlið og er ekk-
ert um það að segja svo
fremi fólk átti sig á takmörk-
unum beggja skólanna.
Alþýðulæknisfræðinni
gekk t.d. sennilega betur að
fást við alls konar hugarvíl
en nútíma læknisfræði
gengur t.d. betur að fást við
konur í barnsnauð. Á öld-
inni sem leið hafði alþýða
manna trú á því að gott væri
að gefa slíkri konu að
drekka baldursbrá í víni eða
leggja undir hana arnarfjöð-
ur. Eg hef meiri trú á tækni-
væðingu nútímafæðingar-
deilda. En gamla læknis-
fræðin átti ráð þegar nú-
tímalæknirinn er ráðþrota.
Hvað á að gera við gleymsku
og minnisleysi allra stjórn-
málamannanna núna rétt
fyrir kosningar? sagði einn
vinnufélagi minn um dag-
inn. Það er eins og mennirn-
ir hafi steingleymt öllu sem
þeir lofuðu fyrir fjórum ár-
um.
Alþýðulæknisfræðin átti
góð ráð við þessu. Við minn-
isleysi átti að bera rjúpu-
heila við gagnaugun í hverj-
um mánuði eða éta hana-
heila. Kannski væri það
þjóðráð a hefja alla stjórn-
málafundi með því að láta
þátttakendur setjast að
borði þar sem hanaheilar
væru í boði og fallegar stúlk-
ur og ungir sveinar gengju
um beina og smyrðu gagn-
augu manna með rjúpuheila
eða rjúpugalli. Það gæfi
kosningabaráttunni óneit-
anlega skemmtilegan, þjóð-
legan svip og vonandi yrði
slagurinn heiðarlegri.