Pressan - 18.04.1991, Síða 14

Pressan - 18.04.1991, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR PRESSAN 18.APR1L1991 s 'amkvæmt skoðanakönnunum blasir við fylgishrun hjá Alþýðu- bandalaginu á Austurlandi. Þetta þykir mörgum Aust- firðingum ekkert skrítið, miðað við erjurnar innanbúð- ar í flokknum og gjána sem hefur ver- ið á milli þeirra Hjörleifs Gutt- ormssonar sem skipar fyrsta sætið og Einars Más Sigurðssonar sem skipar annað sætið. Norðfirðingar sem áttu leið í kaupfélagið í vetur rifja nú upp ummæli sem Einar Már lét þar falla um Hjörleif, en hann mun hafa sagt að þessi félagi hans ætti best heima hjá Kvennalistan- um ... Elnn er ekki komin niðurstaða vegna kæru á hendur fiskeldisfyrir- tækinu Smára hf. við Þorlákshöfn. Fyrirtækið var sem kunnugt er kært til RLR vegna grunsemda um fals- aða birgðastöðu en grunsemdir þar um vöknuðu í kjölfar gjaldþrots þess. Nú heyrast hins vegar af því fréttir að einhverjir af eigendum fyr- irtækisins séu í þann veginn að kaupa sér bát í Þorlákshöfn og hygg- ist hefja útgerð þar ... F yrst eftir að framsóknarmenn á Reykjanesi opnuðu kosningaskrif- stofu sína í kópavogi fannst þeim grunsamlega lítið hringt til þeirra. Þvi munu þeir hafa sett sig í sam- band við Póst og síma og óskað eftir viðgerðarmanni hið snarasta. Innan skamms tíma var viðgerðarmaður mættur á staðinn og eftir að hafa yf- irfarið allt símkerfið vel og vandlega mun hann hafa komist að því að fá- ar innhringingar stöfuðu af ein- hverju öðru en bilun í tækjum . . . C ^^unnlendingar-Táku upp stór augu á dögunum þegar frambjóð- endur Sjálfstæðisflokksins voru á ferð. Þorsteinn Pálsson fór einn um kjördæmið á eigin bíl, en þeir Eggert Haukdal og Arni Johnsen ferðuðust saman. Oft þarf minna til svo menn fari að bollaleggja og í kjölfar þessa heyrðist að augljóslega vildi Þor- steinn sem minnst vita af svikurum úr formannskjörinu ... að vakti nokkra athygli á sín- um tíma þegar núverandi dóms- málaráðherra Óli Þ. Guðbjartsson setti flokksbróður sinn Sigurð Gunn- arsson sem sýslu- mann í V-Skaftafells- sýslu fyrir rúmu ári. Efasemdir voru um hvort Sigurður hefði embættisgengi en hann hafði nýlega lokið lögfræði- prófi. Nú er talið líklegt að Oli noti síðustu daga sína til að festa Sigurð í embættinu og skipi hann sýslu- mann innan skamms ... IPrami Axels Jónssonar, hins nýja skemmtanakóngs Keflvíkinga, þykir nokkuð skjótur. Er ljóst að pól- itísk tengsl hans við bæjarstjórann Ellert Eiríksson hafa ekki spillt fyrir en Axel er fyrsti varamaður sjálfstæðismanna í bæjarstjórn. Er tekið sem dæmi um þá velvild sem Axel nýtur að ekki var haft útboð þegar rekstraraðili að Glaumbergi var valinn. Húsnæðið er í eigu Framkvæmdasjóðs aldraðra og því er það bærinn sem ráðstafar því... v inatta menntamálaraðherra Islands og Frakklands, þeirra Svav- ars Gestssonar og Jacks Lange, ætlar að koma ís- lendingum í París að góðum notum. PRESSAN veit af ein- um sem pantaði við- tal hjá sjálfum franska ráðherran- um til að biðja um atvinnuleyfi í landinu, en eins og þeir vita sem í hafa komist er slíkt leyfi ekki auðfengið. Ráðherrann ku hafa tekið málaleitan íslendingsins vel, en hvort hann hefur haft árang- ur erfiðis síns er ekki Ijóst ennþá .. . N ■ ^lú nýlega er farið að bjóða upp á sænska póstverslun hér á landi, Grahns International Mailor- der. Það sem vekur kannski mesta athygli er að á pöntunarlistanum er gefið upp símanúmer hjá böggla- deild Pósts og síma í Ármúlanum. Þar fást þær upplýsingar að böggla- deildin hafi tekið að sér þessa þjón- ustu fyrst um sinn. Það er þó gefið upp að um tímabundið ástand sé að ræða ... L'ORÉAL

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.