Pressan - 18.04.1991, Blaðsíða 31

Pressan - 18.04.1991, Blaðsíða 31
31 il^Eftir rektorskosningarnar í Há- skólanum hafa ýmsir aðilar rætt um að kosningabaráttan þar beri æ meiri keim af póli- tískri prófkjörsbar- áttu. Sveinbjörn Björnsson sigraði sem kunnugt er Þórólf Þórlinds- son og var „kosn- ingavélin" sérstak- lega áberandi hjá sigurvegaranum. Hann hafði sérstakan kosninga- stjóra, Jónas Elíasson, sem áður var kosningastjóri Sigmundar Guðbjarnarsonar. Kosningaskrif- stofa var opnuð, bæklingar sendir, skrifað í blöð og þar fram eftir göt- unum. Það sem hins vegar hefur reynst umdeildast er að fráfarandi rektor lýsti opinberlega yfir stuðn- ingi við Sveinbjörn og er það í fyrsta skipti sem fráfarandi rektor blandar sér þannig beint i þessar kosning- ar... ■ W Bargir aðilar urðu til að fal- ast eftir því að taka við rekstri skemmtistaðarins Glaumbergs í Keflavík. Einn þeirra mun hafa ver- ið Ragnar Örn Pétursson sem rak staðinn fram að gjaldþroti. Einnig vildu einhverjir af starfsmönnum staðarins taka við honum. Ragnari stóð aldrei annað til boða en að greiða fasta leigu af húsnæðinu, en hann mun ekki hafa treyst sér til að ganga að þeim skilmálum. Axel Jónsson gekkst hins vegar undir, að borga í leigu fjögur prósent af veltu, líkt og Bjarni Árnason veit- ingamaður gerir í Perlunni, en með- al veitingamanna er það talinn sér- staklega góður samningur ... D ■Væði fyrir og eftir landsfund Sjálfstæðiflokksins hefur heyrst af fundum þeirra Davíðs Oddssonar formanns Sjálfstæð- isflokksins og Ólafs Ragnars Gríms- sonar formanns Al- þýðubandalagsins. Þykir sýnt að flokks- formennirnir séu þegar farnir að byggja upp trúnaðartraust með stjórnarmyndun í huga eftir kosn- ingar, þótt hvorgur þeirra hafi gefið nokkrar yfirlýsingar þess efnis í kosningabaráttunni og Ólafur raun- ar boðað áframhaldandi vinstrisam- starf... FRAMSOKNARFLOKKUKINN MEÐKÁPUNA ÁBÁÐUM ÖXUJM -- „Ræða mætti gagnkvæmni í veiðiheimildum, enda þýddi það ekki að verkefni íslenskra fiskiskipa minnki" (Frásögn af viðræðum Halldórs Ásgrímssonar og Manuels Marins, sjávarútvegskommisars EB, á fundi þeirra í aðalstöðvum EB í Brussel, 7. mars 1989). „Hugsanleg skipti á veiðiréttindum milli íslands og Evrópubandalagsríkjanna. Ólíklegt væri að menn teldu hagstætt að íslensk skip veiddu í lögsögu Evrópubandalagsríkjanna og skip frá Evrópubandalags- ríkjunum í lögsögu Islands í staðinn. Hins vegar væri rétt að taka slík atriði til umræðu, ef báðir aðilar teldu sig geta haft hag af" (Frásögn af fundi sjávarútvegsráðherra íslands, Halldórs Ásgrímssonar, með sjávarútvegsráðherrum fimm Evrópubandalagsríkja í Cuxhafen, Þýskalandi, 11. október 1989). ALÞÝÐUFLOKKURINN Baðsett á góðu verði Vegna hagstæðra samninga og magninnkaupa á baðsettum getum við boðið í einum pakka: HANDLAUG, JRTUBOTN á einstöku verði. Aðeins kr. 39350 ALLT SETTIÐ Suðurlandsbraut 20 - Sími: 91 -8 38 33 I

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.