Pressan - 18.04.1991, Blaðsíða 6

Pressan - 18.04.1991, Blaðsíða 6
r <■»/•» r fian * O r U|l-i-v.Avi'.r KJOSUM EKKI , YFIROKKUR LIFLAUSA fe® SPYTUKARLA fyrir fólk fréttist að Ragnar Hall væri að hætta sem skiptaráðandi í Reykja- vík. Ragnar mun ætla að hefja störf á lögfræðiskrifstofu Gests Jónssonar en þeir eru gamlir skólabræður úr lög- fræðinni. Þá hafa þeir einnig haft tölu- vert af hvorum að segja í gegnum störf þeirra hingað til en Gestur hef- ur verið bústjóri í tveim stórum þrotabúum sem Ragnar hefur haft með að gera, það er að segja þrota- búi Hafskips og þrotabúi Nesco. Þá má geta þess að yfirmaður Ragnars hingað til, Jón Skaftason yfirborg- arfógeti, er einmitt faðir Gests .. . l kjölfar uppsagnar Ragnars Hall skiptaráðanda er ljóst að það verða nokkrar mannabreytingar hjá borgarfógetaembættinu. Við skiptarétt eru tvær fógetastöður og hafa Ragnar og Gréta Baldurs- dóttir gegnt þeim um skeið eða síð- an Markús Sigurbjörnsson var settur prófessor í lögfræði við laga- deild Háskóla íslands. Ólíklegt er talið að Markús komi aftur til starfa hjá embættinu og því er talið að skipað verði í báðar fógetastöðurn- ar hjá skiptarétti... G... Skaftason yfirborgarfógeti láti af störfum í lok þessa árs eða upphafi þess næsta. Að öllu jöfnu væri mikill slagur um þetta embætti sem hefur fært Jóni um eina milljón króna í mánaðartekjur. Vegna breytinga á lögum um fógetaembættin þá er embættið ekki lengur sú tekjulind sem það hefur verið. Þar að auki mun það aðeins heita „sýslumaður- inn í Reykjavík" í framtíðinni. Lík- legt er þó að einhverjir verði til að berjast um embættið en möguleikar manna velta að sjálfsögðu á því hver verður dómsmálaráðherra . . . I* orstjóri Bændahallarinnar, Konráð Guðmundsson, fyrrver- andi hótelstjóri á Sögu, hefur tekið að sér fyrir Búnað- arbankann að stýra framkvæmdum við Hótel ísland. Rekst- ur gistingadeildar hótelsins verður síð- an í umsjá Hótels Sögu fyrst í stað og eru bókanir þegar hafnar. Stefnt er að fyrstu gistinótt þann 1. júlí næst- komandi, en þá er ætlunin að lokið verði frágangi við alls fjörutíu her- bergi. Framkvæmdum við alla hót- elbygginguna á hins vegar að vera að mestu lokið um áramót og þá er ætlunin að taka 70 ný herbergi í notkun ... LEXIS AXIS AXIS HUSGOGN HF. SMIÐJUVEGI 9. KÓPAVOGI SÍMI: 43500

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.